Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 44
HESTAR 44 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI NÚ FER að verða raunhæft að ráða í möguleikarúnir íslenska landsliðsins þegar fjórir knapar hafa tryggt sér sæti í liðinu. Sigurður Sæmundsson mun nú skríða undir feld og dvelja þar til loka júlímánaðar en þá verður íslenska liðið tilkynnt endanlega ásamt varaknöpum og hestum. Fram að þessum tíma hefur einvaldurinn fulla heimild til að setja menn og hesta út úr liðinu og velja aðra í þeirra stað telji hann þá ekki besta kostinn. Gildir þetta einnig um þá sem hafa unnið sér sæti í nýafstaðinni úrtöku. En þeir sem nú hafa tryggt sér sæti eru Sveinn Ragnarsson með Brynjar frá Árgerði sem koma inn sem stigahæsta parið. Er þar um að ræða samanlagðan árangur í slak- taumatölti, fimmgangi og 250 metra skeiði. Atli Guðmundsson kemur inn með Breka frá Hjalla, athyglisverðan fjór- gangshest, en þeir urðu stigahæstir í þeirri grein í úrtökunni. Þá er það Vignir Jónasson og Klakkur frá Bú- landi en þeir voru stigahæstir í fimm- gangi og að síðustu Hafliði Halldórs- son sem kemur inn í liðið með hinn margrómaða Valíant frá Heggsstöð- um en þeir báru höfuð og herðar yfir keppinauta sína í töltinu. Þótt ein- kunnir á úrtökunni skipti engu máli um frammistöðu á sjálfu heimsmeist- aramótinu gefa þær óneitanlega vís- bendingu um hvers má vænta og eins hefur það þótt gott veganesti að hafa háar tölur í farteskinu þegar í loka- átökin kemur. Hafliði og Valíant eru með hæstu einkunn þessara fjögurra liðsmanna, 7,93 samanlagt úr þeim tveimur umferðum úrtökunnar sem er að sjálfsögðu feiknagóður árang- ur. Þeir félagar eiga að baki glæsi- legan feril í töltkeppnum og gæðinga- keppni þótt vissulega hafi ekki alltaf verið jólin hjá þeim. Óhikað má spá þeim sæti í A-úrslitum og ef allt verð- ur í toppstandi hjá þeim félögum verða þeir án efa í sigurbaráttunni. Sigurkandídatar í fimmgangi En það voru Vignir Jónasson og Klakkur sem fyrstir tryggðu sér sæti í liðinu. Hér er enn einum áfanganum náð hjá Vigni og Klakki eftir líklega þriggja ára aðdraganda. Vignir hefur unnið mjög gott verk með þennan klár sem oft hefur verið honum erf- iður en líka góður þegar allt hefur gengið upp. Allt síðasta ár hafði hann mjög góð tök á klárnum sem og nú í úrtökunni og því hægt að titla þá sig- urkandídata í fimmgangi. Sveinn Ragnarsson hefur eins og Vignir unnið langan tíma með sinn klár, Brynjar frá Árgerði, og lands- liðsæti vafalaust verið þar gulrótin. Þótt Brynjar sé ekki nein glans- eða glæsitýpa er hér á ferðinni geysi öfl- ugur fjölþrautarklár, afar sterkur í fimmgangi og slaktaumatölti og hef- ur stöðugt verið að bæta sig í skeið- inu sem er mikilvægur hlekkur í að ná HM titli í samanlögðu. Skyldi eng- inn láta sér bregða þótt þeir félagar færu undir 22 sekúndum á heims- meistaramótinu og þá