Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 44
FÓLK Í FRÉTTUM 44 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Á leikferð um landið:         *7 ! ##G0 ! - F #:G4  #$G )   #%G " '   #DG     !" #"  $% $&''()& % *+ "" ,% &-- ..'//**!""0+1!2/! 333  & (   $4 & (  MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 14. júlí kl. 20 – NOKKUR SÆTI LAUS Lau 21. júlí kl. 20 – LAUS SÆTI Fö 27. júlí kl 20 – LAUS SÆTI SÍÐUSTU SÝNINGAR Í SUMAR WAKE ME UP e. Hallgrím Helgason Stórsöngleikur Leikfélagsins WMU Fi 12. júlí kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI LAUS Fi 19 júlí kl. 20 –LAUS SÆTI Ath. TAKMARKAÐUR SÝNINGAFJÖLDI Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið         Vesturgötu 2, sími 551 8900 Eyjólfur Kristjánsson í kvöld HEDWIG KL. 20.30 Fös 13/7 örfá sæti laus Fös 20/7 nokkur sæti laus Hádegisleikhús KL. 12 RÚM FYRIR EINN Sýningar hefjast í ágúst Miðasalan er opin frá kl 10-14 í Iðnó og 14-18 í Loftkastalanum alla virka daga og frá kl. 14 fram að sýningu á sýningarkvöldum. Hópasala er í síma 530 3042 og skrifstofusími er 530 3032 eða 530 3037. midasala@leik.is — www.leik.is Miðasölusími er 530 3030 myndaskoðun en þar hefur hún strandað víða um heim eða verið tætt niður til óbóta. Vitanlega eru íslenskir bíógestir forvitnir að sjá af hverju allt fjaðrafokið stafar en um 1400 manns sáu hana um helgina, sem er allgott miðað við að myndin er frönsk og ein- ungis sýnd í einum sal. Því má samt ekki gleyma í allri hneykslisumræðunni að myndin hef- ur hlotið prýðisdóma víðast hvar og þykir kröftug mjög – sem skiptir jú mestu, þegar allt kemur til alls. SUMARMYNDIRNAR berast nú í bíóhús landsins í stríðum straumi og eins og gerist og gengur þá eru þær æði misjafnar að stærðum og gæðum. Evolution er vafalítið í stærri kant- inum en hún var frumsýnd á föstu- daginn. Maðurinn á bak við hana er leikstjórinn gamalkunni Ivan Reit- man og óneitanlega sver myndin sig í ætt við hans frægustu, nefnilega Ghostbusters. Báðar fjalla myndirnar um skrautlegt teymi sem hefur að at- vinnu að glíma við óboðna gesti sem hrella mannkynið. Munurinn er hins- vegar sá að í stað drauga þá eru það geimverur sem eru plágan og þarf að tortíma. Hafa markaðsspekingar ver- ið að leika sér að því að segja myndina blöndu af Ghostbusters og Men In Black, svona til að kveikja áhuga fólks. Og áhuginn virðist sannarlega hafa kviknað hér heima því myndin var sú aðsóknarmesta um helgina en hana sóttu um 4300 manns um land allt, að sögn Jóns Gunnars Geirdals hjá Skíf- unni: „Það var líka mikið húllumhæ í kringum frumsýninguna á föstudag- inn í Stjörnubíói, grillaðar pulsur og gosdrykkir í boði.“ Það má með sanni segja að myndin sem kemur inn í 4. sætið sé allt annars eðlis. Þar fer nefnilega ein umtal- aðasta mynd síðari ára, franska myndin Baise Moi. Fjallar hún um tvær utangarðskvensur sem fá sig fullsaddar af því að í sífellu er traðkað á þeim. Þær skera upp herör gegn samfélaginu, fara í ferðalag um Frakkland og skilja eftir sig blóði drifna slóð. Myndin þykir með ein- dæmum opinská í lýsingum sínum á ofbeldi og bólförum, svo mjög að minnugir segjast vart hafa upplifað annað eins í kvikmyndahúsi. Þykir það afrek út af fyrir sig að myndin hafi sloppið óklippt í gegnum kvik-                                                   ! #   #   $       "  "  "%&'" !                     !   " #$ %   ! ! & !  # !  $  !  #  " ' ( )    # *+     )  )        ,                          ' (" ' ' )" *" +" ," -" ." /" 0" ()" (-" (*" ((" (." (1" )(" )." !2  3 ) 3 3 * - ) . + * * + 0 (- + , (( ) ) .  45 6789 :678# 67;28#67 58'467<&!62 9 :678=:27678;3>&228# 678<&!62 #67 58#67 8< 678'4#67<&!628;2  ? ? 89 :678# 67;28< 678'467<&!62 #67 58#67 8< 678;2  =:2767  45 6789 :67 ? 8# 67;28@ 4 #67 58'4#67;2  =:2767 #67 58< 678'4#67;2  #67 58A 8= &45  #67 58= &45  =:2767 #67 58#67 8;2  #67 ? =:2767 =:2767 Fjölbreytni á íslenska bíólistanum Geimverugrín og franskt fjaðrafok Evolution: Það er alltaf sársaukaminna að nota smyrsl. Bónorðið (The Proposal) S p e n n u m y n d Leikstjórn Richard Gale. Aðal- hlutverk Jennifer Esposito, Nick Moran. (91 mín.) Bandaríkin 2000. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. ÞAÐ fyrsta sem vakti athygli mína við að horfa á þessa annars al- veg dæmigerðu myndbandaspennu er að hinn breski Moran skuli vera í henni. Líkt og flestir aðrir leikar- ar í þeirri umtöl- uðu mynd, vakti hann töluverða at- hygli fyrir ferska frammistöðu í Lock, Stock and Two Smoking Barrels og maður bjóst allt eins við því að þar færi efni í a.m.k. sæmilega skært smástirni. En þátttaka í myndum á borð við Bónorðið gerir hann að alls engri stjörnu, svo mikið er víst. Ekki það að myndin sé svo alslæm, heldur einkennist hún, líkt og alltof marg- ar myndir, af metnaðarleysi og þar af leiðandi algjörri meðalmennsku. Það sem uppúr stendur í þessum alltof kunnuglega krimma eru þokkalegt flæði og þolanleg flétta. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Af fléttum og smá- stirnum ÞAÐ kom líklega mörgum á óvart þegar hljómsveitin Á móti sól hrifsaði snarlega til sín toppsæti íslenska listans í vor með laginu Spenntur. Ekki það að lagið hafi ekki átt þann heiður skilinn heldur vegna þess að þetta lag hljómaði eiginlega ekkert eins og það sem sveitin hafði sent út frá sér áður. Sveitin hafði áður afar einkennandi stíl, ska-skotna popptónlist þar sem textarnir voru flestir smíðaðir til þess að hneyksla þá sem eru viðkvæmir fyrir opinskáu og jafnvel ruddalegu tali um bólfarir. Allt var þetta nú horfið og hefðbundnari poppstíll tek- inn við. Og það sem kannski kom mest á óvart var það að söngröddin hljómaði ekkert eins og sú sem hafði einkennt hljómsveitina áður. Það er líka alveg ótrúlega góð ástæða fyrir því. „Haustið ’99 tók hljómsveitin nátt- úrlega stakkaskiptum með nýjum söngvara. Þá komu algerlega nýjar áherslur,“ útskýrir Heimir Eyvind- arson, hljómborðsleikari og umboðs- maður sveitarinnar. Bakari frá Egilsstöðum „Það var þó í raun ekki verið að breyta um tónlistarstefnu. Við erum enn að spila popptónlist,“ bætir Sæv- ar Þór Helgason gítarleikari við. „Það hefur líka gengið miklu betur hjá okkur eftir að við skiptum um söngvara,“ bendir Heimir réttilega á. „Takk,“ segir nýi söngvarinn, Guð- mundur Magni Ásgeirsson, kallaður Magni, auðmjúklega. En hvernig þefuðu þeir uppi þenn- an nýja meðlim? „Það var svolítið fyndið,“ svarar Heimir. „Þegar gamli söngvarinn hætti vorum við að spá í hvað við ætt- um að gera. Við mundum eftir Magna úr Söngkeppni framhaldsskólanna frá því tveimur árum áður. Kónguló- arbandið frá Egilsstöðum hafði hitað upp fyrir okkur einhvern tímann og ég hringdi í bassaleikarann í þeirri sveit. Það var eini maðurinn sem ég þekkti á Egilsstöðum og þá var hann einmitt í hljómsveit með Magna og sú sveit var að hætta. Þannig að þetta gat ekki passað betur.“ „Ég var bakari á Egilsstöðum ég hafði svo sem ekkert annað að gera,“ útskýrir Magni. „Ég flutti í bæinn með tveimur vinum mínum og lifði svona frekar óheilbrigðu lífi þar til konan kom til mín, og nú lifi ég heil- brigðu lífi.“ Á móti sól og Einar Bárðar Fyrir þá sem hafa verið að velta sér upp úr því af hverju vorslagari hljómsveitarinnar, Spenntur, hafi hljómað eins og það væri komið úr smiðju Skítamórals, skal upplýst að ærin ástæða er fyrir því. Báðar hljómsveitirnar leituðu nefnilega í lagabanka Einars Bárðarsonar. „Hann hefur náttúrlega öll frum- atriðin á hreinu,“ segir Sævar og á þar við slagarasmíðar. „Ég veit ekki hvernig hann fer að þessu, hann veit alveg um hvað þetta snýst. Við Heim- ir vorum í fyrstu hljómsveitinni sem hann var í.“ „Hljómsveitin hét Dansband EB, að sjálfsögðu,“ segir Heimir og brosir við endurminninguna. „Hann valdi nafnið og við fengum engu um það að ráða.“ „Það átti að vera lýðræðisleg kosn- ing um það,“ bætir Sævar við. „Við vorum að fara að spila á þorrablóti og vantaði nafn strax. Svo sáum við bara í dagskránni að við vorum auglýstir sem Dansband EB.“ „Svo mætti hann á næstu æfingu með sérsaumaða búninga og sagði: „Jæja, strákar, farið í þetta!“,“ segir Heimir og hópurinn hlær léttilega. Platan væntanleg í júlí „Útgáfudagur var ákveðinn 15. júlí en plötunni verður trúlega seinkað um viku,“ segir Heimir. Platan er afar ólík því sem hljóm- sveitin hefur gefið út frá sér til þessa. Ska-áhrifin eru algjörlega horfin og textarnir eru víst eitthvað örlítið kurteisari. „Þetta eru blíðir textar, er það ekki?“ spyr Magni félaga sína. „Jú, það má segja að það hafi breyst þegar þú komst. Þú ert svo væminn,“ svarar Heimir. „Já, ég neita bara að syngja svona ósóma,“ segir Magni og kímir. „Þetta er nú kannski ekki stór breyting. En það er ekkert sungið „Hei, mig langar upp á þig“ núna,“ bætir Sævar við. „Það tókst líka eftir það lag, þannig að hann þarf ekkert að væla yfir því lengur,“ upplýsir Magni og hópurinn hlær léttilega. Næsta lag í útvarpsspilun heitir „Ég er til“ og ætti það að vera byrjað að óma á helstu meginflæðisstöðvum landsins. „Það er í afslappaðri kantinum, smá banjó og svona. Eitthvert sveita- popp,“ segir Magni að lokum. Úr hljóðverinu – Á móti sól Enn að spila popptónlist Morgunblaðið/Sigurður Jökull Sveitapopparinn Magni nýtur sveitasælunnar. Rás 1 Djass öll laugardagskvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.