Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ur Byggðaráðs, sagt í fjölmiðlum að samstaða sé á meðal flokkanna um sölu á rafveitunni og að Rarik sé líklegasti kaupandinn. „Stefán Guðmundsson er í stjórn Rarik og því segi ég að hann sem sveitarstjórnarmaður geti ekki unnið að því að selja rafveituna og sem stjórn- armaður í Rarik unnið að því að kaupa hana. Því vildi ég að hann sæti hjá í þessari afgreiðslu. Það var kosið um hvort hann væri vanhæfur og hann tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu. Síðan var tillagan borin upp um möguleika á sölu rafveitunnar og hún var samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.“ Gísli segir að hann hyggist ráðfæra sig við félagsmálaráðuneytið. „Ég vil að þetta sé skoðað en ég mun ekki leggja fram kæru. Hann er á mjög gráu svæði og siðferðislega hefði hann átt að víkja.“ Tillaga Gísla fráleit Stefán Guðmundsson telur að tillaga Gísla sé fráleit eins og hann orðaði það og hann telur sig ekki vanhæfan í málinu. Hann segir að Framsóknarflokkurinn og Skaga- fjarðarlistinn hafi viljað kanna aðra möguleika áð- ur en ákvörðun um sameiningu veitnanna þriggja væri tekin. „Tillagan hljóðar þannig að Byggðaráð sam- þykkir að ákvörðun um sameiningu Hitaveitu Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar og Raf- veitu Sauðárkróks verði frestað til 1. nóvember nk. og möguleikar á sölu Rafveitu Sauðárkróks verði skoðaðir til hlítar.“ Hann segir að því sé ekki verið að taka neina ákvörðun um sölu á Rafveitu Sauðárkróks. „Það er verið að tala um möguleika á að selja raf- veituna en ekki hverjum. Það er ekki einu sinni víst að Rarik vilji kaupa, ég hef ekki hugmynd um það. Það er spjallað um alla möguleika. Við vildum, áður en farið yrði í að sameina þessi fyrirtæki, kanna hvað við fengjum fyrir rafveituna í sölu til þess að hafa einhvern samanburð þar sem við erum að glíma við fjárhagsvanda. Ef það yrði hins vegar ákveðið að ganga til samninga við Rarik myndi ég auðvitað víkja, þá væri ég vanhæfur.“ Á SVEITARSTJÓRNARFUNDI í Skagafirði sl. þriðjudag bar Gísli Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, upp vantrauststillögu þess efnis að Stefán Guð- mundsson, Framsóknarflokki, væri vanhæfur til að fjalla um málefni Rafveitu Sauðárkróks. Ástæðan er sú að Stefán situr í stjórn Rafmagnsveitna rík- isins, Rarik, en rætt hefur verið um að Rarik gæti hugsanlega orðið kaupandi að rafveitunni. Tillagan var felld með sex atkvæðum gegn fimm. Gísli Gunnarsson segir að í janúar á þessu ári hafi verið ákveðið að sameina Rafveitu Sauðár- króks, Hitaveitu Skagafjarðar og Vatnsveitu Skagafjarðar. Framsóknarmenn hafi hins vegar borið fram tillögu í júlí um að fresta sameiningunni og kanna sölu á rafveitunni. Sjálfstæðismenn hafi neitað og því hafi framsóknarmenn slitið meirihlut- anum. Á mjög gráu svæði Gísli segir að samkvæmt tillögu Framsóknar- flokksins eigi að selja rafveituna. Þá hafi Snorri Styrkársson, fulltrúi Skagafjarðarlista og formað- Vantrauststillaga borin upp á sveitarstjórnarfundi í Skagafirði Ágreiningur um hæfi Stendur ekki til hér á landi STEFÁN Haraldsson, fram- kvæmdastjóri bílastæðasjóðs, segir að ekki standi til að taka í gagnið greiðsluþjónustu fyrir stöðumæla sem gefur neytend- um