Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sr. Hjalti Guð-mundsson, fyrr- verandi dómkirkju- prestur, fæddist í Reykjavík 9. janúar 1931. Hann lést á Landspítala, Landa- koti, 2. júlí síðastlið- inn. Hjalti var sonur hjónanna Guðmund- ar Sæmundssonar klæðskerameistara, f. 5.6. 1899 á Elliða í Staðarsveit, Snæ- fellsnesi, d. 15.2.1939, og konu hans, Ingibjargar Jónasdóttur Eyfjörð, f. 15.6.1902 á Akureyri, d. 18.9.1953. Systir Hjalta er Stef- anía Guðmundsdóttir Patterson, 1959 til 1962 og þjónaði einnig Guðbrandssöfnuði í Manitóba í Kanada. Hann var settur prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík tímabundið 1964 og var æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar frá 1964– 1965. Hjalti var prestur í Stykk- ishólmsprestakalli frá 1965–1976 og dómkirkjuprestur frá 1976– 2001. Hjalti var prófastur Snæ- fells- og Dalaprófastsdæmis 1975–1976 og þjónaði Söðuls- holtsprestakalli 1969 og 1975– 1976 og Breiðabólsstaðarpresta- kalli 1970. Þá var hann stunda- kennari og prófdómari við Barna- og gagnfræðaskólann í Stykkis- hólmi 1966–1976. Hjalti var í sam- starfsnefnd kristinna trúfélaga. Hann var formaður Karlakórsins Fóstbræðra 1962–1964 og 1980– 1981. Þá stjórnaði hann Karlakór Stykkishólms í nokkur ár. Útför Sr. Hjalta verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 17.7.1935, og hálf- systir hans samfeðra er Sigrún Guðmunds- dóttir, f. 23.6.1927. Hjalti kvæntist Sal- óme Ósk Eggerts- dóttur, f. 4.9.1935. Dætur þeirra eru tvær, Ingibjörg, f. 6.1.1958, börn hennar eru Laufey, Kristján, Salóme Ósk, og Ragn- hildur, f. 17.5.1964. Hjalti lauk stúdents- prófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík ár- ið 1951 og embættis- prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1958. Hann var prest- ur í Mountain-prestakalli í Norð- ur-Dakóta í Bandaríkjunum frá Við andlát og útför sr. Hjalta Guð- mundssonar sækja minningarnar að. Í raun hrannast þær upp. Við vorum bekkjarbræður allt frá 12 ára bekk í Miðbæjarskólanum og til stúdents- prófs úr máladeild MR 1951. Ég fór þá til náms í guðfræði en hann í ís- lenzkum fræðum. Hjalti undi sér ekki þar, fór því í guðfræði, lauk henni og vígðist til prestsþjónustu. Að því kom að við urðum báðir prestar við Dóm- kirkjuna og saman þjónuðum við henni í 13 ár. Á samskipti okkar öll þessi ár hefur aldrei fallið skuggi, við tókumst aldrei á, vinátta okkar var einlæg og sönn. Það skal fúslega játað að það var miklu fremur Hjalta að þakka að svo vel gekk. Hann átti þá lund og þá miklu mannkosti er þarf til þess að tveir svo ólíkir menn, sem við vorum á margan veg, geti leyst mál sín jafnfarsællega og við gerðum. Við áttum afar góð ár í skóla, nut- um samfélags frábærra skólasystk- ina. Smám saman drógumst við Hjalti nær hvor öðrum og vorum mikið sam- an en áttum einnig gott samfélag með fleirum. Um tíma vorum við nokkrir sem mættum reglulega til æfinga í frjálsum íþróttum á túnbletti í Vatns- mýrinni. Hjalti Guðmundsson náði þá góðum árangri í spretthlaupum, var betri þar en í kúluvarpi. Á þessum ár- um gengum við léttilega á 12 mínút- um vestan frá Túngötu 39, heimili hans, og inn í Austurbæjarbíó. Þá var líka gert nokkuð af því að fara í úti- legur. Við tveir fórum stundum með Ferðafélaginu og til er frábær mynd af okkur rúmlega tvítugum við veg- prestinn er vísar upp í Árskarð í Kerl- ingarfjöllum. Eiginkonur okkar grín- uðust oft með að þessa mynd þyrfti að stækka og setja upp í Safnaðarheim- ilinu til þess að sóknarbörnin gætu séð hve spengilegir við vorum, ungir menn. Hjalti var góðum gáfum gæddur á sviði tónlistar, var í senn tónnæmur og mikill söngmaður og lék vel á píanó. Ég fékk á