Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 23 Í MORGUNBLAÐINU 24. maí síðastliðinn var viðtal við ungan pilt úr Réttarholtsskóla sem vann sér það til frægðar að verða einn til að fá 10 á samræmdu prófi í íslensku. Í viðtalinu vék hann meðal annars að einni af kennslubókunum, Mályrkju, og gaf henni heldur lága einkunn, taldi þá vinnu sem farið hefði í lestur hennar tímasóun og vitnaði til kenn- ara sinna máli sínu til stuðnings. Af þessu tilefni ritar ritstjóri í íslensku hjá Námsgagnastofnun, Ingólfur Steinsson, grein í Morgunblaðið 12. júní sl. Greinilegt er að Ingólfi sárn- ar nokkuð þessi ummæli um Mál- yrkjuna, og er það að vonum. Hann skýrir í greininni lítillega fyrir les- endum hvernig Mályrkjubækurnar, Mályrkja I, II og III, eru byggðar upp. Þar bendir hann á að sam- kvæmt aðalnámskrá skiptist ís- lenskunámið í lestur, talað mál og framsögn, hlustun og áhorf, ritun, bókmenntir og málfræði. Mályrkju- bækurnar koma inn á flesta þessa þætti og þar er að finna bókmenntir eftir íslenska höfunda frá 19. og 20. öld. M.a. eru málfræðiþættinum gerð góð skil í þessum bókum, eink- um þeirri síðustu, Mályrkju III. Undanfarnar 6-8 vikur hef ég unn- ið að því að gera könnun á notkun námsefnis í íslensku í efri bekkjum grunn- skólanna. Tilgangur hennar er fyrst og fremst að athuga hvaða námsefni er verið að nota og hvernig það nýtist. Þegar þetta er skrifað hef ég haft samband við 64 ís- lenskukennara í jafn- mörgum skólum. 40 af þessum skólum nota Mályrkju III í 10. bekk og af samræðum mín- um við þá er orðið ljóst að hún fær misjafna dóma meðal viðmæl- enda minna. Margir kennarar tala um að málfræðin í henni nýtist illa enda kemur í ljós að í öllum þessum 40 skólum eru not- aðar aðrar bækur með til að kenna málfræði. Hins vegar eru margir sáttir við bókmenntatexta og aðra bók- menntaumfjöllun í Mályrkju III. Víðast er hún notuð sem sýnisbók í bókmenntum og reynist yfirleitt vel sem slík að sögn kennara. Mjög fáir af þeim sem ég hef talað við hafa gert tilraun til að nota bókina til heildstæðrar móðurmálskennslu eins og mun þó vera ætlast til af þeim sem sömdu hana. Lausleg athugun sýnir að Mál- yrkja I og II virðast undir sömu sök seldar. þær eru notaðar sem lestrarbækur og aðrar bækur notaðar til að kenna málfræðina. En hver kynni þá að vera skýringin á því að Mályrkja á svo mis- jöfnu gengi að fagna í skólunum? Ingólfur Steinsson segir í grein sinni að það hafi hvarfl- að að sér að „kennarar óski frekar eftir eyðu- fyllingabókum með tilbúnum svörum sem hægt er að nota með lítilli fyr- irhöfn“ en Mályrkjan sé yfirgrips- mikil og þar þurfi að gefa sér tíma til að setja sig inn í efnið. Ég get ekki skilið þessa athugasemd á annan veg en þann að hér sé gefið í skyn að kennarar séu að reyna að komast létt frá kennsluundirbúningnum. Þarna er ég ekki sammála Ingólfi. Þær samræður sem ég hef átt við ís- lenskukennarana undanfarið hafa gefið mér innsýn í afar metnaðarfullt og áhugavekjandi starf víðsvegar um landið. Oft leggja þeir á sig ómælda vinnu við að semja verkefni eða tína saman ítarefni til að gera kennsluna markvissari og skemmtilegri. Enda vita það allir sem verið hafa í kennslu að þeir sem ætla sér að vera væru- kærir og makráðir í því starfi endast þar ekki lengi, a.m.k. ekki við mikinn orðstír. Nærtækari skýring gæti snert málfræðiþáttinn sem rætt var um hér að framan. Eins og kunnugt er taka nemendur grunnskólans sam- ræmt próf í íslensku við lok 10. bekkjar. 