Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 3

Morgunblaðið - 22.06.2001, Side 3
DR. Pétur Pétursson, rektorSkálholtsskóla og prófess-or í guðfræði við HáskólaÍslands, heldur fyrirlestur á kirkjudögum um Jesúgervingu í bókmenntum og kvikmyndum. Pétur er í kvikmyndaklúbbi tíu guðfræð- inga, Deus ex cinema, sem fengist hefur við greiningu á trúarlegum stefjum í nútímalistum. „Guðfræð- ingar eru með annað félag, Grett- isakademíuna, sem stofnuð var í Drangey fyrir 5–6 árum. Meðlimir hennar heimsóttu Skálholt meðal annars og voru með fundi og sóttu fyrirlestur hjá mér. Halldór Laxness skrifaði eftirmála að útgáfu Helga- fells á Grettissögu árið 1946, þar sem hann beitir hugtakinu Jesúgerfingur og skilgreinir Gretti sem Þjóðarkrist Íslendinga og þó að ég setji spurning- armerki við greiningu Halldórs er ýmislegt sameiginlegt með Gretti og Kristi. Grettir er ofurmenni, hetja og útlagi sem deyr hetjudauða, svo dæmi sé tekið. Grettir og Kristur eru báðir á sinn hátt misheppnaðir dýr- lingar þjóðar sinnar, við sínar til- teknu aðstæður. Laxness fékkst líka við greiningu Passíusálma Hallgríms Péturssonar þar sem hann Kristgerir Hallgrím meðal annars vegna þjáningar sinn- ar, hann er kaunum sleginn og á erf- iða ævi í sambúð með Guðríði konu sinni,“ segir Pétur ennfremur. Riddari á bleikum hesti og sjöhöfða dreki Clint Eastwood kemur síðan til skjalanna í kvikmyndinni Pale Rider, sem framleiðandi, leikstjóri og aðal- leikari. „Eastwood kemur fram á sjónarsviðið sem riddari, í þann mund sem ung stúlka les upphátt kaflann um riddarann á bleika hestinum í Op- inberunarbók Jóhannesar. Hann birtist sem svar við bænum hennar, málsvari þeirra sem minna mega sín. Í upphafi myndarinnar leggur hann frá sér byssurnar og setur á sig prestaflibba. Hann er skyttan sem ætlar að hefja nýtt líf. Atburðarásin neyðir hann hins vegar til þess að grípa til byssunnar aftur og hún verð- ur honum jafnframt tvíeggja sverð í baráttunni við sjöhöfða drekann, sem er í líki launmorðingja með sex að- stoðarmenn. Sá hafði talið riddarann dauðan vegna sjö byssuskota í fyrri viðureign svo riddarinn birtist þarna aftur svo að segja upprisinn til þess að verja þá sem minna mega sín, í úr- slitaorrustu hins góða og illa,“ upp- lýsir Pétur. Hann segir haft eftir Eastwood að hin kristna táknfræði Pale Rider hafi verið þaulhugsuð. „Í villta vestrinu þekktu menn líka sína Biblíu til hlítar og hugsuðu mjög á kristnum og guð- fræðilegum nótum. Þeir voru land- nemar líkt og Íslendingar á dögum Grettis og riddarinn á bleika hest- inum var útlagi í landnemasamfélagi eins og Grettir Ásmundarson.“ Pétur segir Kristgervingu aðferð til persónusköpunar í fleiri list- greinum, þótt forsendurnar sé ekki beinlínis að finna í boðun kirkjunnar. Hann segir Biblíuna bjóða upp á ýmsa möguleika til persónusköpunar auk Krists og nefnir Adam, Móse og Júdas sem dæmi. „Eiginleikar Krist- gervingsins eru margvíslegir; hann er þjáningin, samt útvalinn, þjónn, samt konungur, svikinn og glímir við syndina, samt syndlaus. Táknmyndin stendur fyrir sannindi sem eru bæði göfugri og varanlegri en ríkjandi við- miðanir hvers tíma.“ Orðið er sem sagt eilíft þótt hinar manngerðu stofnanir séu breytingum háðar? „Já, sannleikurinn er tímalaus, þrátt fyrir allt og hið góða sigrar ávallt að lokum.