Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 31 gerðar ni Völu rafísks la Ís- runds- onunn- o við- u benti nning- iðin til að eiga ningar- na var ðrúnar ði um um og la þar þeim æmu. Í stúlkur a og tu ljóð skýrðu a á ís- Gyedu- ræddi á að u sam- hreyf- rs kon- a þjóð- Hreins- m fjöl- Steph- m flutti s hafa m mann tur til gagn- rýnir Viðar. Viðar dregur upp mynd af manni sem finnur sér nýtt heimili en gleymir ekki upp- runa sínum eða arfleifð þó hann tileinki sér nýja menningu. End- uróma þar orð Önu Isorenu um tilfinninguna að vera bæði Íslend- ingur og Filippseyingur. Viðar sýndi líka fram á það að Stephan var mikill fylgismaður fjölmenn- ingarsamfélaga og vildi endilega að börn lærðu fleiri en eitt tungu- mál á unga aldri. Mannréttindi og stjórnvöld Í pallborðsumræðum, sem Lára Magnúsdóttir sagnfræðingur stýrði, komu fram vissir tungu- málaörðugleikar og hefði túlkur þar komið sér vel. Væntanlega verður ráðin bót á því á næsta málþingi um málefni innflytjenda. Áleitnar spurningar um mann- réttindi og stjórnvöld komu fram í umræðunum og sagði Guðjón Atlason formaður Mannréttinda- samtaka innflytjenda að ekkert mark væri tekið á áliti þeirra í þingnefndum og færu frumvörp nær undantekningarlaus óbreytt fyrir þing. Godson U. A. Anufuro benti einnig á það að atvinnuleyfið virkaði eins og vistarband. Út- lendingar hefðu ekki leyfi til að vinna, heldur hefðu fyrirtækin leyfi til að hafa þá í vinnu. Þar með myndaðist mjög óheilbrigt samband milli vinnuveitanda og launþega, þegar vinnuveitandinn getur látið ferja launþegann úr landi án teljandi fyrirvara. God- son sagði skipan mála afskaplega niðurlægjandi fyrir innflytjendur og líkti atvinnuleyfiskortinu við hundaól. Spurningar vöknuðu um hversu langt mætti ganga í því að rækta erlenda menningu á kostnað íslenskar menning- ar. Þessu var svarað á þann hátt að meiningin væri ekki að menn ættu að fórna eigin menningu fyr- ir annarra. Hins vegar yrði að draga úr tilhneigingu Íslendinga til að telja íslenska menningu og samfélag öllum öðrum æðri. Niðurstaða málþingsins var því sú að 17. júní yrði að vera hátíð fyrir alla Íslendinga hvort sem þeir væru afkomendur víkinga eða væringja. Til þess yrði að víkka þjóðernisvitund Íslendinga. Morgunblaðið/Árni Sæberg demíunni. d í fjöl- mfélagi mál- og sson ur. Þögnin er eitt terkasta vopn nþáttafordóma GERHARD Schröder,kanslari Þýskalands,hefur nýlega kynnthugmyndir sínar um framtíð Evrópusambandsins. Strangt til tekið er um að ræða skjal, sem samið var af stjórn- málaflokki hans, SPD, en ljóst er að kanslarinn hafi blessun sína yf- ir innihaldið. Schröder leggur fram tillögu að stjórnskipun Evrópu, sem dregur dám af stjórnarskrá Þýskalands og gerir ráð fyrir að ESB verði að nokkurs konar sambandsríki. Framkvæmdastjórnin yrði að rík- isstjórn og forseti hennar yrði að forsætisráðherra, sem bæri ábyrgð gagnvart Evrópuþinginu. Þingið fengi aukin völd og ráð- herraráðið, þar sem fulltrúar rík- isstjórna aðildarlandanna koma saman, yrði gert að nokkurs konar efri deild, líkt og þýska sam- bandsráðið. Tillögurnar byggja í raun og veru á þýsku stjórnskipaninni, sem er innblásin af þeirri banda- rísku og hefur gefist vel frá árinu 1949. Tillögur Schröders hafa þyrlað upp nokkru moldviðri og víðast hvar hlotið neikvæðar viðtökur, nema í Belgíu. Og viðtökurnar hefðu sennilega orðið ennþá nei- kvæðari ef leiðtogar Evrópuríkja væru ekki sannfærðir um að til- lögurnar muni aldrei ná fram að ganga. En ástæða er til að fagna því að kanslari Þýskalands