Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 39 ✝ Sigurður Þor-valdsson fæddist í Héðinsfirði 14. júlí 1928. Hann lést 8. júní síðastliðinn á Landsspítalanum Fossvogi. Foreldrar hans voru hjónin Þorvaldur Sigurðs- son, f. 27.4. 1899 að Grundarkoti í Héð- insfirði, d. 17.6. 1981, og Ólína Ein- arsdóttir, f. 18.12. 1904, að Ámá í Héð- insfirði, d. 23.11. 1976. Fjölskyldan bjó að Vatnsenda í Héðinsfirði fram til ársins 1949 er þau fluttu eignuðust einn son, Einar Ásgrím Sigurðsson, f. 15.11. 1959, maki Stefanía G. Ámundadóttir, f. 3.1. 1962, þeirra börn Sigurður Bjarki, f. 18.7. 1985, Dagný Vala, f. 21.3. 1990, og Sylvía Rós, f. 11.12. 1996. Börn Valgerðar eru Leifur Hreggviðsson og Ragnar, Sólborg, Kjartan, Sævar, Freyja, Sigrún, Heiðrún, Þorsteinn og Sigurður Guðmundsbörn. Sigurð- ur stundaði lengst af sjómennsku á ýmsum bátum á Siglufirði og víðar en einnig á eigin trillu frá Siglufirði. Fjölskyldan flutti suð- ur 1974, hann starfaði nokkur ár hjá ÍSAL en lengst af hjá skipa- smíðastöðinni Dröfn í Hafnarfirði en þegar starfsemin hætti þar hætti Sigurður störfum 67 ára að aldri. Sigurður bjó lengst af á Álfaskeiði. Sigurður var jarðaður í kyrr- þey föstudaginn 15. júní frá Kap- ellunni í Hafnarfirði. til Siglufjarðar. Systkini Sigurðar voru: Einar Ásgrímur f. 1924, d. 1952, Hall- dóra María, f. 1925, d. 1982, Sigurður, f. 1927, d. 1927, Elín Fanney, f. 1929, Anna Lilja, f. 1931, Krist- inn Ásgrímur, f. 1933, d. 1955, Haraldur Freyr Þorvaldsson, f. 1936, d. 1999. Helga Ingibjörg, f. 1941. Sigurður hóf sam- búð með Valgerði Þorsteinsdóttur árið 1959. Þau slitu samvistir 1981. Valgerður lést árið 1989. Þau Elsku afi. Það er sárt að kveðja þig. Í okkar augum varstu miklu meira en afi okkar, þú varst okkur sem faðir og besti vinur. Mikil var gleði þín þegar ég eignaðist Her- mann Örn. Reyndist þú honum besti langafi sem hægt var að hugsa sér. Alltaf varstu tilbúinn að renna með mér í Stykkishólm þegar ég náði í hann eða fór með hann til baka. Fyrir tveimur árum komstu með okkur á Síldarævintýrið á Siglufirði. Þar skiptust á gleði og sorg þar sem við héldum upp á afmælisdag Lóu Gígju, þegar Helga systir þín kom með þær fréttir að Halli Freyr, bróðir ykkar, hefði látist sama dag. Hafði hann þá barist hetjulega við þann sjúkdóm sem að lokum yfir- bugaði þig líka. Við vitum að þú varst ekki tilbúinn að fara alveg strax. Það var svo margt sem þú átt- ir eftir að gera. Þú varst búinn að ákveða að fara einu sinni enn út í Héðinsfjörð, en akandi í það skiptið. Alltaf barstu með þér þann draum að eignast lítinn kofa einhvers stað- ar úti í sveit og varst farinn að sanka að þér ýmsu sem gæti nýst þér þar. Vonandi hefurðu fundið þann kofa í fallegri sveit núna og einhvern tíma bönkum við uppá og komum í kaffi. Þú, bróðir kær þótt báran skaki þinn bátinn hart, ei kvíðinn sért því sefur logn að boðabaki og bíður þín ef hraustur ert, hægt í logni hreyfir sig sú hin kalda undiralda ver því ætíð var um þig. (S.E.) Við vonum að þér líði betur núna og þú sért sáttur. Við þökkum þér fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman og allt sem þú gerðir