Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 41

Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 41 FYRIR nokkrum ár- um tók undirritaður þátt í tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands til styrktar bygg- ingu tónlistarhúss. Þá var mikill hugur í fólki, almenningur lét skrá sig fyrir föstum fjár- framlögum til margra ára, teikning lá frammi af prýðilegu húsi og loksins sást hilla undir að sinfóníutónleikar, ballett- og óperusýn- ingar fengju aðstöðu við hæfi. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og glæsibyggingar hafa risið á kostnað íslenska ríkisins ekki aðeins á Íslandi heldur líka á erlendri grund. Mikill sómi er að fallegum húsum hvar sem þau eru og hvort sem þau eru sendiráð, ráðhús, flugstöðvar, verslunarmiðstöðvar eða veitingahús sem snúast. Notagildi þeirra hlýtur þó að vega hvað þyngst, þegar ráðast skal í framkvæmdir sem kosta millj- arða króna. Skammsýni Nú hef ég frétt, mér og mörgum fleiri til furðu og sárrar reiði, að ákveðið hafi verið að væntanlegt tón- listarhús muni ekki verða byggt með aðstöðu fyrir óperu-, ballett- eða söngleikjasýningar! Og eins og fleiri get ég ekki orða bundist. Hvílík skammsýni og virðingarleysi við al- menning og listunnendur okkar lands. Allir vita að ef ekki verður gert ráð fyrir þessari aðstöðu við bygg- ingu fyrirhugaðs tónlistarhúss verður það aldrei. Aldrei! Svo einfalt er það. Þá mun aldrei gefast kostur á að sjá t.d. ballett við réttar aðstæður (skemmst er að minnast heimsóknar Helga Tómassonar og San Francisco- ballettins á Listahátíð þar sem tónlist var niðursoðin). Hvorki verður hægt að fá gestasýningar af glæsilegum söngleikjum og óperum og svo fram eftir götunum. Fyrir hvern á þá að byggja hús upp á fleiri milljarða króna? Ekki trúi ég að fastagestir sinfóníutónleika ætlist til að lagt sé í þess háttar fjárfestingu fyrir þá eina? Ekki vilja hljóðfæraleikarar Sinfón- íuhljómsveitar Íslands að húsið verði einungis byggt fyrir þá til þess að hljómsveitin hljómi betur (ef vel tekst til með hljómburð)? Nei, ég veit að hljómsveitin okkar er ekki eigingjörn og myndi aldrei láta sér detta slíkt í hug. Að sjálfsögðu á tónlistarhús fyrst og fremst að vera heimili SÍ en ekki óperu eða balletts. Það á þó ekki að útiloka að hægt sé að setja upp ballett- eða óperusýningar í húsinu. Síðustu 2 ár hef- ur SÍ gengist fyrir óp- eruuppfærslum í Laug- ardalshöll. Árangurinn var vægast sagt vand- ræðalegur og aðstand- endum til lítils sóma og var hreint grátlegt að horfa upp á óperuform- inu misþyrmt á þennan hátt. Því hefur verið haldið fram að kröfur til hljómburðar séu svo mismunandi að ekki gangi að samræma hann ólíkum tónlistarflutningi. Því er til að svara að sinfóníutónleikar eru mjög oft og gjarna haldnir í óperuhúsum einmitt vegna góðs hljómburðar í viðkomandi húsum (La Scala, Dresden, París o.fl.). Væntanlegt hús mun einnig vera hugsað til ráðstefnuhalds. Mér hafa borist þær upplýsingar að það sé meiri vandkvæðum bundið að sam- eina hljómburð ráðstefnuhúss og tón- listarhúss en að gera ráð fyrir óperu- flutningi í slíku húsi. Í ráðstefnuhúsi hlýtur að líka að skipta sköpum að geta boðið upp á fyrsta flokks aðstöðu á sviði til kynningar á vörum eða fyrir skemmtiatriði. Slys við höfnina Mér sýnist að ákveðið hafi verið að gera úr húsinu flest það sem það sem í upphafi átti að forðast. Húsið átti ekki að vera monthús eða dýrt verkfræðiafrek heldur menningarhús með mikla notkunar- möguleika. Verkfræðingarnir eiga ekki að skorast undan heldur takast á við þetta ögrandi verkefni og finna lausn sem hentar íslenskum aðstæð- um. Við þurfum ekki nýjan vita við Reykjavíkurhöfn eða nýtt kennileiti fyrir borgina. Við þurfum tónlistarhús fyrir alla Enn er tími til að afstýra þessu byggingarslysi. Ég vona að ráða- menn endurskoði ákvörðun um bygg- ingu tónlistarhúss og finni lausn sem allir geta sætt sig við. Ég veit að mik- ill fjöldi fólks, leikra sem lærðra, er andvígur núverandi ákvörðun og styður ekki byggingu tónlistarhúss sem kemur að takmörkuðu gagni og þjónar aðeins litlum hópi fólks. Að endingu langar mig að vitna í samþykkt Samtaka um tónlistarhús 1. kafla, 3. grein: „Tónlistarhúsið á að fullnægja ýtrustu kröfum um góðan hljómburð og afnot hússins eiga að auðga tónlistarlíf þjóðarinnar. Miða skal við, að hægt sé að flytja öll helstu verk tónbókmenntanna.“ Kolbeinn Ketilsson Tónlistarhús Húsið átti ekki að vera monthús eða dýrt verk- fræðiafrek, segir Kol- beinn Jón Ketilsson, heldur menningarhús með mikla notkunar- möguleika. Höfundur er óperusöngvari. Tónlistarhús, fyrir hvern? Njálsgötu 86, s. 552 0978 Bómullar-satín og silki-damask rúmfatnaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.