Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 17
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 17 Kringlukast 20% a a fsláttur af Triumph h un n dirf f atna a ði Kringlunni 8-12, sími 553 3600, www.olympia.is ÞRÓUNARFÉLAG Austurlands hélt nýlega aðalfund sinn á Reyð- arfirði. Á fundinum voru veitt svo- kölluð hvatningarverðlaun ársins 2001. Að þessu sinni komu þau í hlut Jónasar Hallgrímssonar, fram- kvæmdastjóra Austfars ehf. og eru veitt fyrir framlag hans til ferða- þjónustu á Austurlandi og landinu öllu. Í umsögn Þróunarfélagsins segir að Austfar ehf. á Seyðisfirði, með Jónas Hallgrímsson í broddi fylk- ingar, hafi verið umboðsaðili Smyril Line á Íslandi, auk þess sem Jónas hefur verið formaður stjórnar félagsins í mörg ár. Skip félagsins, til að byrja með Smyrill og síðan Norræna, hafa siglt til Austfjarð- arhafnar, þ.e. til Seyðisfjarðar, allt frá árinu 1975 eða í 26 sumur og komið með til landsins á ári hverju á milli 7-9000 farþega. Ferjusiglingar félagsins er eini almenni möguleiki ferðafólks til að fara frá og koma til Íslands sjóleiðis og þær hafa um leið tryggt það að Seyðisfjarðarhöfn er önnur tveggja innkomuleiða ferða- fólks til landsins. Nú hillir undir enn öflugri sókn hjá skipafélaginu við að fjölga ferðamönnum til Austurlands og Íslands, þar sem ný ferja mun hefja siglingar til Seyðisfjarðarhafn- ar vorið 2003. Nýlokið er löngum og ströngum samningum um fjármögn- un á smíði nýju ferjunnar, en hann hljóðar upp á sjö milljarða króna og er ein mesta fjárfesting sem gerð hefur verið í þessari grein í einstöku verkefni hér á landi. Auk þess að vera framkvæmdastjóri Austfars, hefur Jónas verið stjórnarformaður Smyril Line til margra ára, eða allt þar til í vor. Þá er hann stjórn- arformaður Norrænu ferðaskrifstof- unnar. Árið 1974 var Jónas ráðinn bæjarstjóri á Seyðisfirði og var sem slíkur í 10 ár. Hann sat í bæjar- stjórn í fjölda ára og var forseti bæj- arstjórnar í allmörg ár. Jónas hefur verið varaþingmaður Austurlands fyrir Framsóknarflokkinn og situr nú í bankaráði Landsbankans. Fasanarækt verðlaunuð Þá veitti Þróunarfélagið fyrirtæk- inu Skjávarpi hf. viðurkenningu fyr- ir athyglisvert og metnaðarfullt framtak á sviði upplýsingatækni og fjölmiðlunar og Pappási á Egilsstöð- um viðurkenningu fyrir athyglis- verða starfsemi og þróunarverkefni á sviði endurnýtingar og endur- vinnslu pappírs. Hjónin Skúli Magn- ússon og Anna Einarsdóttir á Aust- ur-Héraði hlutu einnig viðurkenningu fyrir nýsköpun í landbúnaði vegna fasanaræktunar. Á aðalfundinum fóru formlega fram framkvæmdastjóraskipti Þró- unarstofu Austurlands. Af störfum sem framkvæmdastjóri lét Gunnar Vignisson, en hann hefur stýrt starfi félagsins sl. 8 ár, en við tók Elísabet Benediktsdóttir, rekstrarhagfræð- ingur frá Reyðarfirði. Hlaut hvatningar- verðlaun ársins 2001 Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Þróunarstofa Austurlands veitti Jónasi Hallgrímssyni hvatningarverðlaun ársins 2001. Jóhann Jónsson hjá Austfari (t.v.) tók við þeim fyrir hönd Jónasar. Þá hlutu einnig viðurkenningu þau Skúli Magnússon, Anna Ein- arsdóttir, Oddný Freyja Jökulsdóttir f.h. SkjáVarps og Ásta Sigfúsdóttir f.h. Pappaáss. LISTVINAFÉLAGIÐ í Vest- mannaeyjum hefur haldið „Daga lita og tóna“ um Hvítasunnuhelg- ina mörg undanfarin ár. Þar er boðið upp á