Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málningarstyrkir Hörpu Sextán hlutu styrk í ár Sextán aðilar hafa í árfengið samtals 2.500lítra af málningu frá Hörpu til viðhalds sögu- frægra mannvirkja um allt land og einnig til aðstoðar félagasamtökum og ein- staklingum sem vinna að mannúðarmálum. Helgi Magnússon framkvæmda- stjóri Hörpu hefur haft umsjón með þessum að- gerðum. Hann var spurður hver væri tilgangurinn með þessum málningar- styrkjum. „Alls hafa 60 aðilar feng- ið samtals 10 þúsund lítra af Hörpumálningu á síð- ustu fjórum árum. Á þess- um árum hefur fjöldi húsa af ýmsum gerðum og stærðum fengið fallegt út- lit eftir málun og lagfæringu. Málningarstyrkirnir frá Hörpu hf. eru til verðugra umhverfis- og menningarverkefna víðsvegar um landið. Þessa styrki hóf fyrirtækið að veita í þeim tilangi að auðvelda ýmsum aðilum að fegra og við- halda mikilvægum mannvirkjum.“ – Hvað ætla þeir sem fá styrk- ina nú að nota þá til? „Þeir hyggjast nota styrkina til þess að endurbæta mannvirki, vernda gömul menningarverð- mæti, mála hús á vegum félags- miðstöðva, kristilegra samtaka og annarra félgasamtaka. Meðal þeirra sem hlutu málningarstyrk- inn í ár má nefna Breiðabólstað- arkirkju í Vestur-Hópi, Stofnun Sigurðar Nordals í Reykjavík, Græna húsið á Siglufirði, sumar- búðir KFUM í Vatnaskógi, Sól- berg í Grímsey, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Staðar- kirkju í Grunnavík. Undarfarin þrjú ár hafa vel á fimmta tug mannvirkja notið málningarstyrksins og eru á ný orðin augnayndi eftir að hafa verið máluð allt frá grunni upp í rjáfur. Harpa hf. vill með þessum hætti hvetja landsmenn til að mála og fegra umhverfi sitt og um leið styðja einstaklinga, félög og sam- tök sem hafa forystu um góð mál- efni af þessu tagi.“ – Er mikið sótt um þessa styrki? „Fjöldi umsókna ár hvert bend- ir til þess að mikil þörf sé á að að- stoða hina ýmsu aðila sem af áhugamennsku viðhalda margs- konar verðugum byggingum. Í ár, eins og undanfarin ár, barst mikill fjöldi umsókna víðs vegar af land- inu og dómnefnd átti enn einu sinni erfitt með að velja úr verk- efnunum. Til að koma til móts við þá umsækjendur sem ekki hlutu styrk að þessu sinni hefur Harpa hf. ákveðið að veita þeim og öðrum aðilum sem kaupa málningu á veg- um góðgerðarfélaga, menningar- félaga, íþrótta- og ung- mennafélaga eða vegna sambærilegrar starf- semi sérstök kjör. Um- ræddir aðilar geta keypt Hörpumálningu á kostnaðarverði. Málninguna geta þess- ir aðilar keypt í verslunum Hörpu.“ – Hvers konar málningu er mest sótt um að fá? „Við höfum ekki skipt okkur af hvernig fólk notar málningar- styrkina. Við einfaldlega útdeilum tilteknum fjölda af lítrum til þeirra sem styrkina fá og svo er það þeim í sjálfsvald sett hvers konar Hörpumálningu þeir taka út.“ – Hver var kveikjan að þessu starfi? „Við gerðum okkur það ljóst að það eru víða um land hús sem hafa menningarsögulegt gildi sem þarfnast viðhalds og einnig höfum við orðið varir við mikinn fjölda félagasamtaka og einstaklinga sem vinna að góðum málefnum. Þessir aðilar sækjast oft eftir að- stoð fyrirtækja og okkur kom í hug að fella þá aðstoð sem við vild- um leggja fram í þennan farveg. Við höfum að sjálfsögðu áhuga á að leggja góðum málum lið og ákváðum því að auglýsa málning- arstyrki Hörpu á hverju ári og gefa fólki kost á að sækja um. Þetta tiltæki okkar hefur notið mikilla vinsælda.“ – Er mikil sala að öðru leyti í málningu núna? „Sumarið er háannatími í sölu málningar og ræðst þá salan tals- vert af veðurfarinu. Við höfum verið heppin með sumar, það hef- ur verið gott veður til útimálunar og mikil sala. Við fáum ekki betur séð en fagmenn meðal viðskipta- vina okkar hafi allir mikil verkefni og svo er fólk einnig duglegt að mála sjálft og fegra með því hús sín og önnur mannvirki.