Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 13 SAMTÖK um betri byggð gagnrýna fyrirhugaða samein- ingu Borgarskipulags og byggingarfulltrúa og telja að verið sé að breiða yfir vandann í skipulags- og byggingarmál- um borgarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti fyrr í sumar að leggja til við borgarráð að embætti bygg- ingarfulltrúa og Borgarskipu- lag yrðu endurskipulögð í einni stofnun frá og með 1. nóvem- ber nk. Stýrihópur sem vann að úttekt á starfsemi embætt- anna taldi að meðal kosta þess að sameina embættin mætti nefna sameiginlega afgreiðslu og móttöku gagna, samræmda og sameiginlega símaþjónustu, hugsanlega betri nýtingu starfsmanna og möguleika á að sinna betur verkefnum sem setið hafa á hakanum, t.d. kynningum og almanna- tengslum. Mikilvægast væri þó að ná fram betri samræm- ingu á undirbúningi mála sem ættu að fara fyrir skipulags- og byggingarnefnd. Samtök um betri byggð telja að skipulagssviðið þurfi að vera betur í stakk búið til að taka upp nánari samvinnu við skipulagssvið nágrannasveit- arfélaga. Helstu verksvið verði langtímastefnumótun um þró- un höfuðborgarinnar, umsjón með lögformlegri deiliskipu- lagningu og borgarhönnun. Samtök um betri byggð ráða borgaryfirvöldum frá „órök- studdum og vanhugsuðum smáskammtalækningum í lok kjörtímabils með breytingum sem munu gera illt ástand verra og torvelda löngu tíma- bæra heildarendurskoðun [skipulags- og byggingar- mála],“ að því er segir í grein- argerðinni. „Á undanförnum árum hef- ur „samstarf“ Borgarskipu- lags og byggingarfulltrúa auk- ist svo mjög, að hvorug stofnunin er lengur fær um að sinna hlutverki sínu eins og vera ber. Þetta samstarf er þvingað og að baki því liggja þrjár veigamiklar orsakir, sem oftar en ekki verka saman: 1. Við endurskoðun skipu- lagslaga 1993 var grenndar- réttur efldur verulega. Með ár- unum hefur túlkun á grenndarrétti orðið æ víðtæk- ari, m.a. vegna ófremdar- ástands í deiliskipulagsmálum borgarinnar (sbr. lið 2). Í eldri hverfum Reykjavíkur hamlar þetta eðlilegri endurhæfingu byggðarinnar. Fjölmörg dæmi eru um fasteignaeigendur, sem eitt sinn nýttu sér lang- sóttan umsagnarrétt um áform granna, en verða síðar sjálfir fyrir barðinu á ámóta langsóttri umsögn sömu granna. 2. Í endurskoðuðum út- gáfum skipulagslaga voru lagðar skýrari línur um gerð lögformlegs deiliskipulags til samræmis við sambærilega skipulagsvinnu í Evrópu og víðar til að tryggja betur hags- muni almennra borgara og framkvæmdaraðila. Skipu- lagsyfirvöld í Reykjavík sinntu til skamms tíma ekki kröfum um ný vinnubrögð og er nú svo komið að einungis örlítill hluti byggðar vestan Elliðaáa býr við lögformlegt deiliskipulag. Við þessar aðstæður þarf að auglýsa nýtt deiliskipulag og jafnvel breytingar á aðalskipu- lagi í hvert sinn, sem áformuð er breyting í eldri byggð. Með þessu verklagi er til orðinn vítahringur, því þannig glatar Borgarskipulag, sem nú þegar er ofhlaðið störfum, endanlega allri yfirsýn yfir stöðuna í skipulagsmálum borgarinnar.“ „3. Gildandi lög og reglu- gerðir um skipulags- og bygg- ingarmál og tengdir bálkar laga og reglna miðast einkum við þarfir dreifðrar byggðar og torvelda því að sama skapi tímabæra þéttingu byggðar og uppbyggingu og endurnýjun í miðborg Reykjavíkur og á öðr- um miðsvæðum. Með sameiningu skipulags- nefndar og byggingarnefndar haustið 2000 voru borgaryfir- völd að bregðast við einkenn- um aðsteðjandi vanda án þess að takast á við rót hans. Síðan þá hefur nýja nefndin verið án eins afgerandi framkvæmda- stjóra. Ný tillaga að samein- ingu sjálfra embættanna er af sama toga og mun hún stuðla að því að breiða enn frekar yfir og auka vandann.