væri nú fróð- legt að sjá þann keppninaut sem gæti skákað þeim í keppninni um titilinn í samanlögðu. Atli Guðmundsson hefur verið ið- inn við að koma sér í íslenska lands- liðið síðastliðin tólf ár. Á þessum tíma hefur hann ekki verið með í liðinu á tveimur mótum. Nú kemur hann inn í fyrsta skipti með fjórgangshest, Breka frá Hjalla, sem er aðeins sjö vetra gamall og vilja margir meina að hans tími hefði átt að koma eftir tvö ár því þarna er á ferðinni spennandi fjórgangshestur. En eins og Atli sagði þegar úrslitin voru ljós, að hann hlyti að grípa gæsina meðan hún gæf- ist en hann hefði langt í frá grátið það þótt þeir hefðu ekki komist í liðið nú. Þótt Breki sé nú þegar orðinn mjög góður eru enn tveir mánuðir til stefnu og gera má ráð fyrir því að Atli geri nú eitthvað fleira við hestinn en að kemba honum þangað til. Verður spennandi að sjá hversu langt Atli kemst með Breka ytra en á þessu stigi málsins er yfrið að spá honum B- úrslitum en þeir hafa þó allt að vinna. Væri vissulega gaman að sjá þá félaga á Íslandsmótinu sem haldið verður á Varmárbökkum seinni part- inn í júlí. En landsliðsvalsspennan er langt í frá úti. Enn eru þrjú sæti laus og gera má ráð fyrir að Sigurður Sæ- mundsson verði vinmargur næstu sex vikurnar eða svo. Og vísast verða sjálfskipaðir ráðgjafar tilbúnir að veita honum aðstoð sína í því erfiða hlutverki sem hann verður í þennan tíma. Bóndinn í Holtsmúla hefur ver- ið naskur að veðja á réttu pörin fyrir síðustu tvö mót. Mönnum er vafalítið í fersku minni þegar hann valdi Styrmi Árnason og Boða frá Gerðum ’97 við misjafnar undirtektir svo ekki sé nú sterkara að orði kveðið. Nú er Styrmir aftur komin sterklega inn í myndina en ekki þó með Boða heldur hinn fræga Farsæl frá Arnarhóli. Þeir hafa verið gera góða hluti í Þýskalandi og virðist mikil sveifla á þeim. Farsæll var hér á landi ósigr- andi í fjórgangi og á síðasta ári sigr- aði Hinrik Bragson á honum bæði í tölti og fjórgangi á Norðurlanda- mótinu í Seljord. Þá var val Sigurðar á Jóhanni R. Skúlasyni og Feng frá Íbishóli ekki heldur hafið yfir gagnrýni fyrir tveimur árum og allir vita hvernig sá leikur endaði. Nú er Jóhann á mikilli siglingu með nýjan hest sem heitir Snarpur og er sá frá Kjartansstöðum og er talið að þeir muni banka hraust- Landslið Íslands í hestaíþróttum í burðarliðnum Stefnan sett á ekki færri en fimm gull Fimm gullverðlaun skulu það vera og helst fleiri, sagði formaður Landssambands hestamannafélaga, Jón Albert Sigurbjörns- son, að lokinni úrtökunni. Fjórir knapar tryggðu sér sæti en einvaldurinn, Sigurður Sæmundsson, velur hina þrjá. Valdimar Kristinsson veltir fyrir sér hverjir eigi möguleika á þeim sætum sem eftir eru. Morgunblaðið/Valdimar Ungmenni 1. Guðni S. Sigurðsson á Oliver, 7 v. rauðum frá Austurkoti, 8,51/8,55. 2. Halldór K. Halldórsson á Hamri, 16 v. rauðum frá Ólafsvík, 8,38/8,46. 