“ – Hefur málning breyst í sam- setningu að undanförnu? „Nei, það er ekki um að ræða neinar stór- vægilegar breytingar. Við Íslendingar höfum sterka hefð fyrir ís- lenskri gæðamálningu og hjá málningarverk- smiðjunum á Íslandi, sem eru fjórar að tölu, hefur um áratuga skeið verið í gangi öflugt þróunarstarf sem miðar að því að finna upp og framleiða íslenska gæðamálningu fyrir íslenskt veð- urfar.“ – Þurfum við á Íslandi mjög sérstaka málningu? „Við þurfum sterka málningu sem þolir rysjótt veðurfar. Lita- tískan þetta árið virðist vera þannig að allt gengur – bæði dökk- ir og ljósir litir. Fólk er að færa sig úr dökku litunum yfir í þá ljósu.“ Helgi Magnússon  Helgi Magnússon fæddist í Reykjavík 14. janúar 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1970 og varð viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1974. Löggiltur endur- skoðandi varð hann 1975. Hann hefur starfað við endurskoð- unarstörf fram á níunda áratug- inn, og var eftir það m.a. ritstjóri Frjálsrar verslunar í fjögur ár og hefur verið framkvæmdastjóri Hörpu frá því snemma árs 1992. Helgi er kvæntur Örnu Ein- arsdóttur hjúkrunarfræðingi, þau eignuðust fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Fólk er að færa sig úr dökku lit- unum yfir í þá ljósu TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur tekið saman yfirlit greiðslna vegna fæðingarorlofs fyrir tímabilið janúar til og með júní 2001. Heildar- greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði á þessum tíma nema rúmlega 795 milljónum króna og heildar- greiðslur fæðingarstyrks eru liðlega 83 milljónir króna. Samkvæmt þessu nema greiðslur samkvæmt hinum nýju lögum tæplega 879 milljónum króna. Greiðslur samkvæmt gamla kerf- inu frá 1. janúar til 30. júní sl. voru síðan um 470 milljónir króna. Sam- tals hafa því verið greiddar til fæð- ingarorlofsmála það sem af er árinu um 1.350 milljónir króna. Um áramótin hófust greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði í samræmi við lög um fæðingar- og foreldraorlof. Greitt er fæðingarorlof til þeirra sem eru á vinnumarkaði og eru mánaðargreiðslur 80% af meðaltali heildarlauna síðustu tólf mánaða þegar sótt er um. Einnig er greidd- ur fæðingarstyrkur, hærri og lægri. Í fréttatilkynningu frá Trygginga- stofnun ríkisins segir að hærri styrkinn fái foreldrar sem séu í námi; lægri styrkinn fái þeir for- eldrar sem séu utan vinnumarkaðar eða í minna en 25% starfi. Þar segir ennfremur orðrétt: „Í þeim tilvikum sem móðir er heima- vinnandi en faðir á vinnumarkaði á móðirin rétt á lægri fæðingarstyrk en faðirinn rétt á greiðslum sam- kvæmt reglunni um 80% heildar- launa, að uppfylltum skilyrðum. Samhliða hefur verið greitt sam- kvæmt eldri lögum um fæðingar- styrk og fæðingardagpeninga vegna þeirra sem hófu töku fæðingarorlofs í lok síðasta árs, en þær greiðslur eru að fjara út um þetta leyti.“ Greiðslur vegna fæðingarorlofs Um 1.350 millj- ónir greiddar Einu sinni kóngur, alltaf kóngur. SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- ist tillaga frá Íslenska kalkþörunga- félaginu ehf. vegna mats á umhverf- isáhrifum vegna náms á kalkþör- ungaseti í Arnarfirði. Almenningur getur kynnt sér til- löguna hjá Skipulagsstofnun og lagt fram skriflegar athugasemdir en þær þurfa að berast stofnuninni eigi síðar en 30. júlí nk. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu fram- kvæmdaaðila að matsáætlun liggi fyrir 16. ágúst. Skipulagsstofnun hefur nú þegar leitað umsagnar Vesturbyggðar, Hafrannsóknastofnunar, Hollustu- verndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Umhverf- ismat vegna náms á kalk- þörungaseti í Arnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.