fyr- ir okkur. Sofðu rótt. Sigurður og Lóa Gígja. Elskulegur tengdafaðir minn, Sigurður Þorvaldsson, er látinn eftir stutt veikindi. Andlát hans bar brátt að, hann hafði kennt þreytu og slappleika um nokkurt skeið. Sig- urður var harður af sér og vildi lítið gera úr þessum slappleika. Undir lokin varð þó ekki komist hjá því að hann yrði að leggjast inn á spítala og lést hann þar rúmlega viku seinna. Við afi Siggi, eins og ég kall- aði hann alltaf, hittumst fyrst fyrir um 22 árum er við Einar sonur hans tókum saman. Allt frá fyrstu tíð tók hann mér af ljúfmennsku en öll skaphöfn Sigurðar var þess eðlis að öllum var vel við hann. Hann var einstakt ljúfmenni, skipti aldrei skapi öll þau ár sem við þekktumst og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Síðar þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn kom í ljós að hann var mjög mikil barnagæla og vinur barnabarna sinna. Sjálf á ég honum mikið að þakka því hann hef- ur verið einstök hjálparhella okkar Einars við uppeldi barna okkar. Sig- urður hætti störfum árið 1995, þá fór hann að sinna öðrum verkefnum sem var aðstoð við okkur og fleiri ættmenni sín varðandi ýmislegt. Hann var liðtækur við bílaviðgerðir og var gott til þess að vita að afi Siggi gæti lagað flestallt er við kom bílum er Einar sonur hans vann á tímabili erlendis. Alltaf var hann boðinn og búinn ef við þurftum að skreppa frá að kvöldi til og vantaði barnagæslu. Síðar er ég fór að vinna vaktavinnu var hann reiðubúinn að hlaupa í skarðið og sækja yngsta barnið á leikskóla og sinna börn- unum þar til pabbi þeirra kom úr vinnu ef á þurfti að halda. Nafna sínum Sigurði Bjarka var hann ávallt innan handar ef Sigurður Bjarki þurfi að láta keyra sig á æf- ingar eða á golfvöllinn, hann virtist vera óþreytandi í því að hjálpa til við ýmsa snúninga varðandi barnabörn sín. Þetta var okkur ómetanlegt á þessum tíma og verður seint full- þakkað fyrir alla hans aðstoð við okkur. Því er þetta mikið áfall fyrir okkur öll að andlátið bar svo snögg- lega að, ég hefði viljað þakka afa Sigga betur fyrir alla aðstoðina, hlýjuna og elskulegheitin sem hann hefur sýnt mér og mínum alla tíð. Afi Siggi bjó lengst af við Álfaskeið- ið eftir að hann flutti suður. Þar átti hann góða nábúa sem fylgdust vel með honum og voru alltaf til í smá spjall ef svo bar undir. Þar undi hann hag sínum vel. Það er með miklum söknuði og trega að við börnin kveðjum afa Sigga, hafðu þökk fyrir allt og allt. Stefanía, Sigurður Bjarki, Dagný Vala og Sylvía Rós. Með fátæklegum orðum langar okkur til að minnast elsku afa okk- ar, Sigurðar Þorvaldssonar, sem nú er lagstur til hinstu hvílu. Þótt hann hafi greinst með ólæknandi krabbamein fyrir aðeins tæpum mánuði óraði engan fyrir að kallið kæmi svona fljótt. Við systurnar viljum þó trúa því að hans hafi beðið mikilvægt hlut- verk hinum megin sem ekki mátti bíða. Það er ólýsanlega erfitt að þurfa að kveðja og margt sem mað- ur vildi hafa sagt en um leið erum við þakklátar fyrir að hann fékk að fara áður en sjúkdómurinn náði al- gerum tökum á honum og að hann þurfti ekki að þjást lengur. Þegar við settumst saman