Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Kveðja frá Félagi flugmálastarfs- manna ríkisins Það hefur löngum verið sagt að íslenskir flugmenn væru mjög góðir og öruggir í sínu starfi. Ekki skal leggja dóm á það hér, en þeir hinir sömu flugmenn, hafa lagt sitt traust á þá starfsmenn Flugmála- stjórnar, sem hafa gert flugið að þeim trausta ferðamáta sem hann er. Bjargmundur Ingólfsson var einn þeirra manna, sem gerðu flugið að þeim örugga fararmáta BJARGMUNDUR INGÓLFSSON ✝ BjargmundurIngólfsson raf- eindavirki fæddist á Akureyri 23. ágúst 1944. Hann lést á heimili sínu í Garða- bæ 1. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vídalíns- kirkju 9. júlí. sem hann er í dag. Hin flókna flugleið- sögutækni og sú sér- hæfni, sem krafist er af fluginu er ekki á hvers manns færi, en dugnaður og sam- viskusemi, ásamt mik- illi færni var einkenn- andi fyrir Bjargmund. Flugmálastjórn Ís- lands getur státað af því, að hafa marga hæfa starfsmenn í þjónustu sinni, og var Bjargmundur sannar- lega einn af þeim. Hann var toppmaður í sínu fagi og erum við félagar hans í Félagi flugmálastarfsmanna ríkisins stolt- ir af því að hafa verið samferða þeim góða dreng. Við kveðjum nú þennan ljúfa félaga, og þökkum honum áralanga samfylgd. Fjölskyldu hans og vinum send- um við dýpstu samúðarkveðjur. Mig langar til að minnast tengdaföður míns, Magnúsar Þor- geirssonar, sem lést 3. júlí sl. eftir stutta sjúkrahúslegu. Það eru orðin 26 ár síðan ég hitti Magnús fyrst, þá tví- tug stúlka úr Reykjavík sem ný- lega hafði kynnst Þorleifi syni hans, ungum manni frá Akranesi. Mér var strax vel tekið af þeim hjónum, Ingibjörgu og Magnúsi enda eru þau bæði einstök ljúf- menni og vilja allt fyrir aðra gera. Magnús var myndarlegur maður, meðalmaður á vöxt, sterklegur og með grásprengt þykkt hár sem varð æ hvítara með árunum en þynntist ekki. Magnús var dag- farsprúður maður og fór ekki með látum. Hann var mjög ábyrgðar- fullur í vinnu og þurfti sem vél- stjóri yfirleitt að sinna yfirmanns- starfi. Flest lék í höndunum á Magnúsi og hann var hagur bæði á járn og tré. Heimili þeirra hjóna bar þess vitni en það fullgerði hann meira og minna sjálfur eftir að hafa fengið það fokhelt. Hann og smíðaði húsgögn og innrétting- ar eins og hjónarúm, barnarúm, skápa, stóla og síðast en ekki síst leikföng fyrir börnin sín. Hann gekk vel um alla hluti og þess báru til dæmis bílarnir vitni en ófáar stundir fóru í að halda þeim vel við. Það koma sér líka vel því hann MAGNÚS ÞORGEIRSSON ✝ Magnús Þor-geirsson fæddist í Króki í Grafnings- hreppi 9. sept. 1920. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi þriðjudaginn 3. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Garðakirkju 10. júlí. hafði gaman af að fara í bíltúra og fylgjast með sveitalífinu og dást að fegurð náttúr- unnar. Mér finnst Magnús alltaf hafa verið svolítill bóndi í eðli sínu enda ólst hann að miklu leyti upp í sveit. Hann spáði mikið í það hvort búsældarlegt væri um að litast þar sem hann var á ferð og fannst gaman og gott að fá að grípa í sveitastörf hjá vinum sínum og fyrrum nágrönnum á Grund í Skorradal. Magnús var glaðsinna maður og hafði gaman af því að segja sögur um ýmislegt sem á daga hans hafði drifið. Hann var líka glettinn og fannst ekki leiðinlegt að bregða á leik og tók það ekki óstinnt upp upp þótt hon- um væri strítt. Á sínum yngri ár- um var Magnús í kirkjukór og hafði alla tíð gaman af tónlist. Hann var mjög hrifnæmur og naut fagurra stunda ýmist með fjöl- skyldu eða einn með sjálfum sér. Hin síðari ár fór heilsu Magnúsar að hraka og reyndar bar hann aldrei sitt barr eftir alvarlegt bíl- slys árið 1988. Það er því í bland við söknuðinn sú tilfinning til stað- ar að Magnús fái nú hvíld eftir góða og starfsama lífsævi. Ég kveð Magnús og þakka honum ánægju- lega samfylgd. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Anna Björg Aradóttir. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting afmælis- og minningargreina FRÉTTIR ÁRIÐ 2000 létust 32 einstaklingar í 23 umferðarslysum en aðeins tvisvar hefur það gerst síðan skráning um- ferðarslysa hófst að fjöldi látinna hefur farið yfir 30. Í skýrslu rann- sóknarnefndar umferðarslysa, sem kom út í síðustu viku, segir að sumir heilbrigðisstarfsmenn, þ.m.t. læknar, hafi ekki fengið nægilega þjálfun í meðhöndlun slasaðra og á það einkum við um vinnubrögð á vettvangi. Þá vanti talsvert upp á að allir þeir sem starfa við sjúkraflutninga á landinu hafi hlotið til þess viðeigandi þjálfun og stjórn og samræmingu að- gerða, bæði á vettvangi og fyrir land- ið í heild, sé um margt ábótavant. Það sem einkenndi árið 2000 voru nokkur stórslys þar sem tveir eða fleiri létu lífið. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar umferð- arslysa. Algengasta tegund banaslysa er framanákeyrslur og þær ásamt hlið- arárekstrum voru mun algengari í fyrra en árin áður en tilvik útafakst- urs og aksturs á gangandi vegfar- endur að sama skapi færri. Þyngdarmunur ökutækja meginþáttur í banaslysum Flestir látinna í umferðarslysum árið 2000 voru á aldrinum 15–25 ára, eða 30%. Næstmestur fjöldi var í aldurshópnum 45–54 ára. Mun fleiri karlar en konur létust í umferðar- slysum, eða 65%. Þótt flest umferð- arslys verði í þéttbýli verða langflest banaslys í dreifbýli, eða 74% allra banaslysa. Flest áttu banaslysin sér stað að degi til, 41%, á árstímanum janúar-mars og október-desember, eða samtals 60%. Í skýrslunni segir að brestur á notkun bílbelta sé ein meginorsök þess að fólk lætur lífið í umferðarslysum. Árið 2000 voru 40% þeirra sem létust án bílbelta. Í gögnum rannsóknarnefndarinn- ar kemur fram að þyngdarmunur ökutækja er meginþáttur í banaslys- um. Á árunum 1998–2000 er árekst- ur milli fólksbifreiða og jeppa al- gengastur þegar banaslys eiga í hlut, eða í alls 8 tilfellum. Í flestum til- vikum er þyngdarmunur fólksbif- reiðar og jeppa nærri tvöfaldur. Í skýrslunni segir að það liggi fyr- ir að í blandaðri umferð fólksbifreiða og stærri bifreiða sé öruggara að vera á stærri bíl. Þeir séu þyngri og sterkbyggðari og meðsl fólks í stærri bílunum séu almennt minni. „Hvað varðar umferðaröryggi í heild þá hefur verið reiknað út að minnki meðalþyngd bílaflotans um tiltekið hlutfall, þá myndi alvarlegum meiðslum í umferðarslysum fækka þar sem árekstrar yrðu ekki eins harðir. M.ö.o. ef taka ætti ákvörðun um að jafna út þyngd ökutækja og velja á milli þess að allir ökumenn væru á léttum bílum eða þungum bíl- um þá yrðu léttari bílarnir fyrir val- inu. Tvö bílbelti slitnuðu vegna yfirálags Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur verulega hættu fólgna í því að ökumenn tali í farsíma á meðan á akstri stendur. Rannsóknarnefndin fagnar samþykkt lagafrumvarps um bann við farsímanotkun í bifreiðum án handfrjáls búnaðar. Þrír farþegar í hópbifreiðum létu lífið í fyrra og allmargir hlutu alvar- leg meiðsli. Í skýrslunni segir að áberandi sé hversu mikill skaði verði vegna þess að fólk fer á hreyfingu í bílunum í stað þess að vera fest niður í sæti í bílbeltum. Rannsóknarnefnd- in styður tillögur vinnuhóps dóms- málaráðherra um að lagaskylda verði að hafa bílbelti í hópbifreiðum sem eru ætlaðar til sérleyfis- og hóp- ferðaaksturs. Rannsóknarnefndin beinir þeirri athugasemd til Skráningarstofunnar hvort herða þurfi eftirlit með prófun bílbelta, en nefndin lét Iðntækni- stofnun framkvæmda prófanir á tveimur bílbeltum þar sem grunur lék á að þau hefðu slitnað í slysum. Í báðum tilvikum ályktaði Iðntækni- stofnun að beltin hefðu gefið sig vegna yfirálags. Jafnframt varar nefndin við rangri notkun bílbelta en í einu banaslysa ársins 2000 var meginorsök talin röng notkun bíl- beltis. Í tveimur banaslysum ársins 2000 var aðalorsök talin sú að bílstjóri hefði dottað eða sofnað undir stýri. Rannsóknarnefndin sendi frá sér tíu formlega bréf á síðasta ári með athugasemdum sem varða umferð- aröryggismál. Fimm bréfanna voru til vegamálastjóra með ábendingum um merkingar, hámarkshraða og hættu á gatnamótum. Almennt