Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 11 Í LJÓSI spár Þjóðhagsstofnunar um aukna verðbólgu og minni hagvöxt í þjóðarbúskapnum á þessu ári, sem birt var á mánudag, og skýrra vísbendinga um minnkandi innflutning og sam- drátt í einkaneyslu, vekur athygli að engu að síður er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn verði 73 milljarðar á árinu 2001, eða svipað og áður hafði verið ráð fyrir gert. Slíkur viðskiptahalli svarar til ríflega 10% af landsframleiðslu, en í endurskoðaðri þjóð- hagsspá kemur fram að reiknað er með því að hallinn á viðskiptum við útlönd minnki verulega á næsta ári. Þannig verði hann 57,6 milljarðar kr., eða 7,4% af þjóðarframleiðslu. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, segir að við útreikninga fyrir spár um þróun viðskiptahallans, sé miðast við s.k. j- kúrfu sem velþekkt sé innan hagfræðinnar og áhrifum gengisfellinga á borð við þá sem orðið hafi hér á landi sé jafnan skipt í tvennt, annars vegar verðáhrif og hins vegar magnáhrif. Verðmæti innflutnings eykst í krónum talið „Verðáhrifin koma fram tiltölulega skjótt, en magnáhrifin á löngum tíma. Það er halli á við- skiptum okkar við útlönd sem þýðir að innflutn- ingur er mun meiri en útflutningur. Við geng- islækkun hækkar verðmæti innflutningsins í krónum talið, en magnið helst hins vegar óbreytt, fyrst í stað. Af þessum sökum hækkar innflutningurinn meira en útflutningurinn, enda þótt magnið sé hið sama,“ segir hann. Þórður segir að þannig séu fyrstu áhrifin þau, andstætt því sem margir telji, að við- skiptahallinn eykst. Þegar frá líði hafi geng- isbreytingin þau áhrif að dregur úr innflutningi vegna bættrar samkeppnisstöðu innlendra fyr- irtækja og batnandi stöðu útflutningsfyrir- tækja. Útflutningur aukist þannig í magni, en magn innflutnings dragist á hinn bóginn saman. Þetta ferli taki nokkra mánuði og sé jafnan nefnt j-kúrfa í hagfræðiritum þar sem hún sýni á myndrænan hátt hvernig viðskiptahallinn fyrst eykst en minnkar hins vegar með veruleg- um hætti við þau skilyrði sem hafi verið að undanförnu í þjóðarbúskapnum. Viðskiptahallinn hefur þegar minnkað „Þetta er fyrst og fremst skýringin á því að viðskiptahallinn í nýju spánni er nokkurn veg- inn sá sami og í fyrri spám,“ segir Þórður og bendir ennfremur á að í raun réttri hafi við- skiptahallinn þegar dregist verulega saman. Þannig hefði hallinn, miðað við sama magn og var í mars sl., orðið 84 milljarðar. Þannig að nú þegar sé raunlækkunin ellefu milljarðar, eða halli upp á 73 milljarða. Á næsta ári komi áhrifin hins vegar að fullu fram og þá sé gert ráð fyrir að hallinn verði 56,7 milljarðar kr. Raunar sé búist við því að halli á viðskiptum með vöru og þjónustu dragist saman um 20 milljarða milli áranna 2001 og 2002, og verði 28,5 milljarðar. Vegna meiri skuldsetningar er- lendis og veikingar krónunnar aukist vaxta- greiðslur hins vegar af erlendum lánum og halli á jöfnuði þáttatekna aukist því um ríflega 4 milljarða frá fyrra ári og fari í 28,3 milljarða kr. Þetta sé því í reynd helmingur hins áætlaða viðskiptahalla. Niðursveiflan gæti reynst skarpari Yngvi Harðarson hagfræðingur vék að spá Þjóðhagsstofnunar í Gjaldeyrismálum, daglegu riti Ráðgjafar og efnahagsspár hf., í gær og þar kemur fram að fremur virðist líkur á ofmati hallans í ár en vanmati. Niðursveiflan gæti reynst skarpari. Yngvi segir að hallinn sé minni í erlendri mynt og spáð sé að hann minnki enn á næsta ári. „Það sem skiptir máli er viðskiptahallinn í erlendri mynt, eða það sem við þurfum á end- anum að borga,“ segir hann. „Vegna þess að gengið hefur fallið hefur fjárhæðin minnkað í erlendri mynt en staðið í stað í krónum.