Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 24
VIÐSKIPTI 24 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ - Tilkynning um skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþing Íslands hf. - EIGNARHALDSFÉLAGIÐ ALÞÝÐUBANKINN HF. Flokkur: 1. flokkur 2001 Útgáfudagur: 15. maí 2001 Áv.kr. á fyrsta söludegi: 8,0% Grunnvísitala: Nvt. 206,5 Vextir: 7,75% Fyrsti gjalddagi vaxta: 15. maí 2002 Fyrsti gjalddagi afborgana: 15. maí 2005 Einingar bréfa: 5 m.kr. og 10 m.kr. Skráning: Verðbréfaþing Íslands hefur samþykkt að taka þegar útgefin skuldabréfin að fjárhæð 750 m.kr á skrá og verða þau skráð þann 19. júní 2001, enda verði öll skilyrði skráningar uppfyllt. Umsjón með útgáfu: Landsbanki Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Upplýsingar og gögn: Skráningarlýsingin og önnur gögn sem vitnað er til í skráningarlýsingunni liggja frammi hjá Landsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík. Landsbanki Íslands KAUPVERÐ Lyfjaverslunar Ís- lands hf. á Frumafli ehf. var í meg- inatriðum ákveðið í janúar síðast- liðnum, að sögn Gríms Sæmundsen, stjórnarformanns Lyfjaverslunar. Hann segir að sú gagnrýni sem Lár- us Blöndal hefur haft í frammi á samning Lyfjaverslunar um kaup á hlutabréfum í Frumafli og á stjórn félagsins í fjölmiðlum stafi af því að Lárus vilji koma í veg fyrir að Jó- hann Óli Guðmundsson verði stærsti hluthafi í félaginu. Framganga Lár- usar sé fyrst og fremst valdabarátta í stjórn Lyfjaverslunar. Yfirlýsing ígildi samnings Að sögn Gríms undirritaði stjórn Lyfjaverslunar, Jóhann Óli Guð- mundsson, sem þá var stærsti hlut- hafinn í félaginu, og Aðalsteinn Karlsson, yfirlýsingu í janúar um kaup Lyfjaverslunar á hlut í A. Karlssyni hf. þar sem samningur um kaupin var endanlega sam- þykktur. Aðalsteinn Karlsson hafi þá jafn- framt lýst því yfir að hann muni ekki gera athugasemdir við það að samið verði við Frumafl vegna svo- kallaðs „Sóltúnsmáls“ í samræmi við samkomulag milli stjórnar Lyfja- verslunar og Frumafls, saman ber minnisblað. Grímur segir að með hliðsjón af þessu hafi aldrei komið til álita að breyta umsömdu kaup- verði á hlutabréfum Frumafls. „Álit óvilhallra hæstaréttarlög- manna er að í þessum gögnum felist skuldbinding af hálfu LÍ sem skapi félaginu bótaskyldu gagnvart gagn- aðila verði ekki staðið við hana,“ segir Grímur. „Það var niðurstaða meirihluta stjórnar Lyfjaverslunar að félaginu bæri að standa við gerða samninga og því var haldinn stjórn- arfundur sl. mánudag þar sem kaup- in á Frumafli og Thorarensen-lyfj- um voru staðfest, enda komnar fram kröfur frá lögmönnum þessara aðila um að svo yrði gert.