Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 49

Morgunblaðið - 15.06.2001, Síða 49
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 49 Eftir fyrri hlutann standa leikar þannig: Fimmgangur 1. Vignir Jónasson á Klakki frá Búlandi, 7,30. 2. Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Ár- gerði, 6,90. 3. Sigurbjörn Bárðarson á Byl frá Skáney, 6,70. Fjórgangur 1. Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum, 7,27. 2. Atli Guðm. á Breka frá Hjalla, 7,00. 3. Sigurður V. Matthíasson á Rökkva frá Fíflholti, 6,77. Gæðingaskeið 1. Vignir Siggeirsson á Tenór frá Ytri- Skógum, 7,21. 2. Jón Gíslason á Sölva frá Gíslabæ, 7,17. 3. Hallgímur Birkisson á Magna frá Bú- landi, 6,96. Fimiæfingar 1. Atli Guðmundsson á Breka frá Hjalla, 6,43. 2. Þórarinn Eymundsson á Dreyra frá Saurbæ, 6,33. 3. Daníel Ingi Smárason á Tyson frá Bú- landi, 5,33. Slaktaumatölt 1. Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Ár- gerði, 7,13. 2. Jón Gíslason á Sölva frá Gíslabæ, 6,27. 3. Hugrún Jóhannesdóttir á Súlu frá Bjarnanesi, 5,50. Tölt 1. Hafliði Halldórsson á Valíant frá Hegg- stöðum, 8,13. 2. Leó Geir Arnarson á Stóra-Rauð frá Hrútsholti, 7,27. 3. Sævar Haraldsson á Glóð frá Hömlu- holtum, 7,20. 250 m. skeið 1. Guðmundur Einarsson á Hersi frá Hvítárholti, 22,66 sek. 2. Sigurður V. Matthíasson á Skjóna frá Hofi, 23,34 sek. 3. Sigurður V. Matthíasson á Vaski frá Vöglum, 23,57 sek. Landsliðsnefnd setti þau skilyrði inn í lykilinn fyrir HM 2001 að sá hestur sem kæmi inn sem fimmti hestur í landsliðið, þyrfti að hafa náð 23.00 sek. eða undir í 250 m skeiði fyrir úrtökumótið, í keppni þar sem notaðir voru rásbásar. Aðeins hafa verið haldin tvö mót á árinu þar sem notaðir voru rásbás- ar og aðeins tveir hestar hafa náð þessum árangri á árinu. Þótt Hersir og Guðmundur Einarsson hafi náð þessum góða tíma nú, 22,66 sek. er Hersir ekki einn af þessum hestum og kemur því ekki til greina í þetta sæti í landsliðinu. Aðeins einn hestur í úrtökumótinu hefur möguleika á að ná þessum árangri en það er Brynjar frá Ár- gerði. Ef Sveinn Ragnarsson nær sæti í landsliðinu á honum, sem sigurvegari í samanlögðum stigum, sem hann hefur góða möguleika á, er líklegt að þetta sæti verði val- sæti og Sigurður Sæmundsson ein- valdur velji þrjá hesta sjálfur. Að sögn Þrastar Karlssonar, for- manns landsliðsnefndar LH, fer Sigurður til nágrannalandanna eft- ir úrtökumótið til að skoða líklega knapa og hesta. Hann sagði að ýmsa góða kosti væri að finna er- lendis, m.a. Styrmi Árnason og Farsæl frá Arnarhóli og Guðmund Björgvinsson og Stefni frá Sand- hólaferju svo einhverjir séu nefnd- ir, en þeir hafa verið að gera það gott á mótum í Þýskalandi og Dan- mörku. Hvað heimsmeistarana frá síð- asta HM varðar sagði hann ósennilegt að þeir ættu eftir að styrkja landsliðið. Þó sé aldrei að vita og ýmislegt geti gerst eins og á síðasta HM, þegar Sigurbjörn Bárðarson tók við Gordon frá Stóru-Ásgeirsá rétt fyrir mót og kom, sá og sigraði. Seinni hluti úr- tökumótsins verður í dag og á morgun og snýst röð keppnis- greina við. Keppni hefst kl. 13.00 báða dagana. Hafliði og Valíant höfðu mikla yfirburði í tölti Eftir fyrri hluta úrtökumótsins fyrir HM 2001 stendur Sveinn Ragnarsson á Brynjari frá Árgerði best að vígi sem