Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SLÆM ímynd Suðurnesja stendur uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir þrifum á svæðinu og meginmarkmið nýrrar stefnumótunar er því að skapa nýja ímynd Reykjaness með öflugu markaðs- og kynningarstarfi innan lands og utan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um stefnumótun í ferðaþjónustu á Reykjanesi 2001– 2005 sem Bjarnheiður Hallsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu Á sextán skóm ehf. unnu í samstarfi við aðila í ferða- þjónustu á Suðurnesjum. Vinna við stefnumótun í ferða- þjónustu á Reykjanesi hófst um mitt sumar 1999 og lauk nú í vor. Verkið var unnið að frumkvæði Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjaness og var öllum aðilum í ferðaþjónustu boðið að taka virkan þátt í mótun stefnunnar. Í skýrslunni kemur fram að brýn- asta verkefnið sé að skapa nýja og jákvæðari ímynd Reykjaness í hug- um ferðamanna. Þær kannanir sem gerðar hafa verið meðal Íslendinga benda til þess að ímynd Suðurnesja meðal Íslendinga sé mjög veik og tengist ferðaþjónustu lítið. Könnun sem framkvæmd var á síðasta ári bendir til þess að ímynd svæðisins tengist fyrst og fremst Bláa lóninu, Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli og Keflavík og niðurstaða könnunarinn- ar bendir til þess að nafnið Reykja- nes sé mun þekktara í hugum fólks ogberi með sér jákvæðari ímynd heldur en nafnið Suðurnes. „Á heildina litið má því segja að ímynd Suðurnesja sé neikvæð frekar en jákvæð með þeirri undantekningu að Bláa lónið hefur jákvæða ímynd,“ segir í skýrslunni. Sérstök áhersla á Reykjanes- hrygg sem náttúrufyrirbæri Til þess að bregðast við neikvæðri ímynd svæðisins er lagt til að ferða- þjónustuaðilar og sveitarfélög á Suð- urnesjum ákveði og skilgreini ímynd svæðisins, þar sem byggt verði á sér- stöðu þess með öflugu markaðs- og kynningarstarfi, bæði hér á landi og erlendis. Gert er ráð fyrir að verk- efnið hefjist á þessu ári og að fyrsta hluta þess ljúki árið 2005 og þá verði staðan endurmetin og næstu skref ákveðin í kjölfarið. Varðandi nýja ímynd Reykjaness er gert ráð fyrir að leggja áherslu á sérstöðu svæðisins. Það byggir m.a. á uppbyggingu safna og bygginga er tengjast menningu og sögu tengdri sjósókn og er mælt með samstarfi og jafnvel sameiningu einstakra safna. Þessu tengjast m.a. hvalaskoðunar- ferðir. Þá er lagt til að lögð verði áhersla á útivist og heilsutengda ferðaþjónustu, s.s. með frekari upp- byggingu Bláa lónsins. Einnig að jarðsaga sem tengist útivistarsvæð- um verði sýnilegri og lögð verði sér- stök áhersla á Reykjaneshrygginn og þau náttúrufyrirbæri sem honum tengjast. Sögusafn um hersetu og aðild Íslands að NATO Í skýrslunni er lagt til að sérstaða Reykjaness í samgöngum til útlanda og saga þeirra verði nýtt í uppbygg- ingu ferðaþjónustu, t.d. með lifandi nútímasafni sem varpi ljósi á starf- semi Leifsstöðvar sem alþjóðlegs flugvallarsvæðis. Þá er lagt til að nýttur verði sá kostur að Reykjanes er fyrsti viðkomustaður flestra er- lendra gesta sem koma til landsins. Popptónlist er talin sérstaða svæðisins og lagt er til að popp- minjasafni verði viðhaldið og stað- sett á aðgengilegum og aðlaðandi stað. Þá segir í skýrslunni að sér- staða Reykjaness vegna hersetu og aðildar Íslands að NATO gæti nýst við uppbyggingu ferðaþjónustu, enda eigi svæðið sér merka sögu tengda hersetunni, uppbyggingu flugvalla og aðild að NATO. „Hér má hugsa sér lifandi sögusafn sem varp- ar ljósi á þennan merka þátt Íslands- sögunnar.