Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 59

Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 59
MAÐUR hefur hálfpartinn á tilfinn- ingunni að það sé verið að bera í bakkafullan lækinn með þessari grein hér, þvílík hefur umfjöllunin verið undafarnar vikur um þessa þýsku rokksveit sem einhverra hluta vegna nýtur ómældra vinsælda hér- lendis. Rammstein hefur nefnilega fjarri því farið sigurför um heiminn, í Bretlandi er henni t.d. lítill gaumur gefinn. Í Þýskalandi, ýmsum Austur- Evrópulöndum og Íslandi er sveit- inni hins vegar hampað mjög, af þungarokksbullum sem öðrum. Hvað veldur þessu? Hér er hvorki staður né pláss til að vera að velta þessu fyrir sér þótt áhugavert sé. Heyrum öllu heldur hvað Richard Kruspe, gítarleikari Rammstein segir gott. Rammstein er Rammstein Jæja, Richard minn. Það mætti segja að tónlist Rammstein sé mjög einhlít. Lögin eru öll frekar svipuð að uppbyggingu; sérstaklega þá hröðu lögin. Nú er ég ekki að segja að það sé eitthvað neikvætt. En er erfitt að semja ný gítarstef vegna þessa og ná fram nýju sjónarhorni á „reiknilík- anið“? „Til að semja Rammsteintónlist þá þarftu að vera Rammstein. Okkur er það mjög mikilvægt að einkenni sveitarinnar skíni í gegnum öll lög og endurspegli það sem við, meðlimir, erum. Þessi harði taktur hefur t.a.m. talsvert með það að gera hvaðan við komum [sveitin kemur frá Austur- Berlín].“ Listræn hönnun Rammstein- platna er ansi mögnuð. T.d. er hönn- unin í kringum plötuna nýju, Mutter, hreinasta afbragð. Hver er merking- in á bak við þessar „dauðra manna“ myndir? „Við uppgötvuðum bók sem inni- hélt myndir af dánu fólki sem hafði á einn eða annan hátt verið varðveitt. Okkur fannst þetta svo merkilegt að við hringdum í fólkið sem stóð að þessu verkefni og fengum þau til að taka myndir af okkur í sama stíl. Þetta verkefni þeirra hafði og hlið- stæðu við hugmyndafræðina á bak- við Mutter þar sem við erum m.a. að pæla í hugtökum eins og uppruna. En allt þetta tal um djúphyggni, merkingu og slíkt...ég meina, tónlist- in talar sínu máli. Og það er helsti kosturinn við allar listgreinar. Ef ég ætti að útskýra hvaða merkingu þetta hefur í mínum augum þá trufl- ar það upplifun annarra. Fólk á að túlka þetta fyrir sig; koma með eigin hugmyndir. En hvað með þessi dularfullu sár sem þú berð á handleggnum í bækl- ingnum sem fylgir Mutter? Það er eitthvað mjög dularfullt og djúpvit- urt við þau. „Ætli mér hafi ekki verið refsað fyrir að spila of mikið af gítarsóló- um.“ Engir asnar Sumir myndu segja að tónlist Rammstein endurspegli vel hug- myndir (fordóma?) sem fólk hefur al- mennt um Þýskaland. Tónlistin er köld, vélræn og hörð og þessir þættir ýta örugglega að einhverju leyti und- ir vinsældir sveitarinnar. Er þetta markmiðsbundið eða er ég bara að bulla? Eruð þið jafnvel að leika ykk- ur með falshugmyndir fólks? „Á öllum plötum okkar eru frá- bærar ballöður og í mínum huga er þessi tónlist ekki köld. Hún er hlý en þarna er líka að finna þjáningu og sársauka. Það er erfitt fyrir mig að svara þessu því ég sé hlutina ekki svona. Þetta er bara þýsk tónlist; við reynum að vera sannir í því sem við erum að gera. Hljómurinn er vissu- lega hreinn og beinn, á stundum jafn- vel „hernaðarlegur“. En það sem er mikilvægt er að það er mikil tilfinn- ing og hjartahlýja til staðar líka.“ Í textum, ímynd og lögum Ramm- stein virðast vera undirliggjandi til- vísanir í forboðið kynlíf, sadó-masó- kisma, ofbeldi og slíkt. Af hverju veltið þið ykkur upp úr þessu? Til að valda hneykslan og hneisu? Eða er þetta ákveðin krossferð, gerð til að draga þessa hluti fram í sviðsljósið? „Við höfum áhuga á tengslum – sambandinu á milli fólks. Kynlíf er er auðvitað hluti af því. Ef við náum að koma huga fólks á hreyfingu og fá það virkilega til að hugsa um alla þessa hluti þá er það alveg frábært.“ Ég hef verið að skoða myndir af ykkur á Netinu og þar eruð þið ekki hræddir við að láta sjá ykkur í „eðli- legu“ umhverfi. Þið eruð að slappa af yfir mat í S-Frakklandi, sóla ykkur á baðströndum og labbandi um í túr- hestastuði með bakpoka á öxlum. Þetta er ekki eins og með Slipknot [bandarísk þungarokksveit] sem láta aldrei mynda sig án grímna? „Þegar maður er á sviði þá fer maður í ákveðið hlutverk. En þegar maður fer af sviðinu þá tekur annað hlutverk við. Fólki í Bandaríkjunum fannst þetta t.d. mjög skrýtið og spurði okkur: „Af hverju eruð þið svona eðlilegir. Af hverju eruð þið ekki asnar?“ Fólk virðist hafa ákveðnar ímyndir af rokkurum og heldur dauðahaldi í þær.“ Heyrðu, þá er þetta bara komið. Rammstein ráða! „Ókei! Rammstein rokkar!“ Rammstein í Höllinni – viðtal við Richard Kruspe gítarleikara „Rammstein rokkar!“ Jæja, þá er komið að því. Rammstein spila í Laugardalshöll í kvöld og á morgun. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við gítarleikara sveitarinnar og stofnanda, Richard Kruspe, um lífsins gagn og nauðsynjar. Olaf Heine Rammstein hin rosalega: Richard er fyrsti frá hægri í neðri röð. arnart@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 59 PAPARNIR Vesturgötu 2, sími 551 8900 gera allt vitlaust í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.