Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 56
56 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKIR ræða nú fátt annað en hvernig Disney tókst til við gerð stórmyndar um árásina á Perlu- höfn. Þótt gagnrýnendur séu lítt hrifnir virðist það síður en svo hafa komið niður á aðsókninni – ekki frekar en vestan hafs. Ástæðan er einföld. Það hefur tekist að gera hana eina af þessum myndum sem allir, sem á annað borð hafa snefil af bíóáhuga, skeggræða þessa dag- ana og því drífa sig allir á hana til þess að vera viðræðuhæfir. Ef markaðsmenn í bíóbransanum gera einhvern tímann eitthvað rétt þá er það þegar þeim tekst að koma mynd á þennan hátt inn í um- ræðuna – gera hana að máli mál- anna. Perluhöfn heldur þannig efsta sæti aðsóknarlistans og stóð þar með af sér annars kröftuga sókn léttsvörtu gamanmyndarinnar One Night At McCool’s sem skartar þeim Liv Tyler, Mat Dillon, John Goodman, Paul Reiser og síðast en ekki síst Michael Douglas í helstu hlut- verkum. Myndin er gerð af norska leik- stjóranum Howard Zwart sem á að baki hasarmyndina Ham- ilton. Þessi stjörnum prýdda gamanmynd hefur fengið fínustu dóma ytra og þykir í frumlegri kantinum, hnyttin, vel skrifuð og leikin. Síðan nær Fil- mundarmynd síðustu viku, breska dramað Some Voices sem tekur á ferskan máta á erfiðleikum sem fylgja því að eiga við geðræn vandamál að stríða.                    "   #  $                                ! "       #$     % &                 '() $                      !    "#  %  ! &   '( )       )    " &% *   ( )+ ,, -./0                * ) + , - . / 0 1 *2 *+ ) *- 3 ** *, ,2 *3 *1 ,- $"  , ) . + + + + 0 - / 0 ) *, - / - 3 . *- *1 456 745& 78 &79:"5 &7);458(7<"7=(;  ;6 &457> :&457 &45<"  456 79:"5 &457<"  7 7    #& 7 ;6 &457> :&7 &<"7);458( 9:"5 &45 456 78 &457);458( $4"7);45<"  ;6 &45 45& 7);45<"  45& 78 &45 456 78 &457<"  9:"5 &45 9:"5 &45 456 > :&7 ;6 &7 & #& #& 456 7);458( $4" #& 45& 8 &45 Perluhöfn er mál málanna Glæsikvendið Liv Tyler dregur Dillon og félaga á tálar í One Night at McCool’s. EFTIR SEX ára bið geta aðdá- endur Michael Jacksońs hugg- að sig við það að hann hefur nú lagt lokahönd á nýjustu breið- skífu sína. Mikil leynd hvílir yfir nafni og innihaldi plötunnar góðu. Titillinn mun vera eitt orð sem byrj- ar á bókstafn- um i. Aðeins örfáar hræður hafa fengið að heyra gripinn og er því hald- ið á lofti að tónlistin beri keim af þeirri latin-hreyf- ingu sem ein- kennt hefur popptónlistarmarkaðinn upp á síðkastið. Jackson þáði aðstoð ekki ómerkari manna en Santana, Puff Daddy og Will Smith við gerð plötunnar. Platan inniheldur þó aðeins 15 af þeim 50 lögum sem Jack- son hljóðritaði. Útgáfunnar er vænst í september næstkom- andi. Michael Jackson Konungur poppsins, Michael Jackson. Nýtt efni væntanlegt SÖNGKONAN Tena Palmer hefur svo sannarlega stungið sér til sunds í íslensku tónlistarlaugina. Síðan hún kom hingað fyrir 5 árum hefur hún verið iðin við kennslu, plötuútgáfu og tónleikahald ýmiskonar. Nú síðast vakti hún mikla lukku á Reykjavík Mini Festival ásamt hljómsveitinni Gras. En sú sveit er aðeins ein af fimm, sem stúlkan syngur með, en engin sveitanna leikur eins tónlist. Í kvöld ætlar Tena Palmer að syngja blús við undirspil splunku- nýrrar sveitar, ekki á krossgötunum heldur á Vegamótum. „Hljómsveitin heitir Moses og í henni eru Þórir Baldursson á ham- mond orgel, Sigurður Flosason á saxófón, Einar Valur Scheving á trommur og ég sem syng,“ upplýsir Tena. Bíddu, er enginn á bassa eða gít- ar? „Það er það sem er svo svalt við þetta allt saman. Þórir sér um bass- ann á bassapedalana á orgelinu.“ En gítarinn? Hann er nú yfirleitt í aðalhlutverki í blúshljómsveitum. „Ég veit, en mörg laganna eru eft- ir blúsmann frá Mississippi, sem heitir Mose Allison, hann er enn í fullu fjöri. Hann er píanóleikari og hann semur mjög góð og snjöll lög. Hann var undir áhrifum frá gítar- blúsleikurum á borð við Muddy Wat- ers, en líka djassi og smá sveitatón- list. Hann leikur blús, en hljómavalið á lögum hans er mun flóknara, djass- aðra og áhugaverðara en þessi hefð- bundnu þriggja hljóma blúslög. Við tökum mörg lög eftir hann, þess vegna heitir sveitin Moses. Stíllinn er mjög lauslegur (þ.e. „groovy“).“ Er þá eitthvað fönk í þessu? „Stundum. Það er mjög þungt bakslag í þessu. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu. Þetta rennur áfram eins og lest. En sumt af þessu er djassblús, en ég vil ekki segja það. Ég er hrædd um að það hræði fólk í burtu ef ég kalla þetta djass (hlátur). Þetta er blúsinn, bara öðruvísi bragð.“ Eins og áður kom fram verða tón- leikarnir á Vegamótum í kvöld, en talið verður í fyrsta lagið kl. 22.30. Tena Palmer og Moses á Vegamótum í kvöld „Rennur áfram eins og lest“ Morgunblaðið/Sigurður Jökull Tena Palmer, söngkona Moses, Gras ofl. ofl. NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 235. B.i. 12 ára  strik.is  KVIKMYNDIR.is 1/2 Hugleikur 31 þúsund áhorfendur Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 213 Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 231 Miss Congeniality Sýnd kl. 4 og 6. Vit nr 207 Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Vit nr. 223 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 236. Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Vit nr 238. Stórkostleg mynd sem endurskapar einn magnaðasta atburð seinni heimsstyrjaldarinnar á raunsæjan hátt. Frábær upplifun fyrir augu og eyru sem er í senn spennandi og góð ástarsaga. Ef þú ferð bara tvisvar í bíó á ári, þá sérðu þessa tvisvar! Sýnd kl. 4, 5.30, 8 og 10.30. Vit nr. 234 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. 31 þúsund áhorfendur strik.is 1/2 Hugleikur  KVIKMYNDIR.is Sýnd kl. 5 og 8.30. B. i. 12. 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífum þeirra að eilífu. Einlæg, dramatísk og bráðskemmtileg bresk mynd sem lætur engan ósnortinn Sýnd kl. 6, 8 og 10. Loksins alvöru tryllir sem fær hárin til að rísa. Með hinum magnaða Morgan Freeman (Kiss the Girls, Seven). Hér er komið sjálfstætt framhald myndarinnar Kiss the Girls. Rafmögnuð spenna frá byrjun til enda. Hefur verið líkt við Seven og Double Jeopardy. Svikavefur Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 16. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.