niður og hugsuðum til afa var það fyrsta sem kom upp í huga okkar komm- óðan hans, þar sem ein skúffan var alltaf full af LUX-sápustykkjum og lyktin af svoleiðis sápu er í okkar huga lyktin hans afa. Eins minn- umst við allra spilastokkanna sem hann átti og þess hve gaman það var þegar við vorum litlar stelpur að koma til afa og fá að velja hvort við vildum fá kók eða appelsín í gleri, afi átti nefnilega alltaf til kassa af slíku handa barnabörnunum sínum. Afi var einstaklega góður og ró- legur maður og okkur fannst alltaf gott að koma til hans. Með ástar- kveðju og söknuði langar okkur til að þakka honum fyrir allt og allt og við biðjum góðan guð um að taka vel á móti honum og hjálpa honum að aðlagast á nýjum stað. Einnig send- um við öllum aðstandendum hans og vinum okkar dýpstu samúð, guð veri með ykkur öllum. Er sárasta sorg okkur mætir, og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Kolbrún Hrund og Katrín Sif Sigurgeirsdætur. Góður og gegn vinur, Sigurður Þorvaldsson, lést föstudaginn 8. júní á Landspítalanum í Fossvogi. Hann hafði kennt sér meins fyrir rúmri viku og verið lagður inn á sjúkrahús. Þar greindist hann með krabba- mein. Hann lagði ótrauður út í þá erfiðu lyfjagjöf sem þessu fylgdi en hinn þreytti líkami hans þoldi hana ekki og því fór sem fór. Sigurður var einn af þeim sem við köllum gömlu kynslóðina, menn sem byggðu þetta land, stunduðu erfiðis- vinnu til lands og sjós og létu stritið ekki á sig fá. Hann var fæddur að Vatnsenda í Héðinsfirði, einu af- skekktasta héraði landsins. Þangað var svo til eingöngu fært af sjó og þannig var öll vara dregin í bú og flutt á brott. Gengt er yfir í Héðins- fjörð um Hestskarð og Hólsskarð upp af Siglufirði svo og um Rauðu- skörð yfir til Ólafsfjarðar. Hvorug leiðin er árennileg og svo til ófær með burðarhesta, þótt nafnið á Hestskarði bendi til að þar hafi hestar farið um. Sigurður sagði mér oft frá því að yfir þessi skörð hefði hann trítlað sem unglingur og ekki þótt mikið um. Þegar ég sjálfur gekk um þessi skörð fyrir nokkrum árum sýndi ég honum myndir frá göngunni og þekkt hann hvert kennileiti sem fingur sér og gat sagt mér margt um umhverfið sem ég hafði ekki kunnað að meta á leið minni. Eitt af því skemmtilegasta sem hann gerði var að komast aftur á æskuslóðirnar og renna fyrir fisk. Þegar hann gerði þetta síðast kom hann ljómandi af ánægju úr þeirri veiðiferð. Hann talaði um að næst þegar hann færi til Héðinsfjarðar yrði það á bíl í gegnum göngin. Það átti hins vegar ekki eftir að verða. Sigurður fluttist til Siglufjarðar liðlega tvítugur ásamt fjölskyldu sinni og voru þau eitt síðasta fólkið sem bjó í Héðinsfirði. Á Siglufirði var hann lengst af til sjós sem stýri- maður á Sigurði SI 90 en einnig á mörgum öðrum togurum og bátum svo og á eigin trillu. Árið 1959 hóf hann sambúð með Valgerði Þorsteinsdóttur, ekkju Guðmundar Kjartans Guðmunds- sonar, sem drukknað hafði í Héðins- firði í ágúst 1957 er hann reri einn á trillu sinni. Valgerður var tíu barna móðir og voru mörg þeirra enn heima þegar Sigurður kom á heim- ilið og þau hófu búskap. Þau eign- uðust saman einn son, Einar