Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GAMLA sveitabænum í Gufunesi er frístundamið- stöðin Gufunesbær starf- rækt, en hún var opnuð haustið 1998. Að sögn Atla Steins Árnasonar, forstöðu- manns Frístundamiðstöðv- arinnar, er hún ætluð fyrir hverfisbúa í Grafarvogi. Frístundamiðstöðin rekur félagsmiðstöðvarnar sem staðsettar eru í grunnskólum Grafarvogs. Þá er sérstakt starf í boði fyrir 16 til 18 ára ungmenni í takt við breyt- ingar á sjálfræðisaldri auk barnastarfs. „Við köllum Gufunesbæ frístundamiðstöð til aðgrein- ingar frá því sem kallað er félagsmiðstöðvar. Með félagsmiðstöðvum lítum við svo á að megináherslan sé á starf með unglingahópum en frístundamiðstöðin er mið- stöð frístunda fyrir hverf- isbúa,“ segir Atli. Hann segir ýmislegt á döfinni og ráðgert sé að auka við starfsemina enn frekar. „Við fluttum hingað fyrir þremur árum og byggðum í raun og veru upp gamla íbúð- arhúsið. Draumur okkar er að mynda frístundastarf í kringum bæinn. Þá erum við að tala um að gera upp gömlu hlöðuna sem hér er og gaml- an súrheysturn fyrir klifur,“ segir Atli og bætir því við að Gufunesbær hafi fengið vil- yrði fyrir því að turninn verði gerður upp. Um 25 manns starfa hjá Gufunesbæ yfir vetratímann, þar af 13 í hlutastarfi, en á sumrin eru starfsmennirnir 27 og allir í fullu starfi. Um þessar mundir er unn- ið að deiliskipulagi fyrir íþrótta- og útvistarsvæði á svæðinu í kringum frí- stundamiðstöðina. Að sögn Björns Axelssonar, umhverf- isstjóra Borgarskipulags, af- markast svæðið í grófum dráttum af fyrirhugaðri legu Sundabrautar, Hallvegar og Strandvegar en endanleg stærð útivistarsvæðisins hef- ur ekki verið ákveðin. Ráð- gert er að deiliskipulagið fari í kynningu með haustinu og skipulagið verði fullklárað um áramót. Unnið með fordóma í gegnum listsköpun Þann 23. júlí næstkomandi heldur 12 manna hópur ís- lenskra ungmenna á aldr- inum 17 til 22 ára til Ant- werpen í Belgíu á vegum Gufunesbæjar og félags- miðstöðvarinnar Frosta- skjóls. Þar munu þau taka þátt í liststarfi ásamt ung- mennum frá Svíþjóð, Belgíu og Þýskalandi og er viðfangs- efnið kynþáttafordómar og fordómar almennt sem túlk- aðir verða í gegnum ýmis list- form, þ.á.m. ljósmyndun, stuttmyndagerð, skúlptúr, leiklist og dans. Katrín Dröfn Guðmunds- dóttir, nemi á félagsþjón- ustubraut í Borgarholtsskóla, er í hópi þeirra sem halda ut- an til Antwerpen síðar í mán- uðinum. Drög að dagskránni liggja fyrir en Katrín hefur sérstakan áhuga á ljós- myndun og vonast til að fá að spreyta sig á henni. Meðal þess sem þau taka sér fyrir hendur verður að kynnast fordómum af eigin raun. Katrín segir að ein- hverjir fái að klæða sig í áberandi föt og ganga um götur borgarinnar og eins verði farið í heimsóknir á munaðarleysingjaheimili. Að hennar sögn stendur til að halda sýningu á verkum þeirra þegar heim er komið, en bakgrunnur íslenska hópsins er mjög ólíkur og nám í listgreinum alls ekki forsenda fyrir þátttöku í verkefninu. Frístundamiðstöðin Gufunesbær starfrækt frá 1998 í gömlum bóndabæ Draumurinn að gera upp hlöðu og súrheysturn Gufunes Morgunblaðið/Billi Það er engu líkara en að komið sé út fyrir borgarmörkin þegar Gufunesbær er sóttur heim. Morgunblaðið/Þorkell Katrín Dröfn Guðmunds- dóttir, nemi í BHS. FYRIRHUGAÐ er að opna nýtt hótel í Reykja- vík við Hverfisgötu 8-10, þar sem nú er gamla Al- þýðuhúsið, með 40 gisti- rýmum ásamt veitinga- stað. Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir hjá eignar- haldsfélaginu IP studi- um, en félagið er eigandi lóðarinnar, hefur stað- fest að hún hafi sótt um leyfi hjá borgaryfirvöld- um til að setja upp hót- elið. Sótt var um leyfi til að byggja yfir port á fyrstu hæð hússins þar sem koma á upp hótel- inu. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir eru í samræmi við Miðbæjarskipulag Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var í vetur og hafa undirtektir verið já- kvæðar fram til þessa af hálfu borgaryfirvalda. Málið er þó enn í vinnslu hjá borginni og því eng- ar framkvæmdir hafnar. Hótelið á að innrétta í öllu húsnæði gamla Al- þýðuhússins, á tvö þús- und fermetra fleti, en ekki hefur verið ákveðið hvenær á að opna hótelið og hefja formlega starf- semi í því. Nýtt hótel í gamla Alþýðu- húsinu Miðbærinn FRÆÐSLUSKILTI hefur verið komið fyrir við Kasthúsatjörn, sem er það fyrsta af þremur sem til stendur að setja upp í Bessastaða- hreppi. Að sögn Þórðar Kristleifssonar, skrifstofustjóra í Bessastaðahreppi, hefur lengi staðið til að útbúa göngu- leiðakort í hreppnum. Því hafi hrepp- urinn fengið þá Jón Baldur Hlíðberg teiknara og Jóhann Ísberg ljós- myndara til liðs við sig en þeir hafa unnið sambærileg skilti fyrir Sel- tjarnarneskaupstað. Á skiltinu eru myndir af lífverum með skýringum ásamt korti af svæð- inu. Tvö skilti til viðbótar verða sett upp í hreppnum næstkomandi vor en að sögn Þórðar hefur ekki verið end- anlega ákveðið hvar þau muni verða staðsett. Fræðsluefnið á skiltunum verður síðan notað í kennslu í grunn- og leikskólum sveitarfélagsins. Loftmynd og gagnagrunnur Í tengslum við gerð skiltanna verð- ur útbúin loftmynd af Álftanesi þar sem örnefni, göngustígar og sögu- staðir verða merktir inn á og verður myndin nýtt á skiltum, bæklingum og öðru kynningarefni fyrir umhverfi og náttúru Bessastaðahrepps. Þá verður settur upp gagna- grunnur á Netinu, sem tengist heimasíðu hreppsins, þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um nátt- úrulíf, sögu og annað er lýtur að samfélaginu í hreppnum. Grunnur- inn verður gagnvirkur að því leyti að fólki gefst kostur á að setja þar inn fróðleiksmola um sveitina. Fræðsluskilti við Kasthúsatjörn Bessastaðahreppur Á skiltinu eru meðal annars upplýsingar um hvernig Kast- húsatjörn varð til. Morgunblaðið/Sigurður Jökull HREINLÆTI á sundstöðum í Reykjavík var nýlega til umræðu í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur. Hildigunnur Friðjónsdóttir var málshefjandi og segir hún ástæðuna vera þá að hún hafi orðið vör við að á sumrin sé hreinlætinu í laugunum ábótavant. „Á sumrin er hér mikið af útlend- ingum sem koma hingað og njóta landsins okkar og meðal annars sundstaðanna. En þeir eru kannski ekki vanir þeim reglum sem gilda hjá okkur í sambandi við að fara í sturtu áður en maður fer ofan í sundlaugarnar. Þetta er einfaldlega eitthvað sem tíðkast ekki í sumum löndum og fólki finnst jafnvel dóna- legt að þvo sér án baðfata því það er ekki í þess menningu. Þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort það væri eitthvað sem hægt væri að gera til að hnykkja á þessu og upplýsa fólk um það að þetta væru þær regl- ur sem giltu hjá okkur á sundstöð- unum,“ segir hún. Að sögn Hildigunnar var málinu vísað til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur en hún reiknar með að baðverðirnir verði gerðir ábyrgari fyrir því að benda fólki á þessar reglur. „Hins vegar kom líka fram á fundinum að það eru alltaf tekin sýni úr laugunum og það hefur aldrei sést í sýnunum að það sé meiri sóðaskapur á sumrin en á vet- urna,“ segir hún að lokum. Morgunblaðið/Golli Hreinlæti á sundstöðum ábótavant Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.