Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 27 um kaup á Frumafli næði . ástæður fyrir tillögunni um gildingu á samningi við Jó- að of hátt verð hefði átt að rumafl og að ákvörðunin um efði verið tekin með ólög- Hann vísaði til nýgengins éttar og sagði að þar væru æli um að stjórninni var nga til samninga án sam- fafundar. Það væri engin ðurstaða, sagði Lárus. g ávöxtunarkrafa ð til grundvallar i einnig útreikninga á verð- fls. „Það var gjörsamlega mig sem stjórnarmann í að sætta mig við að afgreiða æki upp á 860 milljónir án þess að lagt væri fram með hvaða hætti þetta verð væri fundið út.“ Lárus sagði að til grundvallar hafi legið rekstraráætlun Frumafls, þ.e. seljandanum, en ekki út- reikningar á vegum kaupandans, Lyfja- verslunar. Hann sagði núvirðisútreikninga Birkis Leóssonar, endurskoðanda LÍ, hafa átt að liggja til grundvallar ákvörðunar stjórn- arinnar um kaup á Frumafli. Lárus sagði útreikningana gera ráð fyrir of lágri ávöxtunarkröfu en verðmæti Frumafls- samningsins miðað við 9–10% ávöxtunar- kröfu væri á bilinu 125–143 milljónir króna. Með hærri ávöxtunarkröfu hefði verðmætið enn lækkað, en samt sem áður hefði legið fyrir stjórninni að kaupa Frumafl á 860 milljónir króna. Lárus sagði að útreikningar endur- skoðandans hefðu byggst á forsendum seljandans og Lárus lagði á fundinum fram fyrirspurn til Birkis Leóssonar, end- urskoðanda LÍ, þess efnis hvort verðmat frá honum út frá eigin forsendum hefði orðið lægra eða hærra en fyrri útreikn- ingar. Einnig hvort í því verðmæti væri viðskiptavild innifalin eða hvort bæta ætti henni ofan á. Engar efnislegar eignir í Frumafli, einungis viðskiptavild Birkir Leósson endurskoðandi svaraði fyrirspurninni á þann hátt að hann myndi nota hærri ávöxtunarkröfu en 10% við út- reikninga á verðmæti Sóltúnsverkefnis- ins nú og það myndi leiða til lægra sjóð- streymismats á verkefninu. Birkir sagði að viðskiptavild væri inni í matinu þar sem Frumafl ætti engar efnislegar eignir og þ.a.l. byggðist allt matið á viðskipta- vild. Í samtali við Morgunblaðið segist Lár- us ánægður með að deilunni skuli senni- lega vera lokið og félagið geti aftur snúið sér að daglegum rekstri. Lárus segir dóm Hæstaréttar afdráttarlausan og engan vafa leika á að um endanlega niðurstöðu sé að ræða. Hann segir að staðfestingarmál verði höfðað innan viku eins og lög gera ráð fyr- ir. Með því á að fást staðfesting á að þau rök sem færð voru fram fyrir lögbanninu standist. „Mér sýnist á dómi Hæstaréttar að komin sé efnisleg niðurstaða í því.“ Margeir með umboð frá 600 hluthöfum af 780 Margeir Pétursson, stjórnarformaður Lyfjaverslunar Íslands, þakkaði hluthöf- um á fundinum fyrir það traust sem hon- um og öðrum nýjum stjórnarmönnum í félaginu væri sýnt. Á fundinum var fallið frá því að fjalla undir meint trúnaðarbrot Lárusar Blöndal undir liðnum önnur mál og lom fram í máli Margeirs að með því sé sleginn ákveðinn sáttatónn í málefnum Lyfjaverslunarinnar. „Vilji hluthafa er al- veg skýr og ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka það traust sem mér var sýnt að fá umboð u.þ.b. 600 hluthafa af 780 sem er afskaplega óvenjulegt. Þannig að ég held að lýðræðið hafi svo sannarlega sigrað hér og það gætu kannski stjórn- armenn í öðrum félögum haft í huga að gleyma ekki litlu hluthöfunum og hugsa vel um þá. En ég lít nú svo á að það hafi orðið vatnaskil í þessum deilumálum sem hafa skekið félagið.