Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 46
FÓLK Í FRÉTTUM 46 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ DÚNDURÚTSALA Hefst í dag Allt að 60% afsláttur LAUGAVEGI, S: 511 1717 - KRINGLUNNI, S: 568 9017 Diesel Calvin Klein jeans Kookai Tark Imitz Laura Aime French connection Matinique Mao All saints Morgan 4 you Parks Free Billi bi Vagabond Zinda The Seller ÚTSALAN HEFST Í DAG KL. 10:00 ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR eva LAUGAVEGI 91 s. 562 0625 GERARD DAREL - DKNY - NICOLE FAHRI - JOSEPH - PAUL ET JOE - TARA JARMON - CUSTO verðdæmi: Dömur: frá: Bolir 500.- Buxur 1990.- Gallabuxur 2990.- Kjólar 2900.- Herrar: frá: Bolir 990.- Buxur 3500.- Jakkaföt 9900.- Skyrtur 1900.- Skór: frá: Hælaskór 3900.- Sandalar 2990.- Stígvél 8990.- gs skór s: 533 1727 I NEED YOU heitir nýjastaplata söngkonunar LeAnnRimes. LeAnn hefur gefiðút margar plötur með sveitatónlist en I Need You er fyrsta plata hennar með popptón- list. Platan inniheldur 13 lög sem eru flest frekar róleg og reyndar öll svolítið svipuð hvert öðru. Flott- ustu lögin á I Need You finnst mér vera „Can’t Fight The Moonlight“ sem er hressandi lag sem kemur manni í stuð þó að það sé ekkert sér- staklega fjörugt. Þetta lag hefur verið spilað mikið í útvarpinu og í sjónvarpinu þann- ig að ég held að flestir ættu að hafa heyrt það. Viðlagið er mjög grípandi og auð- velt að fá það á heilann. Lagið er úr unglinga- myndinni Coyote Ugly sem fjallar um stelpu sem dreymir um að verða frægur lagahöfundur og semur þetta lag. „Can’t Fight The Moonlight“ er samt orðið frekar gamalt og ég því orðin ansi þreytt á því. Mér finnst lagið „But I Do Love You“ einnig vera mjög flott en það er einmitt líka úr Coyote Ugly. Þetta er rólegt lag, svona dæmi- gert ástarlag. Lagið „Soon“ er mjög rólegt og virkilega fallegt lag sem lætur manni líða vel. LeAnn hlýtur að vera að syngja til ein- hvers sem henni þykir mjög vænt um eða elskar, textinn er þannig. Lagið „I Need You“ er líka al- veg ágætt. Það er líka rólegt lag sem mér finnst ég hafa heyrt mjög mörgum sinnum, svona kunnuglegt lag, ekkert nýtt á ferðinni í því. Þar syngur hún um einhvern sem hún elskar og þarfnast mjög mikið. Þetta lag hefur líka verið spilað mikið á Popp Tíví undanfarið. Undir lok plötunnar eru svo þrjár endurhljóðblandanir af lög- unum „Can’t Fight The Moon- light“, „Soon“ og „I Need You“. Af þeim finnst mér nýja útgáfan á „Can’t Fight The Moonlight“ vera lang flottust. Leiðinlegasta lag plötunnar finnst mér vera „Written In The Stars“ sem hún syngur með Elton John. Þetta er ró- legt lag sem mér finnst bara ekki skemmtilegt, hvorki tónlistar- flutningurinn né lagið sjálft. Annars er ekki mikið út á önnur lög að setja. Það er samt eins og ég taki bara ekki eftir sumum lög- unum, kannski þeim sem LeAnn hefur ekki verið að vanda sig nógu mikið við, bara sett þau á plötuna til að hafa fleiri lög á henni. Ég held að það sé svolítið algengt að tónlistarfólkið setji svona uppfyll- ingarlög, kannski til að geta selt plöturnar á hærra verði. LeAnn Rimes er ekki að gera neitt nýtt með þessari plötu sinni. Hún syngur bara eiginlega alveg eins tónlist og flestar hinar popp- tónlistarsöngkonurnar í dag. En það verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni. Hún er ung og með alveg einstaklega fallega rödd sem nýtur sín mjög vel í rólegu lögunum hennar. ERLENDAR P L Ö T U R Oddný Þóra Logadóttir skrif- ar um nýjustu plötu LeAnn Rimes sem heitir I Need You  Rólegt og fallega sungið LeAnn Rimes var einungis 14 ára þegar hún skaust fram á sjónarsviðið árið 1996. LEIKKONAN Drew Barrymore gekk að eiga unnusta sinn, skemmti- kraftinn Tom Green, á Malibu- ströndinni í Kaliforníu um helgina. Barrymore og Green hafa verið trú- lofuð í rúmt ár. Hjónakornin hafa verið iðin síðasta árið við að tilkynna fjölmiðlum að þau hafi gengið upp að altarinu, en tekið það til baka jafn- óðum. Þetta er fyrsta hjónaband Green en Barrymore var áður gift kráareigandanum Jeremy Thomas. Meðal gesta í brúðkaupinu voru leikkonurnar Lucy Liu og Cameron Diaz, sem léku hina víðfrægu engla Charlies ásamt Barrymore. Barrymore og Green giftast REUTERS Parið nýgifta á Óskarsverð- launahátíðinni í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.