Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 14
ákvörðun þó dagskráin væri nokkuð stíf. Einir fór utan þann 17. júní en ráðstefnunni lýkur 28. þessa mánaðar. 350 nemendur á mennta- skólastigi hvaðanæva úr heiminum taka þátt í henni og er þema ráðstefnunnar að undirbúa framtíðarleiðtoga undir þau verkefni sem mann- kynið stendur frammi fyrir á næstu misserum. Hitta ýmsa ráðamenn í Bandaríkjunum Nemendurnir fá tækifæri til að hitta ýmsa ráðamenn í Bandaríkjunum. Þá munu þeir heimsækja merka staði, s.s. höfuðstöðvar Alríkislög- reglunnar, Hvíta húsið, innan- ríkisráðuneytið, höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna og kaup- höllina á Wall Street. Hápunktur ráðstefnunnar er Alþjóðafundurinn þar sem nemendur miðla af reynslunni sem þeir öðlast í ferðinni. Þá verða myndaðir vinnuhópar sem taka á ýmsum málefnum, svo sem alþjóðlegu hjálparstarfi, gróður- húsaáhrifum, samvinnu á sviði geimferða, hryðjuverkum og mann- réttindum svo eitthvað sé nefnt. SÍLAMÁVURINN hefur lítil áhrif á fram- vindu fuglalífsins á Tjörninni þrátt fyrir áhyggjur manna þar um. Þetta segir Jó- hann Óli Hilmarsson fuglafræðingur í til- efni af ábendingu um að mávurinn væri að drepa alla unga á tjörninni. Morgunblaðinu barst ábending um að veiðibjallan væri svo aðgangshörð við fuglana á Tjörninni að nú væru aðeins örfáir ungar eftir. Að sögn Jóhanns Óla er um að ræða sílamáv en ekki veiðibjöllu og segir hann áhyggjuraddir vegna hans hafa heyrst á hverju ári síðustu 20 ár. Raunin sé hins vegar sú að vera sílamávanna hafi lítil sem engin áhrif á stofnstærð andarinnar. „Sjálfsagt drepur mávurinn einhverja unga þarna en hann tekur bara litla unga á fyrstu vikunni. Eðlileg afföll á ungum fyrstu vikuna eru 75 prósent þannig að þetta er engin viðbót við það,“ segir hann. Hann segir sílamávinn sækja fyrst og fremst í brauðmetið sem mannfólkið er svo örlátt að gefa öndunum og ef stöðva eigi mávana verði að hætta að gefa fuglunum brauð. „Þetta fylgir því alfarið, því það er mest um máva í kaffitímanum og í hádeg- inu þegar mest er af fólki við Tjörnina að gefa brauð.“ Hann segir litlum tilgangi þjóna að drepa mávinn þótt hann sé ekki friðaður. Af hverjum 100 sílamávum séu 98 að sækjast í brauðið en tveir séu kannski að taka einn og einn unga. „Þetta eru þá ungar sem hafa yfirleitt villst frá mæðrum sínum og eru þá sennilega hvort sem er dauðans matur í flestum tilfellum,“ segir hann. Hann segir ljóst að kettir, sem laumist um í kjarrinu við Tjörnina, kræki sér í talsvert af ungum. Hann segir kjarrið þó af hinu góða. „Það er tiltölulega nýtilkomið en það er mjög gott að hafa það þarna því fuglarnir geta þá leitað skjóls undir því.“ Mávur hefur hverf- andi áhrif á ungalíf Miðborg Morgunblaðið/Sig. Ægisson BÓKASAFN Hafnarfjarðar flytur á haustdögum í nýtt húsnæði í hjarta bæjarins en safnið hefur búið árum saman við þröngan húsakost. „Samkvæmt áætlun ættum við að fá húsið afhent núna 1. október og þá á eftir að koma upp innréttingum og öllu slíku,“ segir Anna Sigríður Einarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, en hún var önnum kafin við að pakka þegar Morgunblaðið náði tali af henni. „Við erum að vona að við flytjum ein- hvern tímann í október, nóv- ember eða að minnsta kosti fyrir jól.