Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um synjun lög- bannsbeiðni á rannsóknahús Háskólans á Ak- ureyri. Lögbann verður ekki lagt á útboð hússins vegna þess „að þar sem einungis væri um að ræða forval á hugsanlegum byggjanda og eiganda að húsinu, væri lögvörðum rétti arkitekta ekki raskað með þeim hætti að lög- banni yrði beitt. Var úrskurður héraðsdóms því staðfestur.“ (Hæstiréttur, 18. júní 2001). Hugtakið „forval“ merkir ekki athöfn, sam- kvæmt úrskurði, og því eru skilyrði til að beita lögbanni ekki uppfyllt. Lögbannsbeiðnin byggist á því að hönnun rannsóknahúss HA hefur verið boðin út, þrátt fyrir að áður hafi verið gengið til samninga við Glámu/Kím eftir samkeppni um hönnun bygg- inga og skipulag háskólalóðar árið 1995. Árni Kjartansson og Jóhannes Þórðarson, arkitektar hjá Glámu/Kím, segja að þrátt fyrir að lögbannsbeiðni þeirra hafi verið hafnað, hafi höfundarréttur þeirra verið viðurkennd- ur. Í úrskurði héraðsdóms frá 14. maí sl. stendur eftirfarandi: „Bygging þess (rann- sóknahúss) kann því að raska heildarsvip og ásýnd Sólborgarlóðarinnar og breyta þannig skipulagstillögu sóknaraðila (Gláma/Kím), sem telja verður að hann eigi höfundarrétt að og varnaraðili (ríkið) samþykkti og kaus að vinna eftir.“ Í héraðsdómi sem hæstiréttur staðfestir stendur að Gláma/Kím hafi öðlast rétt til eft- irfarandi, þegar gengið var til samninga við þá samkvæmt tillögu: ,,A) Hönnun nýbygginga(r) á núverandi Sólborgarsvæði og aðlögun á eldra húsnæði þar. B) Heildarskipulag alls há- skólasvæðisins, þ.e. núverandi Sólborgarlóð og framtíðar byggingarsvæði háskólans, sam- tals um 10 hektarar.“ „Við erum sáttir við þessa staðfestingu á höfundarrétti okkar, hins vegar vorum við ef til vill of fljótir af stað með beiðnina um lög- bann,“ segir Árni, „samkvæmt dómsúrskurði er í forvali er einungis valið hverjir taki þátt í útboðinu, en í útboðinu hvað eigi nákvæmlega að gera. Við vildum stöðva verkið áður en tjón hlytist af, en það gengur víst ekki.“ Jóhannes segir að áfram standi að aðrir hönnuðir geti ekki hannað rannsóknahús á há- skólalóðinni eða breytt skipulagi hennar, nema með því að brjóta lögvarinn rétt Glámu/ Kíms. „Ef byggingin á að vera á þessu 10 hektara svæði, án þess að rætt sé við eða sam- ið sé við núverandi hönnuði, verðum við að biðja aftur um lögbann,“ segir hann, „við mun- um verja okkar rétt sem skilgreindur er í hér- aðsdómi og staðfestur í hæstarétti.“ Árni og Jóhannes telja ljóst að það verði að semja við Glámu/Kím um nýja hönnun og skipulag á háskólalóðinni. Aritektafélag Ís- lands hefur stutt við bakið á arkitektum Glámu/Kíms og hvatt félagsmenn sína til að hanna ekki rannsóknahúsið fyrr en samið hafi verið við arkitektastofuna um bygginguna. Niðurstaða hæstaréttar virðist því ekki gera út um málið. Lítur út fyrir að annaðhvort verði rannsóknahúsið utan háskólalóðarinnar (10 hektarar) eða að samið verið við Glámu/ Kím um að það verði á lóðinni og í heild- armyndinni. Íslenskir aðalverktar með ISS Íslandi ann- ars vegar og Nýsir með Ístaki hins vegar voru valdir í umræddu forvali til að taka þátt í út- boðinu um rannsóknahús HA. Fyrirtækin vinna nú að tillögum sínum, og annar hópurinn verður síðan valinn til verksins. Byggingin verður einkaframkvæmd og munu þeir sem reisa hana einnig eiga hana. Áætlað er að verksala verið heimilað að reisa u.