Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN 2. maí sl. bárust til Ísa- fjarðar gleðifréttir. Fréttirnar voru þær að nemendur 10. bekkjar í grunnskólum Ísafjarðarbæjar reyndust töluvert undir „landsmeðal- tali“. Nú gætir þú, lesandi góður, haldið að ég væri að tala um eitthvað annað en ég meina, t.d. sam- ræmdu prófin sem eru nýafstaðin. Nei, svo er ekki. Reyndar myndi það varla passa því það er stíg- andi í árangri 10. bekkja grunnskól- anna í Ísafjarðarbæ, a.m.k. í Grunnskólan- um á Ísafirði. Ég ætla hins vegar ekki að fjalla um námsár- angur að þessu sinni. Nei, ágæti lesandi. Þeir sem báru fréttirnar núna voru aðilar frá Áfengis- og vímuvarnaráði, Ís- landi án eiturlyfja og fulltrúi frá fyrirtækinu Rannsóknir og grein- ing. Nú ertu væntanlega einhverju nær. Árlega framkvæmir fyrirtæk- ið Rannsóknir og greining rann- sóknir meðal unglinga á landinu. Meðal þeirra rannsókna er það umhverfi sem unglingar á Íslandi búa við ár frá ári, viðhorf þeirra og neysla t.d. á tóbaki, áfengi og fíkniefnum. Þessar kannanir hjálpa okkur að sjá hver þróun mála er o.fl. þ.h. Fréttirnar góðu voru þær að nú síðustu árin hefur áfengis-, tóbaks- og hassneysla verið að minnka verulega og ef miðað er við „lands- meðaltalið“ þá hafa nemendur 10. bekkja grunnskólanna í Ísafjarð- arbæ, þ.e.a.s. á Ísafirði, Flateyri, Suðureyri og Þing- eyri, sýnt frábæran árangur ár frá ári. Þeir sem reykja dag- lega í 10. bekk í grunnskólunum í Ísa- fjarðarbæ eru 10% meðan landsmeðaltalið er 16%. Þeir sem hafa orðið ölvaðir síðustu 30 dagana áður en könnunin var lögð fyr- ir, vorið 2000, meðal nemenda 10. bekkjar í Ísafjarðarbæ voru 20% meðan landsmeð- altalið var 32%. Þeir sem höfðu einhvern tíma prófað hass, með- al 10. bekkinga í Ísa- fjarðarbæ vorið 2000, voru 6% meðan landsmeðaltalið var 12%. Meðfylgjandi línurit sýna síðan hver þróun síðustu fjögurra ára hefur verið. Reyndar koma þessar fréttir okkur sem höfum verið að fylgjast með þróun unglingamála í Ísa- fjarðarbæ ekki mjög á óvart. Þetta er í raun og veru staðfesting á því sem við höfðum á tilfinningunni. Það er athyglisvert að skoða línu- ritin, ekki síst með hliðsjón af því að á árinu 1997 tók vímuvarnahóp- urinn Vá Vest við umboði sveit- arfélaganna þriggja á norðanverð- um Vestfjörðum, þ.e.a.s. Bolungar- víkur, Ísafjarðarbæjar og Súða- víkurhrepps, til að stýra vímuefna- forvörnum á svæðinu. Í framhaldi af því tókust samningar við for- varnadeild SÁÁ um samstarfs- verkefnið „Víðtækar forvarnir í sveitarfélögum“. Frá upphafi hef- ur Vá Vest-hópurinn stýrt mark- vissum vímuefnaforvörnum á svæðinu með aðstoð margra aðila. Þar má fyrst nefna foreldra (í gegnum foreldrafélög), kennara og skólastjóra, félagsmálayfirvöld, starfsfólk félagsmiðstöðva, heilsu- gæslustarfsmenn, lögregluna og fleiri aðila. Svo virðist sem tekist hafi að að stilla ágætlega saman strengi þeirra aðila sem næst börnum og unglingum standa, með einum eða öðrum hætti. Þannig hafa starfs- menn skólanna tekið myndarlega á forvarnamálum, t.d. með auknum aga. Sama má segja um starfs- menn félagsmiðstöðva bæjarins. Lögreglan hefur lagt meiri og meiri áherslu á eftirlit með ólög- legri útivist barna og unglinga og áfengisneyslu þeirra. Og lögð hef- ur verið æ ríkari áhersla á for- varnir af hálfu lögreglunnar. Félagsmálayfirvöld hafa eflt starf- semi sína hvað unglingamál snert- ir. Foreldrafélög hafa eflt „for- eldrarölt“ og haldið uppi nokkurs konar „jafningjaáróðri“. Heilsu- gæslustarfsmenn hafa komið að forvörnum með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu má ekki gleyma að minnast á sjálfa ung- lingana okkar, sem eru okkur sem hér búum til sóma. Til marks um almennan áhuga íbúa svæðisins og þátttöku í for- vörnum má nefna fyrirbærið Gamla Apótekið. En um er að ræða samstarfsverkefni fjögurra aðila á norðanverðum Vestfjörð- um, þ.e.a.s. Rauða kross-deild- anna, Hollvætta Menntaskólans á Ísafirði, Vá Vest-hópsins og óskil- greinds hóps foreldra og annars áhugafólks um bætta unglinga- menningu. Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar þetta fyrirbæri, Gamla Apótekið, er bent á heima- síðu þess sem er gamlaapotekid.is. Þessar niðurstöður Rannsókna og greiningar sýna, svo óyggjandi er, að við erum á réttri leið í for- vörnum. Þær sýna okkur jafn- framt að forvarnir virka, ef íbú- arnir hafa áhuga á að ná árangri og stilla saman strengi sína. Okkur er það fullljóst að ekki er ástæða til að hætta hér. Nei, við ætlum að gera enn betur. Við höfum komist upp á lag með þetta, við kunnum aðferðina sem skilar árangri. Til hamingju, íbúar í Ísafjarðarbæ. Við bjuggum í fjölskylduvænum bæ, hann er enn fjölskylduvænni í dag, þannig viljum við og ætlum að hafa hann. Að lokum vil ég sér- staklega hrósa unga fólkinu okkar. Það á fyrst og fremst heiðurinn. Þið eruð bæjarfélaginu okkar til sóma. Ísafjarðarbær er undir „landsmeðaltali“ Hlynur Snorrason Vímuvarnir Þessar niðurstöður Rannsókna og grein- ingar sýna, segir Hlynur Snorrason, að við erum á réttri leið í forvörnum. Höfundur er lögreglufulltrúi á Ísafirði, verkefnisstjóri Vá Vest- hópsins og stjórnarmaður í Gamla Apótekinu. ,334 ,33= ,333 9666 6 ,6 96 16 86 76 7(2 ' !)" ' %% (2%  (( # A B( A9%  ! !B'& # A( # &!   >           ?!   216  ?! @  216  0   0  @        @  MIKIÐ hefur verið rætt um skýrslu Landsvirkjunar um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúka- virkjunar eftir að hún kom fyrir sjónir al- mennings í byrjun maímánaðar. Mest hefur verið fjallað um gríðarleg umhverfisá- hrif, sem hljótast af fyrri áfanga virkjun- arinnar með stíflun Jöklu og flutningi á rennsli hennar yfir í Lagarfljót. Minna hef- ur verið rætt um um- hverfisáhrif síðari áfanga Kárahnjúka- virkjunar, sem felst í virkjun Jökulsár í Fljótsdal, fjögurra bergvatnsáa norðan Snæfells og sex berg- vatnsáa austan Eyjabakkasvæðis- ins. Umhverfisáhrif síðari áfang- ans eru mun minni en í þeim fyrri og orkugetuvinnslan einnig, en hún nemur alls 1.090 gígawatt- stundum eða 22,3% af heildarorku- vinnslugetu Kára- hnjúkavirkjunar. Engu að síður eru umhverfisáhrifin í síð- ari áfanganum veru- leg og ná yfir stórt svæði. Virkjun Jökulsár í Fljótsdal Síðari áfangi Kára- hnjúkavirkjunar skiptist í annan, þriðja og fjórða verk- hluta. Í öðrum verkhluta felst stíflun Jökulsár í Fljótsdal um tveimur km neðan við Eyja- bakkafoss, þar sem myndast Ufsarlón, sem verður einn ferkílómetri að stærð. Frá Ufsarlóni verður vatninu veitt um 13,5 km löng göng að aðrennsl- isgöngum frá Hálslóni. Göngin tengjast nálægt Axará á Fljóts- dalsheiði. Með þessu móti getur Hálslón miðlað rennsli beggja jök- ulánna. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hve miklu betri þessi útfærsla á virkjun Jökulsár í Fljótsdal er, heldur en áður fyr- irhuguð Fljótsdalsvirkjun með stórri stíflu við Eyjabakkafoss og 45 ferkólómetra uppistöðulóni, sem hefði sökkt Eyjabökkum, en það hefði leitt til sáralítils ávinn- ings í raforkuöflun umfram núver- andi virkjanaáform. Jökulsá í Fljótsdal er rómuð fyrir fossa sína, sem hverfa að hluta með stíflun árinnar, en þess ber þó að geta að yfirfallsrennsli verður í ánni síðsumars, þannig að foss- arnir vakna til lífsins á ný. Orku- vinnslugeta annars verkhluta er 635 gígawattstundir eða 13% af orkugetu fullbyggðrar Kára- hnjúkavirkjunar. Laugarfells- og Hafursárveitur Í þriðja verkhluta er efstu drög- um Grjótár og Hölknár veitt í Laugará og vatni úr þessum ám veitt um fallgöng í göngin í Jök- ulsá í Fljótsdal. Þessi veita er nefnd Laugarfellsveita. Öll mann- virki Laugarfellsveitu eru sögð lítil nema stíflan í Laugará sem verður um 6 