Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HLUTHAFAFUNDUR LYFJAVERZLUNAR Hluthafafundur LyfjaverzlunarÍslands hf., sem haldinn var ígær, hefur vakið mikla at- hygli og í viðskiptalífinu hafa menn beðið þessa fundar með töluverðri eft- irvæntingu. Segja má að í þeim átök- um, sem staðið hafa meðal hluthafa í Lyfjaverzluninni undanfarnar vikur, hafi verið tekizt á um tvö grundvallar- atriði. Í fyrsta lagi hversu langt stórir hluthafar geti gengið í því í hluta- félögum, sem skráð eru á opnum markaði að knýja fram umdeildar ákvarðanir, sem álitamál getur verið hvort allir hluthafar hagnist á. Og í öðru lagi hafa þessi átök snúizt um verðmat á fyrirtækjum og atvinnu- rekstri og mjög ólík sjónarmið komið fram þar um. Segja má að hluthafafundur Lyfja- verzlunarinnar hafi sýnt að lýðræðið innan stórra hlutafélaga virki. Þar tóku margir litlir og meðalstórir hlut- hafar höndum saman um að standa gegn ákvörðunum stærri hluthafa og höfðu sigur. Ekki er ólíklegt að þessi niðurstaða geti leitt til þess að smærri hluthafar í öðrum stórum hlutafélög- um átti sig á því að þeir geti haft tölu- vert að segja ef þeir standa saman. Stjórnendur stórra fyrirtækja, sem eru í eigu mikils fjölda hluthafa, geta því hugsanlega í kjölfar aðalfundar Lyfjaverzlunarinnar átt von á gagn- rýnni afstöðu hluthafa á aðalfundum en hingað til hefur tíðkazt. Í öllum löndum eru skiptar skoð- anir um verðmat á fyrirtækjum og fram hafa komið ýmsar kenningar um það. Á nokkrum undanförnum árum hafa menn bæði hér og annars staðar verið agndofa yfir því verðmati sem stundum hefur verið til staðar á ein- stökum fyrirtækjum. Það á við um markaðinn sjálfan en einnig um sér- fræðinga fjármálafyrirtækja sem hafa það að atvinnu að verðmeta fyr- irtæki. Þegar gengi netfyrirtækja var sem hæst var í tízku að segja að verðmatið á þeim byggðist á „væntingum“. Þær væntingar hafa hrunið og verð fyrir- tækjanna með. Í deilunum meðal hlut- hafa Lyfjaverzlunarinnar hefur m.a. verið tekizt á um það, hversu hátt skuli meta „framtíðarsýn“ á við- skiptamöguleikum á sviði öldrunar- þjónustu. Um það hafa verið mjög skiptar skoðanir og hið mismunandi mat hlaupið á mörg hundruð milljón- um króna. Morgunblaðið benti á það í forystugrein fyrir skömmu að ef það verðmat, sem hæst var, stæðist ætti það að geta orðið góð tekjulind fyrir íslenzka ríkið að selja leyfi til að reka heimili fyrir aldraða! Í því góðæri, sem ríkt hefur undan- farin ár, hafa fyrirtæki verið seld á ótrúlega háu verði. Líklega er reynsl- an að kenna mönnum að þar hafi verð- matið stundum verið alltof hátt og fyrirtækin engan veginn staðið undir verðmatinu. Meiri hluti hluthafa í Lyfjaverzlun Íslands hf. vildi ekki fallast á mat meirihluta fyrrverandi stjórnar félagsins á því verðmæti sem væri í fyrirtæki sem nefnist Frumafl hf. og hafnaði samningum um kaup á því. Ekki er ólíklegt að þetta mat hluthaf- anna verði til þess að þeir, sem hafa það að atvinnu að verðmeta fyrirtæki, staldri við og spyrji sjálfa sig á hvaða leið þeir hafi verið. Það mundi áreið- anlega auka raunsæi í íslenzku við- skiptalífi ef slíkt sjálfsmat færi fram. WAGNER OG ÍSRAEL Þær hörðu deilur er ríkt hafa í Ísr-ael undanfarið vegna áforma hljómsveitarstjórnandans Daniels Barenboims um að flytja verk eftir Richard Wagner í Jerúsalem eru at- hyglisverðar fyrir margar