þ.b. 6.000 fermetra hús. Hæstiréttur synjar lögbannsbeiðni á rannsóknahús Háskólans á Akureyri Áfram áhöld um staðsetningu „ÞAÐ eru ekki tengsl á milli þessara háhitasvæða og það sem gert er á Hengilssvæðinu hefur engin áhrif á Reykjanesi og öfugt,“ segir Bene- dikt Steingrímsson, jarðeðlisfræð- ingur hjá Orkustofnun, en hann var spurður hvort hugmyndir um jarð- varmaveitur á háhitasvæðum á Reykjanesi og t.d. Hengilssvæðinu gætu þýtt að verið væri að slægjast eftir sömu orkunni á þessum stöð- um. „Menn hafa séð samband innan háhitasvæðanna yfir fárra kílómetra fjarlægðir en ekki milli þessara há- hitasvæða enda tugir kílómetra á milli þeirra. Þarna eru sjálfstæð eld- stöðvakerfi og við eigum ekki von á að vatnið eða gufa ferðist neðanjarð- ar milli svæðanna,“ segir Benedikt ennfremur. Fram kom í Morgunblaðinu sl. föstudag að fyrirtækið Jarðlind, sem er í eigu Hitaveitu Suðurnesja og fleiri aðila, stendur nú að borunum í Trölladyngju á Reykjanesi og Hita- veita Suðurnesja ráðgerir að reisa jarðvarmaveitu við Reykjanestá. Benedikt segir þessi svæði á Reykjanesi ekki tengd nema hvað Svartsengi og Eldvörp séu á sama háhitasvæði. Ekki séu sjáanleg tengsl milli Svartsengis og Reykja- nestáar þrátt fyrir að það hefði verið kannað sérstaklega. Ekki væru heldur staðfest tengsl milli svæða við Trölladyngju, Krísuvík eða Brennisteinsfjöll. Tvær rannsóknarholur boraðar í sumar Þá segir Benedikt Hengilssvæðið algjörlega sjálfstætt svæði en það sé hins vegar mjög stórt, eða um 100 ferkílómetrar að flatarmáli og eitt það stærsta á landinu. Það nái allt frá Nesjavöllum í norðri og vel suður fyrir þjóðveginn á Hellisheiði og frá Kolviðarhóli austur í Hveragerði. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu mun Orkuveita Reykjavíkur bora tvær rannsóknar- holur í sumar á Hengilssvæðinu. Verður önnur holan norðan við Hveradali, en hin við Skarðsmýrar- fjall. Tilgang borananna segir Bene- dikt að kanna syðri hluta Heng- ilssvæðisins. Benedikt sagði almennt gilda um þessi háhitasvæði að þau væru innan sjálfstæðra eldstöðvakerfa og jarð- hitinn tengdist ekki milli kerfanna. „Þetta er ekki þannig að taki menn orku úr einu háhitasvæði þá minnki möguleikinn á vinnslu úr öðru svæði.“ Sérfræðingur hjá Orkustofnun um orkuvinnslu á háhitasvæðum Ekki tengsl milli jarðhita- svæðanna KARLMAÐUR á fertugsaldri var ígær dæmdur í þriggja mánaða skil-orðsbundið fangelsi fyrir tvær lík- amsárásir. Héraðsdómur Reykja- ness sýknaði hann hins vegar af ákæru um líflátshótun og fyrir kyn- ferðisbrot gegn ungri dóttur sinni. Í ákæru ríkissaksóknara var mað- urinn sakaður um að hafa ráðist að fyrrverandi sambýliskonu sinni, bar- ið hana með krepptum hnefa í andlit- ið, hnakka og axlir, sparkað í hana og barið með kústi. Þessu neitaði mað- urinn en sagðist hafa hrint henni tvisvar til þrisvar sinnum með þeim afleiðingum að hún datt á þurrkara. Þrátt fyrir staðfasta neitun mannsins þótti dómnum fært að sakfella hann fyrir líkamsárás á grundvelli játning- ar hans. Sló til manns með sleggju Hann var einnig sakfelldur fyrir árás á mann rúmlega mánuði síðar. Sá hafði kallað hann heimsins mesta lygara en maðurinn hafði frétt að hann hefði misþyrmt konu sinni en því hafði hann neitað og krafist þess að maðurinn tæki orð sín til baka. Fyrir dómi sagði sá sem fyrir árás- inni varð að hinn ákærði hefði þá fellt sig og síðan ráðist að sér með sleggju. Honum hefði hins vegar tekist að bera af sér höggin og þannig forðað því að sleggjuhausinn lenti á höfði hans. Síðasta höggið lenti á sólpalli en við það brotnaði sleggjuskaftið. Hinn ákærði þverneitaði sökum fyrir dómi. Dómnum þótti lýsing mannsins sem varð fyrir árásinni trúverðug en hún hlaut stuðning af myndum sem lögreglan tók á vettvangi. Maðurinn var því dæmdur sekur. Eins og fyrr segir var maðurinn sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn ungri dóttur sinni en hann var sakaður um að káfa