kost á að greiða stöðugjöld fyrir bílastæði með venjulegum GSM-síma. Sænska fjargreiðslufyrir- tækið Mint AB, sem Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn keypti nýverið hlut í, hefur hleypt af stokkunum slíkri greiðsluþjón- ustu fyrir stöðumæla. Í fyrstu verður boðið upp á þjónustuna í bílastæðahúsum fyrirtækisins Stockholm Parkering og hefur fyrirtækið áhuga á að bjóða upp á slíka þjónustu víðar á Norðurlöndunum í næstu fram- tíð. Stefán segir að ýmsir inn- lendir aðilar, sem hafa haft áhuga á að þróa svona kerfi, hafi verið í viðræðum við bíla- stæðasjóð borgarinnar. Hann segir að bílastæðasjóður hafi ekki haft áhuga á að taka þátt í slíkri þróunarvinnu, það sé mjög kostnaðarsamt, þar sem markaðurinn hér sé mjög lítill. „Við ætlum ekki að vera í far- arbroddi í þessari tækni, við ætlum að leyfa öðrum að þróa þetta og taka svo í gagnið ein- hverja tækni sem virkar þegar allir eru tilbúnir,“ segir Stefán. Hann segir þó ekki víst að þessi tækni verði nokkurn tímann tekin í gagnið hér, það fari eftir því hvernig kerfin reynast er- lendis. Klinkkort væntanleg á markaðinn Aðspurður hvort einhverra nýjunga sé að vænta hvað bíla- stæðagjöld varðar segir Stefán að bílastæðasjóður muni taka þátt í verkefni með svokölluð- um klink- eða snjallkortum sem bankar og greiðslukortafyrir- tæki eru að þróa. Kortin myndu að sögn Stefáns fyrst og fremst nýtast í miðamælum og greiðsluvélum í bílastæðahús- um. Upphaflega stóð til að byrjað yrði að prófa þessi kort í vor, en Einar S. Einarsson, verkefna- stjóri Klinks-rafeyrisverkefnis bankakerfisins, segir að verk- efninu hafi seinkað nokkuð af tæknilegum ástæðum og vegna alþjóðlegra krafna um nýja staðla. Hann segir að tilrauna- verkefninu verði hleypt af stokkunum í næsta mánuði. Klinkkortið er að sögn Ein- ars ætlað fyrir smágreiðslur og er einkum lögð áhersla á sjálf- sala, söluturna og aðra þjón- ustu, eins og bílastæði, þar sem fólk borgar yfirleitt lágar upp- hæðir. Hann segir að í kjölfarið verði öll debet- og kreditkort landsmanna endurútgefin smátt og smátt með rafrænni pyngju, en reiknað er með að búið verði að endrnýja kortin eftir eitt og hálft til tvö ár. Kortin verða þá búin örgjörva, en það er, að sögn Einars, krafa erlendis frá vegna aukins kortamisferlis að segulröndin verði lögð af. „Þetta kallar líka á breytingu á búnaði á viðtöku- stöðum. Það þarf að taka út gömlu posana og setja nýja,“ segir Einar. Einnig er reiknað með að kortin verði með raf- rænu persónuskilríki, til að auka öryggi í netviðskiptum. Stöðumælagjöld greidd með GSM-síma ÚTSÖLUR standa enn yfir í fjölda verslana og eru dæmi þess að afslátturinn hafi hækkað frá því þær hófust. Ljósmyndari Morgunblaðsins skrapp á útsölu í Hagkaupum í Kringlunni nýlega og komst að raun um að útsalan þar var enn í fullum gangi. Hægt var m.a. að gera ágætis kaup á matarstelli með 40% af- slætti. Morgunblaðið/Billi Útsölur í fullum gangi VÍÐA að berast nú góðar veiði- fréttir, enda mesti göngutími eins árs laxins í hámarki og stórstraum- ur nýafstaðinn. Skilyrði eru og góð og vatnsmagn hæfilegt eftir vot- viðri að undanförnu. Stórir birtingar í Kjósinni Fast að 500 laxar eru komnir á land úr Laxá í Kjós og sagði Ásgeir Heiðar, umsjónarmaður árinnar, að