Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 1
155. TBL. 89. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 11. JÚLÍ 2001 BANDARÍSK yfirvöld fóru fram á það í gær við Ísraelsstjórn að eyði- leggingu húsa Palestínumanna á Gaza-ströndinni yrði hætt þegar í stað. Þeir fordæmdu aðgerðir Ísraela með óvenju sterku orðalagi og sögðu þær ógna vopnahléinu sem væri viðkvæmt fyrir. Undir þessa gagnrýni taka yfirvöld í Bret- landi sem og Evrópusambandið (ESB). Belgar, sem nú eru í forsæti ESB, fóru einnig fram á að Ísraelar hættu aðgerðum sínum hið fyrsta. Hersveitir Ísraela eyðilögðu átján hús og sex verslanir snemma í gærmorgun er þær óku jarðýtum inn í Rafah-flóttamannabúðirnar á Gaza-svæðinu. Talsmenn Ísraels- hers segjast hafa eyðilagt húsin þar sem þau hafi verið notuð sem skjól þegar Palestínumenn gerðu árásir á ísraelskar herstöðvar. Palestínu- menn brugðust reiðir við eyði- leggingunni og lögðu til atlögu við ísraelskar hersveitir. Yasser Arafat, leiðtogi palest- ínsku sjálfsstjórnarinnar, fordæmdi aðgerðir Ísraela og sagði þær glæp- samlegar. „Við munum sækjast eft- ir stuðningi araba og alþjóðasam- félagsins til að stöðva þessar aðgerðir,“ sagði Arafat á blaða- mannafundi í gær. Sharon vill að sögn BBC að fleiri landnemabyggðir gyðinga rísi á Gólanhæðum sem Ísraelar tóku af Sýrlendingum í sex daga stríðinu 1967. Var haft eftir honum að ella yrði ekki hægt að tryggja að yf- irráð Ísraela yrðu varanleg. Um- mælin þóttu líkleg til að valda auknum viðsjám milli Ísraela og Sýrlendinga. Bashar al-Assad, forseti Sýr- lands, er nú í heimsókn í Þýska- landi. Gyðingar í Þýskalandi hafa hins vegar lýst því yfir að þeir muni mótmæla heimsókn hans í Berlín. Gyðingar telja Assad hafa látið óviðurkvæmileg ummæli falla um gyðinga í heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til Damaskus í maí. Palestínumenn mótmæla niðurrifi húsa á Gaza Biðja um hjálp arabaríkjanna Gaza-borg, AFP. AP. Reuters Palestínskur drengur með glugga sem hann hefur fundið í rústum sem eftir eru af húsi fjölskyldunnar á Gaza.  Friður/19 RÁÐHERRAR fjármála í aðildar- ríkjum Evrópusambandsins, ESB, viðurkenndu í gær að lítill hagvöxtur í löndunum það sem af er árinu hefði komið á óvart. Á hinn bóginn sögðust þeir gera ráð fyrir að ástandið lagað- ist á síðari hluta ársins. Nýjar spár um væntanlegan hagvöxt í Þýska- landi, sem birtar voru í gær, benda þó til þess að hann verði aðeins um einn af hundraði en hann var 3% í fyrra. Ein helsta hagrannsóknastofnun í Þýskalandi, DIW í Berlín, endur- skoðaði fyrri tölur sínar og spáir nú um 1% vexti í ár en fyrri tala var 2,1%. Stofnunin lagði til að vextir yrðu lækkaðir til að hleypa krafti í atvinnulífið. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefur einnig lækkað spá sína fyrir Þýskaland úr 2,1% í 1,25%. Hans Eichel, fjármálaráðherra Þýskalands, bar sig þó vel í gær að loknum fundi fjármálaráðherra ESB í Brussel. Sagði hann að horfurnar fyrir seinni hluta ársins væru góðar þótt nokkuð hefði syrt í álinn í bili. Pedro Solbes, sem fer með efna- hags- og gjaldmiðilsmál í fram- kvæmdastjórn ESB, tók undir með Eichel en af nokkurri varkárni. „Flestar vísbendingar benda til þess að það hægi á verðbólgu á seinni hluta ársins,“ sagði Solbes. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, sem stendur utan við evru-samstarfið, sagði á fundinum að Evrópuríkin yrðu að halda áfram umbótum til að ýta undir hagvöxt. Hvatti hann til þess að markaðir á sviði fjarskipta, flugs og fjár- málaþjónustu yrðu opnaðir, al- mannatryggingakerfi og skattakerfi endurskoðuð og stuðlað að meiri hreyfingu á vinnuafli milli ríkjanna. Belgar lögðu til að komið yrði á nefskatti í öllum aðildarríkjum til að fjármagna sameiginleg útgjöld sambandsins en um helmingur þeirra rennur til landbúnaðar. Hug- myndin hlaut dræmar undirtektir. Sagði írski fjármálaráðherrann, Charlie McCreevy, að líkja mætti skattinum við álögur sem breska krúnan lagði á þegna sína í Norður- Ameríku á 18. öld og varð til þess að gerð var uppreisn. Henni lyktaði með stofnun Bandaríkjanna. Spáð minni hag- vexti í Þýskalandi Brussel. AP. Orleans og börnin Haldi sig heima á nóttunni París. AFP. ÚRSKURÐAÐ hefur verið