“ Yngvi bendir á að gengisbreytingin milli síð- ustu tveggja spáa Þjóðhagsstofnunar, þ.e. um 10% á raungengi, svari til um 7 milljarða kr. Að sögn Yngva gæti breytingin á raungeng- inu á erlendu stærðirnar orðið enn meiri en gert er ráð fyrir í spá Þjóðhagsstofnunar. „Okkur hefur sýnst að áhrifin gætu orðið eitthvað meiri en gert er ráð fyrir í þessum út- reikningum Þjóðhagsstofnunar. Niðursveiflan gæti orðið skarpari,“ segir hann. Verðáhrifin koma fyrr fram en magnáhrifin Viðskiptahalli minnkar ekki þegar í stað þrátt fyrir samdrátt í innflutningi KANADÍSK ungmenni sem áhuga hafa á að kynnast rótum sínum á Íslandi dvelja nú á Íslandi og læra um sögu og menningu landsins ásamt því að hitta hér íslenska ætttingja sína. Á mánudag bauð Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, ungmennunum til fundar í utanríkisráðuneytinu og ræddi þar við þau um samskipti Ís- lands og Kanada og svaraði spurn- ingum þeirra um íslenskt stjórn- kerfi og hlutverk Íslands í alþjóðasamfélaginu. Að sögn Ástu Sólar Kristjáns- dóttur, sem stýrir verkefninu, koma ungmennin hingað sem hluti af svonefndu Snorraverkefni sem er samstarfsverkefni Þjóðrækni- félags Íslendinga á Íslandi og Nor- ræna félagsins. Þetta er þriðja ár- ið í röð sem slíkur hópur kemur til landsins, en ungmennin eru á aldr- inum 18–26 ára og öll af íslenskum ættum. Þau munu dveljast í Reykjavík í tvær vikur og halda að því loknu á slóðir forfeðra og formæðra sinna og munu þau í flestum tilfellum dveljast hjá ættingjum sínum á landsbyggðinni og starfa þar í þrjár vikur. Störfin sem þau munu sinna eru af ýmsum toga og má nefna sund- laugarvörslu, garðyrkju, fisk- vinnslu og fleira. Rækjuverksmiðja og bóndabýli Helgi Thorvaldson er 22 ára frá Edmonton í Albertafylki og er á leið í nám í framhaldsskóla í Kan- ada í haust. Helgi er Íslendingur í fjórða ættlið og þetta er í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Það að ég heiti íslensku nafni hefur eflaust vakið áhuga minn á að koma hingað, þó ekki sé nema til þess að komast að því hvað nafnið mitt merkir! Nafnið hefur alla tíð þótt mjög sérstakt og þótti mér ánægjulegt að opna íslensku símaskrána og finna þar 3–4 síður með nafninu Helgi. Ég hef örugg- lega hitt eina þrjá með þessu nafni á þeim stutta tíma sem ég hef ver- ið hérna.“ Helgi er á leið til Flúða og mun starfa þar um tíma á bóndabæ og hitta skyldfólk sitt á þessum slóðum. „Ein meg- inástæðan fyrir því að ég kem hingað er sú að mig langar að kynnast þeim ættingjum sem ég á hér. Auk þess hef ég mikinn áhuga á að kynnast ungum Íslendingum og þeirra lífsháttum. Ég hef alltaf verið álitinn fremur sérvitur og veit ekki hvort það er af því að ég er af íslenskum ættum, en ég von- ast til að komast að því í sumar.“ Tricia Signy McKay er 24 ára og starfar sem siglingakennari í heimafylki sínu, Manitoba. Hún mun innan skamms halda til Bol- ungarvíkur og þar mun hún meðal annars vinna í rækjuverksmiðju í vikutíma. „Það er spennandi og nokkuð sem ég hef aldrei prófað. Auk þess hlakka ég mikið til að dvelja hér og hitta ættingja sem ég hef heyrt um en aldrei séð.