“ Margeir segir að sjálfsögðu muni ný stjórn fara að samþykkt fundarins um riftun samnings um kaup á Frumafli enda sé stjórnin skuldbundin til þess að fara að vilja hluthafa. „Engu að síður óskum við Frumafli alls hins besta í framtíðinni og það verkefni gangi vel og verði íslenskri heilsugæslu til heilla.“ Að sögn Gríms kemur niðurstaða Hæstaréttar honum á óvart en Hæstirétt- ur sé æðsti úrskurðaraðilinn og menn verði að hlíta þessum dómi. Hann segist ekki geta talað fyrir hönd eigenda Frum- afls en þeir verði væntanlega að leita sátta í þessari stöðu. „Ég mun allavega reyna að stuðla að því að menn finni einhverja sáttaleið til að félagið eflist frekar.“ Grímur segist ætla að vinna í nýskip- aðri stjórn af sömu heilindum og hann hefur gert hingað til. „Þessi stjórnarskip- un er ákveðið samkomulag sem kom út úr þessum fundi. Ég held að okkur sé öllum treyst til þess að vinna sameiginlega að málefnum félagsins. Ég sé ekki að það leysi nein mál ef menn fara að starfa eftir einhverjum fylkingum. En þetta verður bara að koma í ljós. Ef það er sáttavilji til staðar þá kemur þessi stjórn vonandi til með að vinna samhent.“ Grímur segist ekki telja að það sé búið að sverta nafn Lyfjaverslunar með þeim deilum sem hafa verið innan félagsins. „Nú er komin ákveðin niðurstaða og ég held að félagið standi að því leytinu til sterkt eftir að hluthafar tóku á málum. Þetta voru auðvitað illvígar deilur en að félagið skuli hafa innri styrk til að þola jafn mikil átök og orðið hafa sýnir bara hve sterkt félagið er. Ekki hægt að tala um klofning Margeir segir að niðurstaða Hæsta- réttar og hluthafa sé skýr þannig að ekki sé hægt að tala um að Lyfjaverslun sé klofin. Vilji hluthafafundar er algjörlega skýr. Auðvitað hafa mjög þung orð fallið og í ljósi þess má segja að ólíklegt sé að Frumafl verði skoðað frekar. Hann segir að Lyfjaverslun eigi nóg með þær breyt- ingar sem hafa orðið á Lyfjaversluninni undanfarið, „það er með kaupum á heild- versluninni A. Karlsson og Thorarensen lyfjum. Með þessu næst gríðarleg stærð- arhagkvæmni en það verður mikil vinna að ná henni fram og það er nægt verkefni fyrir félagið. “ Lítil viðskipti voru með hlutabréf Lyfjaverslunar í gær á Verðbréfaþingi Ís- lands eða fyrir tæpar 5 milljónir króna að söluverði. Lækkaði gengi bréfanna um 19,4% eftir skarpa hækkun deginum áður. Tilkynnt var til VÞÍ í gær að Jóhann Óli hefði aukið hlut sinn í Lyfjaverslun um rúmlega 5,1 milljón að nafnverði í Lyfja- versluninni og voru viðskiptin á genginu 5,87. Eignarhlutur Jóhanns eftir kaupin nam 215.816.461 krónu að nafnverði en væntanlega mun hlutafé í Lyfjaverslun Íslands verða minnkað úr 600 milljónum í 430 milljónir eða um þær 170 milljónir sem hann fékk sem greiðslu fyrir Frumafl í kjölfar samþykktar hluthafafundarins og hlutur hans því verða tæpar 46 millj- ónir króna að nafnverði. Lokagengi Lyfjaverslunar á VÞÍ í gær var 5,0. hluthafa andvíg um á Frumafli hf. averslun Íslands samþykkti í gær að rifta kaupum á Frumafli af Jóhanni Óla Guðmundssyni, Lyfjaversluninni. Á fundinum sagði öll stjórn og varastjórn félagsins af sér og ný stjórn var ún Hálfdánardóttir og Steingerður Ólafsdóttir fylgdust með fundinum. Morgunblaðið/Ásdís mundsen, fráfarandi stjórnarfor- averslunar Íslands, kynnti á hlut- m nýja skýrslu sem ráðgjafafyrir- rkviss hefur unnið um Frumafl hf. Lárus Blöndal og Örn Andrésson lögðust gegn kaupum á