Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 33

Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 33
FJÖLMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 33 TILBÚNAR M EÐ M ATNUM KALDAR EÐA HEITAR ÞVÍ hefur löngum verið haldið fram að rýran hlut kvenna í fjölmiðlum megi að hluta til skýra með því hve erfitt sé að fá konur í viðtal við fjöl- miðla. Í nýlegri skýrslu nefndar menntamála- ráðherra um konur og fjölmiðla er m.a. greint frá því að á fréttastofum fjölmiðla sé það algengt umkvörtunarefni að konur séu almennt mun tregari til að koma í viðtöl eða láta hafa eftir sér. Í þeirri skýrslu er hins vegar ekki gerð tilraun til að kafa nánar ofan í málið og kanna hvort mark sé takandi á þeim fullyrðingum. Sjálf hef ég starfað sem blaðamaður á inn- lendum fréttum Morgunblaðsins í nokkur ár og hef ekki orðið vör við nokkurn mun á körlum og konum í þessum efnum. Mér fannst jú erfiðara að fá konur en karla í viðtöl fyrir nokkrum árum – en ekki nú. Miðað við þessa reynslu er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort fullyrðingin um að erfiðara sé að fá konur í viðtöl en karla sé kannski bara enn ein goðsögnin? Er kannski auðveldara að fá konur í viðtöl nú en á árunum áður? Til að fá svör við þessum og fleiri spurn- ingum gerði ég óformlega og óvísindalega könn- un meðal starfsfélaga minna í síðasta mánuði. Spurningar voru sendar til nokkurra fjölmiðla- manna, sem starfa flestir við innlendar fréttir, á prent-, net- og ljósvakamiðlum. Alls átta fjöl- miðlamenn tóku þátt í könnuninni frá jafnmörg- um fréttamiðlum. Fjórar konur og fjórir karlar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir spurningum og einstökum svörum. Fyrsta spurningin snerist um það hvort ein- hver munur væri milli kynjanna. Því var spurt: Hefur þér reynst erfiðara að fá konur en karla til að tjá sig við fjölmiðilinn síðasta mánuðinn? Af þeim átta sem þátt tóku í könnuninni sögðu þrír nei við þessari spurningu; þar af einn sem starfar við netmiðil, einn sem starfar við útvarp og einn sem starfar við fréttir á mánaðartíma- riti. Tveir þessara hafa starfað við fjölmiðla í fjölda ára og því spurði ég þá aftur hvort þeir teldu að breytingar hefðu orðið í þessum efnum á síðustu árum. Báðir töldu svo vera. Annars sagði: ,,Já, maður lenti oft í því hér áður fyrr að konur vildu ekki koma í viðtal. Þetta finnst mér hafa breyst mikið.“ Hinn þátttakandinn sagðist sérstaklega hafa orðið var við breytingar í þessum efnum hjá ungum menntakonum sem gegndu ábyrgðar- störfum í atvinnulífinu. ,,Annars hefur maður líka sjóast sjálfur og lætur þær ekki komast upp með að segja nei.“ Þessi sami þátttakandi sagð- ist reyndar verða að viðurkenna að honum reyndist oft erfiðara að fá konur í viðtöl en karla þótt ekki hefði það gerst síðasta mánuðinn. Þá reyndist erfiðara að fá upplýsingar frá konum en körlum. Konur tregar í sjónvarp Fimm þátttakendur í könnuninni sögðu að erfiðara hefði verið að fá konur en karla til að tjá sig við fjölmiðilinn síðasta mánuðinn. Kom m.a. fram hjá einum sem starfar bæði við útvarp og sjónvarp að erfiðara væri að fá konur til að tjá sig í viðtali í sjónvarpi en í útvarpi. Annar þátt- takandi sem starfar eingöngu við sjónvarp hafði þetta að segja: ,,Svo sannarlega er erfiðara að fá konur í sjónvarpsviðtöl. Það held ég að allir sem vinna í sjónvarpi geti borið vitni um. Ég get nefnt tvö dæmi sem hafa komið upp síðasta mánuðinn. – Kona samþykkti viðtal, en hætti svo við þegar hún uppgötvaði að ég var að vinna á sjónvarpsstöð. Hún hafði misskilið mig í upp- hafi og hélt ég væri að vinna fyrir útvarp. Þetta hefur reyndar komið reglulega upp. – Önnur kona gat ekki komið í viðtal vegna þess að hún þurfti að fara í lagningu fyrst. Hún reyndi að fá tíma í lagningu samdægurs en fékk ekki fyrr en daginn eftir. Það var því ekki vinnandi vegur að fá að tala við hana fyrr en næsta dag.