Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 28

Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ höfum hagað okkur eins og svín síðastliðna hálfa öld, því ætt- um við ekki að halda uppteknum hætti næstu 50 árin?“ Í hnotskurn er þetta viðhorf þeirra sem verja ABM-sáttmálann frá 1972 og eru með því að hafna öllum möguleik- um á því að koma upp eldflauga- varnarkerfum. Þeir sem setja sig upp á móti þróun slíkra kerfa eru um leið að þvinga grunlausa og friðsamlega Rússa, Bandaríkja- menn og borgara annarra landa til að búa við varanlega kúgun kjarnavopna. Það viðhorf að ABM-sáttmálann skuli halda í heiðri til að tryggja að friður haldist átti einungis við rök að styðjast á meðan á vitfirringu kalda stríðsins stóð. Sáttmálinn dugði svo sannarlega ekki til að koma í veg fyrir enn hraðara víg- búnaðarkapphlaup. Fyrsta fækk- un kjarnavopna var vissulega ekki samþykkt fyrr en tveimur áratug- um eftir undirritun ABM-samn- ingsins, þegar samskipti Moskvu og Washington voru orðin skyn- samlegri og raunhæfari, eða með START-2 sáttmálanum frá árinu 1993. Þrátt fyrir að START-2 sátt- málinn hafi staðfest mikilvægi ABM-samkomulagsins þá gaf sátt- málinn í skyn að ný og róttækari skref í átt til afvopnunar yrðu tek- in. Því miður gerðist það ekki; það tók ráðamenn í Moskvu átta ár að staðfesta START-2 sáttmálann. Í millitíðinni hafa nýjar ógnir sprott- ið upp. Í dag eru það ekki einungis risa- veldin sem geta kúgað heiminn með hótun um „allsherjarmorð“. Smærri veldi og jafnvel hryðju- verkahópar geta haft fjöldakúgun að stefnumáli. Rússland er jafn- berskjaldað fyrir slíkri kúgun og önnur lönd. Þannig er stuðningur við ABM-sáttmálann og bann hans við eldflaugavarnarkerfum engum gagnlegt. Þrátt fyrir þetta eru Rússar enn á móti breytingum. Hvers vegna? Hvenær láta Rússar af þráhyggju sinni gagnvart Bandaríkjunum? Minnimáttarkennd hinna rúss- nesku „derzhavniki“ (forvígis- manna hins valda- og áhrifamikla ríkis) endurspeglar einungis veik- leika, ekki styrk. Henni má líkja við ofstæki músar sem heldur að ekkert sé skelfilegra en kötturinn. Með sínu tröllaukna fjárhagslega, efnahagslega og tæknilega bol- magni geta Bandaríkin verið ein- stakur félagi Rússlands sem og einstakur andstæðingur. Rússland ætti að líta til þess jákvæða sem félag við Bandaríkin býður upp á. Undanfarna áratugi hafa til dæmis allir vitað hversu erfitt það hefur verið fyrir Rússland að halda á lofti ímynd sinni sem geimveldi. Í dag getur Rússland, þökk sé sam- starfi við Bandaríkin, gert hluti úti í geimnum sem virtust ófram- kvæmanlegir í gær. Ferðamenn fara út í geiminn! Rússinn fer ókeypis, Bandaríkjamaðurinn borgar 20 milljónir dala fyrir ferð- ina. Fyrir tveimur mánuðum var hugmyndin um ferðamannastraum út í geiminn undarleg. Á sama hátt getur það sem virðist ævintýri lík- ast í dag, samstarf við Bandaríkin til að koma í veg fyrir hryðjuverk með kjarnavopnum og eldflaugum, orðið að veruleika á morgun ef Rússar gera það sem er þeim sjálf- um til hagsbóta. Hagsmunirnir eru augljósir. Í dag eiga pakistanskir herforingj- ar, sem eru alræmdir fyrir snilld- arbrögð og fyrir að hjálpa Talibön- um, kjarnorkusprengjur. Íranskir herforingjar gætu því allt eins eignast kjarnavopn á morgun. Norður-Kóreumenn aðstoða þá nú þegar með vopn. Til að Rússar haldi landsvæðum sínum óskert- um, til að þróun hernaðariðnaðar- ins haldi áfram og til að stöðva flótta best menntuðu Rússanna vestur um haf, þá eru það þjóð- arhagsmunir Rússlands að finna leið til að taka þátt í „verkefni ald- arinnar“ í Bandaríkjunum – eld- flaugavarnarkerfinu. En ef við viljum taka þátt í þró- un nútímavarnarkerfa þá verðum við að semja í góðri trú en setja ekki Bandaríkjamönnum harða kosti einungis til að ná fram ein- hverju sem við höfum ákveðið fyr- irfram. Undir „kapítalískri sól“ Það er sannarlega mikilvægt að við séum ekki of einstrengingsleg- ir. Að öðrum