göngur væru góðar og stöðugar. „Svo er hérna í bland ótrúleg sjó- birtingsveiði. Við erum komnir með 150 fiska á land sem eru þyngri en 4 pund og það má heita að daglega veiðist upp í 8–9 punda fiskar. Menn gapa bara yfir þessu og þess- ir fiskar veiðast jafnt í logni og sól sem þyngra veðri. Það eru nýju glæru flugulínurnar sem skipta sköpum, menn eru að fá fiska sem hefðu áður fælst burt,“ sagði Ás- geir. Stórlax í Selá Rafn Hafnfjörð sagði í gær að Selá í Vopnafirði væri komin með 275 laxa sem væri „alveg frábært“ miðað við tíma. Það er meira en á sama tíma í fyrra, en þá var veiðin afar góð í ánni. Nýlega landaði Svíi nokkur laxi sem var skráður 20 pund, en var að sögn vitna líklega nokkru þyngri, hugsanlega 22 pund. Svíinn setti í laxinn í Djúpu- botnum en landaði honum ekki fyrr en í Vaðhyl og hafði þá sá grái ætt í gegnum fjóra eða fimm hylji. 150 laxa vika Haukur Geir Garðarsson, einn umsjónarmanna Laxár í Leirár- sveit, sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikil og góð veiði hefði verið í ánni síðustu daga. Síðasta vikuholl var með 150 laxa og hollið sem tók við var komið með 60 laxa eftir aðeins tvo daga. Það eru smá- laxagöngur sem halda uppi veiðinni um þessar mundir og sagði Haukur þær „jafnar og góðar“. Fréttir héðan og þaðan Tvö síðustu holl í Gljúfurá hafa fengið 8 laxa hvort og er fiskur dreifður í ánni, en ekki mikið magn. Í gær voru komnir um 45 laxar úr ánni, sá stærsti 8 punda. Menn sem hættu nýverið í Álftá fengu 16 laxa og 14 sjóbirtinga á tveimur dögum. Var þá laxatalan í ánni komin í 64 og mikið af birtingi að auki. Holl sem hætti nýlega í Hrúta- fjarðará var með 6 laxa og góða bleikjuveiði. Fjórir laxanna veidd- ust síðasta morguninn, þar af tveir á síðasta hálftímanum. Voru það nýgengnir smálaxar. Þá munu komnir um 60 laxar úr Svartá, sem þykir nokkuð gott. Laxinn er vel dreifður í ánni og ár- mótin við Blöndu eru einnig sterk og þar liggur mikið af laxi. Mikill bolti slapp þar um helgina, lax sem álitinn var um eða yfir 20 pund. Veiðin víða mjög góð ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Snorri Þorkelsson veiddi maríulaxinn sinn á svarta Frances í Laxá í Döl- um fyrir nokkru. Var það 6 punda hængur og hér nagar hann veiðiugg- ann af að veiðimannasið. Segja sig frá rann- sókn um- ferðarslyss ÓLAFUR K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, hefur tekið ákvörðun um að hann og lögreglumaður í bæn- um segi sig frá rannsókn á umferð- arslysi sem varð fyrir utan skemmti- stað í bænum aðfaranótt sunnudags. Ólafur segir að ekki sé vitað ná- kvæmlega hvernig atburðarásin að slysinu var nema það að ungur mað- ur varð fyrir bíl fyrir utan skemmti- staðinn og féll hann við það í götuna. Ökumaður bílsins er sonur lög- reglumanns í bænum og sonur sýslu- mannsins var farþegi, sem veldur því að Ólafur tekur þessa ákvörðun. „Ég sem lögreglustjóri mun óska eftir því að öðrum verði falin rann- sókn þessa slyss og mun ég senda ríkissaksóknara bréf þess efnis.“ Maðurinn sem slasaðist var fluttur með þyrlu undir læknishendur í Reykjavík. Reyndist hann með bein- brot í hálsi og baki. „Þegar upp var staðið reyndist hann lítið slasaður og það er aðal- atriðið,“ sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.