“ Kaupin hluti af framtíðarsýn Grímur segir að unnið hafi verið að stefnumótun fyrir Lyfjaverslun Íslands frá því á síðasta ári og þar hafi verið kynnt framtíðarsýn Frumafls og Lyfjaverslun ákveðið að gera hana að sinni framtíðarsýn með kaupum á Frumafli. Kaupin á A. Karlsyni og Thor- arensen-Lyfjum hafi verið ætluð til að ná fram hámarks vaxtarmögu- leikum á því sviði sem Lyfjaverslun hefur starfað til þessa. Kaupin á Frumafli hafi hins vegar verið með tilliti til vaxtar á nýjum sviðum. Haft hafi verið í huga að nýta þessa nýju þekkingu sem myndi skapast hjá fyrirtækinu til útrásar, sérstak- lega hafi þá verið horft til Eystra- saltslandanna. Kaupin á Frumafli eigi því að vera stökkpallur fyrir Lyfjaverslun inn á ný svið. Verðmat hluti af viðskiptalegri ákvörðun Að sögn Gríms liggur fyrir að verðið sem Lyfjaverslun ætlar að greiða fyrir hlutabréfin í Frumafli sé hátt. Það hafi legið fyrir allan tímann. Það sama eigi við um kaup- in á hlutabréfum í A. Karlssyni og Thorarensen-Lyfjum. Stjórn Lyfja- verslunar hafi hins vegar staðið frammi fyrir þeim kostum að kaupa umrædd félög samkvæmt þeim samningum sem náðst hafi. Í öllum þessum tilvikum hafi einfaldlega verið um að ræða að taka afstöðu. „Við mátum samlegðaráhrif og sóknarfærin það mikil að við tókum á endanum þær ákvarðanir í þessum efnum sem teknar voru. Það rétt- lætti þessi kaup í okkar augum. Þetta voru því viðskiptalegar ákvarðanir sem við töldum vera rétt skref fyrir alla hluthafa LÍ en ekki sérhagsmuni einstakra hluthafa. Í engu þessara tilvika var tekin ákvörðun um að fá óvilhalla faglega aðila til að verðmeta þessi kaup enda mikil þekking á fyrirtækja- rekstri fyrir hendi innan stjórnar félagsins.“ Vilja ekki að Jóhann Óli verði stærsti hluthafinn Aðspurður um gagnrýni Lárusar Blöndal, stjórnarmanns í Lyfja- verslun Íslands hf., á samning um kaup félagsins á hlutabréfum í Frumafli og vinnubrögð stjórnar félagsins, segist Grímur ekki hirða um að svara frekar. „Lárus hefur farið með rangfærslur í þessu máli. Lárus ætlaði aldrei að standa við samkomulagið um kaup Lyfjaversl- unar á Frumafli. Þegar ég minnti hann á fyrrnefnt samkomulag, sem hann tók þátt í að semja, sagðist hann ekkert kannast við það og að honum kæmi undirskrift Aðalsteins Karlssonar ekkert við. Lárus er þó fulltrúi Aðalsteins í stjórn Lyfja- verslunar. Lárus hefur lagt fram lögbannskröfu á samninginn við Jó- hann Óla Guðmundsson um kaupin á hlutabréfunum í Frumafli til að hann, með fulltingi Aðalsteins Karlssonar, geti náð völdum í félag- inu. Meginmálið er það að þær deilur sem upp hafa komið í stjórn Lyfja- verslunar stafa af því að Aðalsteinn Karlsson og fulltrúi hans í stjórn félagsins vilja ekki standa við það samkomulag sem undirritað var í janúar síðastliðnum,“ segir Grímur Sæmundsen. Kaupverð á hlutabréfum Frumafls var ákveðið í janúar í tengslum við kaup á hlutabréfum í A. Karlssyni Valdabarátta í Lyfjaverslun Íslands Grímur Sæmundsen: „Álit óvilhallra hæstaréttarlögmanna er að í þessum gögnum felist skuldbinding af hálfu LÍ sem skapi félaginu bótaskyldu gagnvart gagnaðila verði ekki staðið við hana.