Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 18
ÚR VERINU 18 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÍU ný skip bættust í fiskiskipaflota landsmanna í gær þegar þýska þungaflutningaskipið Wiebke lagðist að bryggju í Hafnarfirði með öll skip- in níu innanborðs. Skipin voru öll smíðuð í Kína og voru þau afhent eig- endum sínum við komuna til Hafn- arfjarðar. Skipin verða gerð út frá ýmsum stöðum á landinu og eru mörg þeirra fyrsta nýsmíðin sem kemur til við- komandi útgerðarstaða í áraraðir. Þau heita Ársæll Sigurðsson HF frá Hafnarfirði, Eyvindur KE frá Kefla- vík, Garðar BA frá Patreksfirði, Ólafur GK frá Grindavík, Rúna RE frá Reykjavík, Sigurbjörg ST frá Hólmavík, Sæljón RE frá Reykjavík, Vestri BA frá Patreksfirði og Ýmir BA frá Bíldudal. Skipin voru smíðuð í Dalian skipa- smíðastöðinni í Norður-Kína en þau voru hönnuð af Skipasýn ehf. Skipin má kalla hefðbundna vertíðarbáta, þau eru 94,7 tonna frambyggð stál- skip, 21,5 metra löng, 6,4 metra breið og 3,18 metra djúp. Sex skipanna eru sérstaklega útbúin til dragnótaveiða, tvö til veiða með fiskitroll og eitt til neta- og línuveiða. Skipin eru öll búin samskonar tækja-, véla- og spilbún- aði en í þeim er 640 hestafla aðalvél og tvær ljósavélar sem eru samtals ríflega 100 kílóvött. Samningur um smíði skipanna var undirritaður þann 24. apríl árið 1999 og hófst smíðin í janúar á síðasta ári. Siglingin frá Kína tók alls 80 daga en skipið flutti einnig með sér varning til annarra hafna á leiðinni. Wiebke er þýskt skip og sérbúið til þunga- flutninga en það er 153 metra langt og 8.500 brúttótonn og er því eitt stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í Hafnarfirði. Skipið er með heimahöfn skráða í St. John’s á Ný- fundnalandi. Þó að smíði skipanna hafi tafist nokkuð frá því sem gert var ráð fyrir í upphafi, segir Gunnar Jóhannsson, útgerðarmaður Sigurbjargar ST, að tafirnar séu óverulegar, en Gunnar hafði eftirlit með smíði allra skipanna í Kína fyrir hönd útgerða allra skip- anna. „Að mínu mati hefur verkið gengið mjög vel. Við vorum heppnir með skipasmíðastöð, hún er ekki mjög stór og smíðinni miðaði vel all- an tímann. Ég get ekki sagt annað en að ég sé sáttur við vinnuna og hand- bragðið allt er til fyrirmyndar.“ Kosta innan við 100 milljónir króna Gunnar segir að kostnaður við smíði hvers skips sé innan við 100 milljónir króna hingað komið, en það sé það verð sem samið hafi verið um í upphafi. „Skipin eru nánast ná- kvæmlega eins og það liggur mikil hagkvæmni í því að gera samning um smíði svona margra skipa í einu, bæði gagnvart skipasmíðastöðinni sem og gagnvart birgjum alls bún- aðar sem í þeim er. Það var ákveðið strax í upphafi að skipasmíðastöðin afhenti skipin hér í Hafnarfirði en það á þó enn eftir að setja í þau spil- búnað og björgunar- og öryggisbún- að samkvæmt íslenskum lögum og reglum. Vonandi verða fyrstu skipin komin á veiðar eftir um það bil tvær vikur.“ Gunnar dvaldi í Kína um 16 mán- aða skeið á meðan á skipasmíðunum stóð og lét hann vel af dvölinni. Með- al annars hafi það komið sér á óvart hversu vestræn þjóðfélagsmenning- in og allur aðbúnaður væri í Kína. Þeir væru hinsvegar ekki eins langt komnir í þróun fiskveiða og Íslend- ingar. „Kröfur Íslendinga til skip- anna komu þeim nokkuð á óvart, enda er mikill munur á íslenskum og kínverskum fiskiskipum. Ég myndi segja að við væru tíu til tuttugu árum á undan í þeim efnum. Þeir skiluðu hinsvegar mjög vandaðri vinnu og ég tel að báðir aðilar hafi öðlast mikla reynslu af þessu verkefni. Hinsvegar þyrfti að undirbúa ýmsa hluti betur, til dæmis smíðalýsingar, sem Kín- verjarnir vilja hafa mun nákvæmari en Íslendingar hafa haft þær til þessa. En núna búum við að þessari reynslu og ég myndi að minnsta kosti hiklaust mæla með kínverskum skipasmíðum,“ segir Gunnar. Fleiri munu láta smíða skip í Kína ÍsBú ehf. er umboðsaðili kín- versku skipasmíðastöðvarinnar á Ís- landi. Jens Valdimarsson, einn eig- enda ÍsBús, segist mjög ánægður með allt smíðaferli skipanna, smíðin hafi gengið vel, tafir verið óverulegar og samvinnan við Kínverjana til fyr- irmyndar. „Það er engu að síður ákveðinn léttir að hafa heimt skipin til Íslands heilu og höldnu, eftir þessa löngu siglingu. Við höfum öðl- ast dýrmæta reynslu með þessu verkefni og ég er sannfærður um að það munu fleiri íslenskir útgerðar- menn láta smíða fyrir sig skip í Kína. Það er mjög hagkvæmt að ráðast í raðsmíðaverkefni með skip af þess- ari stærð en helst þyrfti að semja um smíði að minnsta kosti fjögurra skipa í einu. Það yrði dálítið þungur baggi á einni útgerð að ráðast í slíkt verk- efni ein síns liðs, jafnvel þótt það yrði ekki dýrt. Kínverjarnir eru auk þess ólmir í að smíða fyrir okkur fleiri skip,“ segir Jens. Níu nýir vertíðarbátar frá Kína bættust í fiskiskipaflotann í gær Fjölmenni safnaðist á bryggjuna í Hafnarfirði þegar þungflutningaskipið Wiebke kom til hafnar. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Eyvindur KE var fyrst raðsmíðaskipanna híft í íslenskan sjó. Gunnar Jóhannsson, útgerðarmaður Sigurborgar ST frá Hólmavík, hafði eftirlit með smíði allra skipanna í Kína. Hagkvæmt að smíða mörg skip í einu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.