3. Guðmundur Ó. Unnarsson á Braga, 8 v. rauðum frá Þúfu, 8,34/8,35. 4. Sóley Margeirsdóttir á Svarti, 16 v. svört- um frá Sólheimatungu, 8,37/8,31. Unghross í tamningu 1. Drift, 5 v. rauðtvístjörnótt frá Síðu, eig. og knapi Jón V. Viðarsson. 2. Rut, 5 v. bleikálótt frá Litlu Sandvík, eig.: Vilberg Skúlason, knapi Gunnhildur Vil- bergsdóttir. 3. Mjölnir, 5 v. bleikálóttur frá Hofi eig. og knapi Snorri Ólason. 4. Gleði, 5 v. rauð frá Brú, eig. og knapi Gunnar Eyjólfsson. Tölt 1. Sigurður V. Ragnarsson á Fróða, 10 v. brúnstjörnóttum frá Miðsitju, 6,83/6,9. 2. Þóra Brynjarsdóttir á Kópi, 7 v. frá Kíl- hrauni, 6.66/ 6,78. 3. Snorri Valsson á Sýn, 10 v. rauðri frá Ak- urgerði, 6,40/6,50. 4. Jón B. Olsen á Hljómi, 11 v. jörpum frá Kálfholti, 6,49/6,49. 5. Högni Sturluson á Lokki 8 v. brúnskjótt- um frá Enni, 6,17/6,35. B-flokkur 1. Númi, 9 v. brúnn, frá Miðsitju, eig.: Sig- urður V. Ragnarsson, knapi Sigurður Sig- urðarson. 8,71/8,78. 2. Krummi, 13 v. brúnn, frá Geldingalæk eig. og knapi Jón B. Olsen 8,67/8,70. Hestaþing Mána haldið á Mánagrund Pollar 1. Ólöf R. Guðmundsdóttir á Vin, 13 v. jörp- um, frá Hoffelli. 2. Jóhanna M. Snorradóttir á Kráki, 17 v. frá Skarði. 3. Una M. Unnarsdóttir á Perlu, 10 v. jarpri. 4. Guðbjörg M. Gunnarsdóttir á Védísi, 8 v. jarpri úr Skagafirði. 5. Rúnar Þ. Sigurðarson á Hrafni, 11 v. brún- um frá Reynifelli. Börn 1. Camilla P. Sigurðadóttir á Gormi, 7 v. frá Miðfelli, 8.37/8,73. 2. Ásmundur E. Snorrason á Glóð, 12 v. frá Keflavík, 8,34/8,51. 3. Kristján Falur Hlynsson á Fjalari, 9 v. frá Feti, 7,99/8,39. 4. Margrét L. Margeirsdóttir á Hyl, 7 v. brúnum frá Sandgerði, 8,22/8,22. Gestur. Hreiðar Hauksson á Fróða, 10 v. rauðtvístörnóttum frá Hnjúki, 8,39/8,56. Unglingar 1. Hermann R. Unnarsson á Mósa, 10 v. mós- óttum frá Múlakoti, 8,61/8,73. 2. Róbert Þ. Guðnason á Viðju, 9 v. jarp- skjóttri frá Brekkukoti, 8,68/8,55. 3. Auður S. Ólafsdóttir á Sóllilju, 10 v. rauð frá Feti, 8,60/8,48. 4. Rut Skúladóttir á Klerki, 9 v. brúnskjótt- um frá Laufási, 8,58/8,46. 5. Heiða R. Guðmundsdóttir á Skeggi, 8 v. brúnum frá Búlandi, 8,61/8,42. 3. Hljómur, 11 v. jarpur, frá Kálfholti eig. og knapi í fork. Jón B. Olsen, knapi í úrslitum Marta Jónsdóttir, 8,57/8,50. 4. Kópur, 7 v. brúnn, frá Kílhrauni, eig Guð- björg Þorvaldsdóttir, knapi Vignir Jónasson, í úrslitum Þóra Brynjarsdóttir, 8,59/8,48. 5. Kjarni, 11 v. rauður, frá Flögu, eig. og knapi í fork. Jón B. Olsen, í úrslitum Sig- urður Kolbeinsson, 8,53/8,38. A-flokkur 1. Skafl, 11 v. brúnn, frá Norðurhvammi, eig.: Sigurður V. Ragnarsson, knapi Sigurður Sigurðarsson, 8,50/8,63. 2. Fölvi, 7 v. fölbleikur, frá Hafsteinsstöðum, eig.: Sigurður V. Ragnarsson, knapi Sigurð- ur Kolbeinsson, 8,45/8,58. 3. Hekla, 7 v. brúnn, frá Vatni, eig.: Helena Guðjónsdóttir, knapi Sigurður Kolbeinsson, í úrslitum Þóra Brynjarsdóttir, 8.33/8,43. 