Frumafli í stjórn Lyfjaverslunar Íslands. Þeir voru báðir endurkjörnir í stjórn félagsins á hluthafafundinum í gær. Með þeim á myndinni eru Margeir Pétursson, nýr stjórnarformaður félagsins, og Sigurður Valtýsson og Einar Knútsson, starfsmenn MP-verðbréfa. guna@mbl.is, steingerdur@mbl.is ni. Að st úr því a gjörn- o kunni slands sé rri aðið og afi bakað mati Hró- ekkert að úar og ert við ilt um á, sem er efnisleg að mjög inn- tar. Hins ma fram var ekki kaupin varðandi urinn ra því s eða þess blaðinu i samn- skylda son addi sér di dóm ann sagði indandi rður um írætt að i ekki bakað sér bótaskyldu. Hann sagði að Sýslumaðurinn í Reykjavík legði lögbann á hagnýtingu Jó- hanns Óla á hlutabréfunum í LÍ án tryggingar og það sýndi að sýslu- maður teldi réttmæti lögbanns tví- mælalaust. Spurður um þýðingu þess að sýslumaður leggi á lög- bann án tryggingar segir Jón Steinar: „Lögbönn eru yfirleitt lögð á á þann hátt að gerðarbeið- andi leggur fram tryggingu fyrir því tjóni sem gerðarþoli kann að verða fyrir af lögbanninu. Það er í undantekningartilfellum heimilt að leggja á lögbann án tryggingar, þ.e. ef sýslumanni finnst rétturinn svo skýr að það þurfi enga trygg- ingu. Með þessu er sýslumaður að taka þá afstöðu að gerðarþoli verður ekki fyrir neinu bótaskyldu tjóni vegna lögbannsins.“ Í samtali við Morgunblaðið segir Jón Steinar að úrskurðir héraðs- dóms og sýslumanns hafi komið sér á óvart. „Hæstiréttur kvað upp alveg skýran dóm sem kveður þennan draug niður fyrir fullt og fast.“ Að sögn Jóns Steinars verður höfðað staðfestingarmál innan viku. „Fyrir hönd félagsins læt ég í ljósi þá ósk að menn átti sig á því að þessi samningur er ógildur samningur, aldrei er hægt að byggja á honum neinn rétt, og menn hverfi frá kröfum um það án þess að fjalla þurfi um það fyrir dómstólum.“ félagið yfir HÆSTIRÉTTUR Íslands úr- skurðaði í gær að sýslumaðurinn í Reykjavík legði lögbann við því að Jóhann Óli Guðmundsson hag- nýtti sér þann rétt sem fylgir 170 milljóna króna hlutafjáreign hans í Lyfjaverslun Íslands hf. sem honum var afhent sem endurgjald fyrir Frumafl ehf. 20. júní sl. eða ráðstafaði hlutafjáreigninni til þriðja aðila. Ennfremur lagði Hæstiréttur fyrir sýslumanninn í Reykjavík að taka afstöðu til þess um leið og lögbannið verður lagt á hvort og hvernig varnaraðila verður gert skylt að afhenda sýslumanni hlut- inn til varðveislu meðan lögbann- ið stendur. Sýslumaðurinn í Reykjavík lagði að svo búnu lögbann við áð- urnefndu. Sýslumaðurinn gerði Jóhanni Óla ekki skylt að afhenda sýslumanni hlutina til varðveislu meðan lögbannið stendur. Að mati Hæstaréttar var stjórn LÍ óheimilt að ákveða sjálf og ganga frá kaupum á öllu hlutafé í Frumafli ehf. áður en hluthafa- fundur var haldinn. Hæstiréttur taldi að skilyrðum hluta- félagalaga og samþykkta Lyfja- verslunar hefði verið fullnægt til að Lárus, Aðalsteinn og Guð- mundur gætu krafist hluthafa- fundar og stjórn LÍ hefði verið í aðstöðu til að boða til fundarins svo fljótt sem auðið yrði. Hæsti- réttur leit jafnframt til þess að kaupin gátu verið til þess fallin að raska rétti hluthafa samkvæmt þeirri grein laga um hlutafélög sem kveður á um að félagsstjórn beri að gæta hagsmuna allra hlut- hafa félagsins. Lárus L. Blöndal, Aðalsteinn Karlsson og Guðmundur A. Birg- isson, sem samtals fara með 17,3% hlutafjár í LÍ hf., kröfðust lög- banns á að Jóhann Óli fengi að hagnýta þann rétt sem fylgir