kosti gæti litið út fyr- ir að Rússland telji sér í hag að við- halda því ástandi að öll Bandaríkin séu berskjölduð fyrir kúgun af völdum kjarnavopna. Dyrnar að samstarfi við Banda- ríkin eru opnar; Rússar þurfa ekki að ryðjast í gegnum þær. Allt frá því minnst var fyrst á ABM-sátt- málann hefur Bush forseti talið samstarf við Rússland veigamikið. Við verðum vitaskuld að ganga úr skugga um að Bush sé alvara með þessum orðum, en það er kominn tími til að báðar hliðar víki frá þeirri árásargirni sem var við lýði á tímum kalda stríðsins. Við ættum að láta leifar fortíð- arinnar, samsæriskenningar, van- traust, njósnaraveiðar og tækni- legar hömlur tilheyra fortíðinni. Þannig getur ríkiserindrekstur Bandaríkjanna og Rússlands ann- aðhvort valdið erfiðleikum sem geta kostað báða aðila háar fjár- hæðir eða skapað skilyrði til þess að rússneskur iðnaður geti orðið samkeppnishæfur á heimsmark- aði. Í stað þess að taka þátt í njósna- þráhyggju og biturleika er kominn tími til að Rússland finni sér stað undir „kapitalískri sól“. Sam- keppni rússneskra framleiðslu- greina og fyrirtækja um samninga og umboð um heim allan hefði átt að hefjast í „gær“. Evrópubúar og Kínverjar eru mótfallnir eldflauga- varnarkerfinu en láta þá skoðun sína í ljós á mjög yfirvegaðan hátt. Þeir halda valkostunum opnum (og vonast til að fá stóra samstarfs- samninga) með því að fela sig á bakvið varnaraðgerðir Rússa gagnvart ABM-sáttmálanum. Þeir vita að niðurstaðan verður ekki klippt og skorin. Til að forðast beina árekstra við Bandaríkin ætti Rússland að fara fram á myndun sérlegrar alþjóð- legrar nefndar til að fást við allar spurningar er varða ABM-sátt- málann. Sú nefnd ætti ennfremur að bera ábyrgð á alþjóðlegu sam- starfi er lýtur að eldflaugavörnum. Málefni nefndarinnar ættu ekki að vera einskorðuð við pólitískar og hernaðarlegar hliðar kerfisins né þær er varða samskipti ríkja held- ur ætti nefndin einnig að fjalla um þau atriði sem snúa að viðskiptum. Þetta myndi gefa Rússum einstakt tækifæri til að stíga inn á leikvöll alþjóðlegra viðskipta með því að útvega tæknina sem til kerfisins þarf en ekki einungis hráefnin. Það er ennfremur mikilvægt fyrir okk- ur að virkja þrýstihópa bæði í Washington og öðrum vestrænum höfuðborgum til að greiða fyrir þátttöku Rússa í verkefninu. Þegar Pútín Rússlandsforseti og Bush Bandaríkjaforseti hittast 16. júní nk. mun ABM-sáttmálinn verða fyrstur á dagskránni. Fund- urinn mun marka upphaf þeirrar stefnu Pútíns að setja efnahags- lega hagsmuni Rússa ofar utanrík- ismálum á forgangslista. Gagn- semishyggja en ekki gamaldags og úr sér gengnar staðalmyndir ættu að vera í forgrunni í ríkiserind- rekstri Rússlands og Bandaríkj- anna. Ný tækifæri fyrir Rússa Reuters Flugeldar lýsa upp himininn að baki klukkuturnsins og dómkirkj- unnar á Rauða torginu í Moskvu. Það viðhorf að ABM- sáttmálann skuli halda í heiðri til að tryggja að friður haldist átti einungis við rök að styðjast á meðan á vitfirringu kalda stríðsins stóð. ©Project Syndicate eftir Andrei Kozyrev Höfundur var utanríkisráðherra Rússlands á árunum 1992–1996 HOLLENSKT skip, þar sem læknar hyggjast bjóða írskum konum að gangast undir fóstureyðingu, var væntanlegt til hafnar í Dublin snemma í dag. Fóstureyðingar eru bannaðar með lögum á Írlandi og írskar konur hafa hingað til neyðst til að fara úr landi, hafi þær viljað binda enda á þungun. Hollensku samtökin Women on Waves, sem berjast fyrir því að rétt- ur kvenna til yfirráða á eigin líkama sé virtur, standa fyrir för skipsins til Írlands. Skipið lagði frá höfn í Hol- landi á mánudag með tvo lækna og hjúkrunarfræðing innanborðs. Fag- fólkið mun fyrst og fremst veita ráð- gjöf um kynlíf og getnaðarvarnir, en einnig framkvæma fóstureyðingar með lyfjagjöf. Til þess þarf skipið að sigla út fyrir írska landhelgi. Fóstureyðingar eru óheimilar á Írlandi nema þegar um nauðgun hef- ur verið