Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.07.2001, Qupperneq 2
KNATTSPYRNA 2 C FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild karla Grindavík - Fylkir ................................... 0:4 Staðan: Fylkir 10 6 3 1 18:5 21 ÍA 10 5 2 3 15:9 17 Valur 10 5 2 3 14:12 17 ÍBV 10 5 2 3 7:8 17 FH 9 4 3 2 9:7 15 Keflavík 10 4 2 4 14:15 14 Grindavík 8 4 0 4 11:13 12 KR 9 3 2 4 8:10 11 Breiðablik 10 2 1 7 8:17 7 Fram 10 1 1 8 10:18 4 1. deild karla Víkingur - Þróttur R.............................. 0:2 Björgólfur Takefusa 66., Charlie McCorm- ick 78. KA - Dalvík.............................................. 3:1 Þorvaldur Örlygsson 27., Steingrímur Örn Eiðsson 79., Þorvaldur Makan Sigbjörns- son 83. - Þorleifur K. Árnason 18. Stjarnan - Tindastóll.............................. 5:2 Garðar Jóhannsson 12., 29. (víti), Arnór Guðjohnsen 31., Ragnar Árnason 53., Ás- geir G. Ásgeirsson 70. - Kristmar Björns- son 40. (víti), Þorsteinn Gestsson 49. Staðan: KA 10 7 2 1 26:9 23 Þór Ak. 9 6 1 2 24:10 19 Stjarnan 10 5 4 1 19:11 19 Þróttur 10 5 2 3 13:10 17 Víkingur 10 3 4 3 16:11 13 Tindastóll 10 3 3 4 18:25 12 Leiftur 9 3 1 5 12:15 10 ÍR 9 1 6 2 14:20 9 Dalvík 10 2 1 7 10:26 7 KS 9 0 2 7 5:20 2 2. deild karla Víðir - Léttir............................................ 1:1 Ásgrímur S. Waltersson - Sigurjón Þór Sigurjónsson. Selfoss - Haukar ..................................... 1:1 Guðjón Þorvarðarson - Birgir Rafn Birg- isson. Afturelding - Skallagrímur................... 4:1 Ásgeir F. Ásgeirsson 2, Sigurður Karls- son, Davíð H. Stefánsson - Auðunn Blön- dal. Staðan: Haukar 11 8 3 0 32:7 27 Sindri 10 8 2 0 14:3 26 Aftureld. 11 6 3 2 25:13 21 Selfoss 11 4 4 3 23:17 16 Léttir 11 4 2 5 18:23 14 Skallagr. 11 3 2 6 17:27 11 Leiknir R. 10 2 4 4 12:14 10 KÍB 10 2 1 7 17:33 7 Víðir 10 1 3 6 10:20 6 Nökkvi 9 1 2 6 9:20 5 Fylkismenn sitja nú einir á toppideildarinnar með 21 stig og fjögurra stiga forystu á næstu lið fyrir neðan sem eru ÍA, Valur og ÍBV sem öll hafa 17 stig. Þið trónið einir á toppnum núna, er forustan orðin örugg? „Nei, langt í frá. Ég líki þess oft við togaratúr og hann er langur. Þótt að vel aflist núna er ekkert til sem heitir aflaverðmæti fyrr en búið er að landa,“ sagði Bjarni. Þú ert með frækna framherja í liðinu. Kom það þér á óvart að miðjumaðurinn Ólafur Stígsson og varnarmaðurinn Hrafnkell Helga- son hafi skorað tvö fyrstu mörkin? „Nei, því við höfum verið sterkir í föstum leikatriðum og skoruðum eitt flott mark upp úr því. Sóknar- leikur okkar hefur ekki verið eins kröftugur það sem af er sumars og áður. Það var gaman að Ólafur næði að skora en markaskorunin dreifist á liðið.“ Lék Grindavík eins og þú áttir von á? „Ég held að lið Grindavíkur sýni svolítinn keim af því að það er ný- komið úr erfiðri Intertoto-keppni og það er búið að vera mjög mikið álag á strákunum. Þeir þurfa kannski bara lengri tíma til að ná sér á strik því það býr miklu meira í þessu liði en það sýndi hér.“ Þessi lið mætast að nýju á mánu- dag í bikarkeppninni. Munuð þið græða eitthvað á því að hafa unnið þennan leik? „Ég veit það nú ekki. Menn gíra sig öðruvísi inn í bikarkeppninni. Ef ég þekki hugarfar Grindvíkinganna rétt verða þeir ekki eins góðir við okkur þá eins og nú í kvöld,“ sagði Bjarni í gærkvöldi. „Lélegasti leikur Grindavíkur í langan tíma“ „Við bökkuðum of mikið í fyrri hálfleik þannig að þeir náðu að skora tvö mörk. Það var erfitt að jafna eftir það. Svo kláruðu þeir þetta með að bæta tveimur mörkum við í síðari hálfleik,“ sagði Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavík- ur, eftir leikinn. „Þetta var okkar lélegasti leikur í langan tíma. Þetta var sanngjarn sigur Fylkis. Þeir voru betri í dag. Þeir eru með eitt besta liðið á Ís- landi í dag, það er alveg ljóst.