Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 11 Gullsmiðir Heimsferðir kynna nú aftur haustferðir sínar til Kanarí- eyja, þann 20. október og 20. nóvember, en Kanaríeyjar eru tvímæla- laust vinsælasti vetraráfangastaður Íslendinga í dag. Við bjóðum nú betri gistivalkosti en nokkru sinni fyrr í hjarta ensku strandarinnar og að sjálfsögðu njóta farþegar okkar rómaðrar þjónustu fararstjóra Heims- ferða allan tímann. Sigurður Guðmundsson verð- ur að vanda með fjölbreytta skemmti- og íþrótta- dagskrá, leikfimi og kvöldvökur til að tryggja það að þú fáir sem mest út úr fríinu. 23 nætur Verð frá kr. 58.185 20. nóvember, m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 25 nætur. Verð kr. 77.030 20. nóvember, m.v. 2 í íbúð, Tanife, 25 nætur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 5 vikur (31 nótt) Vinsælasta ferðin - tæpar 5 vikur á frábæru verði Verð frá kr. 66.084 20. okt., m.v. hjón með 2 börn á Tanife, 31 nótt. Verð kr. 89.830 20. okt., m.v. 2 í íbúð, Tanife, 31 nótt. Brottför 20. okt. – 31 nótt 20. nóv. – 23 nætur Kanaríveisla í haust frá kr. 58.185 Þökkum frábærar undirtektir. Tryggðu þér síðustu sætin. FÖSTUDAGINN 6. júlí lauk 32. ól- ympíuleikunum í eðlisfræði í Tyrk- landi með keppnisslitahátíð og verð- launaafhendingu. Skipulag og aðbúnaður var eins og best varð á kosið og var Tyrkjum hrósað mikið fyrir frammistöðuna við mótshaldið. Veitt voru 22 gullverðlaun til kepp- enda, þar af voru 3 frá hverju land- anna Kína, Rússlandi, Bandaríkjun- um og Indlandi. 39 silfurverðlaun voru veitt, 49 bronsverðlaun og 47 heiðursviðurkenningar auk 10 sér- stakra verðlauna. Sigurvegari leikanna var Rússinn Daniyar Nurgaliev með 47,55 stig af 50 mögulegum. 2. varð Íraninn Ali Farahanchi með 46,80 stig en Hvít- rússinn Aliaksandr Yermalitski varð 3. með 46,10 stig. Þótt ólympíuleikarnir séu keppni einstaklinga er alvanalegt að skoða meðalárangur hvers lands. Hér sigr- uðu Kínverjar naumlega með 43,65 stigum. Fast á hæla þeim komu Rúss- ar með 43,39 stig. Bandaríkjamenn voru í 3. sæti með 42,83 stig en Ind- verjar í því 4. með 42,73 stig. Íslensku drengirnir 5 stóðu sig vel miðað við aðstæður þótt þeir ynnu ekki til verðlauna. Þeir voru Henning Úlfarsson frá Verzlunarskóla Íslands, Bragi Sveinsson og Martin Sigurðs- son frá Menntaskólanum í Reykjavík og Kristján Alexandersson og Sigurð- ur Stefánsson frá Menntaskólanum á Akureyri. Af Norðurlandaþjóðunum voru Finnar langefstir með 23,46 stig að meðaltali en Íslendingar voru í öðru sæti með 15,23 stig, rétt á undan Svíum sem höfðu 14,57 stig; Danir höfðu 14,13 stig en Norðmenn aðeins 11,15. Nefna má að íslensku dreng- irnir höfðu hærra meðaltal en Írar. Næstu ólympíuleikar í eðlisfræði verða í Bandung á Jövu í Indónesíu. Alþjóðasamtök eðlisfræðinga, IUPAP, gáfu ólympíuleikunum fyrir 10 árum mikla medalíu sem skyldi vera í vörslu tilvonandi gestgjafa leik- anna. Þannig fóstruðu Íslendingar medalíuna í 12 mánuði fyrir 29. ól- ympíuleikana sem haldnir voru á Ís- landi 1998. Í stað þess að fela Indón- esum medalíuna til varðveislu að þessu sinni var henni, að tillögu for- seta ólympíuráðsins, ráðstafað til Ís- lendinga til varðveislu til frambúðar, fyrir að vera langminnsta þjóðin sem nokkru sinni hefur haldið ólympíu- leikana í eðlisfræði. Viðar Ágústsson, fararstjóri íslenska liðsins og fram- kvæmdastjóri leikanna 1998, og Henning Úlfarsson, efsti íslenski keppandinn, tóku við medalíunni í lok verðlaunaafhendingarinnar. 