þeim árum hluta af tónlistarþekkingu minni frá honum. Hann lét mig gjarnan heyra verk, sem hann var að æfa í tengslum við píanónám sitt, og við fórum saman á tónleika. Hann gekk snemma til liðs við Karlakórinn Fóstbræður og Dóm- kórinn. Mér fannst mikið til um þegar Páll Ísólfsson fól honum að taka við af Kristni Hallssyni að syngja, í páska- messum Dómkirkjunnar, bassahlut- verkið í hinu fagra tónverki Páska- dagsmorgni eftir Sveinbjörn Svein- björnsson. Þá sat ég ævinlega hið næsta kórnum til að geta notið vinar míns. Við Hjalti vissum á þessum árum býsna mikið hvor um annars einkalíf. Ég hafði þó ekki hugmynd um hvaða dömu Hjalti ætlaði að bjóða á „karla- kóraballið“ 1953. Þar var þá einnig Ragnar Borg, sameiginlegur vinur okkar og bekkjarbróðir. Ég hitti hann fjótlega eftir ballið og spurði frétta. Ragnar varð þá hinn spekingslegasti og svaraði í biblíustíl: „Salóme dans- aði þar“. Ég vissi ekkert um neina Salóme, spurði því enn og fékk aðeins að vita að það gerðist víðar en á síðum Biblíunnar að menn heilluðust af dansi kvenna. En þarna var Salóme Ósk Eggertsdóttir komin inn í líf vin- ar míns. Það var svo á páskadags- morgun 1954 sem ég sá fyrst glitra á gullhring á hendi vinar míns, er hann steig fram til að syngja einsöngshlut- verk sitt. Þau Salóme og hann höfðu sett upp hringana áður en þau héldu til messunnar. Samfylgd þeirra, dætra þeirra, tengda- og dótturbarna hefur verið með þeim hætti að ekki er hægt að hugsa sér að nokkur maður hafi reynzt fjölskyldu sinni betur en Hjalti þeim. Fundum okkar fór nú fækkandi því ég vígðist um þetta leyti og tók við prestsþjónustu í Staðarhólsþingum í Dalaprófastsdæmi. En dag einn barst mér bréf frá honum. Ég vissi að hann var orðinn afhuga íslenzkunáminu og hafði dottið í hug að hefja guðfræði- nám með það að markmiði að gerast prestur. Sagði hann mér í þessu bréfi að þetta sækti æ sterkar á hann og að unnusta hans og systir væru þessu mjög fylgjandi, en hann vildi heyra álit mitt áður en hann tæki endanlega ákvörðun. Ég þekkti einlæga og sterka trú vinar míns og einnig marga hæfileika hans sem ég vissi að myndu koma sér vel í prestsstarfi. Hitt vissi ég ekki síður, hve alvarlega hann tók trú sína og vildi lifa í samræmi við hana. Ég svaraði honum því um hæl og hvatti hann eindregið. Það var svo nánast sjálfsagt að ég kæmi suður og yrði vígsluvottur hans í Dómkirkjunni 22. nóvember 1959. Ekki grunaði okkur þá, að við ætt- um eftir starfa saman í þessari kirkju sem var okkur báðum jafnkær. En að því kom að ég réðst þangað 1971. Fimm árum síðar kom hann til mín með þau tíðindi að hann hefði áhuga á að sækja um embætti sr. Óskars J. Þorlákssonar sem þá hafði verið aug- lýst laust. Ég hét honum öllum þeim stuðningi sem ég gæti veitt og glaðir gengum við saman til starfsins. Á þetta samstarf bar aldrei skugga eins og þegar er fram tekið. Hjalta þótti afar vænt um sögu og hefðir Dóm- kirkjunnar. Hann talaði oft um það hve gaman það yrði ef okkur auðn- aðist að vera báðir starfandi dóm- kirkjuprestar á kristnihátíð árið 2000. Erfitt heilsufar olli því að ég hlaut að hætta fyrr. En hann náði þessu marki. Við sr. Hjalti létum báðir af emb- ætti 1. febrúar sl., hann í Dómkirkj- unni, ég í Viðey. Hann hefur notið æ betri daga síðan. Við sáumst síðast við messu sunnudaginn 1. júlí. Hann var nýkominn frá Kaupmannahöfn og tal- aði um það að hann hefði ekki átt skemmtilegri daga en þá sem Ingi- björg dóttir hans skóp þeim foreldr- um sínum þar. Á mánudagsmorgun fékk hann síðan svo alvarlega heila- blæðingu að læknar sögðu strax að hann myndi ekki lifa hana af. Hann lézt á Landakotsspítala að kvöldi þess sama dags. Okkur vinum hans finnst sárt