Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 1
Megawati Sukarno- putri tekur við völdum MEGAWATI Sukarnoputri, fyrr- verandi varaforseti, sór í gær emb- ættiseið sem for- seti Indónesíu, eftir að þingið hafði vikið for- vera hennar, Abdurrahman Wahid, frá völd- um. Indónesíska þingið hóf á laug- ardag málshöfð- un til embættis- missis á hendur Wahid og samþykkti í gærmorgun með öllum greiddum atkvæðum að víkja honum frá vegna spillingar og vanhæfni. Wahid hafði nokkrum klukku- stundum áður lýst yfir neyðar- ástandi, en hæstiréttur úrskurðaði yfirlýsinguna ógilda. Wahid hafði einnig skipað öryggissveitum að sjá til þess að þingið yrði leyst upp, en bæði herinn og lögreglan höfðu fyr- irmæli hans að engu. Stóð herinn þvert á móti vörð um þinghúsið, til að koma í veg fyrir hugsanleg upp- þot af hálfu stuðningsmanna forset- ans fyrrverandi. Í gærkvöld hafðist Wahid enn við í forsetahöllinni, en hann hafði ekki tjáð sig opinberlega um niðurstöðu þingsins. Wahid hafði varað við því á laugardag að stuðningsmenn sínir myndu efna til fjöldamótmæla, yrði honum vikið frá völdum, en til þess hefur ekki komið. Þingið skipaði Wahid í forsetaembætti í október 1999. Megawati hvetur til þjóðareiningar Megawati Sukarnoputri, sem er 54 ára að aldri, leiðir stærsta stjórn- málaflokk landsins, PDI. Flokkur- inn fékk flest atkvæði í þingkosning- unum árið 1999, en flokkabandalag múslima tryggði Wahid þá forseta- embættið og Megawati var kjörin varaforseti. Í ávarpi sem Megawati hélt eftir embættistökuna í gær hvatti hún alla landsmenn til að hlíta lýðræð- islegri niðurstöðu þingsins. Sagði hún að þjóðareiningar væri þörf til að takast á við vandamálin sem steðjuðu að Indónesíu, en efnahagur landsins er bágborinn, auk þess sem trúarátök og ofbeldisverk skæru- liðahreyfinga aðskilnaðarsinna hafa færst í aukana. Megawati, sem er fjórði forseti Indónesíu á þremur árum og sá fimmti frá upphafi, er dóttir Suk- arnos, sem leiddi sjálfstæðisbaráttu Indónesa og varð fyrsti forseti landsins. Hún leysti ríkisstjórn Wa- hids frá störfum strax eftir embætt- istökuna í gær og kvaðst myndu kynna nýjan ráðherralista innan fárra daga. Indónesía er fjórða fjölmennasta ríki heims, en þar búa um 210 millj- ónir manna. Jakarta. AFP, AP. Indónesíska þingið víkur Abdurrahman Wahid úr forsetaembætti Megawati Sukarnoputri SUNDKAPPINN Örn Arnarson náði frábærum árangri í 100 metra baksundi á heimsmeist- aramótinu í sundi sem nú stendur yfir í Fukuoka í Japan. Örn kom annar í mark á 54,75 sekúndum og þríbætti þar með Íslands- og Norð- urlandamet sitt í greininni, fyrst í undanrásunum, svo í undanúrslit- unum og loks í úrslitasundinu. Örn varð þar með fyrsti íslenski sund- maðurinn sem vinnur til verðlauna á heimsmeistaramóti en hann verður aftur í eldlínunni á föstu- dagsmorgun þegar hann keppir í aðalgrein sinni, 200 metra bak- sundi. Á myndinni er Örn lengst til hægri, við hlið heimsmeistarans Matts Welsh frá Ástralíu og Steff- ens Driesens frá Þýskalandi, að lokinni verðlaunaafhendingu. AP Örn með silfur í Japan  Ágætis upphitun/B3 166. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. JÚLÍ 2001 PALESTÍNSKUR drengur lét lífið er hann varð á milli í átökum sem blossuðu upp á milli palestínskra uppreisnarmanna og ísraelskra her- manna á Gaza-svæðinu í gær. Drengurinn, sem var 15 ára gamall, varð fyrir skotum úr vélbyssu ísra- elsks hermanns. Þar með hefur 51 látið lífið frá því að samið var um vopnahlé hinn 13. júní. Ísraelsk yfirvöld lýstu því yfir í gær að þau vildu fá nákvæmari upplýsingar frá Bandaríkjamönnum áður en þau leyfðu fleiri sendimönn- um bandarísku leyniþjónustunnar CIA að koma til landsins til að sjá til þess að vopnahléð væri virt. Haft var eftir háttsettum talsmanni ísra- elsku stjórnarinnar að áður en Ariel Sharon, forsætisráðherra landsins, féllist á að fleiri CIA-menn kæmu til að sinna eftirliti