Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 15
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 15 ⓦ í Ytri-Njarðvík Upplýsingar veitir umboðsmaður á staðnum, Eva Gunnþórs- dóttir í síma 4213475. ALÞJÓÐLEGT yfirbragð er á starfinu í Rannsóknastöðinni í Sandgerði um þessar mundir, eins og oft áður. Þar stendur nú yfir alþjóðlegt námskeið í nútíma- legri flokkunarfræði burstaorma. Námskeiðið sækja sjávarlíf- fræðinemar víða að, frá Rúss- landi, Bandaríkjunum, Mexíkó, Brasilíu, Noregi, Portúgal og Japan. Og kennararnir koma einnig úr ýmsum áttum, Fredrik Pleijel frá Frakklandi og Greg Rouse frá Ástralíu en auk þeirra eru hér við störf þeir Alfanso A. Ramos prófessor frá Spáni og Rússi að nafni Vasily Radasevsky, en þeir hafa báðir verið áður við störf í Fræðasetrinu. Skipuleggj- andi og stjórnandi námskeiðsins er Elín Sigvaldadóttir, sjávarlíf- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Hópurinn sem fjallar um flokkun burstaorma fyrir framan Fræðasetrið. Læra flokkun burstaorma Sandgerði miðjan næsta mánuð. Fyrirhugað er að byggja að minnsta kosti fimm tanka í upphafi og leigja þá út. Segir Einar að mikill áhugi sé á þessum viðskiptum og gæti svo farið að byggja þurfi fleiri tanka. Sagði hann notkun ekki einskorðast við olíu, einnig væri hugsanlegt að leigja tanka til geymslu á lýsi svo dæmi væri tekið. Hann telur að áhugi sé hjá olíu- félögunum sem selja flugvélaelds- neyti til Flugleiða og annarra flug- félaga á Keflavíkurflugvelli að leigja þarna aðstöðu enda segir hann að ætlunin sé að leggja leiðslu frá tönk- unum og upp á Keflavíkurflugvöll. Eldsneyti þetta er nú flutt á bílum frá Reykjavík og hafa flutningarnir sætt gagnrýni. Einar leggur á það áherslu að hugmyndin að byggingu og rekstri tankanna sé algerlega við- skiptalegs eðlis og taki ekki mið af hugsanlegum þrýstingi Suðurnesja- manna að losa eldsneytisflutninginn af Reykjanesbrautinni. Þá staðfestir Einar að nýtt íslenskt olíufélag, Íslandsolía, hafi sýnt áhuga á að leigja tankapláss. Það fyrirtæki STOFNAÐ hefur verið fyrirtækið Tankabú Helguvíkur til að byggja og reka olíutanka í Helguvík í Reykja- nesbæ. Stjórnarformaður fyrirtækis- ins segir að mikill áhugi sé að fá leigt hjá þeim tankapláss. Búist er við að nýtt íslenskt olíufélag, Íslandsolía, verði meðal viðskiptavina. Hafnasamlag Suðurnesja hefur lengi kynnt Helguvík sem ákjósan- legan stað til olíuuppskipunar, meðal annars fyrir flugvélaeldsneyti fyrir Flugleiðir og aðra starfsemi á Kefla- víkurflugvelli. Varnarliðið er með eigin olíubirgðastöð þar. Hafnasam- lagið hefur úthlutað lóðum á hafnar- svæðinu, meðal annars til Skeljungs sem nú hefur samning við Flugleiðir um sölu á flugvélaeldsneyti, Irving Oil og fleiri aðila, en aldrei orðið úr framkvæmdum hjá viðkomandi fyr- irtækjum. Nú hefur félag sem verk- takar á Suðurnesjum og áhugamenn um málið standa að fengið lóð við suð- urhluta Helguvíkur. Undirbúa stofnun nýs olíufélags Að sögn Einars Bjarnasonar, framkvæmdastjóra Norex, sem er stjórnarformaður Tankabús Helgu- víkur, er ætlunin að hefjast handa um hafi verið með í umræðunni frá upp- hafi. Jón Gunnar Aðils, forsvarsmaður hópsins sem unnið hefur að undir- búningi nýja olíufélagsins í hálft ann- að ár, segir að ekki sé búið að stofna félag og ýmsir samningar ófrágengn- ir. Hann segir að hugmyndin sé að leggja áherslu á sölu á gasolíu. Að undirbúningnum standa innlendir aðilar með hugsanlegri þátttöku er- lendra. Jón Gunnar segist ekki geta upplýst nánar um málið vegna þess að eftir sé að ganga frá samningum. Vonast hann til að mál skýrist á næstu vikum og að hægt verði að hefja starfsemi um áramót. Rétta aðferðin Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Suðurnesja, bind- ur vonir við að nú loksins verði af byggingu olíugeyma í Helguvík