Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 35 NÝLEG reynsla okkar af efnahags- stjórn byggðri á krón- unni hefur tekið af all- an vafa um að upptaka evrunnar á Íslandi er þjóðþrifamál. Í grein undirritaðs í Mbl. 17. maí sl. er reifuð löng raunasaga krónunnar og þau sterku efna- hagslegu rök sem mæla með því að Ís- lendingar losi sig við krónuna og taki upp evruna. Það er ljóst að einhliða eða tvíhliða tenging krónunnar við evruna, eða upptaka dollarsins, eru ekki heppilegir kostir vegna stofnanalegra og annarra vankanta. Umræðan um upptöku evrunnar hefur hins vegar lengi snúist um að slíkt krefjist aðildar að ESB. Í þessari grein er þeirri spurningu varpað fram hvort önnur leið en ESB-aðild sé fær til að Ís- lendingar geti tekið upp evruna. Vissulega er ESB-aðild æskileg- asta leiðin til að taka upp evruna. Þá fengjum við rödd við mótun pen- ingastefnunnar. Seðlabankinn kæm- ist sjálfkrafa í samstarf um greiðslu- og fjármálakerfið innan ramma evr- ópska bankakerfisins (European System of Central Banks). Að auki hefði Ísland aðgang að sameiginleg- um sjóðum sambandsins ef sú staða kæmi upp að vextir væru hækkaðir vegna þenslu á meginlandinu meðan við sigldum inn í krappa lægð. Þá kæmi sér vel að eiga völ á slíkri sveiflujöfnun. Skoðanakannanir sýna að meiri- hluti þjóðarinnar er fylgjandi ESB aðild og upptöku evrunnar. Því þarf að hefja sem fyrst markvissa úttekt á hugsanlegum leiðum að þessu markmiði. Það er rétt að veiga- miklir aðilar hafa lagst gegn ESB-aðild. Þeir álíta hagsmunum í sjávarútvegi betur borgið með innlendri veiðistjórn. Þar sem hlutdeild sjávarútvegs er nú komin niður fyrir 40% af heildarútflutn- ingstekjum þjóðarinn- ar, þarf að taka meira tillit til þeirra greina sem standa undir 60% af útflutningi og eiga allt sitt undir stöðugum rekstrar- grundvelli. Jafnframt telja þessir aðilar að fullveldi þjóðarinnar sé varðveitt með EES og Schengen- samningunum. Ef ekki næst fljót- lega sátt um ESB-aðild er hugs- anlega hægt að flýta upptöku evr- unnar með því að sækja um slíkt á grundvelli núverandi Evrópusam- starfs. Nægar stofnanalegar forsendur virðast vera fyrir því að sækja um upptöku evrunnar án beinnar ESB- aðildar. Sá grundvöllur, sem Íslend- ingar hafa á að byggja í þessu máli, er aðild þjóðarinnar að EES og Schengen-samningunum og það að Mónakó, sem sjálfstætt ríki, fær evruna. Sérfræðingar í alþjóðalögum líta svo á að ekki sé raunhæft að sækja um upptöku evrunnar á grundvelli EES-samningsins þótt slíkt væri í fullu samræmi við hann. Þótt EES- samningurinn sé lifandi eða þróun háður hvað varðar þau atriðið sem hann tekur til, svo lengi sem fyrir því er pólitískur vilji, er stofnana- þáttur hans ekki lengur álitinn lif- andi. Jafnvel þótt samningurinn hafi formála (preamble), sem venjulega táknar að alþjóðlegur samningur sé lifandi, er hann það ekki í raun þar eð valdið á bak við hann hefur færst frá upphaflegum viðsemjanda EFTA-ríkjanna, framkvæmdastjórn ESB, og yfir til ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Þetta hefur orðið til þess að frekari þróun á stofn- anaþætti EES-samningsins hefur lagst af. Þróun samstarfs EFTA-EES og ESB-ríkjanna hefur haldið áfram utan EES-samningsins. Íslendingar og Norðmenn hafa gert veigamikinn samning við ESB um rétt fólks inn- an EES-svæðisins til að ferðast um það án vegabréfaskoðunar. Scheng- en-samningurinn er því í fullu sam- ræmi við ákvæði EES-samningsins um frjálst flæði vinnuafls á svæðinu sem tryggir virkni hins innri mark- aðar. Schengen-samstarfið gengur jafnframt mun lengra en EES- samningurinn frá stofnanalegu sjón- arhorni, með því að veita EFTA- EES-ríkjunum