“ Þá sagði enn annar þátttakandi í könnuninni sem einnig starfar við sjónvarp eftirfarandi: ,,Já, það er ekki spurning (að erfiðara sé að fá konur í viðtal en karla). Það er fremur regla en undantekning að konur séu tregari til að koma í viðtal.“ Þátttakandi sem starfar við prentmiðil sagði að það væri ekki aðeins erfiðara að fá konur í viðtöl en karla heldur væri líka munur á kynj- unum þegar viðtalið væri tekið. ,,Mér finnst áberandi að konur vilja oftar en karlar fá að lesa yfir það sem haft er eftir þeim. Mér finnst þetta og fleira benda til þess að konur hafi talsvert meiri áhyggjur af því hvað þær segja. Þær ótt- ast til dæmis að segja of mikið…,“ sagði hann og bætti síðar við. ,,Mjög oft er það til bóta að við- mælandinn lesi yfir það sem hann segir, en þeg- ar viðmælandinn er hikandi og er ekki tilbúinn til að segja mikið fær maður það á tilfinninguna að yfirlesturinn sé bara tímaeyðsla. Og stundum getur tíminn einmitt skipt miklu í vinnu blaða- mannsins. Blaðamaður sem lendir í ,,erfiðum“ viðmælanda leitar kannski til einhvers annars viðmælanda næst þegar hann þarf að leita upp- lýsinga.“ Hafa ekki tíma Þeir fimm sem svöruðu því játandi að erfiðara hefði reynst að fá konur í viðtöl en karla síðasta mánuðinn voru spurðir enn frekar. Næsta spurning var því svohljóðandi: Á hvaða forsend- um hafa konurnar neitað að tjá sig við fjölmið- ilinn? Efnislega voru svör allra þátttakenda könnunarinnar nánast þau sömu, þ.e.að konurn- ar neituðu að tjá sig á þeim forsendum að þær hefðu ekki nægilega mikla þekkingu á umfjöll- unarefninu. Einn þátttakandi sagði til að mynda eftirfarandi: ,,…oftast benda þær á einhvern annan sem veit meira um málið. Sá aðili er oftast karlmaður.“ Annar tók jafnframt fram að þótt þetta væri gjarnan viðkvæðið að þær hefðu ekki nægilega mikla þekkingu þá væri það ekki endi- lega rétt mat hjá þeim; þær hefðu þvert á móti nægilega góða þekkingu á málinu til að tjá sig við fjölmiðilinn. Tveir þátttakendanna sem starfa við sjónvarp sögðu auk þessa að konur ættu það fremur til að biðja fréttamann um að fresta viðtalinu þangað til þær hefðu haft sig betur til. Þá sagði einn sjónvarpsfréttamaður: ,,Sumar konur koma sér undan viðtali með því að segjast ekki hafa tíma. Þetta finnst mér meira áberandi með konur en karla. Staðreyndin er hins vegar sú að sjón- varpsviðtöl taka ekki nema tíu til fimmtán mín- útur og fréttamaður getur mætt á hvaða stað sem er á nánast hvaða tíma sem er. Svo reynir maður auðvitað að vera ýtinn og spyr hvort virkilega séu hvergi tíu mínútur lausar allan daginn og fram á kvöld. En svarið er samt nei.“ Þriðja spurningin snerist um aldur þeirra kvenna sem neituðu að tjá sig við fjölmiðla og var hún svona: Eru þær konur sem neita að tjá sig eldri en 50 ára eða yngri en 50 ára? Eða eru þær á öllum aldri? Tveir fjölmiðlamenn af fimm sögðu að eldri konur væru heldur tregari í taumi en þær yngri. Annar þeirra sagði til að mynda: ,,Eldri konur eru heldur tregari en það kemur samt á óvart hversu margar ungar og skeleggar konur eru tregar til að koma fram í fjölmiðlum.“ Hinir þrír kváðust ekki hafa orðið varir við að aldur skipti máli. ,,Ég verð ekki var við að ald- urinn skipti hér máli. Sumar ungar konur hafa reyndar mikið sjálfstraust og eru tilbúnar til að tjá sig en eldri konur hafa líka oft öðlast sjálfs- traust samfara starfsframa og eiga létt með að tjá sig,“ sagði einn þeirra. Í fjórðu spurningu var spurt um stöðu kvennanna sem neituðu að tjá sig. Var spurn- ingin eftirfarandi: Í hvaða stöðu eru þær konur sem neita að tjá sig? Eru þær stjórnmálamenn, stjórnendur, almennir starfsmenn eða eitthvað annað? Svörin við þessari spurningu voru eins mismunandi og þátttakendur voru margir. Einn sagði til að mynda að kvenstjórnmálamenn reyndu ,,yfirleitt ekki“ að koma sér undan viðtali en annar sagði á hinn bóginn að