en í ljósi sögunnar sé ekkert hægt að full- yrða um það fyrr en framkvæmdir hefjist. „Það er rétta aðferðin að gera þetta svona, að sjálfstætt fyrirtæki reisi tankana og leigi þá hverjum sem er,“ segir Pétur. Hann segir að rekst- urinn muni færa höfninni auknar tekjur af vörugjöldum. Það muni hjálpa upp á rekstur Hafnasamlags- ins, sem rekið hefur verið með halla á undanförnum árum, en þó ekki ráða úrslitum um afkomuna. Byggja fimm geymslu- tanka við höfnina Nýtt íslenskt olíufélag fær þar aðstöðu Helguvík ELDUR kom upp í eldhúsi í ein- býlishúsi við Suðurgötu 19 í Kefla- vík upp úr miðnætti í fyrrinótt. Kona með tvö börn flúði úr húsinu. Slökkvilið var kallað á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Margrét Eysteinsdóttir, íbúi í húsinu, vaknaði við hávaða frá reyk- skynjara og reykjarlykt. Hún vakti börnin sín tvö, tæplega tveggja ára gamla dóttur og sjö ára gamlan son, og flúði úr húsinu. Að hennar sögn varð það þeim til happs að svefn- herbergi eru á neðstu hæð hússins en húsið er á þremur hæðum. Þess má geta að húsið er úr timbri. Eng- in slys urðu á fólki. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu í Keflavík að svo virtist sem eldurinn hefði átt upp- tök sín í uppþvottavél. Töluverðar skemmdir urðu á eldhúsinnréttingu. Þá urðu töluverðar skemmdir af völdum vatns og reyks en vatnslögn sem tengist í uppþvottavélina fór í sundur og flæddi heitt vatn um íbúðina. Ljósmynd/Hilmar Bragi Brunaverðir við vinnu í húsinu við Suðurgötu í fyrrinótt. Kviknaði í húsi út frá uppþvottavél Móðir flúði út með tvö börn Keflavík BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur skipað Ellert Eiríksson bæjar- stjóra og Reyni Ólafsson viðskipta- fræðing í skilanefnd vegna Hafnasamlags Suðurnesja. Hafnasamlag Suðurnesja er í eigu Reykjanesbæjar, Gerðahrepps og Vatnsleysustrandarhrepps en síð- astnefnda sveitarfélagið tilkynnti úr- sögn úr því í lok síðasta árs. Sam- kvæmt samþykktum samlagsins á úrsögnin að taka gildi ári eftir upp- sögn, það er að segja 1. desember næstkomandi, og skilanefnd á að ákveða hvernig skipta eigi eignum Hafnasamlagsins og skuldum. Skilanefndin er skipuð tveimur fulltrúum frá hverjum eiganda. Skipað í skilanefnd Reykjanesbær NOKKUÐ er um að vegaxlir sem lagðar voru í fyrra meðfram Reykja- nesbraut séu ekki rétt notaðar. Að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ eru dæmi um að þær séu notaðar til framúraksturs. Umferðarráð hefur meðal annars hvatt ökumenn með eftirvagna til að færa sig út á vegöxl til að hleypa um- ferð fram úr. Þá hefur Umferðarráð brýnt fyrir mönnum að vegaxlir séu ekki notaðar sem bílastæði. Lögregl- an bendir hins vegar á að nokkuð vanti upp á að ástand vegaxla sé nægilega gott til að hægt sé að nota þær eins og gert er ráð fyrir. Að sögn lögreglunnar í Reykja- nesbæ er dæmi um að menn noti vegaxlir til framúraksturs. Olíumöl er notuð á axlirnar og segir lögregl- an að það dugi ekki til þegar stórir bílar eða rútur eru annars vegar. Þeir spæni upp bundna slitlaginu svo að bílar sem á eftir koma fá grjót yfir sig. Dæmi séu um að menn hafi leitað til lögreglunnar með mikið skemmda bíla vegna ágangs frá grjóti. Þannig sé algengt að rúður brotni og dældir myndist á lakki. Að sögn lögreglunn- ar eru dæmi um að 60 manna rútur hafi tekið fram úr hægra megin. Lögreglan vill benda á að vara- samt getur verið fyrir stóra bíla að aka út á vegaxlir. Þá vill lögreglan benda á að vegaxlir á alls ekki að nota til framúraksturs auk þess sem þar á ekki að stöðva bifreiðar eða leggja þeim. Vegaxlir ekki gerðar fyrir stórar bifreiðar Morgunblaðið/Þorkell Að mati lögreglunnar í Reykjanesbæ eru vegaxlir við Reykjanesbraut ekki gerðar fyrir ökutæki í þyngri kantinum. Reykjanesbraut

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.