Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 19 Í UPPHAFI þessa árs tóku gildi breytingar á lögum um verðbréfavið- skipti. Breytingar þessar fólu í sér að nýjum kafla um útboð verðbréfa var bætt við lögin og að ákvæði um inn- herjaviðskipti voru styrkt. Viðskipta- ráðuneytið hefur nú samið reglugerð, sem öðlast gildi 1. júlí næstkomandi, og auk þess hefur Seðlabankinn sam- ið nýjar reglur um fyrsta söludag al- mennra útboða verðbréfa sem taka gildi sama dag. Til kynningar á efni hinna nýju reglna héldu viðskipta- ráðuneytið, Seðlabanki Íslands, Fjár- málaeftirlitið, Verðbréfaþing Íslands hf. og Samtök banka og verðbréfafyr- irtækja fund í gær. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, fjallaði um nýja reglugerð um útboð verðbréfa. Hann sagði upplýsingar frá útgef- anda undirstöðu þeirrar neytenda- verndar sem fælist í reglum um al- mennt útboð og að almennt væri litið svo á að þessar reglur hefðu þau áhrif að auka trú manna á verðbréfamörk- uðum og stuðla að eðlilegri starfsemi þeirra. Benedikt sagði þó að fjárfest- ar hefðu ekki allir sömu þörf fyrir þá neytendavernd sem í reglunum um almennt útboð fælist, því staða þeirra og þekking væri ólík. „Þeir sem hafa fjárhagslega burði til að standast áföll og þekkingu til að meta áhættu fjárfestingarkosta,“ sagði Benedikt, „eru jafnan undan- þegnir neytendavernd útboðsreglna. Þetta eru svokallaðir fagfjárfestar. Einnig er þörf á að veita undanþágu frá útboðsreglum þegar útboð er svo smátt í sniðum að óeðlileg byrði væri fyrir útgefandann að þurfa að gefa út útboðslýsingu, eða þegar útboðið nær til takmarkaðs hóps.“ Kom fram hjá Benedikt að miðað væri við fjöldann 25 í þessu sambandi. Fjölmiðlaumfjöllun getur leitt til almenns útboðs Benedikt sagði ýmislegt hafa gert það að verkum að nauðsynlegt hefði þótt að breyta útboðsreglum hér á landi. Ljóst hefði þótt að ýmis félög sem ekki hefðu gefið fjárfestum upp- lýsingar með almennu útboði hefðu verið í almennri dreifingu meðal al- mennings með hundruð og jafnvel þúsundir hluthafa. Samt hefði ekki verið hægt að fullyrða að um brot á útboðsreglum hefði verið að ræða. Benedikt sagði að í nýju reglunum væri miðað við að almennt útboð væri sala verðbréfa í sama verðbréfaflokki sem boðin væru almenningi til kaups með kynningu eða með öðrum hætti og að undir kynningu féllu meðal ann- ars kerfisbundnar símhringingar, tölvupóstsendingar og bréfasending- ar. Jafnframt yrði að telja að hefðu verðbréfin verið kynnt almenningi með umfangsmiklum hætti, til dæmis fjölmiðlaumfjöllun, þá skyldu reglur almenns útboðs gilda. Þetta ætti við hvort heldur um upphaflega eða síð- ari sölu væri að ræða. Þá gerðu nýju reglurnar ráð fyrir að sala verðbréfafyrirtækja á óskráð- um verðbréfum væri háð því að lagt hefði verið mat á faglega þekkingu, reynslu og fjárhag viðskiptavina. Þetta ætti þó ekki við þegar um fag- fjárfesti væri að ræða. Samkvæmt nýju reglunum þá flyst eftirlit með útboðslýsingum frá Verð- bréfaþingi Íslands hf. til Fjármálaeft- irlitsins, en Verðbréfaþing hefði þó áfram með höndum eftirlit með út- boðslýsingum þeirra verðbréfa sem skráð yrðu á þingið. „Helsta nýjungin í reglugerð um útboð verðbréfa er skilgreining á hugtakinu fagfjárfestir. Brýn þörf hefur verið á slíkri skilgreiningu,“ sagði Benedikt. Samkvæmt reglugerðinni eru rík- issjóður, Seðlabanki Íslands og Íbú- ðalánasjóður fagfjárfestar. Viðskipta- bankar, verðbréfafyrirtæki, vátryggingafélög