“ Anna Sigríður hefur því í nógu að snúast þessa dagana. „Við erum að fara yfir safn- kostinn, sérstaklega það sem lítið hefur hreyfst síðustu árin og reyna að setja það í kassa, ekki bara vegna flutninganna heldur líka til frambúðar,“ segir hún og bætir því við að reynt verði að hafa lokað í sem stystan tíma vegna flutn- inganna. Stækkar um 900 fermetra Bókasafnið er nú staðsett í Mjósundi 12, á hálfgerðum felustað, að sögn Önnu Sigríð- ar, en hún segir að mjög erfitt geti reynst að finna safnið fyrir þá sem ekki þekkja til. Safnið mun hins vegar flytja að Strandgötu 1, þar sem Vit- inn, Íslandsbanki og fleiri fyr- irtæki hafa haft aðsetur. Unn- ið er að viðamiklum breytingum á húsinu þessa dagana en hönnuður að breyt- ingunum er Knútur Jeppe- sen, arkitekt. Stærðarmunurinn á húsun- um er mikill. Safnið er núna í 500 fermetrum, en nýja húsið er um 1.400 fermetrar. Anna Sigríður segir að reyndar taki bókasafnið við héraðsskjala- safninu sem í eru eldri skjöl frá bænum. „Það tekur heil- mikið pláss, en það er ekki ennþá vitað hvað þetta er mikið magn,“ segir hún. Að sögn Önnu Sigríðar verður lesað- staðan aðeins stærri en að auki verður fjölnota salur í kjallara. Þaðan verður hægt að ganga beint út en mögulegt verður að læsa á milli safnsins og herbergisins. Hún segir stefnuna þá að einhverjir fastagestir lesstofunnar geti fengið lykil að þessu rými og þar með lesið þegar þeim hentar í stað þess að vera bundnir af opnunartíma safnsins. „Þetta eru yfirleitt fastagestir hjá okkur eða sömu krakkarnir sem lesa hérna þrjú, fjögur ár þangað til þeir eru búnir með háskól- ann. Þeir byrja hérna jafnvel þegar þeir eru í Flensborg og halda síðan áfram að lesa,“ heldur Anna Sigríður áfram og bendir á að það muni töluvert miklu fyrir há- skólanema að þurfa ekki að fara inn í Reykjavík til að læra. Stærsta tónlistar- safn landsins Tónlistarsafnið í Bóka- safni Hafnarfjarðar er, að hennar sögn, elsta tónlistar- safn á landinu í almennings- bókasafni og jafnframt það langstærsta. Hún segir að við flutningana muni þjón- ustan aukast, í dag sé safnið aðeins opið þrisvar í viku, en stefnt sé að hafa það opið al- veg jafnt og bókasafnið sjálft. „Í tónlistarsafninu eru bæði gamlar vínylplötur, 33, 45 og 78 snúninga. Síðan er- um við með mikið af geisla- diskum, tónlistarmyndbönd- um, bókum um tónlist og svo er- um við með nótur. Popp, klassík, slökunartónlist, bara nefndu það,“ segir Anna Sig- ríður. Hún segir að drögin að þessu safni hafi verið að Friðrik Bjarna- son tónskáld, sá sem að samdi meðal annars sönglögin „Fyrr var oft í koti kátt“ og „Abba-labba- lá“, og konan hans Guðlaug Pétursdóttir arf- leiddu árið 1960 Hafnarfjarð- arbæ að öllum sínum eigum og tóku það fram að bækur þeirra og munir skyldu varð- veitt í bókasafninu. Að sögn Önnu er tónlistar- safnið mikið sótt, en þar sem það er opið mjög takmarkað vilji fólk ruglast á opnunar- tímanum. „Við höfum ekki verið að auglýsa þetta mikið því við höfum hreinlega ekki mannskap til þess að afgreiða fyrir utan þessa einu mann- eskju sem er þarna á opnun- artíma. En nú breytist þetta þegar þetta verður allt sam- nýtanlegt,“ segir hún. Um 200 þúsund útlán Stefnan er að fjölga starfs- fólki