“ Þið unnuð Keflvíkinga í síðasta leik en samt gerðirðu töluverðar breytingar á liðinu, hvers vegna? „Kekic meiddist á æfingu svo hann gat ekki verið með. Síðan komu tveir leikmenn inn á á móti Keflavík sem stóðu sig mjög vel svo mér fannst sanngjarnt að gefa þeim tækifæri.“ Var ætlunin að liggja aftarlega og beita skyndisóknum? „Já, við ætluðum að gera það á móti vindinum í fyrri hálfleik. Það var þó mjög erfitt þar sem þeir eru með svo fljóta sóknarmenn og svo skoruðu þeir ódýrt mark.“ Þið eruð í sjöunda sæti núna með tólf stig eftir átta leiki. Stefnið þið enn á toppbaráttuna? „Já, við stefnum á að vera í einu af þremur efstu sætunum. Við verðum að reyna að halda áfram og standa saman. Þetta var bara okkar slæmi dagur vona ég,“ sagði Milan Stefán. Er mjög stoltur af strákunum „Þessi sigur í dag var frábær og ég er mjög stoltur af drengjunum. Þeir komu hingað með réttu hugarfari og spiluðu alveg glimrandi fyrri hálfleik og lögðu þar grunninn að þessum sigri. Vindurinn hjálpaði töluvert því liði sem hafði hann í bakið. Við vissum að þeir kæmu grimmir í síðari hálfleikinn og við spiluðum bara þétta vörn og beittum hættulegum skyndisóknum,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Fylkis, kampakátur eftir 4:0 sigur Fylkis á Grindavík í gær- kvöldi. Eftir Írisi Björk Eysteinsdóttur Gylfi Orrason dómari fylgist vel með þeim Vigni Helgasyni, Grind Grindvíkingar ætluðu sér að verjastgegn strekkingsvindi í fyrri hálf- leik – með hörmulegum árangri. Fylk- ismenn tóku öll völd á vellinum frá byrjun. Fyrstu fimmtán mínút- urnar voru reyndar tíð- indalitlar en síðan kom Albert Sævarsson markvörður Grind- víkingum til bjargar í tvígang þegar hann varði skot frá Sverri Sverrissyni og Pétri Birni Jónssyni úr dauðafærum. Eftir skot Péturs fékk Fylkir horn- spyrnu og upp úr henni skoraði Hrafn- kell Helgason, 1:0. Grindvíkingar sýndu lífsmark í fyrsta skipti næstu mínútur á eftir og fengu eitt færi til að jafna. Kjartan Sturluson, markvörður Fylkis, þurfti þá í eina skiptið í leiknum að taka á við að verja, sló boltann yfir markið eftir skot Ró- berts Sigurðssonar. Það hentaði Fylk- ismönnum vel að fá Grindvíkinga framar á völlinn og þeir voru fljótir að nýta sér það, náðu góðri sókn og Ólafur Stígsson skoraði, 2:0. Sævar Þór Gíslason og Steingrímur Jóhannesson fengu færi til að bæta við mörkum áður en hálfleik- urinn var úti en nýttu þau ekki. Grindvíkingar hófu seinni hálfleikinn með Scott Ramsey innanborðs en hann og Paul McShane voru settir á vara- mannabekkinn eftir sigurinn í Keflavík á dögunum þar sem Róbert og Sverrir Þór komu inn og stóðu sig vel. Um leið breyttu þeir leikaðferð sinni úr 4/5/1 í 4/ 4/2 og settu Sverri Þór fram við hliðina á Grétari Hjartarsyni. Með vindinn í bakið færðu þeir sig framar á völlinn en sóknir þeirra voru alltof hægar og fyrirsjáan- legar til að vel skipulögðum Fylkismönn- um stafaði veruleg ógnun af þeim. Árbæ- ingar voru komnir í sína uppáhalds stöðu, biðu átekta, leyfðu Grindvíkingum að hnoðast með boltann úti á vellinum, og beittu síðan sínum skæðu skyndi- sóknum með Sævar í aðalhlutverki. Eftir árangurslaust puð heimamanna skoraði Steingrímur, 3:0, eftir hárbeitta sky sókn, úr fyrsta markskoti Fylkis í h leiknum. Þar með voru úrslitin rá heimamenn voru aldrei líklegir til skora, hvað þá til að vinna upp þrig marka forystu gestanna. Sævar n ekki tvö dauðafæri, hann slapp tvis innfyrir vörn Grindavíkur en náði e skoti í fyrra skiptið og skaut í hliðarn í síðara skiptið, eftir að hafa kom framhjá Alberti markverði. En þó ætti ekki fyrir Sævari að liggja að sko leiknum lagði hann upp mark í þr skipti