sakir. Ára- tugum saman hefur verið deilt um það hvort leyfa skuli flutning á verkum Wagners í Ísrael og því kom ekki á óvart að þær skyldu blossa upp á ný er Barenboim kynnti áform sín um að flytja Valkyrjurnar á ísraelskri tón- listarhátíð. Frá þeim áformum var fallið en að loknum tónleikum um helgina kynnti Barenboim óvænt aukanúmer úr Tristan og Isolde. Þeim gestum er ekki vildu hlýða á flutninginn var boðið að yfirgefa sal- inn sem nokkrir gerðu auk þess að hrópa ókvæðisorð að stjórnandanum. Ehud Olmert, borgarstjóri Jerúsal- em, segir þessa ákvörðun Barenboims sýna „óskammfeilni, hroka, ókurteisi og ónærgætni“ og Ariel Sharon for- sætisráðherra sagðist frekar hafa kosið að verkið hefði ekki verið flutt. Ástæða þessarar miklu andstöðu við Wagner er augljós. Verk hans voru notuð í áróðursskyni af Adolf Hitler og nasistastjórn hans og urðu að eins konar tákni um hinar sjúku germönsku draumsýnir nasista. Þá er ekki umdeilt að Wagner sjálfur hafði óbeit á gyðingum. Hins vegar má spyrja hvort skoð- anir einstaklings réttlæti það að verk- um hans sé úthýst. Hvað þá að þau hafi verið misnotuð í ömurlegum til- gangi löngu eftir andlát listamanns- ins. Vissulega er hægt að skilja þær djúpu tilfinningar sem málið vekur í Ísrael, ekki síst meðal þeirra er lifðu af helför nasista. Fram hjá því verður hins vegar ekki litið að Wagner er eitthvert mesta tónskáld allra tíma. Verk hans eru mikilfengleg og einstök í tónlistarsög- unni. Er réttlætanlegt að úthýsa þeim að eilífu vegna skoðana listamannsins eða misnotkunar annarra á þeim? Hvað ef leggja ætti sama mat á önnur mikilmenni listasögunnar? Það er hætt við að svarti listinn yrði ansi langur. Verk Wagners eru sjálfstæð listaverk. Að leyfa flutning þeirra í Ísrael átakalaust væri tákn um um- burðarlyndi. Gyðingar þekkja það sjálfir allt of vel hversu sárt það er þegar umburðarlyndi er ekki fyrir hendi. MIKILL fjöldi hluthafa sóttihluthafafund LyfjaverslunarÍslands í gær en fram kom ímáli Jakobs Möller, fundar- stjóra hluthafafundarins, að mætt var á fundinn fyrir 97,81% atkvæða eða fyrir ríflega 423 milljónir króna hluta af 430 milljón atkvæðisbærum hlutum í félaginu. Í gær var samþykkt lögbann á að Jó- hann Óli Guðmundsson, aðaleigandi Frumafls, gæti nýtt sér þá 170 milljón hluta sem hann fékk sem endurgjald vegna kaupa á Frumafli ehf. Á fundinum var samþykkt tillaga sem Lárus Blöndal lagði fram um að hluthafa- fundur Lyfjaverslunar Íslands hf. sam- þykkir að leita eftir ógildingu eða riftun á samningi um kaup á öllu hlutafé í Frum- afli hf. af Jóhanni Óla Guðmundssyni sem undirritaður var af meirihluta stjórnar f.h. félagsins hinn 20. júní 2001. Alls samþykktu handhafar 78,3% at- kvæða tillöguna, nei sögðu 20,4% og handhafar 1,4% atkvæða sátu hjá. Í máli Gríms Sæmundsen, fráfarandi stjórnarformanns Lyfjaverslunar Ís- lands, á fundinum kom fram niðurstaða Hæstaréttar Íslands leiði til þess að ekki er meirihluta stuðningur við núverandi skipan stjórnar félagsins og því hafi stjórnin ákveðið að láta af embætti. Hann bætti við að niðurstaða Hæstaréttar væri ekki dómur um það hvort verðmæti á Frumafli hefði verið rétt heldur með hvaða hætti ákvörðun um kaupin var tek- in. „Hér er einungis um bráðabirgðanið- urstöðu að ræða sem endanlega verður ráðin til lykta fyrir dómstólum á næstu mánuðum. Það er trú