Morgunblaðið - 20.06.2001, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 20.06.2001, Qupperneq 60
FRAMKVÆMDIR við gatnamót Pósthússtrætis og Austurstrætis hófust í gær þegar stórvirkar vinnuvélar rifu upp malbikið af götunum. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar, gatna- málastjóra Reykjavíkurborgar, mun verkið taka um tvær til þrjár vikur og vonast er til að opnað verði fyrir bílaumferð um Austurstræti seinni hluta júlí. Fram- kvæmdir hafnar í Pósthús- stræti Morgunblaðið/Sverrir Fiskifræðingur á Hafró um hrygningarstofn þorsksins Vantar alveg stærsta fiskinn FJÖGURRA og fimm ára þorskur verður uppistaðan í þorskveiðinni næstu tvö árin. Fisk, tíu ára og eldri, vantar nánast alveg í stofn- inn, en fyrir vikið má vænta lé- legrar nýliðunar næstu árin að mati Guðrúnar Marteinsdóttur, fiskifræðings á Hafrannsókna- stofnun „Ég hef miklar áhyggjur af ný- liðun þorskstofnsins á næstu ár- um. Uppistaðan í veiðinni næstu tvö árin verður fjögurra og fimm ára þorskur, sem aðeins er farinn að hrygna að litlu leyti. Það vantar nánast alveg stærsta fiskinn, sem ber uppi hrygninguna og lætur frá sér miklu lífvænlegri egg og lirfur en sá litli. Megnið af þorskinum verður því veitt áður en hann fær tækifæri til að hrygna,“ segir Guð- rún Marteinsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Líklega útilokað að ná hámarkinu frá 1955 „Segja má að stóri þorskurinn sé nánast að hverfa úr veiðinni hjá okkur. Árið 1955 var áætlaður fjöldi þorska 10 ára og eldri um 85 milljónir fiska, en nú er fjöldinn áætlaður undir einni milljón fiska.  Flest bendir til/21 Það er líklega alveg útilokað að ná þessu hámarki frá 1955, en ein milljón er allt of lítið. Við þurfum að setja okkur það markmið að ná 10 ára þorski og eldri upp í 6 til 12 milljónir fiska. Stóri fiskurinn er miklu frjó- samari en smærri hrygningarfisk- urinn og því skiptir hann miklu máli þegar kemur að nýliðun. Það er ákveðin fylgni milli fjölda stórs þorsks og nýliðunar og allt of fáir stórir fiskar undanfarin ár skýrir að hluta til þann nýliðunarbrest sem hefur lengi verið viðvarandi. Nýliðun hefur þó verið nálægt meðaltali undanfarin þrjú til fjög- ur ár og er líklegt að það stafi af góðum skilyrðum í sjónum. Það er því einnig líklegt að nýliðun hefði verið mun betri ef stofninn hefði verið stærri og samsetning hans hagkvæmari. Það er því nauðsyn- legt að stefna að því að ná fleiri þorskum inn í eldri árgangana til að auka líkurnar á góðri nýliðun. Það verður því miður ákaflega erf- itt og maður veltir því hreinlega fyrir sér hvort það muni nokkurn tíma takast,“ segir Guðrún. Davíð Oddsson forsætisráðherra Fyrst og fremst verð- bólguskot DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, telur að spá Þjóðhagsstofnunar um 9,1% verðbólgu á árinu, sýni fyrst og fremst verðbólguskot og mjög dragi úr verðbólgunni strax á næsta ári. „Það er ljóst að Þjóðhagsstofnun lítur á þetta sem skot, því hún spáir því að verðbólgan á næsta ári verði 3,5%. Ég lít líka á þetta sem skot, en tel reyndar að þetta sé aðeins of hátt skot hjá stofnuninni, enda áttar hún sig á því að verðbólguspár hennar eru ekki nákvæmnisvísindi,“ segir hann. Forsætisráðherra bendir á að verðbólguspár Þjóðhagsstofnunar hafi sveiflast um tugi prósenta milli ársfjórðunga og hafi þannig verið um 4% sl. haust, í desember hafi stofn- unin spáð 6%, í mars 4% og nú komi spá upp á 9%. „Þetta er eins og í stórsjó og af þeim sökum verða menn að líta á þetta sem viðmiðun en ekki annað.“ Spá um viðskiptahalla einnig í hærri kantinum Forsætisráðherra telur semsé að verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar sé í hærra lagi og hann telur einnig að spá stofnunarinnar um þróun við- skiptahallans sé í hærri kantinum. „Við sjáum að verulega hefur dreg- ið nú þegar úr innflutningi og geng- isbreytingarnar munu draga enn meira úr innflutningi og auka um leið útflutning. Þess vegna hygg ég að viðskiptahallinn muni minnka enn fyrr en stofnunin telur, þó ég sé í öll- um meginatriðum sammála þessari spá um að við séum að taka það sem kallað hefur verið mjúk lending í efnahagsmálunum.