Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 47 ✝ Kristinn Gunn-laugsson var fæddur á Akra- nesi 12. júlí 1934. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja 10. júní sl. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Gunn- laugsson og Sigur- jóna K. Sigurðardótt- ir. Kristinn bjó á Akranesi til ársins 1971, fluttist þá til Keflavíkur. Systkini Kristins eru: Málfríð- ur húsmóðir í Reykjavík, Sigurður kaupmaður látinn, Örn prófessor látinn, Ásta húsmóðir í Reykjavík, Hallur íþróttakennari látinn, Jó- hann sölustjóri í Reykjavík, Högni málari í Keflavík, Anna húsmóðir og talsímavörður á Akranesi og Fjóla húsmóðir á Akranesi. Kristinn lauk námi í húsasmíði og skipasmíði. Vann við húsasmíð- ar frá 1955 – 1960 og við skipa- smíðar frá 1961 – 1971. Verkstjóri í Dráttarbraut Keflavíkur frá árinu 1971 – 1978. Vann hjá Kefla- víkurverktökum frá árinu 1979 og þar til hann veiktist í júní 2000. Kristinn stundaði knattspyrnu með meistaraflokki ÍA – Gullaldarliðinu og lék einnig landsleiki. Ritari og formaður í Sveinafélagi skipa- smiða á Akranesi 1966 – 1971. For- maður prófnefndar í skipasmíði í Reykja- neskjördæmi frá 1975. Hinn 23. október 1958 kvæntist hann Ólínu Björnsdóttur frá Akranesi. Börn þeirra eru: Sigurlaug maki Stein- ar Jóhannsson, börn: Jóhann Kristinn, maki Ágústa Jóna Heið- dal. Guðmundur, maki Anna Pála Magnúsdóttir, barn þeirra Guðni Ívar. Valur Bergmann, maki Ásdís Ýr Jakobsdóttir, börn: Arnar Freyr, Rakel, maki Jón Oddur Guðmundsson, barn þeirra Birta Dröfn. Björn Bergmann, maki Berglind Stefánsdóttir, börn: Ólína Ýr og Brynjar Bergmann. Útför Kristins fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14:00. Sunnudaginn 10. júní síðastlið- inn lést mágur minn Kristinn Val- geir Gunnlaugsson. Samskipti okk- ar Kristins voru ætíð einlæg og bar hvergi skugga á þau á langri leið, enda var maðurinn samvisku- samur svo af bar og mátti hvergi vamm sitt vita. Kristinn var mikill keppnismaður hvort sem var í leik eða starfi og lét ekki sinn hlut átakalaust en heiðarlegur í hverju sem á gekk. Hann var skemmti- legur í viðkynningu, viðræðugóður og hafði sjálfstæðar skoðanir á málum og mönnum samtíðarinnar. Hann var næmur á kómískar hlið- ar mannlífsins. Hann var vinur vina sinna og hélt tryggð við strákana, sem hann lék með í liði ÍA og landsliðinu í knattspyrnu á sínum tíma. Hann átti 139 leiki með liði Skagamann og var í liði þeirra þegar þeir urðu Íslandsmeistarar árin 1957, 1958 og 1960. Kristinn spilaði 7 lands- leiki á árunum 1955 til 1957. Oft rifjaði hann upp ýmislegt, sem á dagana dreif í keppnisferðum lið- anna. Kristinn nam húsasmíði hjá Andrési Árnasyni á Akranesi og unnum við í sama vinnuflokk við byggingu Sementsverksmiðjunnar. Þegar því verki lauk árið 1960 hóf hann nám í skipasmíði í Drátt- arbrautinni hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi. Þaðan lauk hann sveins- prófi og öðlaðist síðar meistara- réttindi í þeirri grein. Hinn 25. október 1958 kvæntist Kristinn Ólínu Björnsdóttur og hófu þau búskap að Suðurgötu 109 á Akranesi. Kristinn og Ólína eign- uðust 3 börn, Sigurlaugu, ritara, f. 22.2. 1956, Val Bergmann, tollvörð, f. 25.7. 1960 og Björn Bergmann, bankamann, f. 15.4. 