“ Telja að verið sé að breiða yfir vandann Reykjavík Sameining Borgarskipulags og byggingafulltrúa gagnrýnd Í FRÉTT Morgunblaðsins á laug- ardag var sagt frá ráðningu Leifs S. Garðarssonar í stöðu annars tveggja aðstoðarskólastjóra við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Hjá Hafnarfjarðarbæ fengust þær upp- lýsingar, að Leifur yrði staðgengill skólastjóra. Hafnarfjarðarbær vill koma því á framfæri, með beiðni um velvirðingu hlutaðeigandi, að misskilningur olli því að upplýsing- ar um staðgengilshlutverk Leifs voru gefnar, því í Öldutúnsskóla starfar Hulda Sigurðardóttir sem aðstoðarskólastjóri I, og hefur hún gegnt því starfi mörg undanfarin ár, þar með talið að vera staðgeng- ill skólastjóra. Hulda Sigurðardóttir staðgengill skólastjóra Hafnarfjörður GULLMÓT Járnbendingar og Breiðabliks í knatt- spyrnu fyrir stúlkur í 2. til 6. flokki var haldið í Kópa- vogi dagana 19. til 22. júlí. Samkvæmt upplýsingum frá Ungmennafélaginu Breiða- bliki tóku 30 lið þátt í mótinu og þátttakendur voru því um 1.000 talsins á aldrinum 5-16 ára. Liðin komu víðsvegar að af land- inu og gistu keppendur af landsbyggðinni í Smára- skóla meðan á mótinu stóð. Í tengslum við gullmótið var ýmislegt gert til skemmtunar. Mótið hófst á skrúðgöngu frá Digra- neskirkju að íþróttahúsinu í Smáranum þar sem töfra- maðurinn Mighty Gareth tróð upp. Mótsdagana voru haldnar kvöldvökur og kvik- myndasýningar að keppni lokinni og á sunnudag var svo grillveisla fyrir alla þátttakendur í lok mótsins. Úrslit mótsins urðu þann- ig að Breiðablik varð gull- mótsmeistari í 4. flokki B, 5. flokki A og B og 6. flokki B. Víðir varð meistari í 2. flokki, Þór, A., í 3. flokki A, Ægir í 3. flokki B, Haukar í 4. flokki A og ÍBV í 6. flokki A. 1.000 knattspyrnustúlkur í Kópavogi um helgina Tóku þátt í gullmóti Kópavogur Morgunblaðið/Jim Smart Eins og sjá má á þessari mynd var hart barist um boltann á Gullmótinu en sex lið unnu til gullverðlauna í Kópavoginum um helgina. Gott er að hafa lukkudýr sér til halds og trausts í erfiðri keppni og þessi myndarlegi bangsi hefur eflaust hvatt Stjörnustúlkur til dáða á mótinu. SIGURÐUR Geirdal bæjar- stjóri Kópavogs segir bæjar- ráð Kópavogs hafa í huga að ráða starfsmann sem gegnir stöðu lögreglumanns í sam- vinnu við dómsmálaráðuneytið og muni viðkomandi sjá um að fræða grunnskólabörn í Kópa- vogi um skaðsemi fíkniefna og vinna gegn útbreiðslu þeirra. Hugmynd bæjarráðs er sú að viðkomandi lögreglumaður hafi aðsetur hjá sýslumannin- um í Kópavogi og starfi undir stjórn hans, en bæjarráð taki á sig launakostnað sem af emb- ættinu hlýst. Að sögn Sigurðar ber pen- ingaleysi oft á góma þegar rætt er um þörf á aukinni gæslu. „Hjá Kópavogsbæ hafa menn rætt um að gott væri ef einn aðili í lögreglunni gæti sinnt starfi með unglingum í grunnskólum. Markmið bæj- arráðs með þessari hugmynd er að láta féskort ekki stöðva það að af þessu verði, heldur vinna málið í samvinnu við dómsmálaráðuneytið og leggja til fé til að bera kostnað af þessari stöðu,“ segir Sigurð- ur. Sigurður telur að þessi hugmynd sé ný af nálinni, en bendir á að hún verði ekki framkvæmd nema í samvinnu við dómsmálaráðuneytið og sýslumanninn í Kópavogi. „Þetta er enn á hugmyndastigi og hefur dómsmálaráðuneyt- inu verið sent bréf og þremur embættismönnum verið falið að ræða við dómsmálaráð- herra hvernig unnt sé að koma þessu fyrir,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar hefur mikið forvarnarstarf verið unnið í Kópavogi í gegnum tíð- ina af forvarnarfulltrúum á fræðslu- og félagssviði bæjar- ins, af kirkjunni, foreldrum, félagsmiðstöðvum og á öðrum vettvangi. Ef af verður, mun hin nýja staða lögreglumanns verða viðbót við það starf sem þegar er unnið í þessum mál- um í Kópavogi. „Okkur fannst að það yrði mikill styrkur ef einhver innan lögreglunnar fengi sem aðalverkefni að fræða krakkana og fylgjast með því sem er að gerast.“ Kópavogsbær vill ráða lögreglumann í forvarnastarf Vinni gegn útbreiðslu fíkniefna í grunnskólum Kópavogur MALBIKUNARFRAM- KVÆMDIR hafa staðið yfir í höf- uðborginni í sumar þegar veður er þurrt og samkvæmt upplýsingum frá gatnamálastjóra var malbikað í Skipholti sl. laugardag og í Stór- holti í gær. Nokkuð hefur verið um lokanir á götum vegna malbikunar- framkvæmda en að sögn gatna- málastjóra er það mál verktaka og lögreglu að ákveða hvernig staðið skuli að þeim hverju sinni. Malbikað í Reykjavík Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.