Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 45
lega á landsliðsdyrnar. Sagði Sigurð- ur þá vera komna í 7,93 í töltkeppni í vor sem er sama og samanlögð ein- kunn Hafliða og Valíants. Skeiðsætið laust Enginn tryggði sér skeiðsætið í úr- tökunni en Guðmundur Einarsson náði bestum tíma 22,6 sekúndum á Hersi frá Hvítárholti en þar sem hann hafði ekki náð tilskyldum lág- mörkum fyrir úrtökuna nær hann ekki að tryggja sér sæti með þessum árangri. Engum dylst að Hersir er alveg víðáttuvakur hestur en Guðmundur á greinilega við einhver tæknilega vandamál að stríða sem þyrfti að leysa svo hann geti rekið smiðshögg- ið á langþráð landsliðssæti. Það vant- ar skeiðhest í liðið og vísast eru þeir félagar ofarlega á blaði hjá einvald- inum ef ekki efstir þessa stundina. Svona fljótt á litið virðist málið nokkuð einfalt fyrir Sigurð hann vantar einn fljótan skeiðhest, einn fjórgangshest og svo fimmgangshest. Það er hinsvegar ekki einfalt að velja þá hvern fyrir sig. Gera má ráð fyrir að þeir sem telja sig eiga einhverja möguleika hjá Sigurði muni mæta tvíelfdir til leiks á þeim mótum sem framundan eru, bæði hérlendis sem erlendis og víst er að talsvert fleiri eiga möguleika en þeir sem hér að of- an voru nefndir. Enginn hyggst verja titilinn Nokkuð víst þykir að enginn af nú- verandi heimsmeisturum muni mæta með klárana frá síðasta móti og verja titlana eins og þeir eiga rétt á. Olil Amble gaf það alfarið frá sér í vetur og mætti ekki einu sinni til leiks í úrtökuna. Sigurbjörn Bárðarson sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi ekki mæta með Gordon frá Stór-Ásgeirsá og Auðunn Krist- jánsson seldi Baldur frá Bakka til Ameríku og þar með möguleikann á að mæta með hann að nýju. En það er nú ljóst að í hönd fara spennuþrungnar vikur í hesta- mennskunni. 3. Menja frá Miðsitju, eig.: Jóhann Þorsteinsson og Sólveig Stefánsdótt- ir, f. Páfi frá Kirkjubæ, m. Iðjafrá Miðsitju, s.: 7,5 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 9,0 – 7,5 – 9,0 – 8,0 = 8,10, h.: 7,5 – 8,5 – 8,0 – 7,5 – 8,0 – 7,5 – 9,0 = 7,84, aðale.: 7,95, hægt tölt: 7,5, sýnandi: Guðmar Þór Pétursson. Hryssur – 5 vetra 1. Sól frá Efri-Rauðalæk, eig.: Guðlaugur Arason og Snjólaug Bald- vinsdóttir, f. Galsi frá Sauðárkróki, m. Saga frá Þverá, s.: 8,0 – 8,5 – 8,5 – 7,5 – 7,0 – 8,0 – 8,0 – 8,0 = 7,92, h.: 8,5 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 8,5– 8,0 – 8,0 = 8,22, aðale.: 8,10, hægt tölt: 7,5, sýnandi: Baldvin Ari Guðlaugsson. 2. Dimma frá Efri-Rauðalæk, eig.: Jón Björnsson, f. Galsi frá Sauðár- króki, m. Nótt frá Þverá, s.: 7,5 – 8,5 – 8,5 – 7,5 – 7,0 – 7,5 – 8,0 – 7,5 = 7,83, h.: 8,5 – 8,5 – 5,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 7,5 = 8,03, aðale.: 7,95, hægt tölt: 8,0, sýnandi: Birgir Árnason. 3. Hrafntinna frá Sauðárkróki, eig.: Sveinn Guðmundsson jr, f. Hilmir frá Sauðárkróki, m. Sunna frá Sauðárkróki, s.: 8,0 – 8,0 – 7,0 – 8,0 – 8,0 – 9,0 – 8,5 – 7,5 = 8,06, h.: 8,0 – 7,0 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 7,0 = 7,78, að- ale.: 7,89, hægt tölt: 8,0. Hryssur – 4 vetra 1. Æra frá Grafarkoti, eig.: Indr- iði Karlsson og Herdís Einarsdóttir, f. Safír frá Viðvík, m. Ótta frá Graf- arkoti, s.: 7,5 – 8,0 – 7,0 – 8,0 – 7,5 – 9,0 – 8,0 – 7,0 = 7,85, h.: 8,0 – 6,5 – 7,5 – 7,5 – 8,0 – 8,0 – 7,0 = 7,68, aðale.: 7,75, hægt tölt: 7,5, sýnandi: Herdís Einarsdóttir. 2. Snilld frá Höfðabakka, eig.: Sverrir Sigurðsson, f. Kjarkur frá- Egilsstaðabæ, m. Ósk frá Hafnar- firði.: 8,0 – 8,0 – 7,5 – 7,5 – 7,0 – 7,5 – 7,5 – 7,5 = 7,59, h.: 7,0 – 7,0 – 8,5 – 7,5 – 7,5 – 7,5 – 7,0 = 7,45, aðale.: 7,51, hægt tölt: 7,0, sýnandi: Sverrir Sig- urðsson. 