rétt til að sitja reglulega fundi fastafulltrúaráðs ESB (COREPER) og taka þannig þátt í mótun samstarfsins. Á sama hátt myndi evran efla virkni hins innri markaðar hvað varðar fjórfrelsið – flæði vöru, þjón- ustu, vinnuafls og fjármagns innan EES-svæðisins. Um leið myndi samkeppnisstaða íslenskra fyrir- tækja, sem tilvist krónunnar skekk- ir mikið, lagast til muna. Upptaka evrunnar yrði í fullu samræmi við anda EES-samningsins sem leggur ríka áherslu á að samkeppnisskil- yrði séu jöfn innan svæðisins. Þann- ig væri hægt að sækja fundi ESB varðandi mótun peningastefnunnar þótt flestar ákvarðanirnar yrðu teknar áður en Íslendingar og hugs- anlega Norðmenn sætu fundina. Þar sem Mónakó hefur verið í myntbandalagi við Frakka síðan 1925 var tekið fram í Maastricht- sáttmálanum að það, Vatíkanið og San Marínó fengju evruna um leið og umlykjandi ESB-þjóðríki. Samt hefur upptaka evrunnar þar for- dæmisgildi vegna þess að eins og Ís- land er það sjálfstætt ríki utan ESB. Að auki fær Mónakó að slá evrumynt með mynd af Rainer fursta sem verður gjaldgeng um gervallt evrusvæðið. Það ætti því að vera hægt að slá evrumynt prýdda Jóni Sigurðssyni hérlendis. Vegna olíu- og fiskveiðihagsmuna sinna hafa Norðmenn tvisvar hafnað aðild að ESB. Vegna þess að Norð- menn eiga fullt eins mikið undir við- skiptum við ESB-ríkin og Íslend- ingar hafa norsk stjórnvöld borið upp erindi á efstu valdstigum um samstarf Noregs og ESB varðandi tengingu norsku krónunnar við evr- una til að öðlast þann stöðugleika sem mun fylgja evrunni. ESB hefur hins vegar ekki ljáð máls á beinni tengingu. Hugsanlega eru Norð- menn reiðubúnir að ganga til sam- starfs við okkur um upptöku evr- unnar á grundvelli tvíhliða samn- ings. Tíminn til að kanna þetta mál er núna, þegar slakt gengi krónunnar og ofurháir krónuvextir eru að kaf- færa atvinnulífið. Að auki hefur evr- an fengið byr undir báða vængi í Svíþjóð og Bretlandi. Breski Íhalds- flokkurinn gerði „björgum breska pundinu“ að meginstefnu sinni í ný- afstöðnum þingkosningum. Afhroð flokksins í kosningunum hefur styrkt umboð Verkamannaflokksins til að taka upp evruna að gefnu sam- þykki þjóðinnar. Raddir um upp- töku evrunnar hafa einnig gerst há- værar í Svíþjóð eftir nýlegt hrun sænsku krónunnar á gjaldeyris- mörkuðum. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld leiti allra leiða að fá evr- una. Þar sem ESB-aðild virðist ekki vera á dagskrá þarf að skoða þessa leið. Ef ESB-ríkin ljá máls á að hefja viðræður um þetta þarf að fara að undirbúa samningsmarkmið- in. Ef um semst er síðan hægt að leggja evrusamning í dóm þjóðar- innar. Evra án ESB-aðildar? Þorsteinn Þorgeirsson ESB Er önnur leið fær en ESB-aðild, spyr Þor- steinn Þorgeirsson, til að Íslendingar geti tekið upp evruna? Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. KJARADEILUR eru ávallt erfiður tími fyrir alla sem verða fyr- ir áhrifum þeirra. Þannig er einnig um þá deilu, sem nú ber hæst á þessum vettvangi, en hún er samt óvenjuleg fyrir margra hluta sak- ir. Annars vegar stend- ur stétt þroskaþjálfa – afar smá á landsvísu – sem hefur af fórnfýsi og mannkærleik kosið að gera að lífsstarfi sínu umönnun og þjónustu við annan hlutfallslega lítinn hóp, sem – með fullri virðingur fyrir öllum öðrum hópum sem þurfa hjálpar þjóðfélagsins með – mun aldrei krefjast neins í eigin nafni; þeir einstaklingar sem fylla þennan hóp hafa í fæstum tilvikum nauðsyn- legan þroska til að gera sér nokkra grein fyrir eigin þörfum. Þroskaþjálfar eru í þeim sporum að hafa um langt árabil látið eigið til- kall til mannsæmandi launa víkja fyrir mikilvægi starfsins, og hafa lið- ið