kvenstjórn- málamenn væru oft tregir í taumi. Miðað við þessi ólíku svör má álykta sem svo að lítil sem engin tengsl séu á milli stöðu kvenna og hversu treglega gangi að fá þær í viðtal. Í fimmtu og síðustu spurningunni var síðan spurt um tengsl kvennanna við fréttirnar. Hljóðaði spurningin svona: Hvernig tengjast þær konur sem neita að tjá sig viðkomandi frétt? Eru þær sérfræðingar um málefni frétt- arinnar? Eða eru þær í hlutverki áhorfanda sem tengist málinu ekki beint (til dæmis vegfarandi), í hlutverki geranda eða í hlutverki fórnarlambs? Af svörunum að dæma eru það oftast sérfræð- ingar sem neita að tjá sig. Einn sagði til að mynda að það væri aðallega vandamál að fá sér- fræðinga til að tjá sig um fréttina og nefndi í því tilviki hjúkrunardeildarstjóra sem dæmi. Að öðru leyti sagði hann þetta: ,,Ég hef ekki orðið var við að það sé vandamál að fá konur til að tjá sig um atburði, slys eða einhverjar mannlegar fréttir.“ Hafa þær ekki trú á sér? Í lokin var þátttakendum gefinn kostur á að tjá sig almennt um umrætt málefni. Kom þar fram hjá flestum að rýran hlut kvenna í fjöl- miðlum mætti ekki síst rekja til þess hve þær væru tregar til að tjá sig. Sjónvarpsfréttamaður sagði til að mynda: ,,Mér hefur fundist umræðan um ójafnt kynjahlutfall í fjölmiðlum oft vera á villigötum. Vandinn er fyrst og fremst sá að kon- ur eru almennt tregari en karlar til að koma fram í fjölmiðlum. Þær virðast ekki hafa jafn- mikla trú á sér og karlarnir eða þetta vex þeim óþyrmilega í augum. Á hinn bóginn eru svo fáar konur í toppstöðum í þjóðfélaginu að það gerir fréttamönnum ómögulegt að hafa hlutfall kynjanna jafnt.“ Annar sagði: ,,Konur kvarta sáran undan lít- illi athygli í fjölmiðlum en verða að líta í eiginn barm. Þær þurfa líka að hætta að líta á sig sem fórnarlömb og krefjast einhvers konar kvóta fyrir sig í umræðum í fjölmiðlum. Þær þurfa að nota tækifærin þegar þau gefast.“ Blaðamaður á prentmiðli sagði ennfremur: ,,Sá sem hefur starfað sem blaðamaður í nokkur ár lærir fljótt að það er auðveldara að tala við suma en aðra. Maður viljandi eða óviljandi forðast viðmælanda sem gefur óskýr svör og er hikandi. Ég er ekki að segja að konur séu almennt hikandi og óskýr- ar í svörum en þetta er eitthvað sem skiptir máli að mínu mati þegar um þessi mál er fjallað.“ Að lokum sagði ein sjónvarpsfréttakona: ,,Umræðan…hefur snúist mikið um ábyrgð fjöl- miðla í þessum efnum og sjónvarpsfréttastof- urnar gagnrýndar fyrir það að konur eru aðeins þriðjungur viðmælenda. Ég er þeirrar skoðunar að þarna sé verið að hengja bakara fyrir smið því þarna sjáum við aðeins birtingarmynd þess ástands sem ríkir í jafnréttismálum í samfélag- inu. Nær væri að beina kröftunum að hinu raun- verulega vandamáli sem liggur miklu dýpra; í uppeldi, menntun, viðhorfum, klisjum, ímyndum og svo framvegis – að hinum raunverulegu ástæðum þess að konur skila sér ekki til jafns við karla út í athafnalífið og í stjórnunarstöður í samfélaginu.“ Í ljósi þessarar könnunar virðist enn vera erf- iðara að fá konur en karla til að tjá sig við fjöl- miðla þótt talað sé um að þetta hafi breyst til hins betra á síðustu árum. Þá virðist vera erf- iðara að fá konur í viðtal í sjónvarpi en í útvarpi eða við prentmiðil. Hver svo sem ástæðan kann að vera er vert að hafa þetta í huga þegar fjallað er um rýran hlut kvenna í fjölmiðlum. Eru konur tregari í viðtöl en karlar? Er fullyrðingin um að erfiðara sé að fá konur til að tjá sig við fjölmiðil en karla enn ein goðsögnin? Arna Schram hélt af stað í þeirri trú að svo væri en eftir óformlega könnun meðal starfsfélaga sinna á nokkrum fréttastofum kom annað á daginn. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Varla er hægt að saka Ingibjörgu Pálma- dóttur, fyrrv. heilbrigðisráðherra, fyrir að hafa ekki viljað fara í viðtöl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.