Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÁLÞING um þjóðernis-vitund Íslendinga oginnflytjenda var haldiðlaugardaginn 16. júní á vegum ReykjavíkurAkademíunn- ar. Tók þar til máls fjöldi fyrirles- ara, jafnt íslenskra sem erlendra og var tekið á hinum ýmsu hliðum íslenskrar þjóðernisvitundar og málefnum innflytjenda. Fundi stýrði Melkorka Óskarsdóttir, for- maður Heimsþorps, samtaka gegn kynþáttafordómum. Ávarpaði hún viðstadda bæði á íslensku og ensku vegna hins blandaða áheyrenda- hóps sem málþingið sótti. Greindi Melkorka frá mikilvægi þess að Ís- lendingar tileinkuðu sér lífið í fjöl- menningarlegu samfélagi vegna breyttra aðstæðna í heiminum. Þjóðhátíð hverra? Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur sagði í erindi sínu hræðilegt þegar þjóðerni væri not- að sem tæki útilokunar og misrétt- is. Einnig sagði hún þögnina vera eitt sterkasta vopn kynþáttafor- dóma, því þögn jafngilti samþykki. Guðfríður benti á það að auðveld- ara væri að sjá flísina í auga náung- ans en bjálkann í sínu eigin og átti þar við hina algengu skoðun Ís- lendinga að aðrar þjóðir eigi við kynþáttafordóma að stríða. Íslend- ingar verði að gera sér grein fyrir eigin fordómum og opna augun fyr- ir því sem aðrir menningarheimar geta kennt okkur. Ana Isorena Atlason stjórnmála- fræðingur fjallaði um reynslu sína af því að flytja til Íslands frá Fil- ippseyjum. Ana sagði hina sterku íslensku þjóðerniskennd hafa vald- ið sér vissu áfalli. Hún brýndi fyrir fundarmönnum að sjálfsmynd eins mætti ekki byggjast á fyrirlitningu á öðr- um. „Íslendingar eiga svo margt til að styrkja sína sjálfsmynd. Það er engin ástæða til að óttast þá sem koma annars staðar að, við erum í raun alveg eins og þið. Það er miklu fleira sem við eigum öll sam- eiginlegt heldur en það sem greinir okkur að.“ Ana lagði áherslu á að hún væri bæði Íslendingur og Fil- ippseyingur vegna þess að hún gæti ekki afneitað rótum sínum. „Uppruna minn og menningu vil ég ekki skilja við mig en ég vil gjarnan tileinka mér nýja hluti, öðlast nýja sýn og halda áfram að þroskast sem manneskja.“ Hreinleiki og þjóðerni Unnur Birna Karlsdóttir sagn- fræðingur fjallaði um birtingar- form kynþáttafordóma í samtím- anum og óvild í garð innflytjenda. Hún skipti óvild í fjóra megin- flokka. Í fyrsta lagi hreina kyn- þáttafordóma, þar sem innflytj- endur mæta fjandsamlegu viðmóti, tortryggni eða meiðandi ummælum sem skírskota til hör- undslitar eða annarra útlitsþátta. Í öðru lagi birtist óvildin í formi neikvæðni eða andúðar gagnvart trú, menningu, tungumáli eða uppruna. Í þriðja lagi sagði hún kynþáttafordóma birtast í óöryggi vegna eigin lífsskilyrða. Í fjórða lagi sagði hún frá hinu hlutlausa afskiptaleysi eða skeytingarleysi heimamanna. Sagði Unnur Birna þessi viðhorf vera helstu orsakir mismununar við innflytjendur. Toshiki Toma, prestur innflytj- enda á Íslandi, sagði í erindi sínu frá eðli þjóðarsjálfsmynda og bar saman hinar íslensku og banda- rísku þjóðarsjálfsmyndir. Hin ís- lenska er byggð á tungumálinu og hugmyndinni um sameiginlega sögu. Hin bandaríska byggist á hugmyndinni um land hinna frjálsu. Þessi grund- vallarmunur gerir það mun auðveldara fyrir innflytjanda að verða viðurkenndur Banda- ríkjamaður en Íslend- ingur. Toshiki taldi skorta sjálfs- mynd borgaralegs samfélags svo auðveldara yrði fyrir innflytjend- ur að teljast til Íslendinga og njóta heilbrigðrar þjóðernissjálfs- myndar. Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur gagnrýndi hugmyndina um hreinleika sem grundvöll íslenskrar þjóðernis- kenndar. Þessi ofuráhersla á hreinleika veldur því að Íslend- ingar eiga gjarnan erfitt með að þola fólk af öðrum litarhætti. Í því samhengi á erindi Þorg margt skylt við lokaverkefn Þóru Sigurðardóttur gr hönnuðar frá Listaháskó lands, þar sem hún setti hör dökka konu í búning fjallko ar. Samskipti ólíkra menningarheima Godson U.A. Anufuro skiptafræðingur frá Nígeríu í erindi sínu á mikilvægi me arlegrar samræðu. Eina lei að menning geti þróast er a samskipti við aðra menn heima. Kennsla innflytjendabarn umfjöllunarefni Önnu Guð Júlíusdóttur. Hún fjallað framfarir í kennsluaðferðu samstarf við kanadíska skó sem mjög vel gengi að taka á vandamálum sem upp kæ fylgd með Önnu voru tvær s frá Júgóslavíu, Natalij Nataša Stankovic sem flutt á serbó-króatísku og s áheyrendum frá efni þeirra lensku. Antoinette Naysaa G Adomako félagsfræðingur, um möguleika Íslendinga koma á fjölmenningarlegu félagi og var bjartsýn á þá ingu sem nú stendur yfir. Hún sagði einn- ig að mikilvægt væri að leyfa fólki að blómstra og hafa sína eigin opnu sjálfsmynd en ekki einhver ar fastmótaða og skorðaða ernissjálfsmynd. Endurskoðun þjóðerniskenndar Að lokum fjallaði Viðar H son bókmenntafræðingur um þjóðlega mannúð í verkum S ans G. Stephanssonar sem til Kanada 1873. Í áranna rá Íslendingar litið á hann sem sem horfir með trega aft heimalandsins. Þessa sýn Áhugasamir gestir taka þátt í pallborðsumræðum í ReykjavíkurAkad Þjóðernisvitund menningarsam ReykjavíkurAkademían stóð fyrir m þingi um þjóðernisvitund Íslendinga innflytjenda. Svavar Knútur Kristins hlýddi á erindi og pallborðsumræðu Þ st kyn Skipan mála nið- urlægjandi fyrir innflytjendur RÁÐSTEFNUR UM KONUR OG LÝÐRÆÐI VERJUMST VERÐBÓLGUNNI Endurskoðuð þjóðhagsspá, semÞjóðhagsstofnun kynnti í fyrra-dag, sýnir glögglega að horfur í efnahagsmálum þjóðarinnar fara versnandi og ýmis hættumerki eru framundan. Útlitið hefur dökknað held- ur frá síðustu spá stofnunarinnar, eink- um vegna lækkunar á gengi krónunnar og ákvörðunar um að draga úr fiskveið- um á komandi fiskveiðiári. Hæst ber spá Þjóðhagsstofnunar um vaxandi verðbólgu. Stofnunin telur nú að verðbólgan geti orðið 9,1% frá upp- hafi til loka þessa árs. Hins vegar muni draga úr henni á nýjan leik og verð muni hækka um 6,5% milli áranna 2001 og 2002. Verðbólgan er skelfilegur skaðvaldur í efnahagslífinu, eins og við þekkjum frá fyrri tíð. Hún gerir að engu áætlanir fyrirtækja og einstak- linga og rýrir lífskjör, ekki eingöngu með því að neyzluvörur hækka í verði umfram laun, heldur með því að greiðslubyrði verðtryggðra lána þyng- ist stórum. Slíkt kemur ekki sízt niður á ungum, skuldsettum fjölskyldum – sem margar hverjar þekkja ekki verðbólgu- tíma af eigin raun. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að enn dragi úr hagvexti og hann verði ekki nema 1,5% á næsta ári. Þá gerir stofnunin ráð fyrir að þrátt fyrir lækk- un gengisins muni viðskiptahallinn áfram verða mikill á þessu ári, eða um 10% af landsframleiðslu, en að á næsta ári geti farið að draga úr honum. Vegna vaxandi verðbólgu telur stofn- unin að kaupmáttur launa muni ekki aukast frekar á næsta ári og minnki á milli áranna 2001 og 2002, enda verði ekki gerðar breytingar á launalið kjara- samninga á næsta ári. Þá muni atvinnu- leysi fara vaxandi og verða um 2% á árinu 2002. Það er full ástæða til að taka mark á þeim hættumerkjum, sem nú sjást í þjóðarbúskapnum og staðfest eru með þessari spá Þjóðhagsstofnunar. Ljóst er að ekki eru allir sammála spá stofn- unarinnar í einstökum atriðum. Samtök atvinnulífsins telja t.d. að of miklum viðskiptahalla sé spáð og að líklegt sé að hraðar dragi úr þjóðarútgjöldum og þar með viðskiptahalla og að gengi krón- unnar styrkist, en hækkun gengisins er líkleg til að draga úr verðbólgunni. Hins vegar telja SA líka líklegt að kaupmátt- ur ráðstöfunartekna á mann verði enn minni en Þjóðhagsstofnun spáir, vegna styttri vinnutíma, minni atvinnuþátt- töku og meira atvinnuleysis. Alþýðu- sambandið telur að efnahagslegar for- sendur séu fyrir sterkara gengi en stofnunin geri ráð fyrir og þess vegna geti verðlagshækkanir orðið minni en spáð er. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra hefur bent á að erlend fjárfesting í nýrri stóriðju og vegna einkavæðingar ríkisfyrirtækja geti aukið fjárstreymi til landsins og styrkt gengi krónunnar. Ekkert af þessu breytir því að spá Þjóðhagsstofnunar sendir skýr viðvör- unarmerki til okkar allra, sem við get- um ekki annað en tekið mark á. Ljóst er að allir verða að leggjast á eitt til að verjast þeim vágesti, sem verðbólgan er. Eðlileg viðbrögð fyrirtækja eru að leita hagræðingar í rekstri og auka framleiðni, en nokkuð hefur slaknað á framleiðniaukningu hér á landi í þensl- unni undanfarin ár. Sama á við um heimilin; þau hljóta að leitast við að draga úr útgjöldum og losa sig við skuldir. Þáttur opinberra aðila er ekki síður mikilvægur; við aðstæður sem þessar er brýnt að draga úr útgjöldum ríkis og sveitarfélaga og fylgja aðhalds- samri efnahagsstefnu. Líkt og margir hafa orðið til að benda á, er það ekki sízt undir okkur sjálfum komið hvort tekst að vinna bug á verðbólgunni og endur- heimta stöðugleikann í efnahagsmálum. Í gær, 19. júní, en þann dag árið 1915fengu íslenskar konur fyrst kosn- ingarétt, birtist hér í Morgunblaðinu frásögn af fjölmennri kvennaráðstefnu í Vilníus. Ráðstefnan, sem haldin var undir yfirskriftinni Konur og lýðræði, var í raun framhald samnefndrar ráð- stefnu í Reykjavík sem efnt var til síðla árs 1999. Af frásögnum þeirra sem ráðstefn- una sóttu nú má ráða að töluverður ár- angur hefur náðst í kjölfar þeirrar um- ræðu sem hófst hér fyrir tveimur árum. Fyrir utan þá mikilvægu staðreynd að augu alheimsins beindust að Reykjavík sem leiðandi afli í alþjóðlegu samhengi, hefur fjölmörgum brýnum verkefnum er varða konur verið ýtt úr vör hér á landi, í Eystrasaltsríkjunum og Rúss- landi. Verkefnin eru af ýmsu tagi en miða þó öll að því að þekking, hæfileikar og kraftar kvenna séu metnir að verð- leikum á opinberum vettvangi þannig að samfélagið gefi raunsanna mynd af atgervi allra þeirra sem það byggja. Einnig hefur umræða um vændi og verslun með konur, sem hófst á kvenna- ráðstefnunni í Reykjavík, orðið tilefni aðgerða og upplýsingar af ýmsu tagi um þennan alvarlega og sívaxandi vanda. Ástæða er til að taka undir orð Sólveig- ar Pétursdóttur dómsmálaráðherra, sem sagði á ráðstefnunni í Vilníus að öll nauðsynleg tæki væru þegar til staðar í baráttunni gegn verslun með fólk og „það sé kominn tími til að nota þau“. Í opnunarræðu sinni í Vilníus sagði Vaira-Vike Freiberga, forseti Lett- lands, að árangur Reykjavíkurráð- stefnunnar fælist meðal annars í því að þar voru „vandamál er tengjast ójafn- rétti kynjanna skilgreind. Mörg lönd hafa gert áætlanir til að stuðla að jafn- rétti kynjanna og allmörg alþjóðleg verkefni hafa verið sett á fót til að stuðla að jafnrétti hvað varðar efnahag, menningu og menntun í Evrópu.“ Reykjavíkurráðstefnan 1999 hefur því verið forsenda mikilvægra skrefa í framfaraátt, enda ljóst að ekki er hægt að vinna að lausn á svo viðamiklum vanda sem jafnrétti kynjanna er, nema með því að skilgreina orsakir hans og birtingarmyndir. Eins og Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, framkvæmdastjóri ráðstefnunn- ar í Reykjavík, benti réttilega á í Viln- íus, er einnig afar ánægjulegt að karlmenn skuli hafa tekið þátt í ráð- stefnunni að þessu sinni, þar sem jafn- réttisbaráttan „er ekkert einkamál kvenna“. Augljóst er að vegur kvenna kemur ekki til með að aukast nema einnig sé tekist á við úreltar hugmyndir um hlutverk karla í samfélaginu. Að- eins þannig er hægt að ná fram mark- miðum beggja kynja um viðunandi dreifingu á valdi og ábyrgð bæði innan veggja heimilisins og úti á vinnumark- aðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.