Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 25
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 25 Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heill- andi borgar. Þú bókar tvö sæti til Mílanó þann 27. júlí, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar mest spennandi borgar Evrópu á frábærum kjörum. Frá Mílanó liggja þér allar leiðir opnar um Evrópu og hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4ra stjörnu hótela. Aðeins 28 sæti í boði Tveir fyrir einn til Mílanó 27. júlí frá 15.207 kr. Verð kr. 15.207 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 30.414.- / 2 = 15.207.- Skattar kr. 2.495 ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.- Forfallagjald kr. 1.800.- Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Nemendur í 9. og 10.bekkjum Langholts-skóla stunduðu nám ífrönsku á framhalds- skólastigi s.l. vetur. Þau fóru fljót- lega að eiga bréfaskipti við franska nemendur í N-Frakklandi og leiddi það af sér að skólarnir höfðu nem- endaskipti, frönsku börnin heim- sóttu Ísland og íslenskir nemendur fóru til Frakklands. Frönsku nemendurnir sem hing- að komu, dvöldu í 10 daga á Íslandi og ferðuðust um. Þau skoðuðu m.a. Gullfoss, Geysi, Þingvelli og fóru í þriggja daga ferð um Suðurlands- undirlendið að Jökulsárlóni. Þau heimsóttu Reykjavík, þar sem borgarstjórinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bauð þau velkomin og franska sendiráðið var með mót- tökuathöfn fyrir þau í Alliance Francaise. Þau gistu öll hjá ís- lensku nemendunum. Það var svo í lok vetrar að frönsku nemendurnir endurguldu nemendum Langholtsskóla heim- sóknina og þau héldu utan ásamt kennurunum Petrínu Rós Karls- dóttur og Sveini Karlssyni. Þau dvöldu í Frakklandi í tvær vikur og heimsóttu einnig Belgíu. Ferðin var hugsuð sem menning- arferð og fengu nemendurnir góða innsýn inn í heim Frakka og skrif- uðu þau verkefni í samfélagsfræði um það sem þau höfðu séð og kynnst í Frakklandi auk þess sem þau héldu dagbækur. Meðal þess sem þau gerðu var að fara í Eiffelturninn og sigla á Signu. Þau fóru í nútímavísinda- safnið í La Vilette og skoðuðu elsta hluta Parísarborgar Ile de la Cité þar sem Notre Dame kirkjan er. Pompidou safnið og Versalir voru einnig skoðuð. Svo var farið í Euro-Disney þar sem krakkarnir skemmtu sér vel og í Belgíu var hitinn svo mikill að þau gátu farið niður að strönd og legið í sólbaði. Þau gistu öll hjá frönsku félögum sínum og heimsóttu auðvitað skól- ann þeirra. Það var svo tekið á móti þeim með viðhöfn í bænum Hem en bæjarstjórinn þar bauð þau vel- komin og bauð þeim upp á veitingar og gaf þeim öllum gjafir. Petrína Rós Karlsdóttir, frönsku- kennari, sá um undirbúning ferð- arinnar en hún sagði hana hafa gengið mjög vel. Hún sagði að í mörg horn hefði þurft að líta við undirbúninginn, og að stuðningsað- ilar hefðu komið að verkefninu með ýmsum hætti, s.s. Langholtsskóli, utanríkisráðuneytið, La Baguette, Rafborg, Beco sem gaf filmur, Mál og menning og José Ortéga safn- stjóri í París, auk þess sem ferðin var styrkt af Sókrates-áætluninni. Petrína segir börnin hafa verið skólanum sínum, landi og þjóð til sóma og að allt hafi gengið vand- ræðalaust fyrir sig, utan þess að einn nemandi hafi orðið fyrir barðinu á vasaþjófum. Hún sagði að í verkefnum og dagbókum íslensku nemendanna komi fram viðhorf þeirra til þeirrar ólíku menningar sem þau skynjuðu í Frakklandi og kannski sérstaklega undrun þeirra á uppeldisaðferðum franskra for- eldra en þeir eru mun strangari en íslenskir foreldrar og eru ekki endilega alltaf að taka tillit til barna sinna, a.m.k. ekki í eins rík- um mæli og börnunum finnst ís- lenskir foreldrar gera. „Í þessari ferð lærðu þau að standa saman í hóp og að taka eftir – gæta þess að láta ekki upplýs- ingar fram hjá sér fara því það gat dregið dilk á eftir sér og svo að fara gætilega með peninga og verð- mæti því vasaþjófar voru á hverju strái. Ferðin hefur án efa víkkað sjón- deildarhringinn hjá krökkunum og það var greinilegt að mörg þeirra komust að því hvað þau hafa það gott að búa á Íslandi,“ sagði Petr- ína Rós Karlsdóttir, frönskukenn- ari í Langholtsskóla. París er eins og glópagull … Nemendaskipti/Í vor hélt hópur nemenda í 9. og 10. bekk Langholtsskóla til Frakklands til þess að kynna sér siði lands og þjóðar, en síðastliðinn vetur komu hingað franskir jafnaldrar þeirra í sömu erindagjörðum. Gunnar Hersveinn kynnti sér nemendaskiptin og fékk að heyra ferðasöguna. Frakklandsfarar á götu í París.  