var vel tekið í ábendingarnar og við- brögðin þau að brugðist var við með breytingum eða lagfæringum. Í skýrslunni segir að ljóst sé að ef eitthvað fer úrskeiðis í akstri hóp- bifreiða í farþegaflutningum sé hætt við að slys á fólki verði mikil og kostnaður vegna slysanna geysihár. Samkvæmt útreikningum Hagfræði- stofnunar HÍ er meðalkostnaður, sem er samtala persónulegs tjóns og samfélagslegs kostnaðar, vegna lít- illa meiðsla áætlaður 2 milljónir kr., alvarlegra meiðsla 19 milljónir kr. og banaslysa 147 milljónir kr. Áætlaður heildarkostnaður vegna 10 alvarleg- ustu hópbifreiðarslysa á Íslandi 1995–2000, miðað við forsendur Hagfræðistofnunar, er nærri tveir milljarðar kr. Stjórn og samræm- ingu aðgerða um margt ábótavant Skýrsla rannsóknarnefndar umferðarslysa – 32 létust í umferðarslysum árið 2000 VEGNA fréttar sem birtist í Morg- unblaðinu í gær varðandi veitinga- skipið Thor, skal það áréttað að skip- inu var ekki lokað heldur var það flutt á milli staða. Skipið var staðsett við Norðurbakkann í Hafnarfirði en er nú við Ingólfsgarð í Reykjavík. Yfirþjónn skipsins heitir Þórarinn Þór en ekki Þórsteinn eins og sagt var í fréttinni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FERÐAFÉLAG ÍSLANDS verður með kvöldgöngu í kvöld um Helgadal og Þormóðsdal. Gangan tekur tæpar 3 klst. í grennd við Hafravatn. Brott- för er frá BSÍ kl. 19.30, komið við í Mörkinni 6. Verð 1.000 kr. til félags- manna en 1.300 kr. fyrir aðra. Kvöldganga við Hafravatn ALMENNINGI verður gefinn kostur á að sjá sýnishorn úr vænt- anlegum kvikmyndum Sambíóanna og Háskólabíós. Er þetta gert vegna margra áskorana, bæði aug- lýsenda og kvikmyndaáhuga- manna. Dagskráin er sem hér segir: Miðvikudaginn 11. júlí í Kringlu- bíói kl. 16, 18, 20, 22 og 23.15. Fimmtudaginn 12. júlí í Nýja Bíói Akureyri kl. 20 Aðgangur verður ókeypis og lengdin er 76 mínútur. Sýnishorn úr væntanlegum myndum ÚTIVIST fer í kvöld kl. 20.00 í göngu um eina fallegustu hrauntröð suðvestanlands, Búrfellsgjá, og einnig er gengið í Búrfellsgjá. Þetta er um tveggja klst. auðveld ganga. Verð 700 kr. fyrir félaga og 900 kr. fyrir aðra. Brottför frá BSÍ. Miðar í farmiða- sölu. Nánari upplýsingar á heima- síðu: utivist.is. Kvöldganga í Búrfellsgjá og Selgjá ♦ ♦ ♦ HIN ÁRLEGA sumarhátíð Vinnuskóla Reykjavíkur verður haldin í Laugardalnum fimmtu- daginn 12. júlí næstkomandi. Í ár hefst hátíðin kl. 9.30 á ýmsum leikjum og íþrótta- keppnum. Til dæmis verður þar fótbolti, körfubolti frjálsar íþróttir, botsía, hæfileika- keppni, hjólastólarallý, jóga o.fl. Einnig munu nemendur spreyta sig á veggjalist (graffiti) og búa til skúlptúr. Götuleikhúsið verður með óvæntar uppákomur á svæðinu. Þegar klukkan nálgast tólf á hádegi mun dagskráin á sviðinu hefjast með ávarpi Arnfinns Jónssonar, skólastjóra Vinnu- skólans. Meðal skemmtiatriða má nefna söng- og dansatriði frá nemendum Vinnuskólans. Leik- listarfélagið Ofleikur sem sam- anstendur af 30 ungmennum á aldrinum 14-16 ára verður með atriði úr leikritinu E. Hljóm- sveitirnar Feak disorder og Heroglyms leika. Boðið verður upp á veitingar frá Goða og Eg- ils. Ungir götudansarar dansa fyrir hátíðargesti og að lokum munu strákarnir í hljómsveit- inni Í svörtum fötum skemmta ungmennunum. Kynnir dagsins verður leikarinn og Geirfuglinn Halldór Gylfason. Hátíðinni lýkur um kl. 14. Sumarhátíð Vinnuskólans í Laugardal Ný snyrti- stofa CLARINS studio heitir ný snyrti- stofa á Skólavörðustíg 6b. Eigandi stofunnar er Guðmunda Jakobsdótt- ir snyrtifræðingur. Boðið er upp á sérhæfðar Clarins- andlits- og líkamsmeðferðir sem hafa notið mikilla vinsælda um allan heim. Stofan býður einnig upp á alla almenna snyrtingu þ.e. litun, vax- meðferð, fótsnyrtingu, handsnyrt- ingu, förðun og varanlega rafmagns- háreyðingu. Eingöngu er unnið úr Clarins-snyrtivörum og eru þær jafnframt seldar á stofunni. Opið er virka daga kl. 10-18 og laugardaga 10-14. Yfir vetrartímann er opið til kl. 21 á fimmtudögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.