“ Niðurstöður kynntar í stefnumótun í ferðaþjónustu á Reykjanesi 2001 til 2005 Bæta þarf neikvæða ímynd Suðurnesja Morgunblaðið/Eiríkur P. Bjarnheiður Hallsdóttir kynnir niðurstöður vinnu varðandi stefnumót- un í ferðaþjónustu á Reykjanesi til ársins 2005. Reykjanes HLUTFALL verslana sem selja unglingum tóbak lækkaði úr 65% í mars á síðasta ári í 24% í lok ársins, samkvæmt könnunum sem Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, SamSuð, og Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja, HES, framkvæmdu á árinu. Samkvæmt þriðju könnuninni, sem gerð var 21. desember á 29 sölustöð- um á Suðurnesjum, seldu 7 af 29 sölustöðum tóbak til einstaklings yngri en 18 ára, eða 24,1% sölustaða. Á 22 sölustöðum var unglingunum neitað um afgreiðslu tóbaks, eða á 75,9% sölustaða. Niðurstöðurnar voru kynntar á fundi HES í síðustu viku. SamSuð og HES gerðu þrjár kannanir á síðasta ári og var mark- miðið að kanna hvort sölustaðir tób- aks á Suðurnesjum selji einstakling- um undir 18 ára aldri tóbak. Kannanirnar voru gerðar á 29 sölu- stöðum tóbaks í öllum bæjarfélögum Suðurnesja og samkvæmt niðurstöð- um þeirra kom í ljós að 6 sölustaðir af 29 seldu unglingum aldrei tóbak. Þessir staðir voru Brautarnesti, Fitjaborg-bensínsala, Kaupfélagið við Faxabraut, Sparkaup og Mynd- list í Reykjanesbæ og Olís-bensín- sala í Grindavík. Þá seldu 17 sölustaðir unglingi tóbak í einni af þremur könnunum og 9 staðir seldu unglingi tóbak tvisvar sinnum. Einn sölustaður seldi unglingum tóbak í öll þrjú skiptin, en það var Myndsel í Grinda- vík. Ragnar Örn Pétursson, formaður heilbrigðisnefndar Suðurnesja, segir ljósa punktinn í niðurstöðunum vera að sölustöðum hafi fækkað á milli kannananna sem selji unglingum tóbak. „Við lítum svo á að þetta hafi tekist þokkalega vel og munum halda þessu áfram.“ Þá segir Ragnar Örn að verið sé að athuga þann möguleika hvort að heilbrigðisnefnd geti svipt menn söluleyfi verði þeir uppvísir að sölu tóbaks til unglinga. „En við vonumst auðvitað til þess að söluaðilar sjái að sér.“ Fóru ekki á sölustaði í sinni heimabyggð Könnun var framkvæmd af starfs- mönnum félagsmiðstöðva og þremur unglingum af svæðinu, sem ýmist voru í 9. eða 10. bekk. Fyrirkomulag var þannig að unglingur fór inn á sölustað og bað um að fá keyptan sígarettupakka og beðið var um al- gengar tegundir. Ef unglingurinn fékk tóbakið afgreitt greiddi hann fyrir það og fór út með pakkann. Þar tók starfsmaður við pakkanum og fór inn á sölustaðinn með unglingn- um þar sem starfsmanni var greint frá því að verið væri framkvæma könnun á sölu tóbaks til einstaklinga yngri en 18 ára. Farið var fram á það að fá að skila tóbakinu gegn endur- greiðslu og var það undantekning- arlaust samþykkt á sölustöðum. Unglingarnir sem tóku þátt í könn- uninni fóru ekki inn á sölustaði í sinni heimabyggð. Færri staðir selja unglingum tóbak Reykjanes BLÁA LÓNIÐ Heilsuvörur ehf., dótturfyrirtæki Bláa lónsins hf., hefur opnað sína fyrstu lífstíls- verslun og er hún staðsett í verslun Íslandica í Leifsstöð. Þar verða seldar húðverndarvörur sem byggjast á heilsulindinni Bláa lón- inu og grunnefnum þess; söltum, kísil og blágrænþörungi ásamt öðr- um völdum náttúrulegum efnum. Bláa lónið hf. hóf rannsóknir á lóninu árið 