Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf. Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 544 4210/565 6241 Fax 544 4211 Sólarrafhlaða á fellihýsið, það er lausnin. Verðbylting á 50w sólarrafhlöðum aðeins kr. 46.500 með stjórnstöð. Lúxus fortjöld með gluggatjöldum og ál súlum aðeins kr. 89.000. Svefntjöld kr. 9.900 stk. Sértilboð á pakka: Fellihýsi, fortjald, 2 svefntjöld, 50w sólarrafhlaða með stjórnstöð og gasfylling kr. 699.000. Ný 6 manna fullbúin bandarísk fellihýsi á 12“ hjólbörðum Opnunartími Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-14 Aðeins kr. ÍBÚAR Eyjafjarðarsveitar og gestir þeirra fögnuðu 10 ára af- mæli sveitarfélagsins um síðustu helgi í blíðskaparveðri. Hátíðin fór fram við Hrafnagils- skóla að deginum og í tjaldi við Blómaskálann Vín um kvöldið. Oddviti sveitarstjórnar, Hólmgeir Karlsson setti samkomuna og bauð gesti velkomna, þá söng Karlakór Eyjafjarðar nokkur lög undir stjórn Björns Leifssonar, m.a. lag og ljóð frú Sigríðar Schiöth, Eyjafjarðarsveit, sem hún samdi í tilefni sameiningar hrepp- anna fyrir 10 árum. Þá fór fram sigsýning Björg- unarsveitarinnar Dalbjargar þar sem oddvitinn var látinn síga í körfu fram af vegg heimavist- arbyggingar Hrafnagilsskóla. Helgi og hljóðfæraleikararnir skemmtu gestum með leik og söng. Friðrik Kristjánsson fyrr- verandi húsvörður á staðnum gróðursetti 10 ára gamalt reyni- viðartré. Börnin fengu að skreppa á hestbak og sigla kajökum á Eyja- fjarðará. Einnig var farið í ratleik og fleira. Kvenfélagskonur kepptu í reip- togi og ýmislegt fleira var á dag- skránni. Um kvöldið var grillveisla og dansleikur í veislutjaldi við Blóma- skálann Vín. Þar fluttu ávörp Páll Pétursson, félagsmálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, núverandi og fyrrverandi oddvitar Eyjafjarð- arsveitar, þeir Hólmgeir Karlsson og Birgir Þórðarson. Emilía Bald- ursdóttir stjórnaði spurninga- keppni milli gömlu hreppanna og vakti hún gríðarlega kátínu sam- komugesta. Milli atriða söng karlakvartett undir stjórn Garð- ars Karlssonar. Veislustjóri var Bjarni Kristjánsson sveitarstjóri. Morgunblaðið/BenjamínKarlakórinn söng undir stjórn Björns Leifssonar. Ungir sem aldnir fögnuðu afmæli sveitarinnar í einmuna blíðu. Arna Mjöll Guðmundsdóttir, jafnaldra sveitarinnar, flutti ávarp á afmælishátíðinni. Fjölmenni fagnaði 10 ára afmæli Eyjafjarðarsveitar Eyjafjarðarsveit TÆPLEGA þrítugur karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um kynferðisbrot í Héraðsdómi Norð- urlands eystra. Bótakröfu að upp- hæð 400 þúsund krónur á hendur honum var vísað frá dómi. Maðurinn var ákærður fyrir kyn- ferðisbrot með því að hafa í janúar árið 2000 notfært sér andlega ann- marka stúlku til að hafa við hana samfarir á salerni á vinnustað hennar. Játaði að hafa haft samræði við stúlkuna Maðurinn játaði að hafa haft samræði við stúlkuna, en staðhæfði að það hefði verið með hennar sam- þykki. Framburður stúlkunnar er á annan veg, en hún staðhæfði að hún hefði ekki getað spornað við verkn- aðinum og maðurinn virt orð henn- ar að vettugi. Fram kemur í niðurstöðu dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra að maðurinn hefði staldrað um stund við á vinnustaðnum eftir samræðið og stúlkan hafi tekið upp sín fyrri