35% af því prófi er mál- fræði. Þá málfræði er reynt að kenna þessu unga fólki í 8. til 10. bekk. Þeg- ar líður á síðasta veturinn og prófið nálgast er eðlilegt að rifja upp það sem kennt hefur verið og nú á að fara að prófa í. Hafi verið stuðst við Mál- yrkju í þessari kennslu vill svo til að málfræðin, sem gefur 3,5 af heildar- einkunninni, er dreifð um alla bók- ina, Mályrkju III, alls 220 blaðsíður, innan um annað efni. Sumt verður jafnvel að sækja í Mályrkju II sem er líka 220 blaðsíður eða Mályrkju I sem er 227 blaðsíður. Mjög margir af viðmælendum mínum innan skól- anna kvörtuðu undan þessu og sögðu að þeim fyndist aðgengilegra og þægilegra að hafa alla málfræðina á einum stað. Þetta mun vera höfuð- ástæðan fyrir því að kennarar sjá sér ekki annað fært en nota aðra mál- fræðibók með Mályrkjunni og marg- ar neikvæðar athugasemdir um bók- ina tengjast þessum annmarka. Mályrkjubækurnar þrjár eru ekki slæmar bækur. Til þeirra hefur verið vandað eins og kostur er. Bók- menntatextar hafa verið valdir af kostgæfni og málfræðiþættir unnir af kunnáttu og hugkvæmni. Bæk- urnar eru því bæði fræðandi og skemmtilegar. Mályrkjuvefurinn er einnig hið mesta þing fyrir kennara. Hitt er svo annað mál að þeir sem skrifa kennsluefni verða að horfast í augu við það að sumt gengur og ann- að ekki. Það er alveg sama hvað okk- ur tekst að gera góðar bækur, það er engin trygging fyrir því að þær henti til kennslu, a.m.k. ekki fyrir alla. Kennarar hafa mismunandi áherslur og starfsvenjur og það sem hentar einum á ekki við þann næsta. Bekkir í grunnskólanum eru misjafnir. Það sem á við í einni kennslustofu gengur alls ekki í þeirri næstu. Það er því fráleitt að hugsa sér alla kennara nota sömu kennslubókina. Og þó að einum kennara finnist tímasóun að kenna Mályrkju getur annar notað hana, a.m.k. suma þætti hennar, með góðum árangri. Þannig er grunn- skólinn. Þess vegna er sveigjanleiki í vali á námsefni grundvallaratriði ef skólastarf á að geta þrifist til far- sældar og þroska fyrir æskuna sem við erum að ala upp. Sitt sýnist hverjum – um Mályrkju Ragnar Ingi Aðalsteinsson Málfræði Fráleitt er, segir Ragnar Ingi Aðal- steinsson, að hugsa sér alla kennara nota sömu kennslubókina. Höfundur er íslenskukennari og námsefnishöfundur Í MBL. 7. júní s.l. birtist frétt þar sem fram kemur að Samtök atvinnu- lífsins telji að Ríkisútvarpið hafi ný- lega byrjað innheimtu útvarpsgjalds af fyrirtækjum vegna útvarpstækja í fyrirtækjabílum án þess að hafa til þess ótvíræða stoð í lögum. Það er rétt að Ríkisútvarpið hefur innheimt útvarpsgjald hjá fyrirtækj- um og hafa forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins öðru hverju hreyft and- mælum á sömu forsendum og til- greindar eru í frétt Mbl. Á s.l. ári var gerð athugun á skilum fyrirtækja á afnotagjaldi til Ríkisútvarpsins og í framhaldi af því var ákveðið að herða innheimtu, vegna þess að í ljós kom að nokkur fyrirtæki reyndu að kom- ast hjá því að greiða afnotagjald. Náðst hefur samkomulag við nær öll fyrirtæki sem ekki greiddu afnota- gjald eftir að lög og reglur um afnota- gjald til Ríkisútvarpsins hafa verið útskýrð, en í 12. gr. laga um Ríkisút- varpið nr. 122 frá 30. júní 2000 segir m.a.: „Eigandi viðtækis sem nýta má til mót- töku á útsendingum Ríkisútvarpsins skal greiða afnotagjald, út- varpsgjald, af hverju tæki. Þó skal aðeins greiða eitt útvarpsgjald fyrir einkaafnot fjöl- skyldu á heimili. Afslátt skal veita þeim sem að- eins geta nýtt sér svart/ hvíta móttöku sjón- varpsefnis og þeim sem einungis geta nýtt sér hljóðvarpssendingar. Einnig er heimilt að veita fyrirtækjum og stofnunum afslátt vegna fjölda tækja á sama stað. Nán- ari ákvæði um afslátt og skilgrein- ingu á heimili skal setja í reglugerð.