Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 19.06.2001, Síða 21
SUMARLITIRNIR frá N°7 eru komir á markað. Í fréttatilkynn- ingu frá B. Magnússyni hf. segir að vara- gljáinn sé seld- ur í þriggja ein- inga pakka og sé um nýjung að ræða í um- búðum. Hægt er að taka eitt glas eða hafa þrjú skrúfuð saman. Naglalökk hafa einnig komið í sömu litum. Vörurnar er m.a. hægt að kaupa í apótekum. Varagljái Nýtt NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MYLLAN hefur hafið bakstur á nýj- um brauðtegundum sem ganga und- ir nafninu Carberry’s. Brauðin eru seld forbökuð og frosin en síðan þarf að hita þau í ofni rétt áður en þau eru borin fram. Uppskriftirnar koma frá bakaríi í Boston í Bandaríkjunum en Myllan á 30% í þremur bakaríum þar sem bera nafnið Carberry’s bakery and coffee house. Þar hafa umrædd brauð notið mikilla vinsælda, að sögn Björns Jónssonar markaðsstjóra Myllunnar. Í Boston eru brauðin bökuð í steinofnum í bakaríunum og oft segir hann langar biðraðir mynd- ast eftir þeim en þessi þrjú bakarí í Boston eru þau einu þar í borg sem bjóða upp á þessi brauð. Þegar eru fáanlegar þrjár gerðir Carberry’s brauða hér á landi, ólífu- brauð, brauð með sólþurrkuðum tómötum og brauð með hvítlauki. Björn segir að á næstu mánuðum séu síðan væntanlegar tvær aðrar tegundir, m.a. hvítt franskbrauð án bragðefna. Brauðin eru bökuð í um 12 mín- útur við 180 gráðu hita og þau fást í flestum matvöruverslunum hér á landi. Uppskrift- irnar koma frá bakaríi í Boston Myllan hefur sölu á Carberry’s-brauðum LÍTILL munur reyndist á heild- arverði vörukörfu með 83 vöruteg- undum í Reykjavík og Kaup- mannahöfn þegar Neytendasam- tökin gerðu könnun dagana 11.–15. júní sl. Mesti verðmunurinn var á kven- fatnaði en 68% munur var á verði jakkapeysu og bómullarbols og var fatnaðurinn dýrari í Reykjavík. Al- mennt var kvenfatnaður í öllum til- vikum dýrari í Reykjavík en mun- aði mismiklu, frá 3% og upp í 68%. Karlmannsskyrtan 40% dýrari í Reykjavík Karlmannsfatnaður var í fjórum tilvikum af átta dýrari í Kaup- mannahöfn og munaði í þeim til- fellum mest 20%. Karlmannsskyrta var á hinn bóginn 40% dýrari í Reykjavík en í Kaupmannahöfn. Mun færri einingar af karlmanna- fatnaði voru bornar saman eða átta en 21 eining af kvenfatnaði. Ástæð- an var sú að mun erfiðara var að finna nákvæmlega sömu vöru hér og í Kaupmannahöfn. Það vakti athygli Neytendasam- takanna að verslanir á Íslandi eru fljótari að skipta út eldri tegundum af rafmagns- og heimilistækjum en danskar verslanir. Það leiddi til þess að fella varð nokkrar vöruteg- undir út úr könnuninni í þeim flokki. Minnsti verðmunurinn var 0,27% en 30 ml Gucci Rush-ilmvatn kostaði 2.720 kr. í Kaupmannahöfn og 2.727 kr. í Reykjavík. Hlaupaskór ódýrari í Reykjavík Í vöruflokknum afþreyingarefni og leikföng er mesti munurinn á geisladiskum en þeir eru 35% dýr- ari á Íslandi. Þegar snyrtivörur eru annars vegar var mesti munurinn á Revl- on-varalit en hann var 30% dýrari í Reykjavík. Chanel-ilmvatn No 5 reyndist hins vegar ódýrara í Reykjavík. Þegar íþróttavörur voru skoðað- ar voru hlaupaskór í öllum tilvikum ódýrari í Reykjavík og var mun- urinn 4–16%. Í vöruflokknum raf- magnstæki og myndavélar var mesti verðmunurinn á matvinnslu- vél en hún var 54% dýrari í Reykjavík. Þá var húsbúnaður frá Ikea í öll- um tilfellum dýrari í Reykjavík. Bornar voru saman nákvæmlega sömu vörutegundirnar í báðum borgum og farið í sambærilegar verslanir í báðum borgum. Kannað var verð í sjö vöruflokk- um; afþreyingarefni og leikföng, snyrtivörur, íþróttavörur, raf- magnstæki og myndavélar, hús- búnaður, fatnaður fyrir konur og fatnaður fyrir karla. Húsbúnaður dýrari hérlendis Í vöruflokkunum fatnaður fyrir konur og húsbúnaður voru vörurn- ar dýrari á Íslandi í öllum tilvikum. Neytendasamtökin vekja jafnframt athygli á því að tölur sem vitnað er til í könnuninni eru án virðisauka- skatts. Verð í könnuninni var umreikn- að miðað við opinbert viðmiðunar- gengi Seðlabanka Íslands 11. júní síðastliðinn en þá var sölugengi danskrar krónu 11,928. Ástæðan fyrir því að miðað er við gengis- skráningu 11. júní er samkvæmt fréttatilkynningu Neytendasam- takanna að það var sá dagur sem könnunin var framkvæmd í Kaup- mannahöfn. Stærsti hluti könnun- arinnar var framkvæmdur í Reykjavík þriðjudaginn 12. júní. Neytendasamtökin telja að ekki sé eins mikilvægt að framkvæma könnunina á nákvæmlega sama tíma eins og t.d. er gert í matvöru, þar sem mun minna er um verð- breytingar frá degi til dags á þess- um vörum. Þá leggja samtökin áherslu á að um er að ræða verð- samanburð og ekki er tekið tillit til gæða eða þjónustu í verslununum. Verðkönnun NS á ýmsum vörum í Reykjavík og Kaupmannahöfn Mestur verð- munur á kvenfatnaði Morgunblaðið/Ómar Það munaði 68% á verði jakkapeysu og bómullarbols og var fatnaðurinn dýrari í Reykjavík. EFNALAUGIN Björg í Mjódd hef- ur tekið í notkun ný efni og nýja tækni frá Þýskalandi við hreinsun á vaxbornum fatnaði, pelsum, leðri, rúskini og einnig við að vatnsverja útivistarfatnað. Hreinsun ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.