í svo- nefndu stjórnsýsluráði Frakk- lands að yfirvöld í Orleans megi reyna að sporna við afbrotum með því að láta börn undir 13 ára aldri sæta útgöngubanni frá 11 á kvöldin til 6 á morgnana. Bannið gildir í sumar í þremur hverfum þar sem mikið hefur verið um af- brot unglinga. Segir borgarstjór- inn, sem er íhaldsmaður, að það hafi þegar borið árangur. Útgöngubannið tók gildi 15. júní og varir til 15. september, ráðamenn í fleiri frönskum borg- um íhuga að feta í fótspor borg- arstjórans, Serge Grouards. Hann segir eitt af markmiðunum að koma í veg fyrir að fíkniefnasalar afvegaleiði börnin. Ásakanir um mannréttindabrot Stjórnvöld í héraðinu voru hins vegar andvíg banninu á þeirri for- sendu að um mannréttindabrot væri að ræða og fóru því með það fyrir ráðið. Einn af leiðtogum kommúnista í héraðinu, Michel Ricoud, viðurkennir að aukin af- brotatíðni sé mikið vandamál og hafi átt þátt í að borgarstjóri úr sósíalistaflokknum féll í kosning- unum í mars. „En það gæti haft öfug áhrif að velja úr ákveðin hverfi og gæti aukið spennu,“ sagði hann. Aðrir benda á að í umræddum hverfum búi einkum innflytjendur og börn þeirra og börnin séu oft úti á kvöldin vegna þess að hús- næði fjölskyldunnar sé lélegt og þröngt. Mannréttindasamtök í París segja að útgöngubannið muni einangra íbúa hverfisins enn frekar frá öðrum hlutum borg- arinnar. MICHAEL Portillo, fyrrverandi varnarmálaráðherra, varð efstur í fyrstu umferð leiðtogakjörs þing- manna breska Íhaldsflokksins í gær. Hann hlaut 49 af 166 atkvæð- um, næstur varð Iain Duncan Smith með 39, þá Kenneth Clarke með 36. Stuðnings- menn Portillos sögðu hann hafa fengið meira fylgi en þeir hefðu þorað að vona í fyrstu um- ferð. Liðsmenn Smiths voru einnig borubratt- ir en hann er minna þekktur en þeir Portillo og Clarke sem hefur gegnt valdamikl- um ráðherraembættum. Clarke er mikill stuðningsmaður Evrópusam- starfsins en Smith úr röðum efa- semdarmanna. Síðastir og jafnir urðu Michael Ancram og David Davis með 21 at- kvæði hvor. Sá sem fæst atkvæði hlýtur á að detta út og verður kosið aftur á morgun í von um að þá fækki frambjóðendum um einn. Davis og Ancram neituðu báðir í gær að draga sig í hlé en verði þeir aftur jafnir og neðstir falla báðir út. „Á fimmtudag kemur hann kannski eins og [tennisleikarinn] Goran Iv- anisevic og bara vinnur,“ sagði Pet- er Bottomley sem kaus Ancram. Þingflokkurinn mun kjósa tvisvar á ný og flokksbundnir íhaldsmenn, sem eru um 300.000, velja síðan á milli tveggja efstu í almennri kosn- ingu. Fer kjörið fram í september. Portillo var í gær sakaður um að hafa brotið reglur með því að gefa ekki upp fjárstuðning er rann til flokksdeildarinnar í kjördæmi hans er hann var ráðherra. Hann vísaði ásökunum á bug og einnig fréttum af því að hann styddi að neysla kannabisefna yrði leyfð. Leiðtogakjör Íhaldsflokksins Portillo öflugastur London. AP. Michael Portillo Frjósemisrannsóknir í Ástralíu Sæðisfrum- ur óþarfar? VÍSINDAMENN í Ástralíu hafa gert tilraunir á músum sem benda til þess að hægt sé að frjóvga egg- frumu án þess að sæðisfruma úr karldýri komi við sögu. Ekki er um einræktun að ræða heldur er tekið erfðaefni úr venjulegri líkams- frumu og það tengt eggfrumunni, að sögn The Daily Telegraph. Tilraunirnar eru liður í starfi læknahóps undir forystu Orly Lacham-Kaplan við Monash-há- skóla í Melbourne sem reynir að að- stoða ófrjóa karla. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að nota venjulegar líkamsfrumur vegna þess að þær innihalda allar tvö sett litninga, annars vegar karla og hins vegar kvenna. Í eggfrumu eru að- eins kvenlitningar og í sæðisfrumu einvörðungu karllitningar. Hópnum tókst að fjarlægja kvenlitningana úr líkamsfrumu og frjóvga síðan eggfrumuna. Enn er of snemmt að segja til um hvort hægt verður að flytja frjóvgaða eggið yfir í leg, láta það dafna og verða að nýrri mús. „Fræðilega ætti að vera hægt að nota líkamsfrumur úr kvendýri til að búa til fóstur,“ sagði Lacham- Kaplan. Verði hægt að nota sömu aðferð hjá mönnum gætu tvær konur eignast saman barn án að- stoðar karlmanns. Einnig gætu tveir karlar átt barn og fengið leigumóður til að ganga með það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.