4. Gyllir, 5 v. jarpur frá Keflavík, eig.: Sig- urður Kolbeinsson, knapi Sigurður Sigurð- arson, í úrslitum Guðni S. Sigurðarson 8,38/ 8,39. 5. Skúmur, 9 v. brúnn, frá Hnjúkahlíð, eig. og knapi Jón B. Olsen, 8,29/8,30. 150 m skeið 1. Stígandi, 9 v. rauðtvístjörnóttur, frá Síðu, knapi Guðmundur Hinriksson, 16,72 sek. 2. Erpur, 7 v. jarpur frá Prestbakka, knapi Sigurður Sigurðarson, 18,13 sek. 3. Bassi, 7 v. brúnn, frá Kjarnholtum, knapi Gunnar Eyjólfsson, 18,89 sek. 250 m skeið 1. Fölvi, 7 v. fölbleikur, frá Hafsteinsstöðum, knapi Sigurður Sigurðarson, 22,96 sek. 2. Lukka, 9 v. leirljós, frá Kjarnholtum, knapi Gunnar Eyjólfsson, 30,66 sek. 250 m stökk 1. Rut, 5 v. bleik, frá Litlu-Sandvík, knapi Gunnhildur Vilbergsdóttir, 20,58 sek. 2. Hekla, brúnn, frá Oddsstöðum, knapi Þóra Brynjarsdóttir, 22,11 sek. 300 m brokk 1. Erpur, 7 v. jarpur, frá Prestbakka, knapi Eygló Einarsdóttir, 54,21 sek. 300 m stökk 1. Tító, 16 v. jarpur, frá Steinum, knapi Guð- mundur Ó. Unnarsson, 24,07 sek. 2. Kveikur, 17 v. jarpur, frá Ártúnum, knapi Hermann R. Unnarsson, 24,13 sek. 3. Sirkill, 8 v. brúnn, frá Skálakoti, knapi Ró- bert Þ. Guðnason, 24,76 sek. Glæsilegasta par mótsins. Hermann Ragnar Unnarson og Mósi 10 v. frá Múlakoti. Héraðssýning kynbóta- hrossa á Sauðárkróki Stóðhestar – 6 vetra og eldri 1. Skuggi frá Garði, eig.: Bergur Gunnarsson, Rósa María Vésteins- dóttir, Leif Arne Ellingseter. F. Hrafn frá Holtsmúla, m. Gletta frá Garði, sköpulag: 8,0 – 8,0 – 8,0 – 7,5 – 8,0 – 7,0 – 9,0 – 7,0 = 7,94, hæfileikar: 9,0 – 9,0 – 5,0 – 8,0 – 8,5 – 9,0 – 7,5 = 8,18, aðale.: 8,09, hægt tölt: 8,5, sýn- andi: Bjarni Jónasson. 2. Dagur frá Strandarhöfða, eig.: Albert Jónsson, Baldur Þórarinsson. F. Baldur frá Bakka, m. Sóley frá Tumabrekku, s.: 7,5 – 8,0 – 8,5 –7,5 – 7,0 – 7,5 – 8,0 – 7,5 = 7,70, h.: 8,0– 8,0 – 7,5 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 7,0 = 7,94, að- ale.: 7,84, hægt tölt: 7,5, sýnandi: Stefán Friðgeirsson. Stóðhestar – 5 vetra 1. Spölur frá Hafsteinsstöðum, eig.: Hildur Claessen og Skapti Steinbjörnsson. F. Hugi frá Haf- steinsstöðum, m. Elding frá Haf- steinsstöðum, s.: 7,0 – 7,0– 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 9,0 = 7,79,h.: 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 8,0 – 7,0 = 8,30, að- ale.: 8,09, hægt tölt: 7,5, sýnandi: Skapti Steinbjörnsson 2. Vinur frá Úlfsstöðum, eig.: Helgi Friðriksson, f. Logi frá Skarði, m. Von frá Sólheimatungu, s.: 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 7,5 – 8,5 –8,0 = 8,20, h.: 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0– 8,0 – 7,0 = 8,01, aðale.: 8,09, hægttölt: 7,0, sýnandi: Bjarni Jónasson. 