Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ 12 VÍSINDAMENN Náttúrufræði- stofnunar Íslands verða á hrakhól- um í haust þar sem leigusamningi stofnunarinnar við Vátryggingafélag Íslands um leigu á annarri hæð stofnunarinnar hefur verið sagt upp og verður samningurinn ekki endur- nýjaður. Á annarri hæðinni er mót- taka stofnunarinnar, skrifstofa sér- fræðinga og tvær litlar rannsóknar- stofur. Ævar Petersen, forstöðu- maður Reykjavíkurseturs NÍ, segir stofnunina eiga að vera búna að rýma hæðina í síðasta lagi 1. nóv- ember nk. og engin lausn hafi enn verið fundin á húsnæðisvandanum. „VÍS vildi selja en ríkið var ekki tilbúið að kaupa hæðina og hún var því seld einkaaðila og gengið frá kaupsamningi fyrr á árinu. Það er óljóst á þessari stundu hvert starfs- menn okkar fara en umhverfisráðu- neytið, sem stofnunin heyrir undir, hefur leitast við að leysa okkar mál en enn hefur ekkert gerst,“ segir Ævar og bætir við: „Ef þetta mál verður ekki leyst á viðunandi hátt er- um við í meiriháttar klípu svo það verður að taka ákvarðanir fljótt.“ Hann segir útilokað að starfsfólkinu verði skipt upp og einhverjir flytji í húsnæði utan stofnunarinnar þar sem slíkar hrókeringar séu afar kostnaðarsamar og komi illa niður á starfi sérfræðinga stofnunarinnar. Pláss á hinum þremur hæðum húss- ins sem stofnunin hefur til afnota við Hlemm er nú þegar fullnýtt að sögn Ævars og ófært að innrétta þar nýj- ar skrifstofur, rannsóknarstofur og móttöku. Ævar segir þess misskilnings gæta víða að Náttúrufræðistofnun fái inni í Náttúruhúsinu, nýbyggingu Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, en það hús verður eingöngu notað undir starfsemi Háskólans. Fá ekki inni í Náttúruhúsi HÍ „Það stóð alltaf til að byggt yrði yfir Náttúrufræðistofnun í Vatns- mýrinni en annað hús yrði reist í næsta nágrenni fyrir náttúrufræði- setur Háskólans og náin samvinna yrði á milli þessara tveggja húsa. Nú virðast engin merki þess að hús NÍ rísi í Vatnsmýrinni en stofnunin hef- ur enn mikinn áhuga á nánu og góðu samstarfi við Háskólann og nemend- ur hans,“ segir Ævar og bendir á að hægt sé að rekja húsnæðiseklu stofnunarinnar allt aftur til ársins 1950 þegar teikningar voru gerðar að nýju húsi á háskólalóðinni fyrir Náttúrugripastofnun sem þá var og hét. Ekki fékkst leyfi til að byggja á lóðinni og Háskólinn keypti þá þriðju hæðina í núverandi húsnæði stofn- unarinnar við Hlemm til bráða- birgða. „Síðan eru liðin hátt í fimm- tíu ár og stofnunin búin að vera ansi lengi í bráðabirgðahúsnæði. Jafn- framt hefur Náttúrufræðistofnun vaxið og starfsemin þanist út um fleiri hæðir hússins og yfir í næstu hús þar sem safnakostur stofnunar- innar er að nokkru hafður í geymsl- um.“ Háskólinn á að sögn Ævars enn þriðju hæðina með því fororði að ef Náttúrufræðistofnun Íslands kemst í framtíðarhúsnæði skal söluandvirði hæðarinnar sett upp í þá byggingu. Náttúrufræðistofnun Íslands í húsnæðisvanda því leigusamningi var sagt upp Bráðabirgðahúsnæði í rúma fimm áratugi EIRÍKUR Ingi Jóhannsson, áhugakafari sem kafaði við ann- an mann niður að flaki El Grillo í byrjun mánaðarins til að sækja loftvarnabyssu úr flaki skipsins, segir að hann hafi verið í fullum rétti við þá iðju, en lögregla tók byssuna af honum þegar hann var kominn með hana að landi. Byssan er nú í vörslu lögregl- unnar á Seyðisfirði. Ætlar að gera tilkall til byssunnar Eiríkur segist ætla að gera til- kall til byssunar, en hann safnar stríðsminjum og öðru sem hann finnur á hafsbotni. Hann hefur fengið lögfræðing í málið sem hefur verið í bréfasambandi við sýslumanninn á Seyðisfirði. Eirík- ur