störf. Af framburði vitna er hittu þau eftir atburðinn á snyrt- ingunni verði ráðið að ekkert óeðli- legt hafi verið í fari þeirra. Manninum var gefið að sök brot gegn 196. gr. almennra hegningar- laga nr. 19 1940, sem hljóðar svo: „Hver sem notfærir sér geðveiki eða aðra andlega annmarka mann- eskju til þess að hafa við hana sam- ræði eða önnur kynferðismök utan hjónabands eða óvígðrar sambúðar, eða þannig er ástatt um hana að öðru leyti að hún getur ekki sporn- að við verknaðinum eða skilið þýð- ingu hans, skal sæta fangelsi allt að 6 árum.“ Stúlkan með verulega greindarskerðingu Samkvæmt matsgerð sálfræð- ings er stúlkan með verulega greindarskerðingu, en talgáfa hennar geti villt mönnum sýn við fyrstu kynni. Í dómnum er bent á greinargerð með hegningarlagaákvæðinu þar sem fram kemur að um ótvíræða misneytingaraðferð þurfi að vera að ræða og skilyrði þess að ákvæð- inu sér beitt að brot sé framið af ásetningi. Í matsgjörð sálfræðings um manninn kemur fram að greind- artala hans sé undir þroskahöml- unarmörkum. Þegar þessi atriði voru virt heild- stætt var það mat dómsins að var- hugavert væri að telja sannað, gegn neitun mannsins, að hann hafi haft forsendur til að notfæra sér af ásetningi ástand stúlkunnar til að koma fram samræðinu. Hann var því sýknaður af öllum kröfum ákæruvalds og bótakröfu vísað frá dómi. Dóminn kváðu upp Ólafur Ólafs- son héraðsdómari, dómsformaður, og meðdómsformennirnir Freyr Ófeigsson dómstjóri og dr. Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur. Karlmaður sýknaður af kynferðis- broti í Héraðsdómi Norðurlands Hafði ekki for- sendur til að not- færa sér andlegt ástand stúlkunnar UM 20 þátttakendur voru í Þor- valdsdalsskokkinu sem fram fór um helgina. Fljótastur niður dalinn var Gísli Einar Árnason úr Reykjavík og var hann einungis þremur mínútum frá metinu, en hann hljóp á 2.10.41 og er það næstbesti tími sem náðst hefur. Þá náði sigurvegari í kvennaflokki, Áslaug Helgadóttir úr Reykjavík, besta tíma sem kvenmaður hefur náð til þessa, hljóp á 3.03.47 og bætti fyrra met um fjórar mínútur. Í flokki kvenna 16 til 39 ára varð Hjördís Tryggvadóttir fyrst á 3.11.08, Áslaug sigraði í flokki 40 til 49 ára kvenna og Ingibjörg Auðuns- dóttir, Akureyri, í flokki 50 til 59 ára. Gísli sigraði í flokki karla 16 til 39 ára, Árni Árnason, Seltjarnarnesi, í flokki 40 til 49 ára en hann hljóp vegalengdina á 3.09.08 og Gísli H. Friðgeirsson, Reykjavík, í flokki 50- 59 ára karla á 3.17.01. Þorvaldsdalsskokk 2001 Met kvenna slegið ÁRLEGT minningarskákmót um Steinberg Friðriksson var haldið að Baugaseli á sunnudag. Steinberg var fæddur í Baugaseli í Barkárdal og var mótið haldið þar. Þátttakendur voru 11 og röðuðust þeir þannig: 1. Gylfi Þórhallsson 16,5 v. 2. Halldór Brynjar Halldórsson 16 v. 3. Jón Björgvinsson 13,5 v. Í fjórða og fimmta sæti Stefán Bergsson og Ólafur Kristjánsson. Gylfi sigraði á skák- móti í Baugaseli NÝ útvarpsstöð hóf starfsemi á Ak- ureyri fyrir skömmu, en hún ber nafnið Ljósvakinn fm 93,9 og sendir út á Eyjafjarðarsvæðinu. Markmið Ljósvakans er að taka þátt í viðburðum á svæðinu, flytja fréttir og bjóða upp á fréttatengda þætti. Sent er út allan sólarhringinn. Ný útvarpsstöð ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.