að ræða og þegar líf móður er í hættu. Spurn eftir slíkum að- gerðum er þó mikil því árlega fara að minnsta kosti 6.000 konur til Bret- lands til að binda enda á þungun. Áð- ur fyrr voru lögin reyndar svo ströng að engar undantekningar voru leyfð- ar og sækja mátti þær konur til saka sem fóru úr landi til að gangast undir fóstureyðingu. Löggjöfinni var breytt árið 1992. Women on Waves-samtökin hyggja einnig á för til fleiri landa þar sem fóstureyðingar eru bannaðar, þar á meðal til Brasilíu og Filipps- eyja. Hollensk heilbrigðisyfirvöld hafa reyndar ekki veitt samtökunum leyfi til að framkvæma fóstureyðing- ar um borð í skipinu, en forsvars- menn Women on Waves segja það óþarft, þar sem ekki verði gerðar skurðaðgerðir, og segjast munu fara í einu og öllu eftir hollenskum lögum. Kaþólska kirkjan og andstæðing- ar fóstureyðinga á Írlandi hafa mót- mælt komu skipsins, og biskup nokkur hefur hvatt menn til að stefna bátum sínum mót „fóstureyð- ingaskipinu“ og koma í veg fyrir að það komist inn á höfnina í Dublin. Lögin endurskoðuð á Norður-Írlandi Á Norður-Írlandi hefur breska löggjöfin, sem tryggir konum rétt til fóstureyðinga aldrei verið lögfest, og talið er að um 40 þúsund konur hafi á síðustu 20 árum ferðast til Englands til að gangast þar undir aðgerð. Stuðningsmenn þess að forræði kvenna yfir eigin líkama verði við- urkennt unnu þó áfangasigur á mið- vikudag, þegar yfirréttur í Belfast úrskurðaði að hafin skyldi endur- skoðun á lögum um fóstureyðingar. AP Skip Women on Waves-samtakanna lætur úr höfn í Hollandi. Írum boðin fóstur- eyðingaþjónusta Belfast, Dublin. AFP, AP. STJÓRNVÖLD í Ísrael lýstu í gær reiði sinni vegna nýrrar heim- ildamyndar BBC þar sem rannsakað er hvort draga eigi Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, fyrir dóm vegna fjöldamorða sem framin voru í Líbanon fyrir tveimur áratug- um. Minnst 800 Palestínumenn voru drepnir af kristnum falangistum í flóttamannabúðunum í Sabra og Shatilla í kjölfar innrásar ísraelska hersins í Líbanon árið 1982. Nefnd á vegum ísraelska hersins komst á sínum tíma að þeirri nið- urstöðu að Sharon bæri óbeina ábyrgð á grimmdarverkunum þar sem hann hefði sem yfirmaður hers- ins á þeim tíma ekki komið í veg fyr- ir fjöldamorðin. Varð Sharon að segja af sér embætti varn- armálaráðherra í kjölfarið. Dómsmálaráðherra Ísraels, Meir Sheetrit, sagði að þátturinn væri sönnun þess hversu fylgjandi sjón- varpsstöðin BBC væri málstað Pal- estínumanna en mótfallin málstað Ísraelsmanna. Talsmaður BBC sagðist harma viðbrögð ísraelskra stjórnvalda en sagði jafnframt að sjónvarpsstöðin myndi „halda áfram að greina frá atburðum í Ísrael og nágrenni eftir bestu getu.“ Ísraelar æfir út í BBC Jerúsalem. AFP. RÍKISSTJÓRN Filippseyja hefur nú lýst stríði á hendur skæruliðun- um sem halda rúmlega 20 manns gíslum á filippeysku eynni Basilan. Stjórnin lýsti því yfir í gær að ekki yrði lengur reynt að semja við skæruliðana heldur verði nú lögð áhersla á að ná þeim. „Það er enginn tilgangur með frekari viðræðum. Nú verður stríð,“ sagði Roilo Golez, tals- maður öryggismála á Filippseyjum. Áður höfðu skæruliðar Abu Say- yaf hreyfingarinnar lýst því yfir að þeir myndu ekki ræða frekar við stjórnina. Nú eru liðnir þrír dagar frá því að skæruliðarnir kváðust hafa myrt einn Bandaríkjamannanna þriggja, Corona, sem þeir höfðu í haldi. Leit að líki hans hefur þó enn engan árangur borið. Bandaríkja- mennirnir hafa verið í haldi skæru- liðanna frá því 27. maí sl. Forseti Filippseyja, Gloria Ma- capagal Arroyo, lýsti því yfir á þar- lendri sjónvarpsstöð sl. miðvikudag að ef Abu Sayyaf hreyfingunni verð- ur útrýmt gæti það kostað blóðugt stríð. „Við greiðum ekkert lausnar- gjald. Það verður ekkert vopnahlé. Herliðið verður ekki dregið til baka.“ Stríði lýst á hendur skæruliðunum Zamboanga. AP. Gíslatakan á Filippseyjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.