“ Í Mbl. 26. júní sl. skrifar lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins Jón Rúnar Pálsson að kjarni þessa ágreinings sé sá að í 12. gr. laga 122/ 200 er hvergi talað um sérstaka gjaldtöku vegna útvarpa í fyrir- tækjabílum umfram einkabíla. Eins og áður hefur komið fram er sérstak- lega greint frá í 12. gr. laganna að heimilt er að veita fyrirtækjum og stofnunum afslátt vegna fjölda tækja á sama stað, og að nánari ákvæði um afslátt eigi að setja í reglugerð. Við framkvæmd laganna hefur Afnotadeild RÚV litið þannig á að fyrir- tækjabifreið hafi ákveð- ið heimili, þ.e. heimili fyrirtækisins, og þess vegna væri heimilt að gefa af- slátt vegna fjölda tækja. Afnotagjald í bifreiðum hefur ekki verið aflagt, enda er getið sérstaklega um í reglu- gerð að viðtæki í einkabifreiðum telst heimilisviðtæki notanda. Í reglugerð um Ríkisútvarpið, sbr. Stj.tíð. B, nr. 357/1986, 18, gr, segir m.a. „Viðtæki í einkabifreiðum telst heimilisviðtæki notanda. Af viðtækj- um í öðrum bifreiðum og vélknúnum tækjum skal greiða fullt gjald. Sjúkrahús, heilsuhæli, vistheimili, dvalar- og elliheimili og sjúkradeildir slíkra stofnana, skólar, aðrar stofn- anir og fyrirtæki skulu greiða 50% útvarpsgjald af hverju aukasjón- varpstæki í samfelldri notkun í eigu stofnunarinnar og 15% útvarpsgjald af hverju aukahljóðvarpstæki, en ekki línum frá þeim til annarra vista- vera.“ Reglugerðin tekur ekki á einstaka tilfellum um afslátt. Við ákvörðun um greiðslu útvarpsgjalds af viðtækjum í bifreiðum er litið svo á að atvinnu- bifreiðar sama eiganda eða rekstrar- aðila tilheyri ákveðnu heimilisfangi, þ.e. sama stað, og því sé heimilt að gefa afslátt. Reglugerðin er í sam- ræmi við lögin, en ekki er sérstaklega getið í reglugerðinni um leigubif- reiðastjóra. Andi reglugerðarinnar er í sam- ræmi við lögin að viðtæki í einkabif- reið tilheyri heimilisafnotum. Í tilfell- um þar sem um leigubifreiðastjóra er að ræða svo og þegar yfirmenn fá bif- reið til afnota frá fyrirtækinu, hefur verið litið svo á að um einkabifreið sé að ræða og því þurfi ekki að greiða sérstakt afnotagjald. Athugasemd Jóns Rúnars Páls- sonar um að afnotagjöld til Ríkisút- varpsins skv. lögum standist ekki stjórnarskrána er önnur umræða og verður ekki svarað hér. Ríkisútvarpið ætlar að standa vörð um þennan lögbundna tekjustofn, sbr. lagaákvæðin, sem vitnað var í hér að ofan. Einstök fyrirtæki í land- inu eiga því ekki að komast hjá að greiða af viðtækjum sínum til út- varps- eða sjónvarpsafnota þegar all- ur þorri heimila og fyrirtækja í land- inu greiðir afnotagjald eins og tíðkast líka hjá útvarps- og sjónvarpsstöðum í almannaþágu í flestum eða öllum öðrum löndum Vestur-Evrópu. Flest fyrirtæki greiða af viðtækjum Halldór V. Kristjánsson RÚV Einstök fyrirtæki í land- inu, segir Halldór V. Kristjánsson, eiga ekki að komast hjá að greiða af viðtækjum. Höfundur er starfsmaður afnotadeildar Ríkisútvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.