þessara stjórnar- manna að hagsmuna hluthafa félagsins og félagsins hafi verið gætt í hvívetna og að sú niðurstaða muni fást að lokum,“ sagði Grímur. Margeir Pétursson nýr stjórnarformaður Samþykkt var einróma á fundinum til- laga Lárusar Blöndal um nýja stjórn en hana skipa: Margeir Pétursson formaður, Örn Andrésson varaformaður, Lárus Blöndal, Stefán Bjarnason og Grímur Sæ- mundsen. Í varastjórn sitja Ólafur Njáll Sigurðsson og Yngvi Óttarsson. Úr stjórninni fóru Ólafur G. Einarsson og Óskar Magnússon og úr varastjórninni Ásgeir Bolli Kristinsson og Ólafur Jóns- son. Fram kom í máli Gríms á hluthafafund- inum að þrátt fyrir að nýgenginn dómur Hæstaréttar muni hafa talsverð áhrif til skamms tíma á málefni Lyfjaverslunar Íslands þá sé hann sannfærður um að til lengri tíma litið geti málefnaleg afstaða hluthafafundarins einnig haft mikil áhrif á framtíð hennar og hugsanleg verkefni innanlands sem utan. Því hvetji hann hluthafa til þess að hafa hagsmuni félags- ins en ekki einstaklinga að leiðarljósi í þrætunni um Frumafl hf. Grímur sagði að stjórnendur Lyfja- verslunar og Frumafls hefðu skoðað að- stæður í Svíþjóð en þar hefði einkafjár- festing í heilbrigðisgeiranum vaxið úr 15 milljörðum íslenskra króna í 100 milljarða króna á síðustu fimm árum. Sagði hann að aðilar sem þeir hefðu heimsótt í Svíþjóð hefðu sýnt mikinn áhuga á að fjárfesta í heilbrigðisþjónustu hér á landi og hugs- anlega fara í samstarf við Lyfjaverslun Íslands í Eystrasaltslöndunum í ljósi reynslu Lyfjaverslunar þar. „Kaupin á Frumafli voru ákveðin með þessa nýju framtíðarsýn og vaxtarmöguleika Lyfja- verslunar Íslands innanlands og erlendis í huga. Með þessum kaupum var ætlunin að Lyfjaverslun gegndi forystuhlutverki í einkareknum þjónustuverkefnum á heil- brigðissviði á Íslandi.“ Núvirtur framtíðarhagnaður Frumafls rúmir 2 milljarðar Grímur vitnaði í ræðu sinni til nýrrar skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Mark- viss ehf. vann fyrir fráfarandi stjórn Lyfjaverslunar Íslands. Þar kemur fram að á næstu 10 árum þurfi að byggja jafn- gildi 20 hjúkrunarheimila af sömu stærð og Sóltúnsheimilið, en þar er gert ráð fyr- ir 92 íbúðum. Í skýrslunni, sem Einar Kristinn Jónsson rekstrarhagfræðingur vann, kemur fram að núvirtur framtíðar- hagnaður Frumafls hf., miðað við 20% ávöxtunarkröfu sé áætlaður 2.067 millj- ónir króna. Er niðurstaðan byggð á því að Frumafl komi að rekstri þriðjungs þeirra 20 hjúkrunarheimila sem byggja þurfi á næstu 10 árum og hasli sér einnig völl á sviði heimahjúkrunar og annarar þjón- ustu við aldraða. Lárus L. Blöndal tók til máls á hlut- hafafundinum en hann tók sæti í stjórn Lyfjaverslunar Íslands á aðalfundi félags- ins í apríl og hefur unnið gegn því að samningurinn fram að ganga. Lárus sagði að leita eftir óg hann Óla þær greiða fyrir Fr samninginn he mætum hætti. dóms Hæstaré tekin af tvímæ óheimt að gan þykkis hlutha bráðabirgðanið Of lág lögð Lárus ræddi mæti Frumafl ótækt fyrir m Lyfjaverslun a kaup á fyrirtæ 78,3% kaupu Mikill meirihluti hluthafa í Lyfja einum af stærstu hluthöfum í L kjörin. Guðr Grímur Sæ maður Lyfja hafafundinu tækið Mar HRÓBJARTUR Jónatansson, lög- maður Jóhanns Óla Guðmunds- sonar, segir það mat umbjóðanda síns að hann hafi tengst Lyfja- verslun á fölskum forsendum. „Á fundinum kom fram að þetta er deila um