Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 47 betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 8 og 10.Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 8 og 10. Vit 250. Sýnd kl. 8. Vit 249. Sýnd kl. 10.  Kvikmyndir.com Hausverk.is samfilm.is Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ samfilm.is 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Sýnd kl. 8. Vit 235. Sýnd kl. 6. Vit 242. Sýnd kl. 8 og 10. Vit nr 249.Forsýnig kl. 6. Vit nr. 244 Forsýning Heimsfrumsýning á nýju sýnishorni úr Planet of the Apes aðeins á skifan.is, fimmtudaginn 12 júlí MAGNAÐ BÍÓ  Kvikmyndir.is  ÓHT Rás 2  DV Sýnd. 6, 8 og 10. B. i. 16. Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd. 6, 8 og 10.  Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com  Hausverk.is EÓT Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4, 6 og 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B. i 12 ára. Hluti myndarinar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið www.laugarasbio.is Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is FRÖKEN Júlía hans Strindbergs er mætt á svið – enn og aftur alveg óð, eins og undirtitill uppsetningarinnar segir til um. Það er Einleikhúsið sem stendur að sýningunni, leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson og aðalleikar- ar eru Árni Pétur Guðjónsson, Sig- rún Sól Ólafsdóttir og Pálína Jóns- dóttir sem leikur sjálfa Júlíu. Hins vegar eru hlutverk Árna Pét- urs og Sigrúnar Sólar aðeins öðru- vísi en Strindberg hafði hugsað sér þau í upphafi. Þau hafa skipt um kyn. Nýjar og nútímalegar áherslur Sigrún Sól kom upphaflega með hugmyndina til Rúnars að setja verkið upp með þeim kynjaviðsnún- ingi að breyta hlutverki eldabusk- unnar Kristínar í Kristin kokk og þjónninn Jean verður Jenný þjón- ustustúlka sem síðan dregur fröken- ina á tálar. „Verkið fær alveg nýjar áherslur sem mér fannst ganga betur upp í dag. Upprunalega verkið fjallar mik- ið um stéttarskiptingu og skömmina við það að taka niður fyrir sig,“ út- skýrir Sigrún Sól. „Þá skömm erum við að heimfæra upp á það að leyna umheiminum því að vera samkyn- hneigður. Það vekur upp vissar spurningar sem gaman er að takast á við.“ – Þetta er bara orðið nýtt leikrit... Sigrún Sól: „Við erum samt alveg trú verkinu. Þau skipta bara um texta.“ Árni Pétur: „Í gamla verkinu er konan kúguð karlmanninum sem hún tilheyrir og það sama gerist í okkar uppsetningu. Þær eru kúgað- ar af kokkinum og þær mega ekki lifa sínu lífi saman af því að þær passa ekki inn í staðalinn.“ Höfum misst mörg kíló – Það hefur ekki reynt neitt sér- staklega á ykkur sem leikara að skipta um hlutverk? Árni Pétur: „Nei, en allt annað var erfitt. Við svitnum svo að það hálfa væri nóg og við höfum öll lagt af um mörg kíló. Þessi tegund leikhúss krefst rosalega mikillar orku og var kallað svitalyktarleikhús í gamla daga. Við vinnum mikið út frá lík- amstjáningu og það hefur fyrst og fremst verið erfitt að halda damp- inum í tvo tíma því við erum alltaf á hundrað prósent orku.“ – Eruð þið þá að dansa? Árni Pétur: „Leiktextinn er bara einn hluti af leikritinu, annar er lík- amstjáningin og þriðja er raddbeit- ingin. Þetta er í mörgum lögum en í leikhúsi í dag er textanum gert hærra undir höfði en hinum þáttun- um. Sigrún Sól: „Hjá okkur vinna allir þættirnir saman til þess að þetta virki.“ – Þetta hljómar mjög krefjandi. Árni Pétur: „Þetta er eins og sin- fónía með mörgum röddum. Leik- stjórinn okkar er að taka doktors- próf í nútímaleiklist í Háskólanum í Lester og vinnan hans er nasasjón af því sem er að gerast framarlega utan hins hefðbundna leikhússheims.“ Heilagir bókstafir – Var það skemmtilegast við upp- setninguna fyrir ykkur? Sigrún Sól: „Já, það er aðalmálið. Þetta virkar og það er svo gaman að sjá það snerta við fólki. En sumir eru eitthvað viðkvæmir fyrir því að við séum að breyta þessu klassíska verki.“ Árni Pétur: „Það er til ballett sem heitir Júlía, bíómyndir hafa verið gerðar eftir verkinu og áreiðanlega sinfónía líka. Af hverju má ekki leika sér með leikgerð á klassískum verk- um? Um leið og það er leikrit verður það að vera nákvæmlega eins.“ Sigrún Sól: „Af því að við erum svo mikil bókmenntaþjóð. Stafur á bók er heilagur.“ Árni Pétur: „Fröken Júlía einsog Strindberg gefur hana frá sér er bara stafir á blaði. Og það er okkar að vinna út frá því.“ Sýningin er haldin í Smiðjunni neðst við Klapparstíginn, nýja leik- húsi Leiklistarskólans. Sigrún Sól vill benda á að þau hafi ekki hús- næðið endalaust svo um gera að drífa sig á sýningu, auk þess sem er- lendir aðilar hafa sýnt sýningunni mikinn áhuga. „Þetta er sko ekkert venjulegt leikhús. Þetta er matarleikhús,“ seg- ir hún. „Leikritið gerist á veitinga- stað og hópur starfsfólks á staðnum fléttast inn í verkið með frábært at- riði auk þess að vera mjög góð við áhorfendur í hléi og bjóða þeim upp á grillmat.“ Fröken Júlía í Smiðjunni Leikhús í mörgum lögum Skömmin í bland við sveitta leikara og góðan grillmat. Það finnst Hildi Loftsdóttur afar spennandi. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Kristinn og Jenný á góðri stundu. Morgunblaðið/Þorkell Árni Pétur og Sigrún Sól eru í engu venjulegu leikhúsi. hilo@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.