og fleiri slíkir aðilar á fjármálamarkaði teljast einnig til fagfjárfesta. Til að aðrir aðilar geti talist fagfjárfestar þurfa þeir að óska skriflega eftir því við verðbréfafyrir- tæki og uppfylla þrenn skilyrði: Í fyrsta lagi að búa yfir faglegri þekk- ingu til að meta fjárfestingarkosti með tilliti til áhættu, í öðru lagi að eiga reglulega viðskipti á verðbréfa- markaði og í þriðja lagi að búa yfir verulegum fjárhagslegum styrk. Sveinbjörn Hafliðason, aðallög- fræðingur Seðlabanka Íslands, sagði frá nýjum reglum um fyrsta söludag í útboði, en í því skyni að draga úr sveiflum í framboði nýrra verðbréfa á verðbréfamarkaðnum þarf samþykki Seðlabankans fyrir fyrsta útboðsdegi. Reglurnar, sem munu gilda frá 1. júlí, kveða á um að í síðasta lagi þremur afgreiðsludögum áður en áformað er að birta útboðsauglýsingu skuli til- kynna Seðlabankanum um útboðið. Helgi Sigurðsson, lögmaður hjá Kaupþingi, fjallaði um leiðbeiningar sem verðbréfafyrirtæki hafa sett sér um viðskipti með óskráð verðbréf í kjölfar breytinga um almenn útboð sem orðið hafa á lögum um verðbréfa- viðskipti. Helgi sagði það nýmæli að nú gætu verðbréfafyrirtæki neitað að hafa milligöngu með verðbréf sem ekki falla undir almennt útboð ef það telur viðskiptavini ekki búa yfir nægj- anlegri þekkingu, reynslu eða fjár- hagslegum styrk, en áður hafi við- skiptavinurinn alltaf haft síðasta orðið um viðskiptin. Helgi sagði að nú yrðu verðbréfa- fyrirtækin að afla gagna um hagi við- skiptavina, fjárhagslegan styrk, reynslu og þekkingu og gera ráðstaf- anir til að varðveita þau gögn. Leið- beinandi reglunum væri ætlað að vera til viðmiðunar, en endanleg ábyrgð á milligöngu um viðskipti með óskráð verðbréf til almennings liggi hjá því fyrirtæki í verðbréfaþjónustu sem annaðist milligönguna. Í þessum leiðbeinandi reglum er miðað við að ekki sé heimilt að selja eða hafa milligöngu um viðskipti með óskráð verðbréf ti almenning ef sam- anlögð eign kaupanda er undir fimm milljónum króna á áætluðu markaðs- verði og ef veðsetningarhlutfall verð- bréfanna nemur yfir 10% af markaðs- virðinu. Þá gera reglurnar ráð fyrir að yfirlit þurfi frá fyrirtæki í verð- bréfaþjónustu um að viðskiptavinur- inn hafi að minnsta kosti þrívegis átt viðskipti með verðbréf, önnur en rík- isverðbréf, síðustu tólf mánuði, eða að hann eigi að minnsta kosti tíu millj- ónir króna að áætluðu markaðsverði með 10% veðsetningarhlutfalli að há- marki. Loks þarf kaupandi óskráðra verð- bréfa að undirrita sérstaka yfirlýs- ingu þess efnis að hann búi yfir nægi- legri þekkingu og reynslu til að meta þá áhættu sem felst í viðskiptunum. Þá ræddi Helgi um það hvenær bæri að synja um viðskipti og sagði að þar ætti að beita ströngu mati og frekar að synja um viðskiptin en hleypa þeim í gegn ef einhver efi væri fyrir hendi. Einungis leiðbeinandi reglur án lagastoðar Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að skýrari laga- og reglugerðarákvæði sköpuðu forsendur fyrir styrkara eftirliti með sölu verðbréfa. Tók hann sem dæmi breytta skilgreiningu á almennu út- boði í reglugerð um útboð verðbréfa. Þar væri lögð áhersla á hugtakið „að bjóða“ ekki „að kynna“ sem gerði for- sendur miklu skýrari. Hann sagðist fagna því að fjár- málafyrirtæki hefðu komið sér saman um útgáfu leiðbeinandi reglna en ákvæði 27. gr. laga um verðbréfavið- skipti undirstrikuðu ábyrgð fjármála- fyrirtækja þegar verðbréf væru seld til almennings án almenns útboðs. Það mætti hins vegar ekki gleyma því að reglur fjármálafyrirtækjanna væru leiðbeinandi og hefðu ekki laga- stoð. Ábyrgðin væri áfram hjá við- komandi fjármálafyrirtæki. Það væri engin trygging, þó svo farið væri eftir leiðbeiningum í einu og öllu þá gætu skapast aðstæður þar sem viðskipta- vini yrðu dæmdar bætur engu að síð- ur. „Þetta er mikilvægt að menn hafi í huga, að það verði að skoða hvert til- vik þó að menn setji um þessi við- skipti reglur.