32. ólympíuleikarnir í eðlisfræði Kínverjar sigruðu Rússa naumlega Ísland fékk orðu Evrópusamtaka eðlisfræðinga Í ÞJÓÐSKRÁ voru fyrstu sex mánuði ársins gerðar 810 breyt- ingar á trúfélagaskráningu, sem svarar til þess að 0,3% lands- manna hafi skipt um trúfélag. Breyting á trúfélagaskrán- ingu var í 50% tilvika vegna úr- sagna úr þjóðkirkjunni, alls 406. Nánari upplýsingar er að finna á http://www.hagstofa.is/frettir/ tru012.htm. 406 sögðu sig úr þjóð- kirkjunni Í HAUST er að vænta fyrsta áfanga rammaáætlunar um virkjunarkosti á landinu öllu. Rammaáætlunin er gerð á vegum iðnaðarráðuneytisins, Orku- stofnunar og verkefnisstjórnar undir forystu Sveinbjarnar Björnssonar, eðlisfræðings og fyrrverandi háskóla- rektors. Í áætluninni er verið að meta ákveðinn fjölda virkjunarkosta, sem trúlega verða milli 12 og 25 að sögn Stefáns Benediktssonar, hjá Náttúru- vernd ríkisins, en hann starfar jafn- framt í umræddri verkefnisstjórn. Stefán segir virkjunarkostina vera aðallega skoðaða frá fjórum sjónar- hornum; náttúrufari, áhrifum virkj- unar á útivist, áhrifum virkjunar á byggðarþróun og mögulegri afkomu virkjunar sem og árangur hennar. „Þetta gengur ekki eingöngu út á vatnsafl heldur líka gufuafl og til þess að geta fjallað um þessa virkjunar- kosti þurfum við að hafa í höndunum skýrslur þar sem virkjunum er lýst og þar með að vissu leyti mögulegum áhrifum,“ segir Stefán og bætir við að eini virkjunarkosturinn sem verkefn- isstjórnin hafi fengið skýrslu um hingað til sé um Skatastaðavirkjun í Skagafirði. Hún verði því meðal þeirra virkjunarmöguleika sem greint verður frá í haust en hann get- ur þess enn fremur að stefnan þá sé að fjalla um fáa virkjunarmöguleika og sjá hvernig vinnan kemur út og halda þessu síðan áfram. Aðspurður um næstu áfanga í rammaáætluninni að svo stöddu segir Stefán málið ekki komið á það stig. „Ennþá höfum við meira verið að móta aðferðafræði og meðan við bíð- um eftir fleiri skýrslum sem lýsa virkjunarkostum er ekki frá neinu markverðu að segja í þeim efnum.“ Hann segir kosti rammaáætlunar- innar þá að hún eigi eftir að breyta allri umræðu um virkjanir þegar kemur að virkjun. „Þá verða ákveðnir virkjunarkostir sem menn geta sætt sig við og aðrir virkjunarkostir sem menn geta sætt sig við að alls ekki eigi að nota.“ Stefán segir stefnt að því að ljúka rammaáætluninni í lok árs 2002. Rammaáætlun um virkjunarkosti Fyrsta áfanga lýk- ur í haust SKÍRNARFONTUR sem gefinn var í minningu Sigurbjargar Ingi- mundardóttur, sem ættuð var frá Strönd á Stokkseyri, var helgað- ur í Vídalínskirkju nýlega. Sigríð- ur lést 20. júlí 1996 og var það fjölskylda hennar sem gaf kirkj- unni skírnarfontinn. Á myndinni skírir sr. Hans Markús Hafsteinsson drenginn Ingimund Orra sem er sonur hjónanna Jóhanns Ingimundar- sonar og Völu Guðnýjar Guðna- dóttur en hjá þeim standa Nanna Guðrún Zoëga djákni og sr. Frið- rik Hjartar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Helgun skírnarfonts í Vídalínskirkju NÍU tilboð bárust í brúargerð á Svartá hjá Steiná við Steinárveg en lægsta tilboðið átti Steypustöð Blönduóss og hljóðaði það upp á 17,9 milljónir króna. Vegagerðin er verk- kaupi og kostnaðaráætlun hennar vegna verkefnisins er 14,6 milljónir króna. Næstlægsta tilboð í verkið, 18,5 milljónir, átti Stálbær ehf. Hæst var tilboð Lárusar Einars- sonar sf., 25,9 milljónir króna. Að sögn Einars Gíslasonar hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki munu framkvæmdir við verkið hefjast fljótlega. Lægsta tilboðið 18 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.