sigurvegari í samanlögðum stigum; Vignir Jónasson á Klakki frá Búlandi í fimmgangi, Berglind Ragnarsdóttir á Bassa frá Möðruvöllum í fjórgangi og Hafliði Halldórsson á Valíant frá Heggstöðum í tölti. Úrtökumót fyrir Heimsmeistaramótið 2001 í Austurríki AF VIÐBURÐUM helgarinn- ar á sviði hestamennskunnar ber hæst seinni hluta úrtöku- mótsins fyrir HM 2001. Ýmis- legt fleira verður í boði fyrir hestafólk. Yfirlitssýning vegna kynbótasýningarinnar í Borg- arnesi verður á laugardaginn og eftir að henni lýkur verður gert hlé á kynbótasýningum þangað til á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum 5. – 8. júlí. Samkvæmt mótaskrá LH verða þessi mót um helgina: 15.–16. júní, úrtökumót fyrir HM 2001, seinni hluti, Víðivöllum 15.–16. júní, Héraðsmót USVH íþróttakeppni, Kirkjuhvammi 16. júní, Ljúfur, félagsmót, Reykjar- koti 16. júní, Svaði, félagsmót, Hofsgerði 16. júní, Léttfeti, félagsmót, Flæði- gerði 16. júní, Trausti, gæðingakeppni, Bjarnastaðavelli 16. júní, Þjálfi, firmakeppni, Einars- stöðum Síðasta kyn- bótasýn- ingin í bili KOLFINNUR frá Kjarnholt- um er faðir fjögurra af átta hestum sem stóðu efstir í A- flokki gæðinga á úrtökumóti hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði fyrir Fjórðungs- mótið á Kaldármelum. Þessir Kolfinnssynir eru Léttir frá Stóra-Ási sem var í fyrsta sæti, Kólfur frá Stang- arholti í 3. sæti, Tindur frá Innri-Skeljabrekku í 4. sæti og Hrollur frá Árdal í 8. sæti. Kolfinnur sterkur í Borgarfirði ÁKVEÐIÐ hefur verið að lækka lágmarkspunkta fyrir töltkeppnina á Fjórðungs- mótinu á Kaldármelum úr 80 punktum í 78 punkta. Lokadag- ur skráningar fyrir töltkeppnina og stóðhestagæðingakeppnina er í dag, 15. júní, en skráningu er lokið í gæðingakeppnina. Að sögn Bjarna Jónassonar framkvæmdastjóra mótsins hef- ur skráning gengið vel og senda þátttökufélögin fullt lið í gæð- ingakeppnina nema í barna- og unglingaflokka þar sem eitthvað vantar upp á að allir hafi skilað sér. Nú er verið að vinna á svæð- inu á Kaldármelum, m.a. við að endurbyggja kynbótavöllinn. Bjarni sagði að nóg pláss yrði fyrir ferðahesta á Snorrastöðum auk þess sem boðið væri upp á aðstöðu fyrir keppnishross í litlum hólfum. Hann sagðist bú- ast við að margir mótsgestir yrðu í tjaldbúðum á svæðinu en auk þess væri bændagisting í nágrenninu. Lokaskrán- ing í tölt- og stóðhesta- keppni í dag Í SÍÐUSTU viku var haldið reiðnámskeið á sunnanverðu Snæfellsnesi sem endaði með firmakeppni og útreiðum. Áhugamenn um hestamennsku stóðu fyrir þriggja daga reið- námskeiði fyrir alla sem vildu á Kaldármelum. Kennari var Mette Manseth og voru um 50 manns á námskeiðinu á aldrinum frá sex til sjötugs. Þetta er stærstur hluti þeirra sem eitthvað fara á hestbak á svæðinu. Eftir námskeiðið var haldin firmakeppni og síðan var farið í útreið- artúr sem endaði með grillveislu. Allir voru sælir og glaðir í lokin og flestir betri reiðmenn en áður. Morgunblaðið/Daníel Hansen Sigurvegarar í unghrossaflokki. Eyjólfur Gísli Garðarsson, Maríanna Gestsdóttir og Sigurbjörn Magnússon. Morgunblaðið/Daníel Hansen Sigurvegarar í barnaflokki. Elín Eyjólfsdóttir, Ólöf Eyjólfsdóttir og Alda Grave. Reiðnámskeið, firmakeppni og „grillreiðar“ Eyja- og Miklaholtshreppi. Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.