að hann skyldi ekki geta notið lengur góðra daga. Við þökkum aftur það að hann skyldi ekki þurfa að lifa við örkuml. Hinu gleymum við sízt af öllu á þessum dögum, að við höfum í raun ekki misst hann. Hjalti er að vísu horfinn sjónum um stund, en hann lif- ir, og okkar bíða bjartir endurfundir. Minningarnar um vin minn eru fleiri en svo að þær verði raktar hér nema að litlu leyti. Þar ber hæst að Hjalti Guðmundsson var fyrst og fremst góður maður, sannur drengur. Í prestsstarfi finnst mér sem hann hefði getað sagt með Páli postula: „Ekki svo að skilja, að vér viljum drottna yfir trú yðar, heldur erum vér samverkamenn að gleði yðar“. Hann reyndist söfnuðum sínum góður sálu- sorgari. Það gustaði aldrei um sr. Hjalta, og ég get varla sagt að ég hafi séð hann skipta skapi. En hlýleiki hans, drengskapur og heilindi voru slík að þar standa ekki margir fram- ar. Ég ræddi þessa hluti í ávarpi sem ég flutti honum í hófi eftir kveðju- messu hans og bætti við: Þú ert ekki fullkominn, Hjalti minn, það er eng- inn maður, en þetta áttu. Það verður aldrei af þér tekið. Fyrir þetta vil ég enn þakka fyrir mína hönd og Dagbjartar konu minn- ar. Við biðjum Guð að blessa fólkið hans og annast hann um eilífð. Þórir Stephensen. Það var margt um manninn í sam- komuhúsinu á Mountain í Norður- Dakota fagurt haustkvöld árið 1959. Við Ebba vorum að kveðja og það var ekki laust við, að áhrif þess kæmu fram svo á rödd sem andlitssvip. Þó þurftum við ekki lengur að svara áleitnum spurningum um það, hvers vegna í ósköpunum við værum að halda heim á ný. Liði okkur ekki vel eða væri eitthvað hægt að gera til að breyta þessari ákvörðun okkar? En sárt var að kveðja og lengra vestur á þeim tíma en nú er. Þó var það eitt, sem létti lund fólks og gerði okkur unnt jafnvel að brosa í bland við aðrar tilfinningar. En það var vissan um það, að heima á Íslandi biði ungur maður eftir því að taka við af mér og þannig var honum borin sagan og þekkti ég líka vel til alls, að vita mátti hver sem var, að í komumanni mundi merki haldið hátt á loft áfram og þjón- ustan í engu gjalda brottfarar okkar. Hér ræði ég um séra Hjalta Guð- mundsson, sem reyndar var ekki bú- inn að öðlast presttitilinn á þessum dögum, og voru það forréttindi mín að fá að taka þátt í vígslu hans í þeirri kæru Dómkirkju, sem hann átti síðan eftir að þjóna af stakri trúmennsku og miklum kærleika. En í Dakota byrj- aði Hjalti sitt starf studdur eins og ævinlega af konu sinni, frú Salóme Ásgeirsdóttur. Og er fregnir bárust um sviplegt andlát hans, hefur síminn komið að góðum notum er sóknar- börn okkar séra Hjalta frá löngu liðn- um tíma, hafa spurst fyrir um þau og beðið mig að færa kveðjur frá byggð- inni, sem Íslendingar stofnuðu undir forystu séra Páls Þorlákssonar, sem þá varð einnig fyrsti presturinn á þessum slóðum. Vitanlega hefur vin- um fækkað á þessum áratugum frá 1959, en þeir sem enn muna þjónustu séra Hjalta, ljúfmennsku hans og fús- leika til þess að létta hvers manns byrðar, hafa látið öðrum í té lýsingar af reynslu sinni, svo að fleiri þykjast muna en aldur gefur til kynna. Og skal því þá síst gleymt, að í séra Hjalta þótti sóknarbörnum vestra sem þau væru að fá annan séra Egil Fáfnis, sem lengi þjónaði þeim, en þeir voru báðir skínandi söngmenn og fúsir til þess að auka gleði á fagnaðar- stundum eða með rödd sinni að sefa sáran söknuð og sorg. Með þessum línum færi ég því þakkir sóknarbarna okkar séra Hjalta vestan úr Bandaríkjunum, en vil um leið nota tækifærið til þess að þakka honum í nafni okkar Ebbu. Hjá Hjalta nutum við ævinlega mikillar vináttu og frábærs stuðnings í góðum skilningi á öllu því, sem hendir á lífs- leiðinni. Séra Hjalti