“ Í apríl sl. undirritaði stjórn Lyfjaverslunar Íslands hf., Jó- hann Óli Guðmundsson, sem þá var stærsti hluthafi í félaginu og Aðalsteinn Karlsson, yfirlýsingu vegna kaupa Lyfjaverslunar á hlutabréfum í A. Karlssyni. Meðfylgj- andi yfirlýsingunni er minnisblað vegna kaupa Lyfjaversl- unar á hlutabréfum Frumafls ehf. Eftirfarandi eru þessi tvö skjöl, sem Morgunblaðið hefur undir höndum: „Lyfjaverslun Íslands hf. lýsir því hér með yfir að fyr- irtækið ábyrgist gagnvart seljendum samkvæmt samn- ingi dags. 1. desember 2000 milli Lyfjaverslunar Íslands hf. og eigenda hluta í A. Karlssyni hf. að með samþykki hluthafafundar í Lyfjaverslun á hlutafjáraukningu í dag telst samningurinn endanlega samþykktur, þar með hvað varðar verð og greiðslutilhögun og að ekki verði frá því vikið. Nær ábyrgð þessi til þess að umsamdar greiðslur verði inntar af hendi sem fyrst og ekki síðar en segir í samningnum sbr. viðauka dags. 22. janúar 2001. Þá lýsir Aðalsteinn Karlsson því yfir að hann muni ekki gera athugasemdir sem verðandi hluthafi í Lyfjaverslun Íslands hf. við það að samið verði við Frumafl ehf. vegna svokallaðs „Sóltúnsmáls“, í samræmi við óformlegt sam- komulag milli stjórna Lyfjaverslunar og Frumafls sbr. ódagsett minnisblað.“ Þá skuldbindur Aðalsteinn Karlsson sig til þess að and- mæla ekki nýtingu frekari kaupréttar í viðbótarhlutafé í Frumafli hf. ef meirihluti stjórnar Lyfjaverslunar Íslands hf. samþykkir að nýta kaupréttinn. Reykjavík 24. janúar 2001.“ Undir þessa yfirlýsingu rita fyrir hönd seljenda Að- alsteinn Karlsson. Þá ritar Jóhann Óli Guðmundsson upp- hafsstafi sína sem samþykkur sem stærsti hluthafi Lyfja- verslunar Íslands hf. Jafnframt rita fjórir af fimm stjórnarmönnum Lyfjaverslunar nöfn sín. Minnisblað vegna kaupa á hlutabréfum Frumafls Eftirfarandi er minnisblað sem fylgir með framan- greindri yfirlýsingu: „LÍ kaupir 44,44% af hlutafé Frumafls og greiðir með 80 milljónum í hlutafé LÍ. LÍ fær kauprétt á 27,78% af hlutafé Frumafls til 6 mán- aða, frá undirritun samnings, og kauprétt á öðrum 27,78% til 12 mánaða. Viðmiðunargengi verður 4,78 eins og áður hafði verið ákveðið. Nýta má allan kauprétt innan 6 mán- aða. Nýti LÍ sér ekki kauprétt sinn fær fyrirtækið forkaups- rétt til fimm ára, að óseldum hlutum. Afkomutenging Sóltúnsverkefnis fellur út. Seljandi tekur áhættu af hærri vöxtum en gert er ráð fyrir í áætlun, að mestu eða öllu leyti. Seljandi ábyrgist að heilbrigðisráðuneytið heimili upp- skipti Securitas í Frumafl og Securitas. Verði töf á að starfsemi Sóltúns hefjist skal tekið tillit til þeirra fjárhagslegu afleiðinga sem það hefur á verkefnið. Ráðningarsamningur verður gerður við Hannes Guð- mundsson, auk þess sem samningur hefur verið gerður við Önnu Birnu Jensdóttur framkvæmdastjóra Sóltúns.“ Upphafsstafir fimm einstaklinga eru skrifaðir á minn- isblaðið. Kaup LÍ á A. Karlssyni og Frumafli Búnaðar- bankinn harmar að dragast inn í deilur BANKASTJÓRN Búnaðarbanka Ís- lands sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna málefna Lyfjaverslunar Ís- lands hf. Þar segir eftirfarandi: „Vísað er til yfirlýsingar stjórnar- formanns Lyfjaverslunar Íslands hf. í Morgunblaðinu í gær. Af því tilefni vill Búnaðarbanki Íslands hf. taka eftirfarandi fram: 1. Búnaðarbankinn hefur engar upplýsingar látið frá sér fara opin- berlega vegna þessa máls, heldur einungis gert stjórn félagsins og framkvæmdastjóra bréflega grein fyrir vinnu sinni að verðmati því sem um ræðir í yfirlýsingu stjórnarfor- mannsins. Þá telur Búnaðarbankinn að í bréfi bankans sé réttilega lýst samskiptum hans við stjórnarfor- mann Lyfjaverslunar Íslands hf. vegna málsins. 