metra há. Engu að síður er hér um að ræða nær samfellt svæði stíflna, skurða og veitna frá upptökum Grjótár að útfalli Laug- arárveitu, en sú vegalengd er um 12 km og myndar bogadregna línu norðan Snæfells. Undirritaður hef- ur áður bent á það í grein í Morg- unblaðinu 12. september á sl. ári „að hér sé nokkuð langt seilst eftir hverjum vatnsdropa á svæði, sem rætt er um að tilheyri Snæfells- þjóðgarði,“ enda eru þessar þrjár bergvatnsár aðeins smásprænur í samanburði við jökulfljótin tvö. Núverandi áform um Laugarfells- veitu munu þó, að sögn Sigurðar Arnalds, verkefnisstjóra umhverf- ismatsins, fela í sér minna rask á þessu svæði en lýst er í mati á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjun- ar, sem Landsvirkjun gaf út í nóv- ember 1999. Auk Laugarfellsveitu er Hafurs- árveita í þriðja verkhluta. Þar á að veita Hafursá um 2ja km langan skurð, með um 15 m vatnsbreidd og 2ja m dýpi, sem byrjar um ein- um km ofan við Hafursárfoss og endar skammt ofan við vaðið á Jökulsá neðan Eyjabakka. Hafurs- árveita raskar landslagsheild við norðurrætur Snæfells, Hafursár- foss hverfur og skurður verður áberandi í landslaginu. Orku- vinnslugeta Hafursárveitu er að- eins 0,2% af orkugetu fullbyggðrar Kárahnjúkavirkjunar eða 8 gíga- wattstundir á ári. Orkuvinnslugeta Laugarfellsveitu er 1,8% heildar- orkugetunnar eða 87 gígawatt- stundir á ári. Hraunaveita Í fjórða verkhluta, svonefndri Hraunaveitu, felst að sex þverám, Kelduá, Grjótá, Innri-Sauðá, Ytri- Sauðá, Fellsá og Sultarranaá er veitt frá Hraunasvæðinu austan Eyjabakkasvæðisins til vesturs að stíflunni í Jökulsá í Fljótsdal. Þessum sex þverám verður safnað saman í svonefnt Kelduárlón, sem myndast við stíflun Kelduár og verður átta ferkílómetrar að stærð og hverfur Folavatn inn í lónið, en það hefur gildi sem matarkista fyrir vatnafugla, þó að það sé fisk- laust. Önnur lón, sem verða austar á svæðinu verða mun minni. Frá Kelduárlóni verður vatninu veitt í göngum að Ufsarlóni í Jökulsá. Hraunasvæðið er lítið rannsakað en það liggur hátt, er snjóþungt og fremur rýrt gróðurfarslega. Kelduá er rík af fossum og flúðum, sem verða vart svipur hjá sjón eftir að vatnsmagn hennar minnkar verulega. Orkuvinnslu- geta Hraunaveitu er 360 gígawatt- stundir á ári eða 7,4% af heildar- orkugetu fullbyggðrar virkjunar. Mildandi aðgerðir Verði ráðist í fyrirhugaða Kára- hnjúkavirkjun má milda umhverf- isáhrif hennar nokkuð með því að falla frá stíflun fjögurra berg- vatnsáa norðan Snæfells. Virkjun Hafursár er einfaldlega út í hött, vegna sáralítillar orkuframleiðslu en mikillar umhverfisröskunar við rætur Snæfells. Æskilegt væri að lækka vatnshæð í Hálslóni þannig að hlífa megi stærra svæði í Kringilsárrana, þ.á.m. Töðuhrauk- unum og Töfrafossi, en það mun bundið miklum vandkvæðum vegna veitu Jökulsár í Fljótsdal út í lónið. Því er skylt að minna enn og aftur á þann mikla ávinning sem felst í tiltölulega lítilli um- hverfisröskun vegna stíflunar Jök- ulsár í Fljótsdal miðað við allar fyrri áætlanir í þeim efnum. Þegar litið er á umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar í heild er ljóst, að margir umhverfisvænni virkjanakostir fyrirfinnast í okkar stóra landi með öll sín vatnsföll og jarðhitasvæði. Einnig er ljóst að Íslendingar geta ráðist í margar skynsamlegri og áhættuminni fjár- festingar á næstu árum. Þess vegna kemur ekki til greina, að ráðast í þær stórtæku náttúrufórn- ir, sem virkjunin útheimtir. Langt seilst eftir hverjum vatnsdropa Ólafur F. Magnússon Kárahnjúkar Með virkjun lítilla berg- vatnsáa norðan Snæ- fells, segir Ólafur F. Magnússon, er langt seilst eftir hverjum vatnsdropa. Höfundur er læknir og borgar- fulltrúi í Reykjavík. Hann er stofnandi og forsvarsmaður Umhverfisvina. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.