1992 í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld og Iðn- tæknistofnun og sýna þær rann- sóknir að vistkerfi Bláa lónsins og lækningamáttur er einstakur í heiminum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Jarðsjór Bláa lónsins er blanda ferskvatns og sjávar sem kemur af meira en 2.000 metra dýpi. Hann inniheldur m.a. hátt hlutfall kísils og einstaka samsetningu salta ásamt mjög sjaldgæfum þörungi, sem gefa lón- inu hinn bláa lit. Verslunin á að endurspegla nátt- úrulegt umhverfi Bláa lónsins með hraun í veggjum og hvítu gólfi sem helst líkist kísilbreiðu. Morgunblaðið/Eiríkur P. Ása Brynjólfsdóttir frá Bláa lóninu ehf. kynnir heilsuvörur nýrrar lífsstílsverslunar í Leifsstöð. Bláa lónið með verslun í Leifsstöð Leifsstöð GENGIÐ hefur verið frá samning- um um kaup á fartölvum fyrir alla bæjarfulltrúa Reykjanesbæjar og er markmiðið að minnka pappírsflóðið og auka skilvirkni í stjórnsýslu bæj- arins. Með fartölvunum geta bæjar- fulltrúar verið í stöðugu sambandi við netkerfi bæjarins, bæði heima- fyrir með ADSL-tengingu og hvar sem er í húskynnum bæjarstjórnar með örbylgjusambandi. Að sögn Reynis Valbergssonar, fjármálastjóra Reykjanesbæjar, er um að ræða öflugar 750 megariða fis- vélar sem allar eru innbyggðar með tilheyrandi hugbúnaði til að tengjast hópvinnukerfi bæjarins. Nýherji átti lægsta tilboðið í tölvurnar, sem hljóðaði upp á rúmar 3,9 milljónir. Reynir segir tölvuvæðingu bæjar- fulltrúanna vera ferli sem taki um hálft ár. Að því loknu fá bæjarfull- trúarnir öll fundarboð og fundar- gerðir sendar á rafrænan hátt og hætt verður að prenta slíkt út. Í nóv- ember munu síðan fundargerðir fara beint á Netið um leið og fundarmenn hafa skrifað undir útprentaða fund- argerð. Bæjar- fulltrúar fá fartölvur Reykjanesbær SKIPULAGS- og bygginganefnd Reykjanesbæjar samþykkti á síð- asta fundi að mæla með brú og lækk- un Reykjanesbrautar varðandi út- færslu gatnamóta Reykjanesbrautar og Seylubrautar. Í greinargerð um frumdrög að tvöföldun Reykjanes- brautar er gerð grein fyrir þremur valkostum; í fyrsta lagi brú og óbreytt hæðarlega Reykjanesbraut- ar, í öðru lagi brú og lækkun braut- arinnar og í þriðja lagi stefnugreind vegamót. Nefndin hafnaði kosti þrjú og taldi valkost tvö uppfylla mun betur kröfur um aukið umferðarör- yggi. Jafnframt lagði nefndin til að hönnun og framkvæmd á nýrri veg- tengingu að aðalhliði Keflavíkurflug- vallar og út í Hafnir verði hraðað þar sem núverandi gatnamót séu hættu- leg. Brú á Reykja- nesbraut Reykjanesbær ♦ ♦ ♦ HÁTT í hundrað unglingar og far- arstjórar eru væntanlegir á vina- bæjamót í Reykjanesbæ sem hefst nk. mánudag. Þátttakendur eru frá vinabæjunum í Kristiansand í Nor- egi, Hjörring í Danmörku, Kerava í Finnlandi og Trollhattan í Svíþjóð, en slík vinabæjamót hafa verið hald- in óslitið frá árinu 1973. Á hverju vinabæjamóti er keppt í einni íþróttagrein og munu ungling- arnir reyna fyrir sér í badmington að þessu sinni. Næsta mót verður í Finnlandi og þar verður keppt í sundi og síðan í knattspyrnu í Hjörr- ing árið 2002. Stefán Bjarkason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar, segir að keppnin sé fyrst og fremst umgjörð um að unglingar frá Norðurlöndum hittist og skemmti sjálfum sér og öðrum. Vinabæjamót í Reykjanesbæ Reykjanesbær Niðurstöður könnunar á sölu tóbaks til unglinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.