1968. Árið 1971 flyst fjölskyldan til Keflavíkur þar sem Kristinn gerist yfirverkstjóri í Dráttarbraut Keflavíkur. Þar vann Kristinn í nokkur ár og þá aðallega við við- gerðir á tréskipum og einnig ný- smíði trébáta. Þegar Kristinn hætti í Dráttarbrautinni hóf hann störf hjá Keflavíkurverktökum á Vellinum. Þar vann hann lengstum sem verkstjóri en lét af störfum á síðastliðnu ári sökum heilsubrests. Eftir að fjölskyldan af Suðurgöt- unni á Akranesi flutti suður urðu samskiptin stopulli en alltaf jafn innileg þegar hist var í afmælum, fermingum, giftingum og öðrum menningarmótum innan fjölskyld- unnar. Það eru margar góðar minningar sem svífa hjá og ekki eru til að þess fallnar að setja á blað. Eitthvað sem lífið hefur gefið vegna náinna vensla innan fjöl- skyldunnar. Eitthvað sem ekki verður frá okkur tekið eða öðrum gert kunnugt um. Við eigum það fyrir okkur sjálf. Þegar við kveðjum þig, kæri vin- ur, þá er rétt að vera minnugur þess að dauðinn er ekki verstur, þó svo að hann sé endalokin. Það get- ur verið verra ef hann tefst. Gleðin og sorgin eru systur, við verðum að umgangast þær af hógværð, því lífið heldur áfram. Skáldið Lindgren sagði: Nú fæðist barn og nú og nú einu sinni fæddist þú. Nú gengur einhver hinsta sinn mót nýjum degi því sérhver dagur er ávallt hinn fyrsti og hinsti dagur. Við hjónin og börn okkar og fjöl- skyldur þeirra vottum öllum að- standendum Kristins Valgeirs Gunnlaugssonar okkar dýpstu samúð. Inga og Þórhallur Björnsson. Góður vinur er fallinn frá, langt um aldur fram. Vinur sem ég dáði sem barn fyrir glæsimennsku og þátttöku í knattspyrnunni, um hann lék einhver frægðarljómi sem fólst í því að vera einn af strák- unum í Gullaldarliði Akraness. Þeir voru stolt Akurnesinga og fóru í margar keppnisferðir innan- lands og utan. Þetta var á þeim tíma þegar Akranes varð frægt fyrir knattspyrnu, kartöflur og fagrar konur. Kristinn Gunnlaugsson var af góðu bergi brotinn. Fjölskyldan að Esjubergi var samheldin og þar var mikil glaðværð í stórum syst- kinahópi. Þessir góðu eðlisþættir voru ríkjandi í fari Kidda, eins og hann var jafnan kallaður. Það voru góðir dagar, þegar Ólína móður- systir mín og Kristinn hófu bú- skap, en fyrstu árin bjuggu þau hjá fjölskyldu minni á Mánabraut- inni. Ég minnist þess ætíð með þakklæti, hversu barngóður hann var og sjálf fékk ég að njóta þess í ríkum mæli. Þær voru nokkrar ferðirnar sem farnar voru á völlinn til að hvetja Skagastrákana og þá lét Olla frænka sitt ekki eftir liggja . Þetta var mikið álag á raddböndin og komum við jafnan hásar heim að leik loknum. Þegar Ólína og Kristinn fluttu á Suður- götuna, sem var þeirra heimili meðan þau bjuggu á Akranesi, varð tómlegt í kotinu eins og amma sagði, þó ekki væri langt á milli heimilanna. Varla leið þó sá dagur að við ekki hittumst því heimili þeirra stóð lítilli frænku jafnan opið, einkum þegar amma þurfti að vinna langan vinnudag og afi var á sjónum. Í minningunni eru þessir bernskudagar allir sveipaðir sólskini og hlýju. Litla fjölskyldan stækkaði og fyrst fæddist þeim dóttir, Sigurlaug, sem í dag er móðir tveggja íþrótta- kappa sem fetað hafa í fótspor afa síns í knattspyrnunni. Síðan komu synirnir Valur og Björn, sem báðir bera glæsilegt svipmót föðurætt- arinnar, búsettir í Keflavík en þangað fluttist fjölskyldan fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan. Þegar komið er að kveðjustund er gott að eiga góðar minningar um góðan dreng og tryggan vin og með þakklæti í huga kveð ég þig, elsku Kiddi minn. Megir þú eiga góða og friðsæla heimkomu hjá þeim sem á undan eru