Alþýðublaðið - 13.03.1922, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.03.1922, Blaðsíða 1
€2he>il& mi 1922 Mánudagian 13. marz 60 töSubkð Jram ja|nalarmenn. Eítir Agúst Jóhannesson. Það kemur margt fyrir á iangri leið segir máitækið og sama datt mér í hug þegar eg las í Morgua- blaðinu 3. þ. m. grein með fyrir sögninni „Fram stóreignamenn". Greinin er ekki ólaglega stiluð, en svo er það nú ekki meira, en eg geng að því vísu að ritstjórn biaðsins hafi fundist hún .passa í kramið* og þvi ráðist í að þýða liana I þvf augnamiði, að það væri ekki vinna sem framleiddi aðeins matarlist, heldur væri það einhver nýmóðins aðferð, — sem annaðhvórt höfundur umræddar greinar eða ritstjórn Morgunblaðs íns gefur vonandi nafn bráðlega. Greinin er i sannleika sagt írekar litils virði, en mig langar til að taka hana til athugunar og umiagnar og sýna fram á hversu mikil fjarstæða i henni felst frá upphafi til enda — þótt þess raunar þurfi ekki þvi greinin sýn ir sjálf hve fátæk hún er af viti og rökfærslum. Höf. byrjar mál sitt með því, að segja að „þjóð án stóreigna- manna sé einskis nýt" o. s. frv., en eg segi að þjóð án stóreigna manna sé bctur sett, en þjóð með stóreignamönnum, sem stofna Jþjóðarbúikapnum i voða með því að draga allan auð og alla fram ieiðilu krafta þjóðarinnar í sínar hendur — i hendur örfárra gróða- 'brallsmanna — og stöðva svo alla framleiðslu þegar þeim bezt likar, og þeir álíta að þeir græði ekki nóg á henni, því ágirnd vex með eyri hverjum. En vinnulýð urír.n situr eftir með sárt ennið og komhlöður tómar, og ekkert annað framundan en að draga fram lífið með aðstoð og gjaf- mildi hinna guðdómlegu stóreigna- manna, sem sjaldan er meir en einn hundraðasti hluti af rentu- rentum þeirra, sem þeir í náð sinni offra hinum „voluðu*. Þeim er nóg meðaa þeir geta „kýlt“ sinn eigin kvið, þó endirinn verði ailsjafna sá, að lægri stétta lýður- inn svo kallaði er settur á „guð og gaddinn* og hrynji niður úr hungri og örbirgð. Þeir geta verið rólegir rneðsn þeim liður vel, þó annar búi svo að segja við nefið á þeim hlaðinn ómegð, sem ekki veit hvað hann á að hafa tii hnífs eða skeiðar vikum og mánuðum saman, Höf. segir að hin raunverulega farsæld hvers þjóðfélags hafi byggst og byggist á einstökum stóreignamönnum, en eg segi, að hin raunverulega farsæld hvers þjóðfélags byggist á vellfðan hvers einasta einstaklings — byggist á þrótt og þroska heildarinnar bæði lfkamlega og andlega; — byggist á jöfnuð en ekki ójöfnuð, — byggist á samvinnu og sameign í fáum orðum sagt: hagur hvers þjóðfélags byggist á þvf, að fram leiðslan sé rekin með hag heildar innar fyrir augum, en ekki vegna hagsmuna einstakra manna (Siðar- meir mun eg rökstyðja þessa skoun mfna þó eg geri það ei hér að sinni.) Höf. segir ennfremur meðal annars f upphafi greinar sinnar, að — vinnan framleiði aldrei auð inn — að hún framleiði „mjög lítið nema matarlyst*. Já, það er ekki öli vitleysan einsl Það hefði ekkert verið óheppilegra þó hann hefði sagt, að það væri eins þægi legt að ganga á höfðinu eins og á fótunum, eða að það væri ekki nema einn iitur sem ætti tilveru rétt í heiminum! Svo langt getur heimskan gengið, að þegar í upp hafi þessarar. umræddu greinar kveður höf. hennar upp dauða- dóm yfir henni og skóðunum sfn um. Mér verður á að tpyrja: framleiðir iðjuieysið auðinn? Nel vinnan ein á hvaða sviði sero hún er, framleiðir auðinn, en iðjuleys■ ið og ómenskan' framleiðir ekkert annað en örbyrgð og Iftilmensku, en ef til vili er það bezti auðurinn Citla kajjihúsið Laugaveg 6 Selur ódýrar veitingar.* Engir drykkjup rningar. Jarðarför elsku sonar okkar, Hrólfs Þorsfeinssonar, fer fram miðviku- daginn 15, þ. m. frá Frikírkjunni, og hefst kl. i e. m. með húskveðju á heimili okkar, Hverfisgötu 91. Guörún Guðmundsdóttir. S’orsteinn Forsteinsson. í augum hins hattv. höf grein arinnar: „Fram stóreignamenn*. Það eru stóreignamennirnir sem framleiða matarlyst iftilmagnans nú f heiminum. Það eru stóreigna mennirnir sem framieiða: Áfengis, matar og nautnapólitfkina nú í heiminum Það eru stóreignamenn irnfr sem vita, að auðurinn er afl þeirra hluta sem gera skai, og nota hann lfka — en sern iítil- menn sfnar iægstu hvatir. Sem dæmi má taka Spin og ísiand. Spánn er stórveldi — stóreigna- maður. —- íiland fáment smáríki — öreigi — Nú ætlar stórveldið Spánn, að notz afi sitt til sð troða eitthvert hið bezta og fegur&ta siðferðis og menningarmái Iftil magnans (ísiands) ofan f skítinn. Þannig sýna margir stóreignamenn yfirbu'ði sfna nú f heiminum. (F h.) Hagyrðlngadeildarfondur í kvöld ki. 9 f -Suðurgötu 14 Fró Englandi komu f gær Beigaum og Mai.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.