“ Pétur segir táknmyndum kristn- innar ekki ávallt beitt vitandi vits, þótt rauði þráðurinn sé oftast sigur hins góða yfir því illa. „Þessi tengsl eru ekki næstum því alltaf meðvituð eða viljandi og stundum djúpsálarleg, eins og í kvikmyndum Kieslowskis, svo dæmi sé tekið. Maðurinn glímir eilíflega við spurningar um lífið og dauðann og líf eftir dauðann og jarð- vistin væri honum hreinlega óbærileg ef ekki væri bjargföst trúin á sigur hins góða. Persóna Jesú skiptir veru- legu máli í glímu mannsins við lífið og hana er að finna í allri alvarlegri list- sköpun,“ segir Pétur Pétursson að endingu. hke Hallgrímur, Grettir og Eastwood Jesúgervingar í bókmenntum og kvikmyndum Kristinni táknfræði var beitt meðvitandi í kvikmyndinni um riddarann á bleika hestinum. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 B 3 TRÚ og rokk-tónlist flétt-ast saman ífyrirlestri Gunnars J. Gunnars- sonar á Kirkjudögum en hann er lektor í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum við Kennaraháskóla Ís- lands. Lesturinn nefn- ist „Trú og efi í textum U2“ en sveitin sú er sem kunnugt er ein af vinsælustu rokkhljóm- sveitum heims. Gunnar segir framlag sitt vera í takt við þá vaxandi við- leitni guðfræðinga að fást við samtímamenn- ingu með því að greina kvikmyndir og tónlist með tækjum guðfræð- innar. „Ég hef hugsað mér að fara yfir sviðið og draga fram með hvaða hætti Biblíuvísanir hafa alla tíð einkennt texta U2. Ef sögulega samhengið er skoðað kemur í ljós að í upp- hafi koma þeir fram sem heilmiklir kross- farar gegn óáran og stríðsoki heims- ins. Kristin viðhorf og siðgæði liggja til grundvallar þeim sjónarmiðum sem fram koma í textunum en þau má rekja til trúarlegs bakgrunns hluta hljómsveitarinnar,“ segir Gunnar og tekur fram að söngvarinn Bono skrifi meginhluta texta U2 en auk hans komi gítarleikarinn The Edge helst að textagerðinni. Bak- grunnur Bonos er blandaður; að honum standa bæði kaþólikkar og mótmælendur og trúmál hafa lengi verið honum hugleikin. „Með tímanum verður hins vegar sú þróun í textum U2 og jafnframt í viðtölum að þá fer að lengja eftir ein- hverjum bótum í þessum þjáða heimi. Þar með hefst glíma trú- mannsins sem horfir á stríðsþjáð umhverfi sitt og spyr: Hvar er Guð í öllu þessu? Hvert er hlutverk Krists og kristni í þessum heimi?“ Gunnar segir að þessi efasemdar- tónn sé þegar orðinn sterkur á plöt- unum Achtung Baby og Pop og sams konar tón megi enn heyra á nýjustu afurð sveitarinnar, All That You Can’t Leave Behind. „Þar má til dæmis nefna lagið sem ég kalla jóla- lag plötunnar, Peace on Earth, en þar er boðskapurinn friður á jörðu og velþóknun á mönnum, rétt eins og í jólaguðspjallinu. Textinn fjallar um þverstæðuna í jólaboðskapnum and- spænis ástandinu í veröldinni. Plat- an endar líka á fallegri hugsun um náðina í laginu Grace en þar tvinnar Bono saman nafn stúlku og náðina, sem er afl sem getur umbreytt ver- öldinni. Þetta eru hliðstæðir tónar og rökrétt framhald af fyrri verk- um.“ Lagðistu yfir plötusafn U2 fyrir fyrirlesturinn eða hefurðu hlustað eftir þessu frá upphafi? „Ég hef lengi haft gaman af þess- ari hljómsveit og hlustað á tónlist hennar í mörg ár. Sem guðfræðingur hef ég haft sérstakan áhuga á trúar- stefjunum sem setja greinilegan svip á höfundarverk U2 og smám saman fór ég að athuga þetta skipulega. Ég hef líka lesið fjölmörg viðtöl við Bono og sveitina þar sem undirliggjandi hugmyndafræði textanna er áréttuð. Út úr þessum viðtölum og textunum sjálfum hef ég lesið fyrrnefnda þró- un, frá krossferð til glímunnar við ef- ann. Bono er líka skemmtilegur í við- tölum, hann nálgast hlutina öðruvísi en maður á að venjast úr rokkheim- inum og reynir að láta taka sig alvar- lega. Svo má ekki gleyma því að hann hefur persónulega beitt sér í ýmsum málum, fyrir niðurfellingu skulda þriðja heims landanna, gegn stríðsbrölti á Balkanskaga og þar fram eftir götum. Hann hefur þannig áréttað inntak textanna; að ekki sé nóg að tala um umbætur heldur verði að sýna viljann í verki.