3. Hrafn frá Brimilsvöllum, eig.: Tryggvi Gunnarsson, f. Starri frá- Hvítanesi, m. Iða frá Brimilsvöllum, s.: 7,5 – 7,5 – 8,5 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 = 8,10, h.: 8,0 – 9,0 – 6,5 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 7,86, aðale.: 7,96, hægt tölt: 6,0, sýnandi: Gísli Gíslason. Stóðhestar – 4 vetra 1. Marvin frá Hafsteinsstöðum, eig.: Baldvin Ari Guðlaugsson. F. Galsi frá Sauðárkróki, m. Sýn frá Hafsteinsstöðum, s.: 7,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 7,5 – 7,0 – 8,5 – 9,5 = 7,91, h.: 7,5 – 8,5 – 9,0 – 8,5 – 9,0– 8,0 – 8,0 = 8,33, aðale.: 8,16, hægt tölt: 7,5, sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson. 2. Skyggnir frá Stóru-Ökrum, eig.: Páll Dagbjartsson, f. Galsi frá Sauðárkróki, m. Dögun frá Varma- hlíð, s.: 7,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 7,5 – 7,5 – 8,0 – 6,5 = 7,83, h.: 8,0 – 7,0 – 8,5 – 8,0– 8,5 – 8,0 – 7,0 = 8,03 aðale.: 7,95, hægt tölt: 5,0, sýnandi: Páll B. Páls- son. 3. Sleipnir frá Efri-Rauðalæk, eig.: Guðlaugur Arason og Snjólaug Baldvinsdóttir, f. Galsi frá Sauðár- króki, m. Hreyfing frá Húsey, s.: 7,5– 8,0 – 8,0 – 8,0 – 7,0 – 7,5 – 8,5 – 7,5 = 7,83, h.: 7,5 – 8,0 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 7,80, aðale.: 7,81, hægt tölt: 7,0, sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugs- son. Hryssur – 7 vetra og eldri Sif frá Flugumýri II, eig.: Eyrún Anna Sigurðardóttir, f. Kormákur frá Flugumýri, m. Sandra frá Flugu- mýri, s.: 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 7,0 – 8,5 = 8,05, h.: 8,5 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 9,0 – 9,0 – 7,0 = 8,63, aðale.: 8,40, hægt tölt: 8,0, sýnandi: Páll B. Pálsson 2. Góa frá Hjarðarhaga, eig.: Steinar Gunnarsson, f. Þorri frá Þúfu, m. Melódía frá Hjarðarhaga, s.: 8,5 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 8,04, h.: 8,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 9,0 – 8,5 – 7,5 = 8,48, aðale.: 8,30, hægt tölt: 8,5, sýnandi: Bjarni Jónasson. 3. Hreyfing frá Flugumýri, eig.: Sigurður Ingimarsson, f. Kormákur frá Flugumýri, m. Harpa fráFlugu- mýri, s.: 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0– 7,5 – 8,5 – 7,5 = 7,98, h.: 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 7,0 = 8,43, aðale.: 8,25, hægt tölt: 8,0, sýnandi: Páll B. Pálsson. Hryssur – 6 vetra 1. Þota frá Hólum, eig.: Hólaskóli, f. Kolfinnur frá Kjarnholtum I, m. Þrá frá Hólum, s.: 7,0 – 7,5 – 7,0 – 7,0 – 8,0 – 7,5 – 9,0 – 6,0 = 7,58, h.: 8,5 –8,5 – 8,0 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 8,5 = 8,41, aðale.: 8,08, hægt tölt: 8,0, sýnandi: Anton Páll Níelsson. 2. Lydía frá Vatnsleysu, eig.: Björn, f. Jónsson, m. Lissy frá Vatns- leysu, s.: 7,0 – 7,5 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 7,0 – 9,0 – 8,0 = 7,84, h.: 8,5 – 8,5– 6,5 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 7,5 = 8,14, aðale.: 8,02, hægt tölt: 8,5, sýnandi: Björn Friðrik Jónsson. Úrslit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.