átti létt með að laða aðra til þjónustu við Guð, hvort heldur í helgidóminum, þar sem allt fór svo eðlilega fram, að enginn velkt- ist í vafa um samræmi, eða á stétt- unum. Slíkir voru mannkostir hans og fúsleiki til þess að setja sig í annarra spor. Við Ebba vottum frú Salóme, dætr- um þeirra Hjalta og ástvinum öllum innilega samúð og flytjum hið sama frá sóknarbörnum í fjarlægri heims- álfu. Guð blessi þau öll og svo minn- ingu og anda góðs vinar, séra Hjalta Guðmundssonar. Ólafur Skúlason. Séra Hjalti Guðmundsson var mik- ill öndvegismaður og sannkallaður máttarstólpi í tilverunni. Hann bar með sér góðmennsku og glaðlegt við- mót hvar sem hann fór og skildi eftir sig jákvæða strauma hjá þeim sem hann átti samskipti við. Séra Hjalti var í hópi merkustu og ástsælustu presta landsins og fulltrúi þess besta sem íslenska þjóðkirkjan hefur uppá að bjóða. Hann var einlægur trúmað- ur og átti gott með að koma boðskap kærleikans til skila í kirkjulegum at- höfnum. Þar við bættist að hann var raddmikill og góður söngmaður sem glæddi athafnirnar miklu lífi. Til hans var einstaklega gott að leita því að hann var svo uppörvandi og þeir sem frá honum fóru fengu sterkari vonir. Honum var eiginlegt að sjá að hlut- irnir gætu þróast til betri vegar og og vissan um guðlega forsjá breytti oft vonleysi í bjartsýni og trú. Séra Hjalti var mikill fjölskyldu- maður og eitt af því sem einnkenndi heimili þeirra Salóme var alveg sér- stakur andi gagnkvæmrar ástar og vináttu hjónanna og dætranna, Ingi- bjargar og Ragnhildar. Salóme og Hjalti giftust ung í Dómkirkjunni og hjónaband þeirra var mjög farsælt. Salóme veitti Hjalta mikinn stuðning í starfi hans og engum gat dulist um- hyggja hennar fyrir velferð hans og stolt hennar af eiginmanninum. Fjöl- skylduboð á Brekkustígnum hafa allt- af verið einstaklega notaleg og gestir þeirra hjóna hafa notið glæsilegra veitinga og hins fallega andrúmslofts á heimilinu. Hjalti, Salóme og dæturnar voru sameinuð í trúnni og trúin hefur verið mikill útgangspunktur í lífi allrar fjöl- skyldunnar. Salóme og dæturnar eru mannkostafólk sem rækta trúna og kærleikann á virkan hátt, ekki bara í orði heldur líka í verki. Þessi virka trú átti ekki síst þátt í að skapa hið far- sæla hjónaband og kærleiksríkt fjöl- skyldulíf. Séra Hjalti var umburðarlyndur maður í skoðunum og aldrei dóm- harður um menn eða málefni. Hann hafði gott skopskyn og honum þótti gaman að spjalla um málefni sam- félagsins en leyfa léttleikanum að vera í fyrirrúmi á sama tíma. Hann var ekki fyrir deilur eða þrætur held- ur og leið ekki síst illa þegar ósam- komulag kom upp innan þjóðkirkj- unnar. Hjalti hafði engu að síður skoðanir á mönnum og málefnum en setti þær aldrei fram af offorsi heldur af áhuga á því að sjá framfarir gerast og góð mál ná fram að ganga. Hann hafði ekki hátt um hlutina heldur var hógværðin aðalsmerki hans og hann lagði ætíð gott til málanna. Samskipti okkar við Salóme, Hjalta, Ingibjörgu og Ragnhildi hafa verið mikil í gegnum árin enda er Sal- óme fóstursystir Ragnhildar Pálu og frænka hennar. Minningin um hið glæsilega brúðkaup Salóme og Hjalta eru meðal fyrstu bernskuminninga Ragnhildar Pálu og eins sitja tíðar bíóferðir á sunnudögum með nýgift- um hjónunum og fjölmargar heim- sóknir á heimili þeirra í minningunni. Í öllum okkar viðkynnum var Hjalti mikill og tryggur vinur sem miðlaði af lífsreynslu sinni og hafði einlægan áhuga á velferð okkar. Andlát séra Hjalta bar óvænt að. Hann var rétt að byrja að njóta þess að vera kominn á eftirlaun að loknu farsælu ævistarfi sem prestur. Lífs- gleðin sýndist skína af honum og smita frá sér til þeirra sem umgeng- ust hann. Missirinn