hlutabréfunum og var málinu skotið til sýslumannsins í Reykja- vík sem synjaði, þaðan til Héraðs- dóms Reykjavíkur sem staðfesti úrskurð sýslumanns, en var svo hnekkt af Hæstarétti í gær. Sérfræðimat átti að liggja fyrir Hæstiréttur féllst á að sér- fræðimat hefði átt að liggja fyrir þegar ákvörðun var tekin um kaupin á Frumafli. Einnig var dómurinn byggður á því að áður en kaupin fóru fram kröfðust Lárus, Aðalsteinn og Guðmundur hluthafafundar í Lyfjaverslun í því skyni að allir hluthafar ættu þess kost að taka afstöðu til kaupa félagsins á hlutum í Frum- afli. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að gögn málsins bera með sér að áform hafi verið uppi um kaup á hlutafé í Frumafli ehf. í alllangan tíma og er þar vísað til yfirlýsingar frá 24. janúar sl. og ódagsetts minnisblaðs um að Lyfjaverslun kaupi 44,44% af hlutafé í Frumafli ehf. og greiði fyrir það með hlutabréfum í LÍ. Af kaupum í Frumafli ehf. með formlegri ákvörðun stjórnar varð þó ekki fyrr en í júní sl. „Þegar kom að því að kaup voru gerð hafi núverandi og fyrr- verandi stjórn félagsins stuðst við eigið mat um hvert væri ásætt- anlegt kaupverð, en ekki leitað eftir mati óháðra og hlutlausra manna. Líta verði til ákvörðunar um kaupverð á Frumafli ehf. í samhengi við kaupverð á hinum félögunum, en í öllum tilvikum hafi verið greitt mun hærra verð en nam eigin fé þeirra. Mismunur þess og kaupverðsins hafi falist í óefnislegum verðmætum í félög- unum. Hluthafarnir þrír benda hins vegar á að ekki hafi verið full- nægt skilyrðum laga um hluta- félög áður en stjórn Lyfjaversl- unar ákvað að kaupa hlutafé Jóhanns Óla í Frumafli. „Umrædd lagaákvæði hafi meðal annars að geyma fyrirmæli um hvaða skil- yrði þurfi að vera uppfyllt ef greiða skuli nýja hluti í félagi á annan hátt en með reiðufé og skuli settar reglur um það í ákvörðun hluthafafundar um hækkun hlutafjár. Þá verði að liggja fyrir sérfræðiskýrsla, þar sem meðal annars komi fram lýs- ing á greiðslu, sem tekið sé við, og upplýsingar um aðferðina, sem not- uð sé við mat á henni. Í skýrslunni skuli jafnframt koma fram yfirlýs- ing um að verðmæti, sem tekið sé við, svari að minnsta kosti til um- samins endurgjalds fyrir þau,“ segir m.a. um málatilbúnaðinn í dómnum. Í dómnum kemur fram að ákvörð- un stjórnar LÍ um kaup á Frumafli ehf. hafi ekki verið tekin 20. júní sl. eins og héraðsdómari virðist ganga út frá, heldur 11. júní sl. Skýrslur tveggja endurskoðenda sem stjórn- in óskaði eftir hafi ekki legið þá fyr- ir. „Ákvörðun stjórnar Lyfjaversl- unar Íslands hf. 11. júní 2001 laut að því án nokkurs fyrirvara að kaupa allt hlutaféð í Frumafli ehf. við til- teknu verði. Var hún ekki takmörk- uð við þau 44,44% hlutafjárins, sem getið var í upphafi hins áðurnefnda ódagsetta minnisblaðs, heldur tók hún einnig til afgangsins, sem félag- ið átti rétt til að kaupa samkvæmt minnisblaðinu,“ segir í dómnum. Einnig að stjórnin leitaði fyrst 12. júní 2001 eftir því við Guðmund Sveinsson, löggiltan endurskoð- anda, að hann gerði sérfræði- skýrslu. Skýrsla hans er dagsett 18. júní. „Verður fallist á með sókn- araðilum að þegar af þessari ástæðu hafi ekki verið uppfyllt skilyrði laga nr. 2/1995 [lög um hlutafélög] til að stjórnin mætti ákveða kaup á öllu hlutafénu fyrir tiltekið verð, svo sem gert var og áður er komið fram.“ Lögbann eftir úrskurð Hæstaréttar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.