gengnir. Björg Karítas KRISTINN GUNNLAUGSSON Hún Inga mín er dáin. Eftir hetjulega baráttu við illskeytt krabbamein varð loks eitthvað undan að láta. Ég á alltaf eftir að minnast Ingu sem hetju og muna þær stundir sem við áttum saman.Sérstaklega minnist ég þess er hún lá á Líknardeildinni í Kópa- vogi og ég kom til hennar í ákveðn- um erindagjörðum, það stóð ekki á brosinu og svarið var „auðvitað Svenni minn“. Ég man að ég horfði á hana með aðdáun í augum og INGA TÓMASDÓTTIR ✝ Inga Tómasdótt-ir fæddist 9. október l946 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 20. apríl síðastliðinn. Útför Ingu fór fram frá Fossvogskirkju 27. apríl sl. hugsaði, þú ert algjör hetja, hvað er ég að væla. Þá og í síðasta skiptið sem ég kom með prinsessurnar mínar til hennar urðu ákveðin kaflaskipti. Þegar ég minntist á fegurðina sem fylgdi okkur til hennar brosti hún, eins og ávallt, kímdi við og sagði „þetta er sólar- geislinn minn“. Eftir þetta ræddum við oft um „sólargeislann“ okkar. Þú tókst af mér ákveðið loforð sem mér var mjög ljúft með orðunum „þú skalt“. Þessi orð mun égætíð muna og „ég skal“ fyrir hetjuna mína. Elsku Inga mín, ég sendi þér hér mína síðustu kveðju. Með söknuði og trega kveð ég þig og bið algóðan Guð að geyma þig. Sveinn bróðir. Það eru fá skiptin sem ég hef verið orð- vana en Hödd hefur orðað hugsanir mínar svo fallega að vart er hægt að betrumbæta. Hún gleymdi bara plastinu á bílsætunum og græna pen- ingaskápnum, en í öllum mínum minningum var það svo mikið persón- an afi Óli sem gerði annars hvers- ÓLAFUR LOFTSSON ✝ Ólafur Loftssonfæddist í Reykja- vík 22. desember 1920. Hann lést á heimili sínu 3. júní síðastliðinn. Útför Ólafs fór fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. júní sl. dagslega hluti svo sér- staka. Það var mér því efst í huga þegar afi var kall- aður á brott að ég á ekk- ert nema góðar minn- ingar um hann. Það er víst hvorki hægt að kynnast né kveðja nokk- urn mann á betri hátt. Háa skilur hnetti himingeimur. Blað skilur bakka og egg. En anda sem unnast, fær aldregi eilífð aðskilið (Jónas Hallgrímsson) Elsku afi. Þakka þér fyrir að vera perla í mínu lífi. Dögg. Elsku Sigga mín. Þegar ég kom til þín nokkrum dögum áður en þú fórst í aðgerðina var ekki hægt að sjá á að nokkuð væri að enda. Þú leist alltaf svo vel út og geislaðir af lífsgleði og krafti. Við sátum í fallegu stofunni þinni innanum öll málverkin sem þú mál- aðir og öll listaverkin þín. Það var alltaf svo gott að koma til þín. SIGRÍÐUR ÞÓRUNN ÞORGEIRSDÓTTIR ✝ Sigríður ÞórunnÞorgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 26. september 1954. Hún lést á Karól- ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 15. maí síðastliðinn. Útför Sigríðar Þórunnar fór fram frá Hallgrímskirkju 6. júní. Þú last upp úr bók- inni sem átti að fara að gefa út. Við töluð- um um veikindin þín, þú sagðist komast létt yfir þetta. Ég trúði því svo sannarlega og dáðist að léttleika þín- um. Aldrei hefði ég trú- að á þeirri stundu að þetta væri okkar síð- asta stund saman hér. En minningin lifir og hana geymi ég vel. Takk, Sigga mín, fyrir þau þrjátíu ár sem ég fékk að njóta þinnar vin- áttu. Sendi Braga og fjölskyldu og öll- um ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Þín vinkona. Anna Ragna. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minningargreina ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.