innanklæða á kynfærum hennar. Í niðurstöðu dómsins segir að þegar litið sé til þess að engin sýnileg sönnun eða vottorð um áverka séu til staðar, eða aðrir vitnisburðir sem máli skipti, sé ekki, gegn staðfastri neitun mannsins, komin fram lögfull sönnun á kynferð- isbrotinu. Þá var maðurinn sýknaður af ákæru um að hafa hótað fyrrum sambýliskonu sinni og dóttur fyrir ut- an heimili þeirra. Í dómnum kemur fram að maður- inn er öryrki af völdum slæmra höf- uðáverka sem hann hlaut í umferð- arslysi. Refsing mannsins, þriggja mánaða fangelsi, fellur niður haldi hann al- mennt skilorð í tvö ár. Þeir Sveinn Sigurkarlsson, Jónas Jóhannsson og Gunnar Aðalsteinsson kváðu upp dóminn. Dæmdur fyrir tvær líkams- árásir FRUMVARP til laga um fasteigna- kaup verður lagt fram á Alþingi strax í byrjun næsta þings, segir Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti. Hann segir allan textann tilbúinn og frumvarpið nánast tilbúið til fram- lagningar. Frumvarpið hefur verið sent ýmsum aðilum til umsagnar. Björn segir að í mörg ár hafi verið talað um þörfina á sérstakri löggjöf um fasteignakaup og það væri ekki síst markaðurinn sem þrýst hefði á um að svo mætti verða. Alltaf stefnt að haustþingi 2001 Einn aðalhöfundur frumvarpsins, Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir að aldrei hafi verið í gildi sérstök lög um fasteignakaup. „Frá árinu 1922 hafa verið í gildi lög um lausafjár- kaup sem hefur verið beitt um fast- eignakaup, ýmist með því sem kallað er lögjöfnun eða annars konar tilvís- unum. Fyrsta júní síðastliðinn gerð- ust svo þau nýmæli að gildi tóku ný lög um lausafjárkaup. Þar að auki eru fasteignakaup um margt frá- brugðin lausafjárkaupum.“ Viðar Már segir dómsmálaráð- herra hafa ákveðið árið 1999 að sam- in skyldi ný löggjöf um fasteignavið- skipti og að sér hafi þá þegar verið falið það verkefni og frá upphafi stefnt að því að leggja það fram fyrir haustþing árið 2001. „Í vor voru tilbúin drög að frumvarpi og send ýmsum aðilum til umsagnar,“ segir Viðar Már en segist ekki eiga von á að gerðar verði grundvallarbreyt- ingar á frumvarpinu því samræmis verði að gæta við nýju lögin um lausafjárkaup. Hann segir menn hafa tíma til loka þessa mánaðar til að skila inn umsögnum. „Það er mjög gott að fá fram ábendingar á þessu stigi áður en frumvarpið er komið í endanlegt horf og þær leiða vonandi til þess að samræma megi frumvarpið betur raunveruleikanum eins og hann er í framkvæmd.“ Ýmsar nýjungar í frumvarpinu Viðar Már segir að til komi all- margar nýjungar verði frumvarpið að lögum. Meðal nýmæla sé skilyrð- islaus krafa um að kaupsamningar séu hafðir skriflegir til að þeir geti talist gildir. Þá segir hann reynt að taka á þeim mörgu álitamálum sem komið hafa til kasta dómstóla á síð- ustu áratugum. „Það þarf að taka af skarið með ýmis atriði eins og til dæmis um stöðvunarrétt, þ.e. rétt kaupanda til að halda eftir greiðslu til dæmis vegna galla á fasteign,“ segir Viðar Már og nefnir einnig nýjar reglur um skaðabætur vegna vanefnda í fasteignakaupum og einnig reglur um hvernig á að bera sig að þegar fasteignakaupum er rift. „Það er mikil þörf á þessu því miklir hagsmunir eru í húfi. Fólk er að véla með aleigu sína og brýnt að hafa reglur eins skýrar og kostur er. Þó verða þær auðvitað aldrei svo skýrar að koma megi alfarið í veg fyrir málaskak út af svona,“ segir Viðar Már og bætir við að í gegnum tíðina hafi verið gríðarlegur mála- fjöldi vegna fasteignakaupa hjá dóm- stólum. Nýtt frumvarp um fasteignaviðskipti nánast tilbúið hjá dómsmálaráðuneyti Ýmissa breytinga að vænta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.