er því mikill og sár, sérstaklega fyrir Salóme, dæt- urnar og barnabörnin. Við vottum þeim innilega samúð okkar og þakk- læti fyrir liðna tíð. Við vitum að minn- ingin um eðaldrenginn Hjalta Guð- mundsson og einlæg trú þeirra mun vísa þeim veginn í framtíðinni. Vilhjálmur Egilsson. Það var mér mikil harmafregn að heyra um lát Hjalta Guðmundssonar. Við vorum nýbúnir að fagna 50 ára stúdentsafmæli og hlökkuðum til nán- ari samfunda í framtíðinni þar sem lokið væri löngum starfsferli hjá okk- ur báðum og væntanlega meiri tími til stefnu. Sökum náinnar frændsemi höfðum við Hjalti þekkst frá barns- aldri og urðum svo sambekkja í Menntaskólanum í Reykjavík, sessu- nautar öll síðari árin. Fáum hef ég kynnst göfugri mönnum en Hjalta. Honum virtist þykja vænt um alla sem hann hitti og umgekkst. Líklega aldrei flogið í hug að tala illa um nokk- urn mann, enda varla átt slíkar hugs- anir til. Það var mikið lán fyrir mig að eignast slíkan vin snemma á lífsleið- inni. Áhugamál okkar voru líka svip- uð, m.a. ást á sígildri tónlist, þótt hann stæði mér svo miklu framar í bæði söng og hljóðfæraleik og þekkingu á tónlist. Það voru ófá kvöldin sem við sátum heima hjá Þorkeli bróður og hlustuðum á fágætar plötur sem hann átti með meisturunum. Við nutum þess að syngja saman gluntana á skólaárunum og á 50 ára stúdentsaf- mælinu skoruðu bekkjarsystkinin á okkur að syngja fyrir sig glunta í til- efni dagsins. Það tók okkur aðeins tíma að rifja upp hvor hefði sungið Gluntann og hvor hefði sungið Mag- isterinn. En þeirri stund mun ég aldr- ei gleyma þegar við, kvöldið 8. júlí, sungum saman – Herre min Gud hvad den månen lyser – við undirspil Hjalta. Fimmtíu árin sem liðið höfðu urðu að andartaki og hugurinn fylltist fögnuði æskunnar eins og forðum. Rétt mánuði seinna var andartaki æviskeiðsins lokið og Hjalti farinn á fund skapara síns og frelsara sem hann hafði varið lífi sínu til að þjóna og lofsyngja. Það eru ótaldar sálir sem Hjalti studdi og huggaði í sorg og fagnaði með á gleðistundum. Mann- gæðin og kærleikurinn geisluðu af honum hvort sem það var í nánum samskiptum eða af predikunarstóli. Það var ógleymanleg stund að vera á kosningaskrifstofu séra Hjalta árið 1976 þegar hann var kosinn Dóm- kirkjuprestur til að starfa með bekkj- arbróður sínum, séra Þóri Stephen- sen. Mig minnir að þar hafi ekki vantað neitt bekkjarsystkin frá MR ’51 sem á annað borð var viðlátið í Reykjavík á þeim tíma. Við elskuðum hann öll og samfögnuðum honum, Sallý og dætrunum með sigurinn. Hjalti þjónaði Dómkirkjusöfnuðinum af ást og umhyggju í aldarfjórðung. Á safnaðarsamkomum sat oftast kunn- uglegur maður við hljóðfærið, sjálfur sóknarpresturinn, en hann var af- burða píanóleikari og með bestu raddmönnum þjóðkirkjunnar. Dóm- kirkjan fylltist af djúpri og hljómfag- urri barítónrödd hans, bæði í söng og tóni. Við Helga, konan mín og bekkj- arsystir okkar, söknum þessa einlæga vinar og félaga. Mörg af bekkjar- systkinunum hafa komið að máli við mig og beðið fyrir hinstu kveðju til hans og að votta Sallý, Ingibjörgu og Ragnhildi og fjölskyldunni innileg- ustu samúð okkar. Hjalti fékk góðan og friðsælan dauðdaga þótt hann kæmi árum of fljótt. Okkur eftirlif- andi verður lífið betra að eiga minn- ingar um þennan góða dreng og félaga og alla þá gleði og gæsku sem hann miðlaði okkur. Guð blessi fjöl- skyldu Hjalta og minningu hans. Björn Sigurbjörnsson. Við andlát sr. Hjalta Guðmunds- sonar er efst í huga þakklæti fyrir góðan dreng og traustan mann. Þakkarvert er líka að hann skyldi fá að fara án þess að ganga gegnum langt dauðastríð með tilgangslausri þjáningu. HJALTI GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.