hafi lagt fram skýra hugsjón um sameinaða Evr- ópu, ólíkt svo mörgum starfssyst- kynum hans, sem skýla sér oft og einatt á bak við þversagnakenndar og óljósar yfirlýsingar. Schröder áttaði sig ennfremur á því, að nauðsynlegt væri að móta framtíðarsýn til að vekja áhuga al- mennings á Evrópusamvinnunni. Loks ber að lofa kanslarann fyr- ir að hafa haft kjark til að vekja máls á „sambandsríki“, sem hing- að til hefur verið bannorð innan ESB. Menn muna eftir því að orðalagið „í ætt við sambandsríki“ kom fyrir í drögum að Maastricht- sáttmálanum, en var tekið út að kröfu Breta og Frakka. En burtséð frá þessum kostum tel ég rétt að gera nokkrar at- hugasemdir við tillögur Schröders: 1. Ólíkt ferlinu sem leiddi til stofnunar Evrópuþingsins og evr- unnar eru tillögur Schröders lagð- ar fram án samráðs við bandalags- ríki Þýskalands. Með því að auka hlutverk Evrópuþingsins virðast þær þjóna hagsmunum Þjóðverja samkvæmt Nice-sáttmálanum, þar sem kveðið er á um að þeir haldi þingstyrk sínum á meðan helstu bandamenn þeirra (Bretar, Frakk- ar og Ítalir) fá færri fulltrúa. 2. Tillagan um að gera fram- kvæmdastjórnina að „ríkisstjórn“ Evrópu og forseta hennar að „for- sætisráðherra“ vísar til hinnar upprunalegu túlkunar á Rómar- sáttmálanum. Sú túlkun var hins vegar aflögð með tímanum, þar sem almenningur viðurkenndi ekki pólitískt umboð framkvæmda- stjórnarinnar. Leiðtogafundir ESB, þar sem þjóðhöfðingjar aðildarríkjanna koma saman, hafa meira lýðræð- islegt umboð en framkvæmda- stjórnin og það viðurkenndi Jean Monnet árið 1974, þegar við sam- þykktum að koma á reglulegum leiðtogafundum. 3. Tillagan um að gera fram- kvæmdastjórnina að ríkisstjórn Evrópu gengur í berhögg við þá ákvörðun, sem tekin var í Nice (og er í sannleika sagt fáránleg) að hvert aðildarríki skuli eiga einn fulltrúa í henni. Engin ríkisstjórn gæti starfað á þessum grundvelli. Til að fram- fylgja tillögum Schröders þyrfti að endursemja Nice-sáttmálann, jafn- vel þó að þingin í aðildarríkjunum hafi þegar tekið hann til af- greiðslu. 4. Schröder tilgreinir ekki hvort sambandsríkisáætlun hans miðist við núverandi aðildarríki ESB, stofnaðilana, meðlimi Efnahags- og myntbandalagsins eða öll ríkin sem eiga eftir að ganga til liðs við sambandið í framtíðinni. Það valdaframsal sem felst í því að koma á sambandsríki er hins veg- ar auðveldara í framkvæmd meðal tiltölulega áþekkra ríkja (til að mynda þeirra sem mynda mynt- bandalagið), en meðal frábrugð- inna ríkja sem eiga ólíka sögu og menningu. 5. Helsti gallinn við tillögur Schröders er, að þær ganga út frá því að sameiginlegur vilji sé til staðar í Evrópu fyrir því, að byggja upp sterka pólitíska heild og að eini skoðanamunurinn sé um leiðir að því markmiði. Ég tel að þessi vilji sé ekki fyrir hendi í dag: allir geta skynjað áherslumuninn milli Breta, Norðurlandaþjóðanna, Spánar og jafnvel umsækjenda á borð við Tékka. Þótt tillögur Schröders kunni að hafa skerpt á pælingum um Evr- ópumál mun umræðan ekki skila árangri nema hún sé í takt við veruleikann. Hvort sem maður er hlynntur sambandsríkjahugmyndinni eða núverandi kerfi er óhjákvæmilegt að draga línu milli valdsviðs rík- isstjórna aðildarlandanna annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar. Stjórn sambandsins verður einungis flóknari og enn ofurseld- ari skriffinsku ef slíkur greinar- munur er ekki gerður. Það er til dæmis varla hægt að andmæla þeirri hugmynd að aðildarríkjun- um verði aftur fært vald yfir svæðisbundinni aðstoð. Belgar, sem fara með formennsku