Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 2
BANASLYS varð um miðnætti að- faranótt mánudags, þegar liðsmaður bandaríska sjóhersins á Keflavíkur- flugvelli féll í Valbjargargjá við Reykjanesvita, þar sem hann var við klifur, niður í grýtta fjöruna. Hinn látni hét Jeffrey J. Lewandowski, 22 ára gamall. Hann var frá Nokesville í Virginíufylki. Maðurinn sem lést hafði verið á göngu ásamt tveimur félögum sín- um. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Keflavík sáu félagar manns- ins ekki þegar hann féll, en bergið á þessum stað er 30-40 metra hátt. Komu þeir að honum í fjörunni og reyndu lífgunartilraunir án árang- urs. Björgunarsveitin Þorbjörn kom sjóleiðis á slysstað og fór með hinn látna að sjúkrabíl, sem flutti hann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt upplýsingum Varnar- liðsins var hinn látni í sjóhernum og starfaði hann á spítala vallarins. Hann hafði verið á Íslandi frá því í apríl á þessu ári. Banaslys við gamla Reykja- nesvitann FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isJóhann B. Guðmundsson fór á kostum með Lyn í Noregi / B5 Fylkir með ÍA, FH og KA í undanúrslit í bikarkeppninni / B2 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hefur með úrskurði fellt úr gildi þá ákvörðun heilbrigðisnefnd- ar Vesturlands frá 13. september 2000, að hafna því að taka til efnis- legrar afgreiðslu umsókn Stjörnu- gríss hf., um starfsleyfi fyrir stækk- un svínabús síns á Melum í Leirár- og Melahreppi, nema framkvæmdin sé tilkynnt til Skipulagsstofnunar. Líklegt er að Stjörnugrís höfði í framhaldinu skaðabótamál á hend- ur ríkinu og krefjist tuga og jafnvel hundruð milljóna kr. í skaðabætur. Heilbrigðisnefnd Vesturlands ákvað í september 2000, að fengnu skrif- legu áliti umhverfisráðuneytis, að fyrirhugaðar framkvæmdir við svínabúið skyldu sæta mati á um- hverfisáhrifum. Þar var farið eftir lögum um mat á umhverfisáhrifum sem tóku gildi 6. júní 2000, en um- sókn kæranda um starfsleyfið barst 14. apríl sama ár. 3. október 2000 barst umhverf- isráðuneytinu stjórnsýslukæra Stjörnugríss á hendur heilbrigðis- nefnd Vesturlands. Umhverfisráð- herra kvað upp úrskurð 5. desemb- er 2000 þess efnis, að ákvörðun heilbrigðisnefndarinnar skyldi standa. Stjörnugrís taldi hins vegar að eldri lög um sama efni ættu að gilda um framkvæmdina. Höfðaði Stjörnugrís mál á hendur umhverf- isráðherra til ógildingar úrskurð- inum. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að umhverfisráðherra og starfs- menn ráðuneytisins hefðu verið vanhæfir og úrskurður ráðherra frá 5. desember því felldur úr gildi, sem var sama niðurstaða og hafði orðið í héraði. Í framhaldi af þessu vék um- hverfisráðherra sæti og var félags- málaráðherra settur til að fara með kærumál Stjörnugríss á hendur heilbrigðiseftirlitinu. Í úrskurðar- orðunum nú segir, að heilbrigðis- nefndin skuli taka umsókn kæranda til meðferðar að nýju og ber þá að fara eftir þeim réttarreglum sem í gildi voru þegar umsókn kæranda um starfsleyfi barst nefndinni. Guðjón Ólafur Jónsson hdl., lög- maður Stjörnugríss, kveðst ekki sjá efnislega annmarka á því að heil- brigðisnefndin gefi leyfið út þegar hún tekur málið fyrir á ný. Þar með geti reksturinn farið í fullan gang og þá verði væntanlega í framhald- inu höfðað skaðabótamál. Til stóð að slátra 20.000 grísum á ári eftir stækkun búsins og fyrirtækið hafi orðið af tekjum sem þessu svarar. Stjörnugrís telur sig hafa orðið fyr- ir tuga eða hundruð milljóna kr. tjóni. Guðjón Ólafur býst við að leitað verði eftir dómkvaðningu matsmanna til að sýna fram á að félagið hafi orðið fyrir tjóni og þá hve miklu. Félagsmálaráðherra fellir úr gildi ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands Líklegt að Stjörnugrís höfði skaðabótamál á hendur ríkinu Rannsókn Ríkisendurskoðunar RÍKISENDURSKOÐUN fékk af- hent í gær gögn frá forsætisráðuneyt- inu sem tengjast úttekt stofnunarinn- ar á fjármálaumsýslu Árna Johnsen. Annars vegar var um að ræða gögn vegna framkvæmda Vest-norræna þingmannaráðsins í Bröttuhlíð á Grænlandi og hins vegar vegna bygg- ingar stafkirkju í Vestmannaeyjum. Þær upplýsingar fengust hjá Rík- isendurskoðun í gær að allir þeir að- ilar sem leitað hefði verið til vegna rannsóknarinnar hefðu verið samvinnufúsir. Bókhaldsgögn sem verið hafa í vörslu Árna sjálfs voru ekki komin til Ríkisendurskoðunar í gær, en þó var von á þeim á hverri stundu, eins og það var orðað. Meðal þeirra gagna er bókhald Bröttuhlíðarverkefnisins sem Árna, sem formanni byggingar- nefndar, var afhent á síðasta ári eftir formlega vígslu sögulegra minja á Grænlandi. Forsætisráðuneytið afhendir gögn BANASLYS varð á Vesturlandsvegi við Hafnarfjall aðfaranótt sunnudags, þegar karlmaður á sjötugsaldri lést eftir útafakstur bifreiðar sem hann var farþegi í. Eiginkona mannsins ók bifreiðinni og var hún flutt á slysa- deild Landspítalans í Fossvogi, þaðan sem hún fékk að fara heim að lokinni læknisskoðun. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar í Borgarnesi fór bif- reiðin út af veginum hægra megin, stakkst ofan í vegræsi og inn í mold- arbarð. Maðurinn sem lést var Pálmi Sigurður Gíslason, fyrrverandi for- maður Ungmennafélags Íslands, UMFÍ, og útibússtjóri Landsbankans við Háaleitisbraut, til heimilis í Eikju- vogi 25 í Reykjavík. Pálmi lætur eftir sig eiginkonu, Stellu Guðmundsdótt- ur og þrjú uppkomin börn. Pálmi fæddist að Bergsstöðum í Svartárdal í A-Húnavatnssýslu 2. júlí árið 1938, sonur Gísla Pálmasonar bónda og Helgu Einarsdóttur hús- móður. Hann útskrifaðist úr Sam- vinnuskólanum árið 1959. Á árunum 1961-1963 vann hann við verslunar- störf í Danmörku og var síðan versl- unarstjóri KRON til ársins 1968. Þá réðst Pálmi til starfa hjá Sam- vinnubankanum og var þar uns bankinn samein- aðist Landsbank- anum í ársbyrjun 1991, þar af úti- bússtjóri við Suðurlandsbraut frá árinu 1977. Pálmi var áfram útibús- stjóri hjá Landsbankanum, síðast í Háaleitisbrautarútibúi til loka apríl sl. að hann hætti störfum vegna aldurs. Pálmi var meðal forystumanna í ungmennafélagshreyfingunni fram á dánardag. Hann var formaður UMFÍ frá 1979 til ársins 1993 en hélt áfram ýmsum störfum fyrir félagið, m.a. stjórnarsetu hjá Samtökum nor- rænna ungmennafélaga, NSU. Eftir að Pálmi hætti hjá Landsbankanum sl. vor vann hann hjá UMFÍ við efl- ingu starfs eldri ungmennafélaga. Lést í bílslysi við Hafnarfjall Pálmi S. Gíslason MAÐURINN sem lést um borð í Smáey VE 144 á laugardaginn hét Guðjón Kristinn Matthíasson til heimilis að Heið- arvegi 51 í Vest- mannaeyjum. Guðjón var 39 ára gamall. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Maðurinn sem lést um borð í Smáeynni Guðjón Kristinn Matthíasson ♦ ♦ ♦ Morgunblaðið/Billi Kerra með olíu og máln- ingu valt í Hafnarfirði KERRA aftan í bíl valt á hringtorg- inu við Strandgötu, Fjarðargötu og Lækjargötu í Hafnarfirði laust fyr- ir hádegi í gær. Kerran var full af olíu og máln- ingu sem nota átti til að merkja göt- ur. Nokkuð hjóst upp úr malbiki er hún skall á götunni. Þá dreifðist mikið af olíu og málningu yfir torg- ið og urðu tafir á umferð af þeim sökum. Hreinsunarstarf gekk ágæt- lega, en þó átti að útvega sérstakt hreinsiefni til að hreinsa göturnar enn betur. Kerran fór á hliðina er hún lenti á kanti hringtorgsins. Kerran hífð á vörubíl. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.