segir að ekki hafi reynt á hver eigi hluti á hafsbotni fyrir dóm- stólum áður. Ingimar Sigurðsson, skrif- stofustjóri hjá umhverfisráðu- neytinu, sem hefur umsjón með flakinu, segir það alveg skýrt að flak El Grillo sé eign ríkisins. Það sé m.a. ástæða þess að ríkið muni standa straum af kostnaði vegna hreinsunar á olíu úr flak- inu. El Grillo var enskt olíuskip sem sökk hér á árum síðari heimsstyrjaldarinnar og segir Ingimar að bresk hernaðar- yfirvöld hafi afhent íslenska rík- inu flakið að stríði loknu og að til séu pappírar um það hjá ráðu- neytinu. Eiríkur segir að á nýjasta köf- unarkorti sem gert hefur verið af hafsvæðunum í kringum Ísland komi ekki fram að bannað sé að kafa niður að flakinu. Ólafur H. Sigurðsson, bæjarstjóri á Seyð- isfirði, segir aftur á móti að í bæjarsamþykkt segi að bannað sé að kafa niður að El Grillo, nema með leyfi hafnarvarðar. Hann segist hafa, frá því að Eiríkur og félagi hans köfuðu niður að flak- inu, hnykkt enn betur á banninu með auglýsingu í Lögbirtingar- blaðinu. Ólafur segist reikna fastlega með því að byssan muni enda í vörslu bæjaryfirvalda, það hafi verið venjan þegar hlutir hafi verið fjarlægðir úr flakinu. Kafari gerir tilkall til byssu úr flaki El Grillo Ráðuneyt- ið segir byssuna eign ríkisins ALMENNT ber mönnum saman um að góðar horfur séu á landinu með sprettu í sumar, kal í túnum sé fátítt og sláttur víða hafinn. Þó munu bændur mislangt komnir með heyskap eftir landsvæðum og jafn- vel innan einstakra svæða og eru sumir búnir með fyrri slátt. Kristján Bjarndal Jónsson, hér- aðsráðunautur Búnaðarsambands Suðurlands, segir að í umdæmi hans séu ágætar horfur með gras- sprettu. „Það er búið að heyja tölu- vert undir Eyjafjöllum og víða ann- ar staðar þar eystra en fæstir eru byrjaðir í Flóanum og í uppsveitum. Þar er einn og einn búinn að slá, en almennt er sláttur ekki hafinn.“ Á Vesturlandi slógu þó nokkrir í júnílok að sögn Guðmundar Sig- urðssonar, framkvæmdastjóra Bún- aðarsamtaka Vesturlands. „Það eru búnar að vera dálitlar rigningar en það er mikil spretta hér hjá okkur þannig að nú bíða menn bara eftir þurrki,“ sagði hann. Í Húnavatnssýslum, segir Jón Sigurðsson, ráðunautur Búnaðar- sambands Austur-Húnavatnssýslu, hafa verið bæði heyskap og sprettu. „Þó er ekki gott heyskaparveður búið að vera heldur rigning og leið- inlegt. Það eru samt langflestir byrjaðir,“ sagði hann. „Þeir sem þurrka hey vildu gjarnan að brygði til betri tíðar. En það eru ýmsir búnir að slá og rúlla, með þessari nýju tækni allri ná menn töluverð- um árangri,“ sagði Jón. Ólafur G. Vagnsson, héraðsráðu- nautur hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, segir stöðuna vera mismun- andi hjá bændum í umdæmi sínu. „Sums staðar við Eyjafjörð eru menn búnir alveg með fyrri slátt og bíða nú eftir að spretti aftur fyrir þann seinni. En svo eru til jarðir við bæði við Eyjafjörð og svo aust- ur í Þingeyjasýslu þar sem sláttur er ekki byrjaður en þar hafa menn verið að bíða eftir grasi. Þar kemur til veðurfar, en það hefur verið hlýrra hér innan Akureyrar við Eyjafjörðinn en svo snýr þetta að því hvort menn eru með sauð- fjárbúskap eða ekki,“ sagði Ólafur. Hann sagði tíðarfarið hafa valdið því bændur hafi sleppt fé seint á af- rétt og hafi því þurft því að beita á tún sín. „Það eru þó nokkuð margir sem ekki hafa hafið slátt ennþá,“ sagði Ólafur en gerði ráð fyrir að langflestir hefji slátt þegar færi gefst og bregði til betri heyskapar- tíðar en útlit sé fyrir vætu næstu daga. Ólafur sagði jafnframt að kal- skemmdir væru í túnum nokkurra bæja en þó heyrði það til