3. Fengsæl frá Tunguhálsi I, eig.: Hjálmar Guðjónsson, m. Stjörnunótt frá Tunguhálsi II, s.: 8,0 – 8,0 – 8,5 – 7,5 – 7,0 – 8,0 – 7,5 – 7,0 = 7,68, h.: 8,0 – 5,5 – 5,5 – 8,0 – 8,0 – 8,0 – 6,5 = 7,28, aðale.: 7,44, hægt tölt: 8,0, sýnandi: Magnús Bragi Magnússon FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 45  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun   Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir -fasteignamiðlun  Ármúli Mjög gott verslunarhúsnæði á góðum áberandi stað í Múlahverfi. Góð aðkoma og bílastæði við húsið. Alls 527 fm. UM þrjátíu konur útskrifuðust ný- lega í þjóðbúningasaumi frá Heim- ilisiðnaðarskólanum. Haldin hafa verið kvöldnámskeið í skólanum um tveggja vetra skeið og hafa um hundrað konur lokið þeim. Það voru hins vegar um 30 konur, sem útskrifuðust skrýddar sínu eigin handbragði. Kennarar á námskeiðunum voru Oddný Kristjánsdóttir, Jófríður Benediktsdóttir og Guðrún Hildur Rosenkjær. Þær hafa allar fengið tilsögn hjá Elínu Jónsdóttur. Saum- urinn er nákvæmnisvinna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Útskrifaðar í þjóðbúningasaumi frá Heimilisiðnaðarskólanum. Heimilisiðnaðarskólinn Útskrift í þjóðbúningasaumi HAGSMUNAFÉLAG verk- og tæknimenntunar hefur veitt viðurkenningu fyrir ötult starf á sviði stærðfræði. Viðurkenn- inguna hlutu þau Anna Krist- jánsdóttir, prófessor við Kenn- araháskóla Íslands, Ari Ólafsson, dósent við Háskóla Íslands og Meyvant Þórólfsson, kennsluráðgjafi við Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur. Í umsögn félagsins segir að Anna hafi um áratuga skeið verið virk í að auka hróður stærðfræðinnar, með ýmiskon- ar samstarfi bæði innan lands og utan og að Ari og Meyvant hafi unnið að verkefnum til að styrkja stöðu raunvísinda og stærðfræði í skólakerfinu. Hagsmunafélag um eflingu verk- og tæknimenntunar Viður- kenn- ing fyrir ötult starf á sviði stærðfræði 17. JÚNÍ voru liðin 75 ár frá dokt- orsvörn Bjargar C. Þorláksson, fyrstu íslensku konunnar sem lauk doktorsprófi, og var af því tilefni afhjúpuð brjóstmynd af Björgu við Odda. Brjóstmyndin er gerð eftir afsteypu Ásmundar Sveinssonar en stöpullinn er hannaður af let- urlistakonunni Soffíu Árnadóttur og unninn af Steinsmiðjunni Rein og Þóri Sigmundssyni steinsmið. Styttan mun vera sú fyrsta sem gerð er af nafngreindri konu í Reykjavík en hún er reist fyrir til- stuðlan áhugahóps um að halda á lofti minningu Bjargar, segir í fréttatilkynningu. Í hópnum sitja fulltrúar frá Félagi íslenskra há- skólakvenna, Kvenréttindafélagi Íslands, Vísindafélagi Íslendinga en að auki starfa með hópnum fulltrúar ættingja Bjargar. Björg fæddist 30. janúar 1874 á Vesturhópshólum í Húnavatns- sýslu og stundaði nám í kvenna- skólanum á Ytri-Ey á Skagaströnd. Hún fór utan til náms, tók stúd- entspróf í Kaupmannahöfn árið 1901 og próf í heimspeki frá Hafn- arháskóla ári síðar. Næstu 20 árin vann Björg ásamt Sigfúsi Blöndal eiginmanni sínum að gerð dansk- íslenskrar orðabókar en hóf nám að nýju árið 1920 við Sorbonne há- skóla í París. Doktorsprófið tók hún 17. júní 1926 og var dokt- orsritgerð hennar á sviði lífeðl- isfræði með mikilli skírskotun í heimspeki og sálarfræði. Vegna starfs Bjargar og áhuga á sviði sálarfræði var brjóstmynd- inni valinn staður við Odda þar sem sálfræðiskor Háskóla Íslands er til húsa en styttan snýr í áttina að líffræðistofnunni sem nú er að rísa. „Okkur finnst hún sóma sér svo vel þarna þar sem hún stendur ein og horfir mót sólu. Þessi kona var sjálfstæð og dugandi og stóð af sér öll veður og horfði alltaf fram á veginn í námi og starfi,“ segir Geirlaug Þorvaldsdóttir, ein þeirra sjö kvenna sem störfuðu í und- irbúningsnefndinni, aðspurð um hugmyndafræðina að baki stað- arvalinu. Björg gaf síðar á lífsleiðinni út fjölmörg ritverk og þýðingar sem spönnuðu ýmis svið mannlífsins. Hún skrifaði m.a. greinar um kenn- ingar Freuds, menntamál kvenna, þjóðþrif og samþróun líkama og sálar. Auk þess skrifaði hún leikrit og ljóð. Björg var heilsuveil síðustu æviárin og lést af völdum krabba- meins sextug að aldri árið 1934. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurbjörg Níelsdóttir, ættmenni Bjargar C. Þorláksson og nemi við Háskóla Íslands, afhjúpaði styttuna fyrir framan Odda. Brjóstmynd af fyrstu íslensku kon- unni sem lauk doktorsprófi „Horfði alltaf fram á veginn“ KVENNAATHVARFIÐ bíður nú dóms Hæstaréttar um hvort það haldi húsi sem athvarfið keypti á síð- asta ári, en eftir að kaupin höfðu far- ið fram kom í ljós að forkaupsréttur var á húsinu sem gleymst hafði að þinglýsa. Þeir sem höfðu forkaups- réttinn höfðuðu dómsmál og úr- skurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur Kvennaathvarfinu í hag í apríl síð- astliðnum. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar og er dóms að vænta næsta haust. Jóna Sigurlín Harðar- dóttir, framkvæmdastjóri Kvennaat- hvarfsins, segir að nýja húsið bjóði upp á mikla möguleika og að það henti miklu betur til starfseminnar en húsið sem Kvennaathvarfið var áður í. Húsið var afhent í febrúar en Kvennaathvarfskonur hafa ekki get- að hafið endurbætur og innréttingar á húsinu í samræmi við þá starfsemi sem þar fer fram þar sem þær vita ekki hvort þær haldi húsinu. Í nýja húsinu eru sex herbergi og mögu- leiki á því sjöunda. „Herbergin eru öll jafn skemmti- leg, en í gamla húsinu þar sem við höfðum líka sjö herbergi, var loft- hæðin í tveimur þeirra of lítil. Þau voru einnig misstór,“ segir Jóna Sig- urlín. 25 rúm eru í húsinu og svo er til nóg af dýnum þannig að nóg pláss ætti að vera fyrir alla sem til Kvennaathvarfsins leita en að með- altali búa þar þrjár konur og þrjú börn og er meðaldvalartíminn tíu dagar. „Í þessu húsi er einnig leikher- bergi fyrir börnin og svo verður tóm- stundaherbergi í framtíðinni ef við höldum húsinu. Hér eru líka betri möguleikar fyrir konurnar á að draga sig í hlé vilji þær vera út af fyr- ir sig án þess að vera bara inni í her- bergi,“ segir hún. Dæmi Hæstiréttur Kvennaathvarfinu í hag er stefnt á að flytja alla starfsemi þess í húsið. Kvennaathvarfið bíður dóms Hæstaréttar um hvort það haldi nýkeyptu húsi Húsið býður upp á mikla möguleika ♦ ♦ ♦ FIMMTUDAGINN 21. júní kl. 14.00 mun Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra afhjúpa bautastein í garði Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík við Hringbraut. Er hann reistur í tilefni þess að um þessar mundir eru 100 ár liðin frá því að samfelldar tilraunir í jarðrækt hófust hér á landi. Í tengslum við athöfnina verður haldinn stuttur fundur í garðinum. Þorsteinn Tómasson, forstjóri Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, mun flytja stutt ávarp. Jónas Jónsson, fyrrum búnaðarmálastjóri, mun rekja aðdraganda að stofnun tilraunastöðv- arinnar og Herdís Reynisdóttir, nýút- skrifaður búfræðikandídat frá Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri, mun flytja stutta hugvekju um mögu- leika jarðræktar hér á komandi árum. Að lokum verður boðið upp á léttar veitingar. Að athöfninni standa Bændasamtök Íslands, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri. Allir eru hjartanlega velkomnir. Jarðræktar- rannsókna minnst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.