Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR spíritisminn fór af stað um miðbik 19. aldar varð mikið rót í huga þeirra er héldu að heimurinn væri að- eins það sem skynjað væri með hinum hefðbundnu skynfærum. Þessi nýja hugsun sem síðan barst hingað til lands í upphafi 20. aldar hafði sömu áhrif og úti í hinum stóra heimi. Hér eins og þar voru það gáfuðustu menn þjóðarinnar sem sýndu þessu verð- skuldaða athygli og jafnframt var þetta fólk sem þessu sinnti félags- þroskað og ýtti úr vör þeirri hreyf- ingu sem málefnið hefur byggt sína tilveru á enn í dag. Fjölmargir frá- bærir einstaklingar hafa sinnt þessu málefni og hafa þeir opnað augu þjóð- arinnar fyrir mikilvægi þess að gera sér grein fyrir að maðurinn er ekki horfinn þótt hann sé farinn. Hugur hans er hjá ættingjum og vinum eftir sem áður og jafnvel meiri, þannig að enginn er í rauninni einn á ferð. Þó geta komið þau tilfelli að hinn látni (horfni) hefur ýmsu að sinna og hugur hans upptekinn við það. Nefndu mig segir í ævintýrinu og eru orð að sönnu, því um leið og við beinum huga okkar að ástvini, lifandi eða látins, er því svarað. Það eru aðeins við jarð- arbúar sem erum enn lokaðir fyrir þessum möguleika skynfæranna, að því leyti að við almennt viðurkennum þá ekki. Ástæðan, við efumst og hlust- um of mikið á úrtöluraddir og van- metum eigin getu sem er ótrúlega öfl- ug þegar á reynir. Ef taka ætti mark á úrtölum sem hafðar eru í frammi um þessi málefni, eins og til að mynda um möguleika sambandsins sem allt byggir tilveru sína á, mætti brenna öll trúarrit jarðarinnar og þúsundir bóka um bæði trúarreynslu einstaklinga og frásagnir og lifun hinna ótrúlegustu fyrirbæra. Frásagnir trúarritanna segja frá sambandi við hið guðlega eða guðlegar verur sem reyna hvað þær geta til að hafa lífstefnuleg áhrif á lífverur á jörðinni, svo þessum kyn- þætti blæði ekki út í vitleysunni og fari að sýna vitlega hegðun og taki upp á því að greina sig frá dýrum merkurinnar. Sambandið er hinn rauði þráður í gegnum aldirnar frá upphafi lífs og fram á þennan dag. Það má hiklaust halda því fram að traustið á sambandi við hið dulda, eða það sem horfið er, hefur haldið lífinu í þessari þjóð. Ýmist kölluðu menn til æsi sér til fulltingis eða Jesúm þegar tiltrú til hans jókst. Menn töldu sig bænheyrða og fjölmargir treystu sín- um guðum í einu og öllu. Það má segja að svo sé enn að vissu marki. Ef fólk aðeins vissi hvað mannshugurinn er sterkur og hvað skiptir miklu máli að hafa fallegar hugsanir og hvað það er mikilvægt að hugsa til þess guðlega og tengjast honum. Þá væri ekki þessi firring hjá þjóðinni og hér ríkti magn- að kærleiksríkt samfélag. Við höfum eytt of mörgum árum í að hlusta á úr- tölumennina sem hafa dregið mátt og kjark úr allri viðleitni til sambanda. Ekki er það svo að þessir úrtölumenn séu hæfileikalausir, nei nei, hug- myndaheimur þeirra gerir ekki ráð fyrir að þeir búi yfir slíku sambandi við veröldina. Íslendingar, leggið við hlustir og snúið ykkur að því sem er okkur mikilvægara en heimskan, snú- um okkur að tilgangi lífsins. Elskum lífið, elskum það guðlega og ekki hvað síst, komum fram við náungann eins og við viljum að hann komi fram við okkur. Klárum vinnuna sem hið guð- lega hefur svo lengi unnið að. Höfum framtíðina bjartari og elskulegri næstu árþúsundir. Gefum hinu góða möguleika, gefum sambandinu mót- töku. Lifið heil. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Höfum við gengið götuna til góðs? Frá Atla Hraunfjörð: ÞÁ er það kunnugt orðið öllum landsins lýð, að valinn hefur verið nýr rektor í Skálholti. Það tók tím- ann sinn, eins og kunnugt er. „Allt (flest) orkar tvímælis þá er gert er,“ segir í Njálu, og hefur það orðið að málshætti. Þegar ráðinn er forstöðu- maður að virtri menntastofnun vek- ur það að vonum athygli. Upphaflega var Skálholt mennta- setur lærðra manna. Þaðan útskrif- uðust margir okkar bestu sona sem stúdentar, en þá gengu eingöngu karlmenn menntaveginn, eins og kunnugt er. Síðan lagðist menntaset- ur þar af um langa hríð og fluttist til Reykjavíkur, eftir jarðskjálftana miklu, sem gengu yfir Suðurland undir lok átjándu aldar. Þá gerist það á síðari hluta hinnar tuttugustu aldar, að Skálholt er reist úr rústum. Þar rís vegleg dómkirkja og biskupsbústaður, einnig prests- setur og fleiri hús. Loks er byggt hús mikið fyrir væntanlegan lýðháskóla og það tekið í notkun 1973. Þar með var Skálholt aftur orðið skólasetur. Fyrsti forstöðumaður varð séra Heimir Steinsson (1937-2000). Tók hann sér embættisheitið rektor, sem er enn við haldið. Annars nefnist stjórnandi lýðháskóla á Norðurlönd- um forstöðumaður (forstander). En þetta var útúrdúr. Lýðháskóli var rekinn í Skálholti nokkuð á annan áratug, en þá lagður niður. Þjóðkirkjan yfirtók staðinn til sinna þarfa. Síðan hafa þar verið námskeið margs konar í þágu kirkj- unnar manna. Er það auðvitað gott og nauðsynlegt, og gæti orðið vísir að prestaháskóla, í líkingu við þann, sem rekinn er í Lögumkloster í Dan- mörku, og margir íslenskir prestar og guðfræðingar þekkja vafalaust vel. En upphaflega var rekinn í Skál- holti nútímans skóli sem átti að vera fyrir ungmenni, en ekki eingöngu fyrir embættismenn. Þegar þessi skóli var aflagður, urðu margir þeir sem bundu vonir við lýðháskóla á Ís- landi, fyrir miklum vonbrigðum. Var Skálholt ef til vill of helgur staður fyrir unglinga? En ungt fólk er ynd- islegasta fólk sem hugsast getur. Það er einlægt og óspillt af metorðagirnd og gróðafíkn. Og illt er, að svo skuli nú komið, að sá vísir að lýðskóla, sem Oddur Al- bertsson frændi hefur komið á lagg- irnar, skuli þurfa að nema land í Dan- mörku, til að lifa af. Ég minntist á það í upphafi grein- ar minnar, að valinn hafi verið nýr Nýr rektor í Skálholti Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.