undir lok leiksins; fyrir varama inn Theódór Óskarsson. Tvö af þrem markskotum Fylkis í seinni hálfleik uðu í netmöskvana og það var n Grindvíkingar reyndu talsvert af la skotum en aðeins eitt, frá Scott Ram var nálægt því að koma þeim á blað. Fylkisliðið var heilsteypt og sannf andi með Sævar og Ólaf Stígsson bestu menn. Sannkallaður meista bragur yfir Árbæingum, sem leika þeim eldmóði og með það sjálfstra sem þarf til að ná árangri. Á meðan varla heil brú í leik Grindvíkinga, rey ar vantaði þá Sinisa Kekic en frammistaða verður ekki útskýrð m fjarveru eins manns. Stuðningsm þeirra hljóta að óska þess að hér m hafi liðið spilað sinn slakasta leik á tí bilinu. Að öðrum kosti eru erfiðir tím framundan í Grindavík. Fylkismenn á fleygiferð ÞAÐ er kannski fullsnemmt að byrja að tala um meistaraefni þegar tæpar tíu umferðir hafa verið leiknar af úrvalsdeildinni en ef Fylkismenn halda áfram á sömu braut og í Grindavík í gærkvöld verður erfitt að stöðva þá það sem eftir lifir sumars. Þeir gjörsigruðu heimamenn suður með sjó, 4:0, léku sinn tíunda leik í röð í deild og bikar án taps og eru komnir með fjögurra stiga forskot í deildinni. Grindvíkingar voru með fæst töpuð stig fyrir leikinn og sigur hefði komið þeim í ákjósanlega stöðu, en nú geta þeir líklega gleymt því í bili að blanda sér í toppbaráttuna. Enda eiga þeir ekk- ert erindi þangað miðað við frammistöðu þeirra í gærkvöld. Víðir Sigurðsson skrifar ÚRSLIT 3. deild karla B Njarðvík – Ægir..................................... 4:3 Frakkland Meistarabikarinn: Nantes – Strasbourg ............................. 4:1 Ameríkubikarinn B-RIÐILL: Brasilía – Paraguay ..............................3:1 Alex 60., Belleti 89., Denilson 90. – Alvar- enga 9. Perú – Mexíkó ...................................... 1:0 Holsen 47. Brasilía 3 2 0 1 5:2 6 Mexíkó 3 1 1 1 1:1 4 Perú 3 1 1 1 4:5 4 Paraguay 3 0 2 1 4:6 1 KÖRFUKNATTLEIKUR Mót unglingalandsliðs stúlkna á Kýpur: Ísland – Malta .................................... 63:41 Erna Magnúsdóttir 14, Svava Stefáns- dóttir 11, Lára Gunnarsdóttir 11, María Anna Gunnarsdóttir 7, Jovana Stefáns- dóttir 6, Ólöf Pálsdóttir 4, Fjóla Eiríks- dóttir 4, Birna Ýr Skúladóttir 2, Ragn- heiður Magnúsdóttir 2, Guðrún Ósk Guðmundsdóttir 2. GOLF Staða efstu manna eftir fyrsta keppnisdag á Opna breska meistaramótinu: 65 Colin Montgomerie, Bretlandi. 68 Brad Faxon, Chris Di Marco, Mikko Ilonen. 69 Justin Rose, Miguel Angel Jimenez, Paul McGinley, J.P. Hayes, David Duv- al, Jose Maria Olazabal, Stuart App- elby, Pierre Fulke, Billy Andrade, Alexandre Balicki, Niclas Fasth, Alex Cejka, Jesper Parnevik, Billy Mayfair, Greg Owen, Joe Ogilvie. KNATTSPYRNA Símadeild, efsta deild kvenna: Hásteinsv.: ÍBV - Valur ............................20 KR-völlur: KR - Breiðablik ......................20 Grindavík: Grindavík - FH.......................20 1. deild karla: Ólafsfjörður: Leiftur - Þór .......................20 3. deild karla: Blönduós: Hvöt - Völsungur.....................20 Ásvellir: ÍH - Árborg ................................20 Grenivík: Magni - Neisti H.......................20 1. deild kvenna: Sandgerði: RKV - Haukar........................20 Valbjarnarv.: Þróttur - Fjölnir ................20 Í KVÖLD Gunnar til Framara GUNNAR Sigurðsson, knattspyrnumarkvörður frá Vestmannaeyjum, gekk í gær til liðs við úr- valsdeildarlið Fram. Gunnar, sem er 26 ára og var aðalmarkvörður ÍBV 1996 til 1998, hefur leikið með Brage í sænsku 1. deildinni undanfarin tvö ár en hætti þar síðasta haust. Á þessu tímabili hefur hann aðeins komið við sögu hjá 3. deildarliði KFS en að öðru leyti verið í fríi frá knattspyrnunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.