Ásgrím flugvirkja, búsettan í Hafnarfirði. Þau Sigurður og Valgerður hófu búskap sinn í húsi við Norðurgötu á Siglufirði, steinsnar frá Síldarverk- smiðju ríkisins. Það hús er nú horfið eins og fleiri hús á eyrinni í ná- grenni verksmiðjunnar. Þau fluttust síðan að Hverfisgötu 21 þar í bæ og bjuggu þar til ársins 1974, er þau fluttu til Hafnarfjarðar og settust að á Austurgötu 27b. Því miður átti það ekki fyrir þeim að liggja að eyða æv- inni saman. Þau slitu samvistum og Valgerður lést árið 1989. Sigurður flutti upp á Álfaskeið 100 og bjó þar í íbúð sinni allt til dauðadags. Hann vann lengst af hjá Skipasmíðastöð- inni Dröfn í Hafnarfirði í slippnum niður við Strandgötuna en hætti störfum þar árið 1995 þegar fyr- irtækið var selt. Síðustu æviárin tók Sigurður því rólega, enda var ævistritið farið að segja til sín. Aðalverkefni hans var umhyggja fyrir Einar syni sínum, Stefaníu eiginkonu hans og börnum þeirra þremur, Bjarka, Dagný Völu og Sylvíu Rós. Hann gætti þeirra dætranna einatt og af mikilli natni. Þá sýndi hann okkur Heiðrúnu og börnum hennar, Sigurði og Lóu Gígju, eindæma væntumþykju og umhyggju. Ástvinir hans hafa misst góðan dreng og vin. En nú er Sigurðu leystur undan sjúkdómum þessa lífs og horfinn til betri heima. Þar líður honum áreið- anlega betur og líklega horfir hann til baka niður á þessa jörð og fylgist með ættingjum sínum og ástvinum. Með þessum orðum votta ég Einari mági mínum og fjölskyldu hans inni- lega hluttekningu. Björn Matthíasson. SIGURÐUR ÞORVALDSSON ✝ Gunnar ÖrnGunnarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 23. apríl 1932. Hann lést á Ísafirði 20. maí sl. Foreldrar hans voru Jóhann Gunnar Ólafsson og Ragna Haraldsdóttir. Bræður hans voru Ólafur, f. 22.3. 1930, maki Ágústa Guð- mundsdóttir, f. 3.9. 1938, Hilmar, f. 5.3. 1935, maki Guðrún Þóra Jónsdóttir, f. 25.5. 1941, Reynir, f. 14.2. 1938, d. 9.6. 1944, Kristinn Reynir, f. 8.6. Gnýr, f. 6.12. 1985, og Ásta, f. 18.4. 1987. 2) Arinbjörn, f. 28.8. 1965, 3) Auróra, f. 7.4. 1968. Gunnar Örn lærði rennismíði hjá Vélsmiðjunni Þór á Ísafirði. Vann síðan við iðn sína á Ísafirði og hélt til náms í tæknifræði í Hamborg í Þýskalandi í janúar 1958. Að prófi loknu vann hann í skipasmíðstöð í Hamborg og kom heim 1963 og vann hjá skipa- smíðastöð Marsellíusar Bern- harðssonar í nokkur ár. Hann vann hjá Íslenska álfélaginu 1971–73 og svo sem framkvæmda- stjóri hjá skipasmíðastöð Mars- ellíusar Bernharðssonar 1973–83. Gunnar flutti til Reykjavíkur 1983 og vann við ráðgjafarstörf í sínu fagi ásamt verslunarrekstri með eiginkonu sinni, Ástu. Frá 1998 hefur hann búið í Grindavík og vann um tíma hjá Íslandslaxi. Útförin hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. 1944, maki Ólöf Bald- vinsdóttir, f. 15.4. 1944. Gunnar Örn kvæntist Ástu Guð- brandsdóttur, f. 17.2. 1931. Foreldrar henn- ar voru Guðbrandur Kristinsson og Anna Halldórsdóttir. Gunn- ar og Ásta bjuggu flest sín hjúskaparár á Ísafirði og eignuð- ust þrjú börn: 1) Anna Ragna, f. 26.10. 1952, kennari á Ísafirði, maki Rögnvaldur Þór Óskarsson, f. 12.10. 1952. Þau skildu. Börn þeirra eru Gunnar Örn, f. 23.11. 