“ Kann bara „ég tala ekki íslensku“ Þau Helgi og Trishia segjast vonast til að læra eitthvað í ís- lensku meðan á dvöl þeirra stend- ur. „Eins og stendur kann ég bara að segja „ég tala ekki íslensku“,“ segir Helgi. „Amma mín talaði íslensku, sem og móðir mín fram til 5 ára ald- urs,“ segir Tricia. „Ég hef mikinn áhuga á að læra málið og bæta við þann orðaforða sem ég hef nú þegar og vona að það takist í sumar.“ Kanadísk ungmenni leita upprunans og heimsækja land forfeðranna Kynnast rótum sínum á Íslandi Morgunblaðið/Sverrir Kanadísku ungmennin ásamt Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og Ástu Sól Kristjánsdóttur sem stýrir Snorraverkefninu. Utanríkisráðherra ræddi við ungmennin um samskiptin við Kanada. Helgi Thorvaldson og Tricia Signy McKay ætla að dveljast á Íslandi sumarlangt og kynn- ast landi og þjóð. SIGURSTEINN Baldursson hjólreiðakappi er nú staddur í borginni Fairbanks í Banda- ríkjunum. Þegar blaðamaður náði tali af honum í fyrrakvöld var hann nýkominn frá lækni en síðustu daga hefur hann hjólað með stokkbólgna ökkla vegna moskítóbita. „Moskítóflugurnar hér eru ágengar í íslenskt blóð, líkar það greinilega betur en það bandaríska,“ segir Sigur- steinn. „Ég hef verið að hjóla í óbyggðum undanfarna daga og því ekki haft kost á því að leita til læknis fyrr. Síðustu dagar hafa því verið erfiðir. Læknirinn taldi að ég væri með í kringum 80 til 100 stungubit í kringum báða ökklana,“ segir hann og bætir við að hann hafi nú fengið sprautu með mótefnum til að ná bólgunni niður. „Ég þarf að taka allt að viku til 10 daga hvíld og hugsa ég að þann tíma muni ég dvelja í Danali- þjóðgarðinum.“ Sigursteinn er nú búinn að hjóla 800 kílómetra og að sögn hans á hann nú „aðeins“ 34.200 kílómetra eftir. Hjólar með bólgna ökkla KJARASAMNINGUR á milli Félags íslenskra leiðsögumanna annars veg- ar og Samtaka atvinnulífsins og Sam- taka ferðaþjónustunnar hins vegar var samþykktur með 58 atkvæðum gegn 52 en talið var upp úr kjörköss- um 14. júní síðastliðinn. Fimm skiluðu auðu og einn var ógildur en alls greiddu 116 atkvæði af þeim 216 sem voru á kjörskrá. Gildistími samnings- ins er til 31. október 2004. Með kjarasamningnum er tekið upp nýtt launakerfi leiðsögumanna eins og segir í bókun 1 í samningnum. „Í því felst m.a. að ferðir eru ekki lengur greiddar skv. skilgreindum ferðatíma í kjarasamningi heldur skv. rauntíma eða umsömdum ferðatíma sem leiðsögumaður og atvinnurek- andi koma sér saman um fyrir upphaf ferðar. Þó er greiðsla vegna langferða fastákveðin í kjarasamningi.“ Helstu atriði nýs kjarasamnings fela meðal annars í sér tímakaup í dagvinnu (með orlofi) í IV. flokki sem við undirskrift er kr. 1.100. Þá hækka laun um 5% 1. janúar 2002, um 4% 1. janúar 2003 og um 3% 1. janúar 2004. Með samningnum er tekið upp álag (25%) á vinnu sem unnin er utan dag- vinnutíma (kvöld og helgar). Álagið hækkar í 26% 1. janúar 2002, í 28% 1. janúar 2003 og í 30% 1. janúar 2004. Ekki var við óánægju Borgþór Kjærnested, formaður Félags leiðsögumanna, sagðist ekki hafa orðið var við neina óánægju á meðal félagsmanna með nýja samn- inginn. „Á fyrsta fundi trúnaðarráðs félagsins sem haldinn var síðastliðið sumar var eindregin krafa um að komast út úr jafnaðarkaupinu. Með nýja samningnum fórum við því úr jafnaðarkaupi yfir í beint tímakaup og yfirvinnu og þess háttar. Samningur- inn var samþykktur með naumindum en hann felur ekki í sér launalækkun, það er alveg af og frá, og við skulum bara bíða þangað til fólk fær launa- umslögin.“ Leiðsögumenn samþykkja nýjan kjarasamning Breyting á launakerfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.