“ Trúin mótar fleiri listamenn Gunnar segir erfitt að meta hvort eða hversu mikið meðlimir U2 eru trúaðir og bendir á að þeir hafi ekki tekið afstöðu í ágreiningi kaþólikka og mótmælenda í heimalandinu, Norður-Írlandi. „Þeir hafa frekar gagnrýnt þetta ófriðarástand sem slíkt. Hið þekkta lag Sunday Bloody Sunday, sem vísar til þess þegar breski herinn barði niður uppreisn á Norður-Írlandi, er eitt hið eftir- minnilegasta og þar vísar Bono til sunnudags, upprisudags Krists. Nið- urstaðan er að hann vill sjá sigur Krists yfir hinum illu öflum. Honum er líka í mun að menn fari að átta sig á tilgangsleysi ofbeldisins. En þótt ég geti kannski greint hugmynda- fræðina í þessum textum vil ég ekki fella neina dóma um trú þessara ágætu höfðingja sjálfra.“ Hefurðu hlustað eftir trúarvísun- um í verkum annarra tónlistar- manna? „Ég hef dálítið skoðað aðra lista- menn sem beitt hafa Biblíuvísunum og trúarstefjum, svo sem Bob Dylan og Nick Cave, svo tveir góðir séu nefndir. Dylan gerði til dæmis heila trílógíu um kristna trú sem hófst með plötunni Slow Train Coming. Kristin trú og viðhorf eru auðvitað sá jarðvegur sem vestræn menning sprettur úr og því er ekki óeðlilegt að hægt sé að sjá vísanir í kristnar hugmyndir í verkum margra lista- manna. Það má líka sjá þetta í verk- um yngri listamanna, svo sem bandarískra rappara á borð við Puff Daddy, þótt ég sé ekki manna fróð- astur um þann geira. Ég held að þetta verði alltaf hluti af heildar- myndinni. Við erum alltaf að tjá okk- ur í einhverjum ramma sem við vís- um samtímis í og trúin er eitt af því sem mótar þennan ramma.“ Fyrirlesturinn hefst kl. 10 á morg- un í stofu 2 á 4. hæð Iðnskólans. sþ Trú og efi í textum U2 Bono, söngvari U2, er drýgstur við textagerð- ina og víða djarfar fyrir kristnum viðhorfum. Biblían, rokk og Bono Reuters ár. Hann segir hlut fatnaðar í markaðssetningu hafa aukist um- fram almennt magn auglýsinga á þessum tíma. „Ef viðskiptavini er gefinn fatnaður með áprentuðu merki eða auglýsingu er það öll- um í hag og skapar velvilja. Kúnninn fær ókeypis flík, fyr- irtækið auglýsingu,“ segir Halldór. En honum þykir öðru gegna þegar firma- merktur fatnaður er boð- inn til sölu. „Sumir gang- ast upp í því að klæðast merktum fatnaði. Mér finnst hins vegar miður að eiga oft ekkert val í þeim efnum. Ef kaup- andi greiðir fyrir vör- una á ekki að láta hann auglýsa framleiðandann líka.“ Skaðlausar flíkur Beðinn um álit á gjöfum til barna segir Halldór að vitaskuld þurfi að gæta varúðar gagnvart börnum „eins og í öllu auglýs- ingastarfi“. Auglýs- ingastofur eiga sér siðareglur þar sem meðal annars gilda sérákvæði um börn. „En að fyrirtæki gefi börnum húfur eða boli með merki sínu held ég að sé skaðlaust. Fyr- irtæki hafa lengi gefið alls kyns merkta smámuni, sem höfða frek- ar til barna en fullorðinna.“ Hann segist, aðspurður, hvorki hafa áhyggjur af því að þar sé á ferð ámælisvert áreiti í garð barna né að börnin séu notuð sem tæki fyr- ir annarra markmið. Kristján Jóns son keypti H örpubolinn þ ar sem hann kaupir m álningu. „Það skiptir mig ó sköp litlu máli hvo rt þetta merk i er á bolnum eða ekki. Sama flí kin fyrir því,“ segir Kristjá n.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.