und- antekninga og að langvíðast stefndi í mikla og góða uppskeru. Stefán Skaftason, héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins og fyrrum ráðunautur búnaðarsambandanna í Þingeyjarsýslum, segir menn ekki svartsýna þar fyrir norðan þótt nokkuð kalt hafi verið í veðri fram undir þetta. „Það hefur verið frost á hverri nóttu fram undir miðjan júlí og þá sprettur ekkert á meðan. En það lítur svo sem ekkert illa út með sprettu þótt aðeins hafi borið á kali í túnum,“ sagði hann. Stefán sagði nokkra bændur vera byrjaða en flestir hefðu þó ekki enn hafið slátt. „Ástandið er bara nokkuð gott, sprettan kemur bara aðeins seinna en stundum áður,“ sagði Stefán. Á Austurlandi ganga hlutirnir sinn vanagang ef marka má Jón Snæbjörnsson, héraðsráðunaut hjá Búnaðarsambandi Austurlands, en hann sagði slátt víða hafinn eystra. „En þeir gera nú ekki mikið meira í bili, því ef marka má veðurspána er von á vætu út vikuna,“ sagði hann. Sumir búnir með fyrri slátt Morgunblaðið/Ásdís VIÐ veiðimennsku, sem önnur störf, er mikilvægt að vanda til verka og sjá til þess að aðstæður séu sem bestar svo góður árangur náist. Þessi ungi veiðimaður, sem var við veiðar á hafnarbakkanum í gær, tók starf sitt alvarlega og bað ljósmyndara vinsamlega að hafa hljóð til að fæla ekki fiskinn. Suss! Ekki fæla fiskinn FULLTRÚAR Sjómannafélags Reykjavíkur og Alþjóðaflutninga- verkamannasambandsins, stöðv- uðu í gærmorgun löndun á olíu úr norsku olíuskipi á Siglufirði. Skip- ið, sem er með pólskri áhöfn, var í strandsiglingum að flytja olíu frá Reykjavík fyrir íslensku olíufélög- in. Að sögn Borgþórs Kjærnested, fulltrúa Alþjóðaflutningaverka- mannasambandsins, fór aðgerðin friðsamlega fram og var löndun olíunnar aðeins stöðvuð um stund- arsakir. „Olíufélögin eru með kjarasamn- ing við Sjómannafélag Reykjavík- ur um vinnu við siglingar og olíu- dreifingu um landið. Öllum 32 íslensku sjómönnunum sem unnu við þessa dreifingu um borð í Kyndli og Stapafelli hefur verið sagt upp. Það er ekki inni í mynd- inni hjá okkur að erlendir menn geti komið og gengið í okkar störf. Þetta er sambærilegt við það að pólskir bílstjórar væru fluttir til landsins til að dreifa olíu á olíubíl- um,“ sagði Borgþór. Hann sagði að Sjómannafélagið myndi grípa til frekari aðgerða vegna þessa máls, en vildi ekki segja í hverju þær yrðu fólgnar. Signý Jóhannesdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglu- firði, segir að verkalýðsfélagið styðji baráttu farmanna fyrir starfsöryggi, sem og baráttu allra annarra íslenskra launamanna fyr- ir starfsöryggi. Félagið harmi jafnframt að hafa ekki verið í að- stöðu til að beita sér fyrir stöðvun á löndun úr skipinu vegna hags- munaárekstra við aðra félagsmenn Vöku, meðal annars starfsmenn í loðnubræðslu SR-mjöls. „Við erum ekki sátt við að hing- að komi verkafólk utan úr heimi og vinni á allt öðrum og lakari kjörum en íslensk verkalýðshreyf- ing hefur samið um. Við fordæm- um vinnubrögð olíufélaganna sem eru með erlend leiguskip með er- lendri áhöfn að vinna verk sem ís- lenskir sjómenn hafa unnið á sama tíma og íslenskum sjómönnum, sem unnið hafa þessi störf, hefur verið sagt upp og skipin seld úr landi,“ segir Signý. Löndun úr norsku olíuskipi stöðvuð á Siglufirði Vinnuslys í Smáralind VINNUSLYS varð í Smáralind í Kópavogi um tíuleytið í gærmorgun. Sextán ára piltur sat á gaffli lyftara þegar lyftaranum var ekið á gifsplöt- ur með þeim afleiðingum að pilturinn fótbrotnaði. Tildrög slyssins eru ekki ljós en málið er í rannsókn lög- reglu og Vinnueftirlitsins. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.