Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.07.2001, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Dundee-leikur á vísi.is Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.15. Vit nr. 250 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit nr. 249 Hann heyrði að það væri villt í LA. hann vissi ekki hversu villt! Hann heyrði að það væri villt í LA. hann vissi ekki hversu villt! Geggjuð gamanmynd frá leikstjóra Ghostbusters! Sýnd kl. 6, 8 og 9.30. Vit 235. B.i. 12. PEARL HARBOR 7 desember 1941, skyndiárás sem breytti lífi þeirra að eilífu. Dundee er mættur aftur, sprækari en nokkru sinni fyrr í þessari sprenghlægilegu gamanmynd um ævintýri Krókódíla Dundee. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Vit 242.  Kvikmyndir.com  Hausverk.is Spot Sýnd kl. 4. Vit nr. 236. Nýi Stíllinn Keisarans Sýnd kl. 3.45. Vit nr. 213. The Mummy returns Sýnd kl. 3.45, 5.30 og 8. Vit 234 Valetine Sýnd kl. 10.20. B. i. 16. Vit nr. 238 HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16. Keanu Reeves og James Spader eru fantagóðir í þess- um frábæra spennutrylli í anda Seven Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 16 Hluti myndarinnar var tekinn upp á Íslandi Frábær hasarmynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum Stærsta ævintýri sumarsins er hafið Loksins ný mynd frá leikstjóra Fucking Ámal. Sænsk snilld og óborganlegur húmor sem kemur öllum í gott skap. Tékkið á þessari. TILLSAMMANS betra er að borða grautinn saman en steikina einn Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12 ára. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B. i. 12 ára. 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 Kl. 6 og 10.30 RIEN SUR ROBERT  SV Mbl FORSÝNING Frá framleiðendum Notting Hill og Four Weddings And A Funeral kemur annar rómantískur gamanmyndasmellur. Forsýning kl. 8. Vegna fjölda áskorana verður kínverska myndin Vegurinn heim sýnd í nokkra daga Sýnd kl. 6. ÞAÐ var óneitanlega mikill glæsileiki yfir útgáfutónleikum hrynhitasveitarinnar Jagúars í Háskólabíói síðastliðinn föstudag. Kvöldið hófst á sýningu stutt- myndarinnar Jaguar – The Movie hvar meðlimir sveitarinnar ásamt völdum leikurum brugðu sér í gervi harðjaxla og hættukvenda, líkt og tíðkaðist í fönkmyndum áttunda áratugarins. Við niðurlag myndarinnar hóf Jagúar svo leik sinn; skyndilega birti til og sveit- in stóð á sviði Háskólabíós í öllu sínu veldi. Leikin voru lög af plötunni nýútkomnu, Get The Funk Out, og áttu margir áheyr- endur sjáanlega erfitt með að halda sér kyrrum í bíósætunum á meðan fönkatið stóð yfir. Hrynhiti í Háskólabíói Morgunblaðið/Árni Sæberg Börkur Hrafn Birgisson, gítarleikari Jagúar, lét gítarinn emja og góla. Jagúarinn í rífandi fjöri MARLON Brando hefur löngum þótt erfiður við að eiga og margir kvik- myndagerðarmenn veigrað sér við að vinna með honum, sökum sérvisku hans og tilætlunarsemi. En enginn efast um að maðurinn er séní og því eru enn til leikstjórar sem eru reiðubúnir til að taka áhættuna og vilja vinna með honum. Frank Oz var einn þeirra en Brando fer með hlut- verk í nýjustu mynd hans The Score ásamt þeim Robert DeNiro og Ed Norton en myndin verður frumsýnd vestra á föstudaginn kemur. Mætti segja manni að karlinn Oz sjái nú eftir öllu saman því Brando var víst í miklum ham á tökustað og harðbannaði honum, sjálfum leik- stjóra myndarinnar, að koma nálægt tökustað þegar atriðin hans voru kvikmynduð. Þessi ótrúlega frétt er höfð eftir Time tímaritinu bandaríska sem segir að Brando sé svo illa við leikstjórann að hann viljir hreinlega ekki sjá hann og hafi jafnan kallað hann „Svínku“ á tökustað, en Oz ljáði einmitt kyn- bombunni fjórfættu rödd sína í Prúðuleikurunum á sínum tíma. Brando leitaði hinsvegar á náðir vinar síns DeNiro og bað hann um að leikstýra atriðum hans en aumingja „Svínka“ varð að sætta sig við að fylgjast með upptökum á sjónvarps- skjá fjarri tökustað. Brando er bandbrjálaður Reuters Gömlu „Mafíósarnir“ Brando og De Niro í The Score. Kallar leikstjórann Svínku TÖFFARINN úr Backstreet Boys, A.J. McLean, er greinilega full mik- ill töffari fyrir sitt eigið ágæti. Hann hefur nefnilega neyðst til þess að viðurkenna að hann sé búinn að djamma yfir sig, eigi við áfengis- vandamál að stríða og hefur skráð sig í meðferð til þess að reyna að vinna bug á því. Ekki nóg með það heldur þjáist hann einnig af þung- lyndi og of miklu álagi. Hafa þessi veikindi McLeans leitt til þess að hljómsveitin Backstreet Boys hefur neyðst til þess að aflýsa 19 tónleikum sem áformað var að halda í sumar. McLean, sem er 23 ára, verður í meðferð í mánuð og félagar hans hafa lýst því yfir á heimasíðu sveit- arinnar að þeir styðji hann heilshug- ar og voni að hann vinni bug á vanda sínum. Brian Littrell sagði nýlega í viðtali við MTV að þegar maður rétti ein- hverjum hjálparhönd verði sá hinn sami fyrst og fremst að hjálpa sér sjálfur – verði að vilja fá hjálp. Sveitarmenn vilja meina að ástæð- una fyrir vandamálum McLeans megi rekja til andláts ömmu hans, sem hann unni svo heitt. Kevin Rich- ardson sagði að McLean hefði hrein- lega drekkt sorgum sínum í djammi og djúsi og að þeir félagar hans úr sveitinni væru búnir að hafa miklar áhyggjur af honum. Þeir drengir staðhæfðu að þessar sorgarfregnir væru síður en svo vís- ir að endalokum Backstreet Boys. „Ég trúi því staðfastlega að sveitin verði starfandi uns við föllum frá,“ bætti Nick Carter ákveðinn við að lokum. A.J. McLean úr Backstreet Boys í meðferð Reuters AJ McLean, fyrir miðju, ásamt Howie Dorough og Kevin Richardson, félögum sínum í Backstreet Boys. Sannur öngstræt- isdrengur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.