jazz- og blús-tónleika, málverka- og listsýningar. Að þessu sinni báru Dagar lita og tóna yfirskriftina „Mitt í eilífðar útsæ“ en fimm Færeyskir lista- menn sýndu verk sín í Akogeshús- inu yfir Hvítasunnuhelgina, alls 21 verk. Færeysku listamennirnir eru eins og fram kom í sýningaskrá af svonefndri þriðju kynslóð fær- eyskra listamanna. Sigrun Gunn- arsdóttir Niclasen, Amariel Norðoy og Eyðun av Reyni, hafa numið við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Kári Svensson er að mestu sjálfmenntaður og Astri Luihn hefur fært sig yfir í mynd- list úr annarri listgrein, er mennt- aður hljóðfæraleikari og tónlist- afræðingur frá Oslóarháskóla. Óhætt er að segja að verk þeirra voru ólík en vöktu verulega athygli listunnenda. Á tónlistarsviðinu var mikið um að vera og komu fjölmargir áhuga- verðir tónlistarmenn fram. Ekki er vafi að Jazztríóið Flís vakti mikla athygli gesta á hátíðinni, en þeir drengir fóru hreint á kostum og komu gestum verulega á óvart með glæsilegri spilamennsku. Tríóið Flís skipa þeir Davíð Þór Jónsson sem spilar á píanó, Helgi Svavar Helgason trommur og Valdimar K. Sigurjónsson sem spilar á bassa. Blússveit Andreu sá um að skemmta fólki og heillaði Andrea Gylfadóttir gesti upp úr skónum með söng sínum og fram- komu, en auk hennar skipuðu hljómsveitina Eðvarð Lárusson gítar, Birgir Baldursson trommur, og Valdimar K. Sigurjónsson bassi. Einnig komu fram fjölmarg- ir aðrir m.a. Árni Elvar, hinn sí- ungi jazzpíanisti, en hann lék með Ólafi Jónssyni baritónsax og Mich- elle Gaskell sem lék á þverflautu. Einnig komu fram Strengjasveit Tónskóla Árnesinga og Michelle og Gaskallarnir, en þá sveit skip- uðu, auk Michelle á píanó, Stefán Sigurjónsson klarinett og Eggert Björgvinsson á básúnu. Þetta framlag Listvinafélagsins er með merkustu framlögum í menningarlífið í Vestmannaeyjum á hverju ári enda hátíðin orðin mjög fjölsótt og er að sprengja ut- anaf sér Akogeshúsið. Dagar lita og tóna í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar Morgunblaðið/Sigurgeir Blússveit Andreu sá um að skemmta fólki. NÚ er nýlokið við að merkja upp miðlínur vega í Mývatns- sveit og víðar á NA landi og er það verk unnið af verktaka, Vegmerkingum h.f. úr Reykja- vík. Að sögn Ásmundar J. Pálma- sonar sérfræðings hjá Vega- gerðinni eru notaðir um 80 þúsund lítrar af málningu til að merkja um 1800 km langa merkilínu á aðra vegi en þjóð- veg 1. Við þetta verk er notaður sérbúinn bíll. Frá Skálm á Mýrdalssandi vestur og norður eftir þjóðvegi 1 allt til Húsa- víkur er notað annarskonar efni, plastefni sem brætt er við 200°C, til að merkja 1400 km langa línu og er það slitsterk- ara efni. Í þetta fara um 500 tonn af plastefni og notaðir sérbúnir bílar. Unnið er við málun miðlínu og aðrar merk- ingar á vegum mestallt sum- arið og koma að því verki Vegagerðin, Vegmerkingar h/f. og Vegamál h/f. Þær eru hýrlegar og léttar í spori lambær Gunnars Rúnars bónda þar sem þær tölta eftir nýmerktri olíumölinni og halda sig hægra megin við strikið í sólskininu. Eflaust eru þær búnar að gleyma hretinu sem yfir þær gekk hér fyrir viku enda olli það ekki umtals- verðum fjársköðum við Mý- vatn. Morgunblaðið/BFH Lagðprúðar lambær léttar í spori á nýmerktum þjóðveginum. Vegirnir málaðir Mývatnssveit    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.