“ Fjármálaeftirlitið mun hér eftir sem hingað til sinna eftirliti með framkvæmd útboðsreglna, gera sér- stakar athuganir á grundvelli upplýs- inga úr öðru eftirliti, ábendingum, umfjöllun fjölmiðla eða umfjöllun fjármálafyrirtækja. Að sögn Páls Gunnars getur Fjár- málaeftirlitið stöðvað útboð ef það er enn í gangi eða veitt frest til úrbóta ef brugðið er út af gildandi reglum um útboð. Fjármálaeftirlitinu er heimilt að gefa út opinbera yfirlýsingu um um- rætt mál til þess að vara almenning og væntanlega fjárfesta við og segir Páll Gunnar það mjög mikilvægt ný- mæli í lögunum og sterkasta vopnið sem FME hafi. Eins sé heimild til dagsekta til að knýja á um úrbætur en ólíklegt sé að það þurfi að beita þeim ef FME hefur gefið út opinbera yfirlýsingu um að ekki sé allt með felldu í viðkomandi útboði. Fjármálaeftirlitið hefur ekki heim- ild til þess að láta útboð ganga til baka sé það um garð gengið, til að mynda ef viðkomandi fyrirtæki er orðið gjaldþrota. Þá fari fjárfestar með skarðan hlut frá borði. Hér hafi lög- gjafinn ekki fundið neina lausn á því hvernig hægt er að verja almenning þ.e. ef skaðinn er skeður. „En það sé líka mikilvægt að menn átti sig á því að í lögunum um verðbréfaviðskipti er refsiákvæði sem hægt er að beita við þessar aðstæður. Það er að brot á lögum um verðbréfaviðskipti getur varðað sektum eða fangelsi allt að einu ári,“ segir Páll Gunnar. Mikilvægt að ljóst sé hver sé raunverulegur eigandi Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður viðskipta- og skráningarsviðs Verðbréfaþings Íslands, segir að VÞÍ leggi mikla áherslu á að fjárfestar fái allar þær upplýsignar sem þeim eru nauðsynlegar til að meta viðkomandi fjárfestingarkost. Reglur um efni út- boðs- og skráningarlýsinga séu lág- marksreglur og fleira en þar er talið upp geti verið nauðsynlegar upplýs- ingar. Tók hún sem dæmi upplýsinga- gjöf fyrirtækja um hver skipting tekna þess sé eftir starfsemi og mark- aðssvæðum sem geti verið mikilvæg- ar upplýsingar fyrir fjárfesta. M.a. að teknu tilliti til efnahagsástands á milli heimshluta. Að hennar sögn er mikilvægt að greinagóðar upplýsingar um hlutafé og samninga tengda því séu gefnar upp. Svo sem eignarhlutir stærstu eigenda og tengsl þeirra, ekki bara eignarhaldsfélög út í heimi heldur hver séu raunverulegir eigendur. Samningar við starfsfólk um kaup á hlutafé og umbun til stjórnenda félagsins. Þetta séu mikilvægar upp- lýsingar og alls staðar erlendis tíðkist að nákvæmlega sé sundurliðað á hvern stjórnenda, laun og hlunnindi. Ekki sé bara gefin upp heildartala fyrir ákveðinn hóp helstu stjórnenda fyrirtækisins, að því er fram kom í er- indi Helenu á fundinum. Verulegar takmarkanir settar á viðskipti með óskráð hlutabréf í leiðbeiningum fjármálafyrirtækja Upplýsingaskylda lögð á fjárfesta Morgunblaðið/Jim Smart Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Valur Valsson, for- stjóri Íslandsbanka og formaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.