fyrir það. Nú hafa þeir sagt: hing- að og ekki lengra, nú hlýtur að vera komið að okkur að fá þær launa- hækkanir sem duga til að við getum borið höfuðið hátt, verið stolt af starfi okkar og fundist við launuð að verðleikum. Hins vegar standa fulltrúar stjórnvalda, sem hafa fyrir hönd þjóðfélagsins tekið að sér að sjá um þessa þjónustu, skipuleggja hana og greiða. Þeir líta til reiknilíkana, óljósra heildarhagsmuna og ímynd- aðra óheillaáhrifa allra breytinga. Þeir vita líka að áhrifamáttur hóps þroskaþjálfa á landsvísu er ekki áhyggjuefni – þetta eru jú engir flugumferðarstjórar – og því finnst þeim óhætt að segja: Nei, við getum ekki teygt okkur eins langt og þroskaþjálfar fara fram á, heildar- hagsmunur verða að ráða, óheilla- áhrifin á samanburðarhópa geta valdið hruni allra launasamninga í landinu, viðmiðunar- mörk verða að halda, ekki hægt, ekki hægt ... Það er ömurlegt fyr- ir okkur aðstandendur þroskaheftra einstak- linga að verða vitni að þessari deilu. Það er nöturlegt að þurfa að horfa upp á mikilvæga festu í lífi barnanna okkar hverfa út í veður og vind, og óöryggið og óvissuna taka við. Það er sárt að sjá haft eftir formanni samn- inganefndar ríkisins í þessu samhengi að allt sé á góðu róli; það sé búið að semja við svo marga, að þeir hópar sem eftir eru – þar á meðal hlýtur hann að telja þroskaþjálfa – séu aðeins lítið brot af heildinni, og því sé í raun allt í besta lagi. Af þessum og líkum orð- um annarra í hópi viðsemjenda þroskaþjálfa má ætla, að í þeim búð- um telji menn í lagi að taka sér góð- an tíma í þessar samningaviðræður. Við aðstandendurnir – og vænt- anlega þroskaþjálfar líka – búum í annari veröld vegna barnanna okk- ar: öryggi hins dagslega lífs hefur verið rofið, við taka sveiflur í hegð- un, á geðslagi, í framkomu. Langt uppbyggingarstarf er að eyðileggj- ast í lífi fjölmargra einstaklinga. Þroskaheftir einstaklingar munu aldrei fara í kröfugöngu til að krefj- ast eins né neins. Á meðan þessi deila stendur munum við aðstand- endurnir ekki gera það heldur; við erum uppteknari við annað þessa dagana, skiljanlega. Það á ekki að þurfa að hvetja samningsaðila til að komast sem fyrst að ásættanlegri niðurstöðu; það er skylda þeirra. Bregðist þeir þeirri skyldu, eru þeir einnig að bregðast okkur, sem erum að taka afleiðingum þessarar vinnudeilu. Stjórnvöld eru ekki síst að bregðast þeirri skyldu, sem mannúðlegt þjóð- félag hlýtur að leggja þeim á herðar til að sinna þeim sem minnst mega sín. Og þroskaheftir fylla þann hóp, þótt þeir megi sín ekki mikils. Þeir fara tæpast í kröfugöngur. Og þeir mæta tæpast á kjörstað. Til stjórnvalda Eiríkur Þorláksson Þroskaþjálfar Það er nöturlegt, segir Eiríkur Þorláksson, að þurfa að horfa upp á mikilvæga festu í lífi barnanna okkar hverfa út í veður og vind. Höfundur er formaður Umsjónarfélags einhverfra. Psyllium Husk Caps FRÁ Apótekin FRÍHÖFNIN Fyrir meltinguna, hægðalosandi með GMP gæðastimpli 100% nýting/frásog H á g æ ð a fra m le ið sla Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Mílanó þann 6. júlí, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar mest spennandi borgar Evrópu á frábærum kjörum. Frá Mílanó liggja þér allar leiðir opnar um Evrópu og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela. Gildir fyrir heimflug 11. júlí. Verð kr. 15.207 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 30.414.- / 2 = 15.207. Skattar kr. 2.495, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald kr. 1.800. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Tveir fyrir einn til Mílanó 6. júlí frá kr. 15.207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.