Franskir foreldrar eru mun strang- ari en íslenskir foreldrar  Mörg þeirra komust að því hvað það er gott að búa á Íslandi „Ég kynntist auðvitað öðrum sið- um og annarri menningu og ekki síst öðruvísi fjölskyldulífi því á heimilinu þar sem við Una vor- um var mamma með fimm börn og hún var alltaf að öskra á þau en því hef ég aldrei kynnst áður. En núna veit ég líka að svona strangt franskt uppeldi, þar sem börnin eru ofvernduð, er alls ekki betra en okkar frjálslega uppeldi. Frönsku krakkarnir voru svo ósjálfstæðir og barna- legir að við höfðum aldrei kynnst öðru eins ...“(María Guð- mundsdóttir, 10-BG) „París er eins og glópagull, draumur á að líta en hér eru þjófar, subbur og franskir karlar sem má ekki horfa á.“ „Lög sem voru sett hér í Frakklandi árið 1950 segja að klósett megi ekki vera á sama stað og bað og vaskur. Þetta finnst mér mjög asnalegt …“ „Ég skil ekki af hverju Frakk- ar læra ekki ensku, maður getur ekki talað við neinn og síðan halda þau að við tölum frönsku, Frakkland er aðeins hluti af Evrópu og flestir Evrópubúar tala ensku, þetta finnst mér sjálfselska ...“ (Hulda Björk 10- BG). Dagbókarbrot Á HVERJU vori birtir Námsmats- stofnun í skýrslu sinni um sam- ræmd próf, normaldreifðar með- aleinkunnir grunnskólanna í landinu fyrir hvert ár annars veg- ar og meðaltöl þriggja ára hins- vegar. Sif Vígþórsdóttir, skóla- stjóri á Hallormsstað, segir að í kjölfar útgáfu skýrslunnar ár hvert sé iðulega einblínt í fjöl- miðlum á hvaða skólar komi vel út á samræmdu prófunum og þá gleymist að segja frá árangri þeirra skóla sem ekki eru með í heildarmyndinni sökum fámennis. Í báðum samantektunum er miðað við skóla sem hafa ellefu nem- endur eða fleiri í árgangi. „Fyrir árið 2001 voru 49 skólar af 156 sem ekki fengu að birta sín- ar einkunnir sökum fámennis í ár- gangi. Þarna eru því ríflega 30% skóla landsins ekki með. Ef menn vilja vera með sem réttastar frétt- ir og trúverðugsta umfjöllun gefur það auga leið að það hlýtur að vera eðlilegra að byggja á gögnum þar sem hægt er að finna upplýsingar um flesta sem málið varðar. Ef skoðuð eru þriggja ára með- altöl, þ.e. frá 1999 til 2001, eru 11 skólar af 156 ekki með eða ríflega 7%,“ segir Sif og bætir við að þetta sé í þriðja sinn sem þriggja ára meðaltöl eru tekin saman af Námsmatsstofnun en það var fyrst gert árið 1997. „Þessir fámennu skólar eru ekki með á blaði, það er ekki minnst á þá. Það er aldrei talað um þessi þriggja ára meðaltöl sem eru tölur sem mér finnst mun betra að skoða. Með því að einblína frekar á þriggja ára meðaltöl þá eru í fyrsta lagi fleiri skólar með í dæm- inu og í öðru lagi er tekið fyrir sveiflur sem kunna að koma upp á ársmælikvarða.“ Mælikvarðarnir tveir hafa sömu gallana Þegar Sigurgrímur Skúlason, sviðstjóri samræmdra prófa hjá Námsmatsstofnun, er inntur eftir því hvers vegna svo lítið hafi farið fyrir umfjöllun þriggja ára með- altala segir hann ástæðu þess fyrst og fremst vera fjölmiðla þar sem form þeirra sé svo knappt og að þeir dragi það út sem þeim finnist vera aðalatriðið. Aðspurður segir hann Námsmatsstofnun reyna að hampa þriggja ára meðaltölunum. „Ég er alveg sammála Sif að þriggja ára meðaltölin séu betri og stöðugri mælikvarði en mælikvarði fyrir hvert ár,“ segir Sigurgrímur en bætir við að það eigi þó bara við að vissu marki þar sem báðir mælikvarðarnir hafa sömu gallana, þ.e. að þeir ná ekki til víðtækari þátta í skólastarfinu. Þriggja ára mælikvarðinn sé þó stöðugri mæli- kvarði á það sem þeir þó geta mælt. Sigurgrímur segist aldrei líta á umræddar skýrslur frá því sjón- arhorni hvaða skóli sé hæstur eða lægstur þegar hann er spurður hverjar meginniðurstöður þriggja ára meðaltala séu í ár. Að hans mati eru umræddar upplýsingar trúlega besti mælikvarðinn á stöðu einstakra nemenda en ekki á það starf sem fram fer í skólunum sjálfum. Skýrsla Námsmatsstofnunar um samræmd próf Þriggja ára meðaltöl betri mælikvarði Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Samræmd próf í Hagaskóla vorið 1999.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.