Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Pétur Þorsteinsson Verðlaunamerkið „Skjól“ á skjánum hjá vinningshafanum Sigríði. NÝVERIÐ var efnt til samkeppni um merki fyrir Vesturlandsskóga, en Vesturlandsskógar eru samtök skógarbænda á Vesturlandi. Var Vesturland síðasti landsfjórðung- urinn til að hrinda þessu verki í framkvæmd, og þess vegna eðlilegt, að ekki hafi verið búið að hanna merki fyrir starfsemina fyrr en nú. Nokkrir sendu inn tillögur í keppnina. Var tillaga Sigríðar Kristinsdóttur í Reykholti valin besta tillagan, og fékk hún verð- laun, sem voru afhent fyrir skömmu. Nefnir hún tillöguna sína „Skjól“. Sigríður rekur hönnunar- og auglýsingastofuna Handbragð í Reykholti, sem tekur að sér hin margvíslegustu verkefni á þeim vettvanginum. Var hún spurð að því, hvernig sé að vera með slíka starfsemi fjarri Reykjavíkinni. „Það er orðið lítið mál í dag að vera svona fjarri prentsmiðjum og öðru þess háttar, eftir að Netið varð nógu öflugt. Stór hluti af vinnunni er sendur í gegnum Netið, og flest- Verðlaunamerki fyrir Vestur- landsskóga Borgarfjörður Verðlaunamerki Vesturlandsskóga öll samskipti fara þar í gegn. Ég legg metnað minn í að vinna fyrir héraðið og taka þátt í þeirri upp- byggingu, sem þar fer fram. Í því umhverfi sem ég bý í, er mikið spáð í menningararfinn og náttúruna. Ég upplifi mikla möguleika í tengslum við aukinn ferðamanna- iðnað hér í Borgarfirði. Ég hef hannað sýningar, blöð, merki og heimasíður, þannig að viðfangsefni Handbragðs eru marg- vísleg og snúast mikið um kynning- arefni.“ LANDIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KYNNINGARFUNDUR um fyrir- hugaða byggingu Villinganesvirkj- unar í Skagafirði var haldinn í hús- næði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra nýlega. Um fimmtíu manns sóttu fundinn og voru frummælend- ur Steinar Friðgeirsson, frá RARIK, Óli Halldórsson, frá Skipulagsstofn- un, og Sigurður Þórðarson, frá Verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thorodd- sen. Steinar fór meðal annars yfir áætlanir um hina ýmsu virkjunar- kosti í erindi sínu. Óli fjallaði um til- gang mats á umhverfisáhrifum og ferli þess og Sigurður lýsti mats- skýrslunni, og skoðaði skýrslur sem gerðar hafa verið sérstaklega vegna virkjunarinnar. Að loknum framsöguerindum voru fyrirspurnir og umræður og tók þar fyrstur til máls Magnús Sigmunds- son og ræddi áhrif virkjunarinnar á ferðaþjónustuna. Magnús benti á að sér virtist sem virkjun á þessum tímapunkti, þegar ferðamenn væru í mjög auknum mæli að sækja til Skagafjarðar og meðal annars til siglinga á Jökulsá, væri ámóta og að menn tækju um það ákvörðun að sturta steypu í Geysi. Sverrir Sveinsson lýsti ánægju með að mál væru komin á þann rek- spöl sem raun væri, og væri þessi virkjun fyrsti vísir að mótvægi við suðvesturhornið. Þá spurði Sverrir hvort ekki yrði unnt að aka yfir stífl- una þannig að tenging yrði á milli byggða beggja vegna ár. Áhyggjur af strandrofi Margir tóku til máls og voru uppi ýmsar skoðanir vegna þessara fram- kvæmda, meðal annars hafði Árni Ragnarsson áhyggjur af strandrofi vegna minnkandi framburðar jökul- ánna, en gert er ráð fyrir því að land hopi að meðaltali um 2-3 cm á ári. Jón Guðmundsson tók til máls og taldi að ef framkvæmdum hefði alltaf verið frestað, væri það umhverfi sem menn byggju við í dag býsna mikið öðruvísi en nú væri. Fagnaði Jón þessum áfanga, en benti á að fram- leiðsla orku í héraðinu væri mikils virði, en hitt væri líka mjög mikil- vægt að markaður væri líka í hér- aðinu fyrir þá orku sem hér væri framleidd. Jón sagði að ferðaþjón- usta væri líka mikils virði, en hún gæti ekki síður en margt annað ógn- að eða skemmt náttúruna, og hér yrði að fara að öllu með gát. Þá komu fram fyrirspurnir varð- andi vorflóð í Héraðsvötnunum, störf