tilgang og stefnu félags- ins. Heildsalarnir í félaginu hafa einfaldlega tekið það yfir og það er ljóst að nýsköpun á heilbrigð- issviði er ekki þeim að skapi. Þetta er í raun undirrótin. Heildsalarnir hafa talið hluthöfunum trú um að hagur félagsins sé meiri í rekstri hefðbundinnar heildsölu en í þeim heilbrigðisrekstri sem áformað var að fara út í,“ segir Hróbjartur. Hann segir það skoðun Jóhanns Óla að þarna sé mikil skammsýni á ferðinni því vaxtarmöguleikar Lyfjaverslunar Íslands liggi ekki á sviði heildsölu heldur fremur í einkareknum heilbrigðisstofn- unum hér heima og erlendis. „Jó- hann Óli hlýtur nú að hugsa sinn gang og leita eftir samstarfi við aðra. Fjölmargir aðilar, erlendir og innlendir, hafa lýst áhuga á samstarfi við hann. Í sjálfu sér kann að vera að ekki sé sérstök eftirsjá að því að verða ekki hluti af þeirri framtíðarsýn sem fyrri stjórn hafði.“ Varðandi dóm Hæstaréttar seg- ir Hróbjartur að hann taki ekki á því ágreiningsefni sem var til um- ræðu, þ.e. verðmati á Frumafli. „Dómurinn fjallar um formið á ákvörðuninni sem byggist á því að sérfræðiálit hafi ekki verið komið nægjanlega snemma fram og þar af leiðandi hafi ákvörðun stjórn- arinnar verið ógild samkvæmt hlutafélagalögum. Í sjálfu sér ligg- ur ekkert fyrir um að stjórnin hafi ekki mátt kaupa Frumafl á þessu verði. Dómurinn leggur hins veg- ar höft á að Jóhann Óli geti notað atkvæði sín á grundvelli þess hvernig var stofnað til kaupanna. Nú þykist ég vita að sérfræðiálits vegna kaupa á A. Karlssyni og Thorarensen lyfjum hafi einnig verið aflað eftir á og mér er kunn- ugt um að Guðmundur Sveinsson endurskoðandi, sá sami og gerði skýrslu um Frumafl, gerði sér- fræðiskýrsluna um Thorarensen lyf eftir á. Það er nokkuð skondið að þeir hluthafar sem hér hafa smalað til rússneskrar kosningar eru því að nota atkvæði sem eru byggð á gjörningum þar sem um er að ræða sams konar ákvarð- anatökuferli og í Frumaflsmál- inu,“ segir Hróbjartur. Hugsanlegt að minnisblaðið baki bótaskyldu Spurður um bótakröfu segir hann að það verði skoðað. „Þessi dómur kom mjög á óvart þar sem hann er í algerri andstöðu við dóm héraðsdóms þar sem byggt var á þessum langa aðdraganda sem Hæstiréttur gerir ekkert úr. Lyfjaverslun Íslands verður nú að höfða mál til ógildingar samningi og staðfestingar á lögban gengnum slíkum dómi fæs skorið hvert gildi þessara inga er.“ Hróbjartur segir að svo að vera að Lyfjaverslun Ís bótaskyld vegna gerða fyr stjórnar, þ.e. að minnisbla yfirlýsingin frá í janúar h félaginu bótaskyldu. Að m bjarts víkur Hæstiréttur e yfirlýsingunni frá 24. janú segir það mjög athyglisve dóminn. „Í málinu var dei hvort setja ætti lögbann á bráðabirgðagerð en ekki niðurstaða. Það er skauta léttilega framhjá þessu m isblaði af hálfu Hæstarétt vegar virðist efnislega ko að úr því að sérfræðiálits aflað fyrir ákvörðun um k hafi kaupin ekki komist á þann hluta sem kaupréttu náði til. Það á eftir að svar hvert gildi minnisblaðsins tilboðs sem fólst í minnisb var á sínum tíma.“ Enginn skuldbindand ingur og engin bótas Jón Steinar Gunnlaugss hæstaréttarlögmaður kva hljóðs á fundinum og ræd Hæstaréttar frá í gær. Ha nú ljóst að enginn skuldbi samningur hefði verið ger kaupin á Frumafli og ótví Lyfjaverslun Íslands hefð Heildsalarnir hafa tekið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.