2. Búnaðarbankinn hefur ekki átt nein viðskipti með hlutabréf Lyfja- verslunar Íslands hf. fyrir eigin reikning undanfarnar vikur. 3. Búnaðarbankinn hefur að eigin frumkvæði þegar gert Fjármálaeft- irlitinu grein fyrir afskiptum sínum af þessu máli og miðlun hans með hlutabréf Lyfjaverslunar Íslands hf. að undanförnu. Búnaðarbanki Íslands hf. harmar að hann skuli dragast inn í þær deil- ur sem nú virðast vera innan Lyfja- verslunar Íslands hf. Reykjavík, 14. júní 2001 Búnaðarbanki Íslands hf. Bankastjórn.“ MORGUNBLAÐIÐ hefur undir höndum bréf það sem Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Búnaðarbankans, sendi Grími Sæmundsen, formanni stjórnar Lyfjaverslunar Íslands, þriðjudaginn 12. júní síðastliðinn. Bréfið er eftirfarandi: „Hr. Grímur Sæmundsen, for- maður stjórnar Lyfjaverslunar Ís- lands hf. Efni: Verðmat á Frumafli hf. Þann 23. maí 2001 óskaði Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Lyfjaverslunar Íslands, eftir því að Búnaðarbankinn, sem við- skiptabanki félagsins, verðmæti viðskiptatækifæri sem stjórn félagsins var með til skoðunar. Félaginu hafði boðist til kaups meirihluti í Frumafli hf. sem er félag sem áformað er að hafi rekst- ur hjúkrunarstofnana að megin- starfsemi. Á fundi með Árna Tómassyni bankastjóra Búnaðarbankans sama dag afhenti Grímur helstu gögn um Frumafl og í kjölfarið fylgdu frek- ari gögn, m.a. unnin af Deloitte & Touche, sem bankinn fékk til stuðn- ings við vinnu sína. Bankinn fór yfir þær fjárhags- áætlanir sem gerðar höfðu verið og hafði nokkrar athugasemdir við þær, sérstaklega hvað varðaði fjár- mögnunarkostnað verkefnisins. Ennfremur taldi bankinn erf- iðleikum háð að verðmeta ýmsar þær forsendur sem lagðar voru fram og höfðu með að gera ýmsar óefnislegar eignir, svo sem við- skiptavild. Stjórnarformanni Lyfjaverslunar voru kynntar niðurstöður verðmats bankans á fundi þann 29. maí 2001. Á þeim fundi kom fram að hann hafði verulegar athugasemdir við mat bankans á hinum óefnislegum eignum og féllst bankinn á það sjónarmið að verulegu annmörkum væri háð að leggja mat á þá þætti. Stjórnarformaðurinn óskaði þá eftir því að bankinn skilaði ekki verðmati sínu þar sem óvissa væri um hvernig meta skyldi hina óefn- islegu þætti varðar heldur gerði grein fyrir vinnu sinni að verkinu með bréfi til sín. Meðfylgjandi eru ofangreind gögn sem bankanum voru afhent vegna þessa máls. Reykjavík, 12. júní 2001 Virðingarfyllst, Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdastjóri Verð- bréfasviðs Búnaðarbankans.“ Verðmat Búnaðarbankans á Frumafli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.