tengd virkjuninni, og varð- veisla fornminja. Svöruðu frummæl- endur framkomnum fyrirspurnum. Kristján Jónsson stjórnarformað- ur Héraðsvatna ehf. tók síðastur til máls og þakkaði fundargestum kom- una. Sagði hann gott samstarf hafa verið í stjórninni, en í henni ættu sæti þrír fulltrúar frá RARIK og tveir frá Norðlenskri orku. Kristján sagði fullan vilja hjá RA- RIK, ekki aðeins að virkja í Skaga- firði, heldur einnig að byggja upp og skapa þá aðstöðu að full not yrðu í héraðinu fyrir þá orku sem fram- leidd yrði. Kynningarfundur um Villinganesvirkjun í Skagafirði Vísir að mótvægi við suðvesturhornið Skagafjörður ÞESSA dagana er verið að setja lax í fyrstu kvíarnar hér í Norðfirði á veg- um Sæsilfurs hf., sem hyggur á veru- legt laxeldi í Mjóafirði. Þegar er búið að setja um 50 þúsund smálaxa, sem vega að meðaltali um 500 grömm, í eina kvína og verður hún dregin til Mjóafjarðar eftir nokkra daga. Kostnaðarauki Það hefur valdið þeim Sæsilfurs- mönnum erfiðleikum og kostnaðar- auka að þurft hefur að flytja laxinn með bílum frá Silfurstjörnunni í Öx- arfirði þar sem ekki fékkst leyfi til að leigja svokallaðan brunnbát frá Nor- egi en það er sérhannaður bátur til flutnings á lifandi laxi. Það vandamál er trúlega að leys- ast því að búið er að leigja skelfisk- veiðiskipið Fossá frá Þórshöfn til flutninga á seiðum í kvíarnar og verður þá hægt að flytja þau beint til Mjóafjarðar. Um 330 þúsund smá- laxar verða settir í kvíar í sumar og er áætlað að fyrstu löxunum verði slátrað næsta haust. Sæsilfur hf. er í eigu Samherja hf. á Akureyri og Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði slátrað um 2.000 tonnum af laxi hjá Sæsilfri. Fram- kvæmdastjóri Sæsilfurs er Guð- mundur Valur Stefánsson. Laxeldið hafið hjá Sæsilfri Neskaupstaður Morgunblaðið/Ágúst Starfsmenn Sæsilfurs gera fyrstu eldiskvína í Norðfirði tilbúna. ÁHUGAMENN um landgræðslu á Fljótsdalshéraði komu nýlega saman í Brúarási á Norður-Hér- aði og stofnuðu landgræðslufélag. Félagið hlaut nafnið Land- græðslufélag Fljótsdalshéraðs. Rétt til þátttöku í félaginu hafa allir Héraðsbúar, auk þess geta aðrir gerst styrktarfélagar. Á stofnfundinn mættu rúmlega tuttugu manns sem gengu í félag- ið. Hægt er að ganga í félagið hve- nær sem er og ekki er gert ráð fyrir neinu félagsgjaldi. Félagið er áhugamannafélag um landgræðslu á Fljótsdalshér- aði en félög með svipað markmið eru starfandi víða um landið. Jón Hallgrímsson, bóndi og landgræðslumaður á Mælivöllum, var einn af aðalhvatamönnum um að stofna félagið lýsti aðdraganda stofnunar þess og sagði frá hver aðalmarkmið og fyrsta verkefni væru. Félaginu er ætlað að efla frumkvæði og þátttöku heima- manna við landbætur en fyrir er á svæðinu öflugt starf í verkefninu Bændur græða landið. Fyrsta verkefni félagsins er að girða af og græða upp 84 hektara svæði við Sænautasel í Jökuldals- heiði. Rausnarlegir styrkir Rausnalegir styrkir bárust í til- efni stofnunar félagsins í fyrsta verkefni þess. Áburðarverksmiðj- an leggur til 6 tonn af áburði til að dreifa á svæðið, Umhverfissjóður verslunarinnar styrkir verkefnið með 500 þúsund króna framlagi og Landgræðsla ríkisins kemur að með myndarlegan stuðning. Á stofnfundinum flutti Andrés Arnalds, fagmálastjóri Land- græðslunnar, erindi um hlutverk landgræðslufélaga í endurheimt landkosta. Guðrún Scmidt, land- nýtingarfulltrúi Landgræðslunn- ar, talaði um starfsemi land- græðslufélaga í Ástralíu og sagði frá verkefninu Betra bú. Formaður Landgræðslufélags Fljótsdalshéraðs var kosinn Jón Hallgrímsson á Mælivöllum. Landgræðslu- félag stofnað á Fljótsdalshéraði Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Hluti gesta á stofnfundi Landgræðslufélags Fljótsdalshéraðs. Norður-Hérað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.