í ráð- herraráðinu á síðari hluta ársins 2001, munu leggja fram tillögur um hvernig hagkvæmast og raun- sæjast sé að skilgreina þetta valdaframsal. Það er einnig ljóst að stækkun Evrópusambandsins og sam- runaþróunin eru tvö aðskilin fyr- irbæri, sem krefjast ólíkrar nálg- unar. Það er ekki hægt að snúa til baka eftir að ákvörðun var tekin um stækkun sambandsins í 27 ríki (en þau verða þá fleiri en ríkin í Norður- og Suður-Ameríku sam- anlagt og álíka mismunandi). Það væri hins vegar óraunhæft að leita eftir nánari samruna þessara ólíku eininga. Meginvandamálið er að gera þennan stóra, ólíka hóp að starf- hæfri heild, og til þess þarf virki- lega góða stjórn. Leiðtogar Evr- ópusambandsríkjanna þurfa á komandi áratug að gefa þessu máli, sem er frekar praktískt en pólitísks eðlis, algjöran forgang. Annað mikilvægt verkefni er myndun pólitísks afls í Evrópu, sem gæti virkað sem mótvægi við stórveldi Bandaríkjanna. Eins og Schröder hefur áttað sig á, er lík- legast að þetta afl hafi miðpunkt á meginlandinu, þar sem litlar líkur eru á því að Bretar vilji gangast undir sambandsríkisskipulag. Tveir vísar að slíku pólitísku afli í Evrópu hafa þegar sprottið upp: annarsvegar með stofnríkjum Evrópusambandsins, sem verða að standa vörð um einingu sín á milli, og hins vegar í ríkjunum sem mynda Efnahags- og myntbanda- lagið, en sameiginleg myntstefna frá og með 2002 mun binda þau enn sterkari böndum. Nauðsyn- legt er að hlú að þessum vísum. Leiðtogar Þýskalands sköpuðu á síðasta áratug nokkurn glund- roða með fullyrðingum sínum um, að það væri mögulegt að hleypa stækkun sambandsins í fram- kvæmd á sama tíma og unnið væri að pólitískum samruna. Þessi tál- sýn gat af sér hina óraunhæfu sáttmála, sem kenndir eru við Amsterdam og Nice, en í þeim er hvorki hægt að finna forskrift að traustri stjórnun stærra sam- bands né raunhæfar áætlanir um hvernig skapa megi nánara póli- tískt samstarf milli aðildarríkj- anna. Þessi glundroði mun ríkja þar til menn átta sig á nauðsyn þess, að fjalla um þessi aðskildu mál hvort í sínu lagi. Á meðan skapast hætta á því að almenningur gerist fráhverfur Evrópu og snúist á sveif með þeim sem vilja halda í fullveldi aðildarríkjanna. Stór-Evrópa er of ósamhverf til að mynda sambandsríki. Að sama skapi eru einstök Evrópuríki, Þýskaland þar með talið, of smá til að hafa teljandi áhrif á al- þjóðavettvangi. Þegar tekið er til- lit til þessara tveggja staðreynda virðist þetta eina lausnin: myndun evrópsks sambandsríkis sem væri hluti af stærra Evrópusambandi. Þegar allt kemur til alls er þetta sú skipan sem ríkin í Am- eríku hafa tekið upp! Schröder á þakkir skildar fyrir að hafa loksins lagt grunninn að umræðu um málið, eða öllu heldur málin tvö, sem varða mestu um framtíð álfunnar: góða stjórnun stækkandi Evrópusambands og myndun sambandsríkis þeirra landa sem vilja skapa sterkt afl í Evrópu. Evrópu skortir vilja til að fylgja tillögum Schröders AP Gerhard Schröder les Financial Times þungbrýnn á leiðtogafundi ESB í Gautaborg. Giscard d’Estaing telur hugmyndir Schröders um Evrópusamrunann að mörgu leyti óraunhæfar. Valery Giscard D’Estaing ©Global Viewpoint Eftir Valery Giscard d’Estaing Valery Giscard d’Estaing er fyrr- verandi forseti Frakklands. ’ Ástæða er til að fagna því að kanslariÞýskalands hafi lagt fram skýra hugsjón um sameinaða Evrópu, ólíkt svo mörgum starfssystkinum hans, sem skýla sér oft og einatt á bak við þversagnakenndar og óljósar yfirlýsingar. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.