og Anna Sigríður segir að safnið sé búið að fá loforð fyrir tveimur og hálfu stöðu- gildi, en svo eigi eftir að koma í ljós hvað þau þurfi. „Yfirleitt þegar söfn flytja verður mikil útlánaaukning,“ segir hún en í fyrra var safnið með tæplega 200 þúsund útlán. Bókasafn Hafnarfjarðar er mjög vel sótt bókasafn og segir Anna Sigríður að sam- kvæmt rafrænum mæli hafi heimsóknir í fyrra verið 131.267 og það sé lágmarks- tala. Gestir á hverjum degi séu á milli 500 og 600 manns. Hún bendir á að mikil útlána- aukning hafi orðið milli ára. Árið 1992 voru útlánin rúm 72 þúsund en í fyrra 198 þúsund. Orsökin sé margþætt, safnið er opið lengur, aukin tíma- ritakaup bókasafnsins og fleira. „Það er alltaf verið að tala um að tölvan sé að ganga af bókinni dauðri. En hingað koma margir einmitt til að fá lánaðar bækur um tölvur og leiðast svo út í eitthvað fleira. Þannig að aukningin er mikil þrátt fyrir allar hrakspár,“ segir Anna Sigríður. Á nýja staðnum verða á milli 30 og 40 tölvur en að sögn Önnu Sigríðar sækja út- lendingar sérstaklega í tölvu- kost safnsins. 80 ára afmæli safnsins að ári Hún segir 23 ár síðan bæj- aryfirvöld töluðu um á afmæli bæjarins að byggja nýtt bóka- safn. „Bókasafnið er búið að vera á þessum stað síðan 1958, en það var stofnað árið 1922 og fyrir þann tíma var lestrarfélag í bænum,“ segir hún. „Bókasafnið á því 80 ára afmæli eftir rúmt ár. Safnið á afmæli 18. október og okkur hefði fundist voðalega skemmtilegt að flytja inn 18. október en ég sé það ekki al- veg gerast,“ segir Anna Sig- ríður. Hún segir óskaplega erfitt að búa við þessi þrengsli. „Í hvert skipti sem við höfum keypt bók síðastliðin tvö, þrjú ár, höfum við þurft að pakka öðrum,“ segir Anna Sigríður en í þeim töluðu orðum er hún að setja bunka af bókum í kassa númer 390. Hún segir þetta erfitt sökum þrengsla en á hinn bóginn sé mikill spenningur því fylgjandi að flytja í nýtt húsnæði. „Þetta verður algjör bylting. Við er- um með svo mikið í geymslu á bak við og allt verður miklu sýnilegra fyrir lánþegann. Hann fær betra tækifæri til að grúska miklu meira,“ segir Anna Sigríður að lokum. Bókasafnið flytur í nýuppgert húsnæði í hjarta bæjarins Hafnarfjörður „Betra tækifæri til að grúska miklu meira“ Anna Sigríður Einarsdóttir HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skrafað um heimsmálin FJÖLBRAUTASKÓLI Garðabæjar hefur ákveðið að senda einn fulltrúa á CYLC ráðstefnu (Congressional Youth Leadership Council) sem nú stendur yfir í Wash- ington og New York. Þetta er í fyrsta sinn sem skólinn gerir slíkt en hugmyndin er að þetta verði árlegur viðburður. Skólinn hefur valið einn nemanda sem fulltrúa á ráð- stefnunni og réðst valið á hon- um af náms- og stjórnunar- hæfileikum. Það var Einir Guðlaugsson nemi í FG sem var valinn til þátttöku að þessu sinni. Í til- kynningu frá skólanum segir að hann hafi náð frábærum námsárangri ásamt því að teljast leiðtogaefni framtíðar- innar. Aðspurður sagði Einir að Kristinn Þorssteinsson félagsfræðikennari við skól- ann hefði komið að máli við sig varðandi ferðina og spurt hvort hann vildi taka þátt. Þetta hefði verið auðveld Garðabær Einir fór utan 17. júní en ráðstefnunni lýkur 28. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.