“ Davíð bendir á, að viðbrögð mark- aðarins við þjóðhagsspánni bendi ekki til þess að markaðurinn ein- kennist af svartsýni. „Ljósvakamiðlarnir hafa kallað þessa spá mestu vályndistíðindi og þá svörtustu sem þeir hafa séð, en engu að síður hreyfði markaðurinn sig ekki í kjölfar hennar. Það er eðlilegt, því spáin gerir ráð fyrir að verðbólgan verði 3,5% borið saman við Evrópu þar sem hún er 3,8% og að viðskipta- hallinn minnki um tuttugu milljarða í fyrsta áfanga og svo enn meira eftir það og hagvöxtur verði svipaður, en þó örlítið minni en áður,“ segir hann. Forsætisráðherra bendir enn- fremur á að í spá Þjóðhagsstofnunar um 0,5% hagvöxt á næsta ári, sé ekki gert ráð fyrir neinum nýframkvæmd- um við orkuöflun eða þess háttar, en það kunni að breytast með áformum um frekari uppbyggingu í stóriðju. „Þegar menn horfa í gegnum þessa þjóðhagsspá og undir hana kemur í ljós, að í henni felast frekar jákvæðar fréttir heldur en neikvæðar,“ sagði hann.  Verðlagsáhrif/11 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, sagði á geysifjölmennum byggðamálafundi í Búðardal í gær- kveldi, að forráðamenn Goða hf. ættu að endurskoða þá ákvörðun sína að loka sláturhúsinu í Búðardal. Ráðherra sagðist ekki geta sætt sig við þær skýringar forráðamanna Goða, að einungis væri byggt á skýrslu Ráðgjafafyrirtækisins VSÓ. „Ég get ekki sætt mig við þau svör, að það sé einungis vitnað til skýrslu fyrirtækisins. Það verður að sjálf- sögðu að líta yfir þetta mál í ljósi þess meðal annars að fólkið, bæði hér í Dölum og víðar, hefur treyst á það, að þær aðgerðir, sem trekk í trekk hefur verið farið í, til að reyna að styrkja þessar afurðarstöðvar, verði til þess að efla atvinnustarf- semina á svæðinu, en ekki hið gagn- stæða. Þess vegna hvet ég forsvars- menn Goða eindregið til þess að skoða skýrsluna að nýju og taka sín- ar ákvarðanir, en skjóta sér ekki á bak við skýrslu VSÓ.“ Ekki verið að leyna neinu Kristinn Geirsson, framkvæmda- stjóri Goða hf., sagði á fundinum að samkvæmt áðurnefndri skýrslu þyrfti að loka fjórum sláturhúsum og því miður væri eitt þeirra í Búðardal. Sæi hann ekkert annað til ráða. Á fundinum var gagnrýnt að skýrslan væri ekki lögð fram í heild sinni, en einungis vitnað til ákveð- inna hluta hennar. Kristinn sagði það ekki vera ætlun Goða að leyna einu eða neinu. Afstaða fyrirtækisins hefði hins vegar verið sú, að kynna hana ekki ítarlega vegna þess að hægt væri að teygja og toga forsend- ur hennar á alla vegu. Jafngildir því að 3.500 manns missi vinnuna í Reykjavík Nokkrir þingmenn voru á fundin- um og kom meðal annars fram í máli eins þeirra, Gísla S. Einarssonar, þingmanns Samfylkingar, að þær uppsagnir, sem kæmu í kjölfar lok- unar sláturhússins í Búðardal, jafn- giltu því að 3500 manns misstu vinn- una í Reykjavík. Við þetta bætti sr. Karl Matthíasson, sem tók til máls á fundinum, að áhrif lokunar slátur- hússins jafngiltu því að 120 manns á Ísafirði misstu vinnuna. Sigurður Rúnar Friðjónsson, odd- viti Dalabyggðar, sagði að ákvörðun Goða væri Dalabyggð gríðarlegt áfall. Gera mætti ráð fyrir 6-10% íbúafækkun í sveitarfélaginu af völd- um hennar. Sagði hann að Dalasýsla væri eitt fárra héraða, sem byggði alla afkomu sína á landbúnaði. Morgunblaðið/Arnaldur Fjölmenni var á fundinum í Búðardal í gærkvöldi Fundur um lokun Afurðastöðvarinnar í Búðardal Goði hvattur til að end- urskoða ákvörðun sína SAMKOMULAG náðist í kjaradeilu Félags fréttamanna og viðsemjenda þeirra undir miðnætti í gærkveldi og var gert ráð fyrir að samningar yrðu undirritaðir í nótt og þar með að boð- uðu tveggja daga verkfalli félagsins yrði frestað, en það átti að standa í dag og á morgun. Í Félagi fréttamanna eru frétta- menn á Ríkisútvarpinu, hljóðvarpi og sjónvarpi. Kjarasamningar félagsins hafa verið lausir frá því í nóvember í vetur og hafa samninga- viðræður ekki borið árangur fyrr en nú. Hafði félagið þess vegna boðað tvö tveggja daga verkföll, annað í þessari viku og hitt sömu daga í næstu viku. Frétta- menn sömdu ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.