1983, Óttar Gunnar Örn, mágur minn, er lát- inn, langt um aldur fram. Ég ætla ekki að rekja æviferil hans, það gera aðrir. Ég þakka honum og Ástu, konu hans, fyrir ótal samverustundir sem eru mér mjög kærar. Ég vann um tíma hjá þeim hjónum í söluturninum Læk sem þau ráku af miklum mynd- arskap og unnu sleitulaust til að fyrirtækið gæti gengið. Á þeim tíma veiktist maðurinn minn og var vart hugað líf. Ásta og Gunnar voru mér sannir vinir og veittu mér þvílíkan stuðning að ég gleymi því aldrei. Alltaf var jafn gaman þegar Ásta og Gunnar komu í heimsókn. Hann hafði sínar skoðanir á öll- um hlutum og þær lét þær í ljós með leiftrandi augum. Þegar minnst er Gunnars Arnar er Ásta ávallt nálæg, svo samrýnd og óað- skiljanleg voru þau alla tíð. Ég á eftir að sakna hans mikið og votta Ástu, börnunum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Ágústa. Þakkir fyrir góðan bróður, sam- ferðamann gegnum lífið og besta vin síðastliðin 68 ár. Tveggja ára aldursmunur varð smám saman engin hindrun. Við vorum ætíð jafningjar, fæddir í Vestmannaeyj- um í nágrenni við gömlu pallana og fjöruna, leiksvæði æskunnar á þeim tíma. Vegna atvinnu föður okkar var fjölskyldan á hálfgerðu flakki milli landshluta. Vestmannaeyjar – Hafnarfjörður – Ísafjörður. Leiðir skildi þegar kom að framhalds- skóla, þó aðeins um tíma. Gunnar Örn var athafnasamur og félags- lyndur. Hann lék fótbolta með Herði á Ísafirði og seinna með skipsfélögum á Gullfossi þar sem hann hleypti heimdraganum og var háseti á Gullfossi í aðaláætlunar- ferðum, Reykjavík – Kaupmanna- höfn og svo Bordeaux – Casa- blanca. Eftir það ævintýri hélt hann heim til Ísafjarðar og hóf nám í rennismíði hjá Vélsmiðjunni Þór. Árið 1951 kvæntist hann, Ástu, æskuvinkonu sinni og bekkjarsyst- ur, dóttirin Anna Ragna fæðist 26.10. 1952. Þau fara svo til Ham- borgar í janúar 1958 með fjölskyld- una, þar sem Gunnar fór í tækni- nám. Var það mikill kjarkur að fara þessa leið þar, sem hann kunni ekki þýsku, en hann var fljótur að ná tökum á málinu og lauk tæknifræði- prófi 1962. Vann hann svo í skipa- smíðastöð í Hamborg þar til hann fer heim til Ísafjarðar og hefur vinnu hjá Skipasmíðastöð Marsell- íusar Bernharðssonar 1968. 1971– 73 búa þau í Reykjavík og Gunnar Örn vinnur hjá Íslenska álfélaginu. Aftur flytur fjölskyldan til Ísafjarð- ar og Gunnar Örn verður fram- kvæmdastjóri hjá Marsellíusi og vinnur þar næstu tíu árin við skipa- smíðar. Á þessum árum sat hann í bæjarstjórn Ísafjarðar eitt kjör- tímabil. Allt sem hann tók sér fyrir hend- ur var gert af miklum áhuga og dugnaði. Áhugamálin voru mörg og spönnuðu allt lífsmunstur íslensku þjóðarinnar. Aftur er flutt suður og voru ráðgjafarstörfin ásamt versl- unarrekstri aðalverkefnin. Síðustu árin bjuggu þau Gunnar Örn og Ásta í Grindavík. Í mér og fjölskyldu minni er mik- ill söknuður við fráfall Gunnars Arnar. Við bræðurnir vorum mjög samrýndir, hittumst oft. Munum við ætíð minnast góðs drengs og fær- um Ástu og börnum og barnabörn- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ólafur. GUNNAR ÖRN GUNNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.