yrði að ræða í smáatriðum hvernig því eftirlits- starfi yrði háttað. Þá lagði hann áherslu á að Ísraelar myndu ekki undir neinum kringumstæðum fall- ast á að alþjóðlegt eftirlitslið fengi að koma á Vesturbakkann og Gaza- svæðið, eins og lagt var til á fundi átta helstu iðnríkja heims (G8), sem lauk í Genúa á sunnudag. Palest- ínumenn fögnuðu á hinn bóginn til- lögu G8-ríkjanna og sögðu alþjóð- legt eftirlitslið „nauðsynlegt til að binda enda á úthellingu palestínsks blóðs“. Ísraelar hafna auknu eftirliti Jerúsalem. AFP. AP. OPEC-ríkin Hyggjast draga úr framleiðslu Caracas. AFP. ALI Rodriguez, framkvæmdastjóri samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC), sagði í gær að samtökin hygðust draga úr olíuframleiðslu til að bregðast við lækkun olíuverðs. Rodriguez sagði að á væntanleg- um ráðherrafundi OPEC í byrjun ágúst yrði ákveðið að minnka fram- leiðsluna um 1–1,5 milljónir tunna á dag. Verður þetta í þriðja sinn á árinu sem OPEC dregur úr olíu- framleiðslu. Yfirlýsingin kom ekki á óvart í ljósi lækkunar olíuverðs að undanförnu. BP og Shell hefja ol- íuborun við Færeyjar Þórshöfn. Morgunblaðið. OLÍUFYRIRTÆKIN BP og Shell hófu í fyrrinótt tilraunaboranir í færeyska landgrunninu til að kanna hvort þar sé að finna olíu. BP og Shell eru að kanna svæði suðaustur af Færeyjum, í hinu svonefnda „gullhorni“ við mörk bresku landhelginnar. Við boran- irnar nota fyrirtækin eitt stærsta og fullkomnasta borskip heims, West Navion. Norska ríkisolíufyrirtækið Stat- oil hóf tilraunaboranir í færeyska landgrunninu fyrir tíu dögum og síðar í sumar hyggst olíufyrirtæk- ið Amerada Hess hefja olíuleit í samstarfi við færeyskt fyrirtæki. Búist er við að niðurstöður til- raunanna liggi fyrir innan þriggja mánaða og þá fá Færeyingar loks svar við því hvort olíuævintýri sé í uppsiglingu. VIÐBRÖGÐ voru í gær misjöfn við málamiðluninni sem náðist á ráð- stefnu nær 180 aðildarríkja Samein- uðu þjóðanna um Kyoto-bókunina í Bonn í gærmorgun. Bandaríkja- stjórn ítrekaði í viðræðunum and- stöðu sína við samkomulagið og varði í gær afstöðu sína. „Við fórum þangað til að leggja fram okkar skerf og gerðum það í öllum viðræðunum … við höfum látið afstöðu okkar í ljós og reynt að tala mjög skýrt,“ sagði Philip Reeker, talsmaður utanríkis- ráðuneytisins í Washington. Kyoto-bókunin kveður á um að iðnríkin minnki losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið um 5,2% á næstu ár- um og er miðað við losunina eins og hún var 1990. Evrópusambandið (ESB) lagði mikla áherslu á að fund- in yrði lausn í Bonn og Kyoto-bók- unin yrði að veruleika þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjamanna sem losa meira af koldíoxíði út í andrúmsloftið en nokkur önnur þjóð. En niðurstaða fékkst ekki fyrr en ESB var búið að slaka verulega á kröfum sínum. Margir fulltrúar umhverfissinna lýstu vonbrigðum sínum með að ekki skyldi vera gengið lengra í þá átt að minnka losun. Talsmenn náttúru- verndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF) töldu að tilslökunin vegna bindingar í gróðri gæti merkt að ekki yrði um meira en 1,8% sam- drátt að ræða, en flestir þeirra töldu samkomulagið samt vera mikilvægt skref. Jennifer Morgan, einn liðs- manna WWF, sagði að þrátt fyrir til- slakanirnar væri um að ræða „jarð- skjálfta“ í alþjóðamálum vegna þess að aðildarríkin hefðu sýnt að þau gætu tekið ákvarðanir þvert á vilja Bandaríkjamanna. Einn af efnahagsráðgjöfum Vladí- mírs Pútíns Rússlandsforseta sagði í gær að samkomulagið fullnægði ekki fyllilega óskum Rússa. „Við erum reiðubúin að taka þátt í ferlinu en ekki á kostnað þjóðarhagsmuna okk- ar,“ sagði ráðgjafinn, Andrei Íllarí- onov. Rússar eiga sök á um 17% af öllum útblæstri koldíoxíðs í heimin- um. Málamiðlun um Kyoto-bókunina Bandaríkin ítreka andstöðu Bonn, París, Brussel. AFP, AP.  Tilslakanir/26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.